Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ! i
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 37
ið að einn Svíinn skyldi fara á
staðinn þar sem bjarndýrsins
hafði orðið vart og bíða þar. En
dýrið lét ekki sjá sig meira þann
daginn. Næsta morgun þegar
veiðin hófst á nýjan leik var
ákveðið að veiða á sama svæði og
lögð var áhersla á það við okkur
veiðimennina að reyna að ná birn-
inum. Við vörpuðum hlutkesti upp
á hver skyldi fara á þann stað sem
elgurinn hafði verið skotinn. Kom
það í minn hlut.“
Einn á ferð
„Þegar ég kom á staðinn var
þar ekkert að sjá. Eg beið því
átekta og eftir nokkra stund flaug
upp hrafn. Þá skynjaði ég að ein-
hver umferð var á svæðinu. Ég fór
því að kanna nágrennið en gætti
þess að fara hljóðlega. Innan
skamms sá ég ógreinilega hreyf-
ingu til hliðar við mig en ég gat
ekki séð hvort þama var á ferð
elgur eða bjamdýr. Ég flýtti mér
þá á annan stað þar sem ég taldi
líkur á að ég næði færi á dýrinu.
Þar steig ég upp á gamlan pall
sem veiðimenn nota til að sitja á
þegar þeir era að bíða eftir veiði-
dýrinu. Þarna stóð ég á tám og
studdi mig við tré og reyndi að
koma auga á dýrið. Tvær litlar
glufur voru í trjáþykkninu fyrir
framan mig. Allt í einu birtist
björninn. Hann stefndi á þann
stað sem glufurnar vora í skógar-
jaðrinum.
Vindurinn stóð af biminum
þannig að hann varð mín ekki var.
Ég sá að björninn var einn á ferð,
þ.e. ekki með húna, svo að ég bjóst
til að skjóta. Við fyrsta trjábilið sá
ég björninn, en hann lá ekki vel
við skoti þannig að ég beið átekta.
A næsta trjábili sneri björninn
þvert fyrir þannig að ég gat skot-
ið. Ég sá björninn hverfa, en færið
á hann voru drjúgir tvö hundruð
metrar. Ég vissi því ekki hvort
mér hafði tekist að hitta hann þó
mér fyndist það líklegt. Eftir
nokkrar mínútur kom einn Sví-
anna til að athuga hvað hefði
gerst, en hann hafði heyrt skotið.
Við biðum um stund en gengum
svo í átt til þess staðar sem ég
hafði skotið að birninum. Ég gekk
á undan en Svíinn á eftir, til að
verja bak okkar. Þegar á skotstað-
inn kom létti okkur mjög, þar sem
björninn hafði drepist samstundis
og oltið niður hæð sem þama var.
Eg hafði hitt hann í hálsinn.“
Birnir í útrýmingarhættu
í Evrópu
Bimir era í útrýmingarhættu í
Evrópu og á ákveðnum stöðum í
Svíþjóð. Vignir segir að regluleg
talning fari fram á bjömunum í Sví-
þjóð til að fylgjast með stofninum,
en reynslan hafi _sýnt að hófleg nýt-
ing sé æskileg. „I ár var leyfilegt að
skjóta tuttugu og fjóra bimi í Sví-
þjóð. Svíamir sem vora með okkur
og stjómuðu veiðiferðinni voru
mjög áhugsamir um að skotinn yrði
bjöm í ferðinni, en bjöm hefur ekki
verið skotinn á þessu svæði sem við
voram á í rám tuttugu ár. Ástæðan
er sú að veiðimennimir hafa venju-
lega byrjað veiðina á svæðinu viku
seinna en annars staðar, en þá hef-
ur þegar verið búið að veiða þá
bimi sem leyfilegt er samkvæmt
kvótanum. Að þessu sinni hófum
við veiðamar viku fyrr en venju-
lega þannig að við höfðum mögu-
leika á að ná í bjöm.
