Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 17

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 1 7 Á undanfömum árum hefur sjávarútvegurinn stuðlað að margháttaðri nýsköpun í atvinnulífmu. Búnaður og tæki til fiskveiða og verkunar, sem hugvitsmenn og iðnfyrirtæki hafa þróað, reynist meðal þess besta sem völ er á í heiminum. Útflutningur á fiskikörum, umbúðum, fiskinetum, línum, rafeindavogum, toghlerum og öðrum tækjum skilar nú umtalsverðum fjármunum inn í hagkerfið. íslendingar hafa lengi glímt við þorskinn og kostað til miklum fjármunum. Hann hefur haft sína duttlunga, komið og farið — en stundum höfum við líka gengið of nærri honum. Á seinustu árum höfum við þó lært að lifa með þorskinum. Við stöndum nú fyrir ábyrgri og hagkvæmri nýtingu fiskistofnanna. Þess njóta Islendingar allir. Sjávarútvegurinn er vissulega stór þáttur af efnahagslífinu og margir áhættuþættir honum samfara. Einmitt þær staðreyndir kalla á staðfestu og markviss vinnubrögð, ásamt virðingu fyrir því sem vel er gert. Við eigum þorskinum margt að þakka. Hann gerir okkur kleift að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu, lista og menningar. Hann er greifí. Þessi auglýsing er liður í fræðsluátaki íslenskra útvegsmanna. \------------------------------------------------------------------- Fiskurinn leggur landsmönnum til sjö af hverjum tíu krónum. www.liu.is ÍSLENSKIR ÚTVEGSMENN Fræðsluátak á ári hafsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.