Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 23

Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 23 Morgunblaðið/Silli JON Friðrik Einarsson veitti faekjunum viðtöku úr hendi Sigurgeirs Aðalgeirssonar. Kiwanismenn gefa fj ar skiptatæki Húsavík - Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík færði Björg- unarsveitinni Garðari nýlega að gjöf fjarskiptatæki sem kosta um 500 þús. kr. Sigurgeir Aðalgeirsson afhenti gjöfína með þeim orðum að tækin myndu koma þeim vel við æfíngar en vonandi þyrfti að nota þau sem sjaldnast í neyð. Fomaður björgunarsveitarinnar, Jón Friðrik Einarsson, veitti tækj- unum móttöku og gat þess að þessi tæki leystu vanda sem verið hefði í einstaka tilfellum í fjarskiptum milli leitamanna og stjórnstöðvar. Hann gat þess einnig að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Kiwanismenn styrktu björgunarsveitina og fyrir það færði hann þeim þakkir. Unnið að vefsíðugerð fyrir Stykk- ishólmsbæ Stykkishólmi - Með aukinni tölvu- notkun, netvæðingu og upplýs- ingaflæði þykir nú orðið sjálfsagt að hver stofnun eða fyrirtæki út- búi sína heimasiðu sem almenn- ingur getur heimsótt og leitað upplýsinga á. Stykkishólmsbær vill þar ekki vera eftirbátur ann- arra í þessum efnum. Nú er hafin vinna við að gera vef fyrir Stykk- ishólmsbæ og stofnanir hans. Það eru ungir strákar frá Akranesi sem hafa tekið að sér að hanna og setja upp Stykkis- hólmsvef. Það eru þeir Páll Þór Pálsson, 18 ára, og Eling O. Vignisson, 19 ára. Áhugamál þeirra undanfarin ár eru tölvur og allt sem þeim tengist. Þeir hafa notað allar sínar frístundir við tölvuna. í sumar stofnuðu þeir fyrirtækið íslensk upplýs- ingatækni þar sem þeir veita þjónustu við vefhönnun og - smíði. Þeir hafa samið kennslu- efni í heimasíðugerð og fór mikill tími í það verkefni. Þeir annast alla hönnun, uppsetningu og grafík. Sú hugmynd kom upp að tengja vefsíðugerðina grunnskól- anum í Stykkishólmi. Elstu nem- endum grunnskólans var boðið að taka þátt í verkefninu. Nú um Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason UNNH) er að gerð vefs fyrir Stykkishólmsbæ. Það eru ungir strákar frá Akranesi sem hafa tekið það verkefni að sér og vinna það með aðstoð elstu nemenda grunnskólans. Um helgina var haldið námskeið í heimasíðugerð. Á myndinni eru þeir Erling O. Vignisson og Páll Þór Pálsson frá Akranesi ásamt áhugasömum tölvunemendum Grunnskólans í Stykkishólmi. helgina var haldið námskeið fyr- ir þá nemendur sem hafa áhuga á að tengjast verkefninu. Þar fengu þeir leiðbeiningar um heimasíðugerð. Á þennan hátt nýtist góður tölvukostur skólans og eins fá nemendur dýrmæta reynslu og kunnáttu í notkun tölvu. Umsjón með vinnu nem- enda hafa þeir Einar Strand og Eyþór Benediktsson. Er mikill áhugi fyrir þessu verkefni og er áætlað að Stykkishólmsvefurinn verði tilbúinn og kominn á Netið í lok nóvember. Þá opnast nýjar leiðir til að fá fréttir úr Hólmin- um og fréttaritari fær aukna samkeppni. Steingrímur St.Th. sýnir í Eden STEINGRÍMUR St.Th. Sig- urðsson opnar 91. málverkasýn- ingu sína í Eden í Hveragerði í dag, laugardag, kl. 16. Á sýn- ingu Steingríms að þessu sinni eru 30 verk. Sýningin er opin virka daga kl. 9-19, laugardaga er opið til kl. 21, sunnudaga til kl. 20. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 17. október kl. 21. SöluAyMÍng a kmnni AtörglœAÍlegu ogvöndu&ii SiemettA keimilÍAtœlfjum* í dag höldum við sannkallaða heimilistækjaveislu og verðum með ýmis tæki á frábæru tilboðsverði. Komið í verslun okkar að Nóatúni 4 og gerið verulega góð kaup á heimilistækjum frá Siemens, Bomann, Dantax og fleirum. M.a.: 30% afsláttur á hljómtækjum. 28” sjónvarpstæki frá Dantax á 39.900 kr. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur veittur. Látið sjá ykkur - kíkið í kaffi - og njótið dagsins með okkur. m SMITH &NORLAND Nóatúni 4 • Sími 520 3000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.