Auðvitað glöddumst við mjög yf-
ir þessum feng,“ segir Vignir að-
spurður. „Og Svíarnii- verðlaunuðu
mig með því að fella niður að
mestu mín veiðigjöld.“
Ætli hann hafi aldrei fundið ugg
í brjóstinu meðan á veiðinni stóð?
„Nei, það var engin ástæða til
þess að óttast björninn auk þess
sem ýtrastu varkárni var gætt,“
segir hann.
Þess má geta að Vignir er vanur
veiðimaður. Hann vandist því á
unglingsárunum á Dalvík þar sem
hann er fæddur og uppalinn að
fara með byssu og veiddi þá gæsir,
sjófugla og stundum hnísur. Vignir
fer ekki aðeins á veiðar í Svíþjóð
heldur veiðir hann einnig í Þýska-
landi, einkum villisvín, rádýr, hirti,
refi, héra og fugla. En ætli bjarn-
dýraveiðarnar séu ekki hátindur-
inn á ferlinum?
„Eflaust er það talið af mörgum
veiðimönnum hámarkið að veiða
björn. Mér þykja villisvínaveiðar
og gæsaveiðar þó ekkert síður
spennandi," segir Vignir. „Á
villisvínaveiðum þarf veiðimaður-
inn að vera fljótur að átta sig á
hvað má skjóta og hvað ekki, en
það er mismunandi eftir árstímum
og að sjálfsögðu má ekki skjóta
gyltur með grísi.“
Kjötið þykir mikið lostæti
Vignir segir að bjarndýrakjöt
þyki mikið lostæti í Svíþjóð og sé
selt háu verði til sláturhúsa sem
afgreiði villibráðina til veitinga-
húsa. Verðið til veitingahúsanna sé
þrjú þúsund og fimm hundrað
krónur fyrir kílóið. Sagði hann Sví-
ana hafa umráðarétt yfir kjötinu af
dýranum sem vora felld í veiði-
ferðinni en hann hefði fengið svo-
lítinn bita af kjötina fyrir sig.
„Eitt sem mér fannst mjög at-
hyglisvert við þessa reynslu var að
fylgjast með því hve námkvæmt
eftirlit er á öllu í kringum bjarn-
dýraveiðamar. Sem dæmi um það
má nefna að lögreglumaður kom
gagngert 200 kílómetra leið til
þess að rannsaka bjöminn og
hvort rétt hefði verið að veiðunum
staðið."
En fékkstu ekkert til minningar
um afrekið?
„Jú, jú. Á næstunni get ég skrið-
ið undir bjarnarfeld!
Fasteign til sölu
Góð eign á góðu verði
Til sölu er fasteignin Hólavegur 17, Siglufiröi. Um er að
ræða einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara.
Fasteignin er 174 fm að stærð. í kjallara eru þrjú herbergi
ásamt þvottahúsi. Á jarðhæð er forstofa, eldhús, baðherb.,
eitt svefnherb. og stofa. í risi eru þrjú svefnherb.
Fasteignin lítur vel út og er á rólegum og góðum stað í
bænum. Áhvílandi veðskuldir á eigninni eru 2,1 millj. Sölu-
verð 3,2 millj.
Allar nánari uþþlýsingar um eignina gefur Björn Jóhann-
esson, hdl., Aðalstræti 24, ísafirði í síma 456 4577 alla virka
dagafrá kl. 13.00—15.00.
www.mbl.is
SOUJSYMNG
/ ASKALIND 5 - SMÁRANUM
7? ' 1 f
|:iN
JÉl
Við hlökkum til
að kynna þessi nýju, listrænu
húsgögn fyrir íslendingum!
Sýnd og seld í Askalind 5
í Smáranum í dag og á morgun
frá kl. 11 - 18. báða dagana
ATH! Mjög takmarkað magn!
SIMAR: 533 3366 & 533 3368
Kynningar
Kynningðt
/// m i J wsmt
Mm&u, -
t ’WgK K A ii ..