Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 29 Vantraust á sænsku stjórnina fellt Stokkhólmi. Reuters. RÍKISSTJÓRN Görans Perssons stóð léttilega af sér vantrauststil- lögu Hægriflokksins á sænska þinginu á fimmtudag enda ákváðu hinir mið- og hægriflokkamir þrír að styðja hana ekki. Er niðurstað- an sögð álitshnekkir fyrir Carl Bildt, leiðtoga Hægriflokksins, sem hafi ekki uppskorið annað en að einangra flokkinn. 186 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni, 82 voru henni samþykkir og 74 sátu hjá. Sjö voru fjarverandi. Bildt sagði, að ástæðan fyrir tillögunni væri sú, að Persson ætlaði að sitja áfram þrátt fyrir mesta kosningaósigur jafnaðai-manna frá árinu 1920. Engin líkindi voru til, að tillag- an yrði samþykkt því að jafnaðar- menn hafa stuðning Vinstriflokks- ins og græningja en auk þess vildu hugsanlegir bandamenn hægrimanna, frjálslyndir, kristi- legir og miðflokksmenn, ekki styðja þá. Stjórnmálaskýrandinn Olof Ruin segir, að ljóst sé, að klofningur sé kominn upp meðal borgaraflokk- anna, sem unnu sumir vel saman í kosningabaráttunni. Sænsku fjöl- miðlamir fóm heldm' hörðum orð- um um frammistöðu Bildts og sögðu, að vantrauststillagan hefði verið óvenjulega illa gmnduð. Hún hefði opnað frjálslyndum og kristi- legum leið til að vinna með jafnað- armönnum eða stefna að ríkis- stjómarsamstarfi síðai'. Reuters SÉRFRÆÐINGAR vinna við uppgröft líka í stærstu ijöldagröf sem fundist hefur í Bosniu. Stór fjöldagröf fundin í Saraj_evó. Reuters. FJOLDAGRÖF sem fannst nálægt bænum Zvornik í Bosníu í vikunni er talin sú stærsta sem fundist hef- ur eftir Bosníustríðið, en þar era sennilega um 300 múslimar grafn- ir, að því er embættismenn skýrðu frá í gær. Þegar hafa fundist 160 lík í gröf- inni, og telja sérfræðingar að mun fleiri eigi eftir að koma í ljós. Emb- ættismenn sögðu að líkin hefðu verið pökkuð í númeraða plastpoka merkta júgóslavneska hernum. Þau væra því vel varðveitt, og Bosníu hægt væri að bera kennsl á nokkur fórnarlambanna með því að taka fingrafór. Talið er að Serbar hafi myrt mennina árið 1992. Yfir 200 þúsund manns létu lífið í styrjöldinni í Bosníu. Múslimskir íbúar Zvornic, líkt og annama þorpa í austurhluta Bosníu, urðu fyrir þjóðernishreinsunum af hálfu Serba. Eftir að stríðinu lauk hafa um 400 fjöldagrafir fundist um alla Bosníu, og einna flestar í nágrenni Zvornik, sem liggur nærri serbnesku landamæranum. sem kostar flott við þröngar gallahuxur með uppabroti. Saramago gagnrýnir Páfagarð Madríd. Reuters. JOSE Saramago, sem í fyrra- dag varð fyrstur portúgalski'a rithöfunda til að hljóta bók- menntaverðlaun Nóbels, varði í gær kommúníska hugmynda- fræði sína og gagnrýndi Páfa- garð en þar á bæ hafa menn verið allt annað en ánægðir með verk Saramagos. „Ég þurfti ekki að hætta að vera kommúnisti til að vinna Nóbelsverðlaunin,“ sagði Saramago í gær. „Ef ég hefði þurft að gefa upp hugsjónir mínar til að bera sigur úr být- um þá hefði ég frekar hafnað Nóbelsver ðlaununum Saramago olli hneykslun kaþólsku