Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
HÓPURINN fyrir utan Hard Rock
Café í Reykjavík.
landi í sumar. Guðrún Þorkelsdóttir fylgd-
ist með krökkunum í þorpi hinna ósýnilegu
í Klébergsskóla á Kjalarnesi og segir hér
frá starfsemi ClSV-samtakanna.
í þorpi hinna
ósýnilegu
Hér segir af skemmtilegum krökkum, víðs
---------------------7--
vegar að úr heiminum, sem hittust á Is-
ÞAÐ var fyrir algera tilvilj-
un að ég heyrði um sam-
tökin Children’s
Intemational Summer
Villages, CISV. Frænka mannsins
míns og bama var meðal ensku
krakkanna sem komu. Við höfðum
aldrei hitt hana, en mamma hennar
hringdi og sagði okkur frá því að
dóttir hennar, hún Kate, væri á leið
til Islands á vegum þessara sam-
taka. Þar með var forvitnin vakin,
bæði að kynnast nýrri frænku og
einnig að vita meira um þessi sam-
tök, sem enginn í fjölskyldunni
hafði heyrt um.
Alþjóðlegar sumarbúðir bama
CISV eru alþjóðleg friðarsamtök,
stofnuð 1951. Upphafskona samtak-
anna var dr. Doris Allen, bandarísk-
ur barnasálfræðingur. Samtökin
eru óháð stjórnmálum og trúar-
brögðum, og hafa að markmiði sínu
að böm og unglingar víðs vegar úr
heiminum kynnist, læri að lifa sam-
an á grundvelli umburðarlyndis og
jafnréttis og stuðli þannig að friði
og kærleik í heiminum.
Á hverju ári fara íslensk börn ut-
an á vegum samtakanna. Þau hitta
jafnaldra sína víðs vegar að úr
heiminum og kynnast siðum þeirra
og menningu. Allir hafa jafna mögu-
leika á að fara. Eina skilyrðið er, að
bamið sé ellefu ára þegar farið er í
sumarbúðimar.
f sumar vora starfræktar sumar-
búðir á vegum samtakanna í Banda-
ríkjunum, Brasilíu, Danmörku,
Noregi og Svíþjóð auk íslands.
Þorp hinna óþekktu
Sumarbúðir í hverju landi fyrir
sig heita nafni, sem á að vera
lýsandi fyrir landið og eða umhverf-
ið sem þær era haldnar í. Nafnið á
sumarbúðunum á Kjalamesi vísaði í
huldufólkið okkar og álfanna og
einnig þá staðreynd að landið okkar
er enn „falið“ og algerlega óþekkt í
hugum margra bama sem heim-
sóttu okkur.
Það er stórt skref að fara að
heiman í fyrsta skipti. Enn stærra
þegar þú ert að fara til annars
lands. Risastórt þegar þú mátt ekki
hringja heim. Það eru strangar
reglur varðandi samband við fjöl-
skylduna. Foreldrar bamanna geta
alltaf haft samband við fararstjór-
ana og fengið þannig fréttir af börn-
um sínum. Einnig er leyfilegt að
senda bréf. Auðvitað söknuðu allir
mömmu og pabba og systkina og
vina. Til að byrja með. Fyrstu vik-
una var mikið skrifað heim, en fljót-
lega leið lengra á milli bréfa og
sjaldnar spurt hvort einhver hefði
hringt að heiman. Því allir eignuð-
ust nýja vini og mikið var haft fyrtr
stafni þá daga sem dvalið var hér og
því enginn tími til að láta sér leiðast
eða þjást af heimþrá.
Á hverjum degi var fastmótuð og
fyrirfram ákveðin dagskrá. Einnig
var gert ráð fyrir frjálsum tíma,
þegar krakkarnir máttu gera það
sem þau vildu, fíflast, hvíla sig,
skrifa heim og svo framvegis.
Frjálsa tíma barnanna notuðu far-
arstjóramir og unglingarnir til að
hittast, fara yfir í dagskrá næstu
daga, taka á vandamálum sem
komu upp og svo framvegis. Það
voru ótrúlega fá vandamál sem
komu upp, en eitt sem skaut fljót-
lega upp kollinum varðaði tungumál
og notkun þess.
I þessum stóra hóp varð enskan
fljótlega ríkjandi tungumál. Lang-
flestir skilja og eiga auðveldast með
að tjá sig á ensku utan móðurmáls
síns. En að tala tungumál og skilja
er tvennt ólíkt. Fljótlega fór að bera
á því að sumir krakkanna notuðu
orð sem ekki þóttu við hæfi, orð
sem þau heyra í bíómyndum og
sjónvarpi eða heyra unglinga og
fullorðið fólk nota. Annar banda-
rísku fararstjóranna tók þetta upp á
fundi og benti á að það væri ekki við
hæfi að böm væra að nota klæmin
orð og blótsyrði, orðatiltæki sem
þau í raun ekki skildu. Það væri
þokkalegt ef bandarísku börnin
kæmu alla leið til íslands til að læra
ósómann! Á þessu var tekið strax,
málið útskýrt íyrir bömunum, með
vísun í þeirra eigin móðurmál og
þeim bent á hversu fáránlegt væri
að nota tungumál illa. Og málið var
úr sögunni, en börnin vöknuðu til
umhugsunar um hversu áhrifamikið
tungumálið er - alls staðar.
Misskilningur og vanþekking
fengu aldrei tækifæri til að hreiðra
um sig og verða að vandamáli - á
þeim var tekið á jákvæðan og
skemmtilegan hátt.
Á opnum degi sem haldinn var
viku eftir að sumarbúðirnar hófust,
fengu krakkarnir tækifæri til að
kynna landið sitt með söng, dansi og
nokkurs konar „landkynningu".
Tókst þessi kynning framar vonum
og voru allir yfir sig ánægðir með
hvernig til tókst. Gestir og gang-
andi fengu tækifæri til að hitta
krakkana og fræðast um land þeirra
og bragða eilítið af þeim mat sem
einkennir hvert land fyrir sig. Var
eftirtektarvert að sjá hversu mikið
krakkamir lögðu sig fram. Einnig
var nokkuð sérstakt að sjá og taka
eftir, að nokkrar þjóðir eiga sér
ekki þjóðbúning. Þetta era fjöl-
mennar þjóðir, eins og Bretar,
Bandaríkjamenn og Frakkar. Þótti
börnum þessara landa það miður.
Fannst þeir verða smá útundan og
öfunduðu hina krakkana af því sam-
einingartákni sem þjóðbúningur er.
Fjölskylduhelgi
Fjórar vikur í sumarbúðum er
langur tími fyrir ellefu ára krakka.
Til að breyta til og gefa krökkunum
færi á að kynnast íslensku fjöl-
skyldulífi vora börnin send í „fóst-
ur“ yfir eina helgi. Var krökkunum
skipt upp, tveir til fjórir saman í
hóp, ekld af sama þjóðemi, en stelp-
ur fóru saman og strákar fóru sam-
an. Við vorum svo gæfusöm að Kate
KATE frá Bretlandi og Rakel frá
Islandi urðu góðar vinkonur.
BÖRNIN frá Mexikó í sínum skrautlegu þjóðbúningum.
LEGÁR
ÚÐIR BARNA