Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 16

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ Q- C0 o Engin tilviljun ræður því að myndin á íslensku krónunni er af þorski. Flest sem íslendingar þurfa til daglegra nota verður að kaupa frá útlöndum og til þess að geta það er nauðsynlegt að flytja út vörur. Sjötíu prósent af verðmæti alls vamings sem við seljum til útlanda eru sjávarafurðir. En þorskurinn einn stendur fyrir tæpum helmingi af öllum vöruútflutningi. Ef illa árar í hafinu bitnar það á öllu atvinnulffinu. Á sama hátt lifnar allt við þegar vel gengur í sjávarútvegi. Sjómenn, fiskvinnslufólk og aðrir starfsmenn fá laun. Rannsóknarstofnanir, vélsmiðjur, trygginga- fyrirtæki og olíufélög hafa einnig tekjur af sjávarútveginum. Viðskipti fara síðan í gang á ólíkum sviðum; fjármagn streymir um allt samfélagið og til verður það sem hagfræðingar kalla margfeldisáhrif. Eðlilega skilar sjávarútvegurinn því miklum fjármunum í sameiginlega sjóði landsmanna. Auk þess greiðir hann margvísleg gjöld sem tengjast honum sérstaklega; aflagjald og veiðieftirlitsgjald, svo dæmi séu nefnd. Þá greiðir hann nær milljarð króna í Þróunarsjóð. Útflutningur á vörum 1997 Yfir 70% af heildarútflutningi íslendinga eru sjávarafuröir. Á undanfömum áratugum hafa atvinnuhættir okkar breyst mikið en þó er ljóst að um langa framtíð mun sjávarútvegurinn verða undirstaðan í efnahagslífinu. (Heimild: Hagstofa íslands: Hagtíðindi, jan. 1998, 83. árg. nr. 1, bls. 26.) Þorskur, sem kallast gadus morhua á máli fræðimanna, er talinn með botnfiskum eins og ýsa, ufsi, karfi, grálúða og skarkoli. Til uppsjávarfiska teljast aftur á móti loðna, síld og kolmunni. Þorskur hefur alltaf verið einn af okkar verðmætustu nytjafiskum og það segir sitt um mikilvægi hans að oft var hann einfaldlega kallaður fiskurinn. Þorskur hefur líka verið kallaður „sá guli" í gcgnum tíðina. Þorskígildi er aftur á móti nýlcgt hugtak. Talað er um þorskígildi þegar verðmæti annarra fisktegunda er umreiknaö í verðmæti þeirra í þorski. Þannig var t.d. þorksígildi karfa 0,70 á síðasta fiskveiðiári, sem þýðir að kíló af karfa jafngilti 700 grömmum af slægðum þorski. Enginn gjaldmiðill hefur reynst íslendingum betur en fiskurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.