kirkjunnar fyiir bók sína „The Gospel according to Jesus Christ“, sem út kom ár- ið 1991 en hún var jafnframt ritskoðuð af þáverandi hægri- stjóm í Portúgal. Lýsti dag- blaðið L’Osservatore, sem gef- ið er út í Vatíkaninu, í gær vali Nóbelsnefndarinnar á Sara- mago sem „enn einum verð- laununum sem tengjast póli- tískri hugmyndafræði". Saramago kveðst hins vegar votta Nóbelsnefndinni virð- ingu sína fyrir að láta pólitísk- ar hugsjónh' hans ekki standa í vegi fyrir því að hún veiti honum bókmenntaverðlaunin. „Ef páfinn væri í dómnefnd- inni þá hefði nefndin hins veg- ar öragglega ekki veitt mér nein verðlaun.“ Sölumaður mannslíffæra handtekinn San Fransisco. Reuters. LÖGREGLAN í Róm handtók í vikunni Bandaríkjamann sem granaður er um að stunda sölu mannslíffæra á Netinu. Er talið að maðurinn sé hluti af bandarískum glæpahring sem staðið hefur að ólöglegri sölu líffæra úr fólki frá Indlandi, Klna, Kambódíu og lönd- um Suður-Ameríku. Segir í frétt AP-fréttastofunnar að maðurinn sé 48 ára gamall Los Angeles-búi. Lögreglumenn hand- tóku manninn á gistihúsi í Róma- borg. Þeir höfðu komið á fundi með honum undir því yfirskini að þeir hygðust kaupa af honum líffæri. Höfðu þeir boðist til að greiða 20.000 Bandaríkjadali, næstum eina og hálfa milljón ísl. kr., fyrir nýra úr manni. Er með handtöku mannsins endi bundinn á sex mánaða rannsókn ítölsku lögreglunnar en yfirvöld leita þó enn annarra meðlima líf- færasöluhringsins. EVROPA^. Framkvauridastjórn ESB veitir nokkrum aðildarríkjum áminningu Bretum og- Grikkjum stefnt fyrir brot á umhverfislöggjöf Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, greindi frá því í gær að hún hygðist stefna brezkum og grískum stjómvöldum fyrir Evrópudómstólinn fyrir að brjóta umhverfislöggjöf sambands- ins, og að í undirbúningi væri að stefna einnig þýzkum stjórnvöldum fyrir hliðstæðai' sakir. Talsmaður framkvæmdastjórn- arinnar sagði að brezk stjórnvöld hefðu ekki fært með fullnægjandi hætti í landslög tilskipun ESB sem kveður á um aðgerðir til að hindra mengun grunnvatns. Meðal dæma sem nefnd voru um atriði sem brytu í bága við ákvæði ESB-lög- gjafarinnar var nefnt að losun sótt- hreinsandi baðlagar sem notaður er til að losa búfé við óværu væri í ólagi í Bretlandi, en hann inniheld- ur efni sem geta verið skaðleg náttúrunni. Brezk yfirvöld geta þó sloppið við að sæta sektum ef þau sjá til þess að viðeigandi löggjöf verði kippt í liðinn innan þriggja mánaða. Níu ríki ámiunt Grískum stjórnvöldum er stefnt fyrir að brjóta gegn ESB-lögum um viðskipti með dýr í útrýmingar- hættu. Og þýzk stjórnvöld mega eiga von á stefnu vegna brota á reglum ESB um sorpeyðingu. Alls sendi framkvæmdastjórnin á fimmtudag bréf til stjórnvalda níu af fimmtán aðildarríkjum ESB, þar sem þau eru hvött til að uppfylla skuldbindingar sínai' varðandi nátt- úravernd, sem kveðið er á um í þar að lútandi löggjöf sambandsins. HAÍIICATTP WSBSSUSaSSStI AiiivrAAiiiiu jt - i|Él ilnral-feetyikaup
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.