Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.10.1998, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jens Guðmunds- son fæddist á Kinnarstöðum í Reykhólasveit 24. október 1914. Hann lést 29. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Helga- son, bóndi á Skáld- stöðum, f. 9.11. 1880, d. 30.1. 1958, og kona hans Jó- '"Vianna Magnúsdótt- ir, f. 15.5. 1891, d. 14.4. 1973. Systkini: Magnús, f. 17.1. 1919, d. 15.11. 1992; Helgi Kristján, f. 3.10. 1921; Ingi- björg, f. 10.11. 1923, og Jón Kristinn, f. 24.11. 1931, öll til heimilis að Skáldstöðum. Jens kvæntist 10. júní 1948 Jóhönnu Ebenesersdóttur frá Tungu í Valþjófsdal, f. 4. september 1919, d. 5. janúar 1997. Börn þeirra: 1) Ebeneser, f. 26.8. 1947, starfsmaður Þörunga- verksmiðjunnar á Reykhólum. Sonur hans og Þóru Steindórs- „dóttur: Krislján Þór, f. 1975. 2) Eiríkur, f. 8.11. 1949, kennari, kvæntur Ástu Þórarinsdóttur. Börn þeirra eru: Vigfús, f. 1972, Orri, f. 1979, og Þuríður, f. 1984. Sambýliskona Vigfúsar er Guðrún Marinósdóttir; dóttir Vigfúsar og Evu Olafsdóttur er Erna Sif, f. 1990. 3) Helgi, f. 30.11. 1950, starfsmaður Holl- Heiðursmaður er genginn. Á tímamótum sem þessum koma /ram í hugann minningar frá löngu liðnum árum, heiman úr sveitinni okkar sem nú kveður einn af sínum dugmestu sonum, Jens Guðmunds- son, lyrrverandi skólastjóra á Reykhólum. Þar í sveit fæddist hann, þar sleit hann barnsskónum, þar átti hann alla tíð lögheimili og starfaði þar mestan hluta ævinnar og þar kvaddi hann þennan heim 29. sept. sl. Jens unni sínum heimahögum mjög heitt og lét sig varða öll mál sem til framfara gátu verið. Á sín- um yngri árum var hann formaður Ungmennafélagsins og hvatti unga fólkið mjög til þátttöku í því. Hann var mikill áhugamaður um allar jíþróttir, taldi það hverju ungmenni nauðsyn, enda var hann íþrótta- kennari. Hann var aðalhvatamaður að byggingu sundlaugar á Reykhól- um og lagði þar mikið af mörkum sjálfur, bæði vinnu og peninga. Hús var reist við sundlaugina, sem í 'framtíöinni átti að vera, sturtur, búningsklefar og annað þjónustu- rými íyrir starfsfólk sundlaugar- innar. Því var breytt í bráðabirgða- íbúð. Það mun Jens hafa kostað að miklu leyti sjálfur. En þetta hús- næði átti eftir að nýtast vel, það varð heimili Jens og eiginkonu hans, Jóhönnu Ebenesardóttur, og þriggja ungra sona þeirra um margra ára skeið. Auk þess, sem varð fyrsti vísir að heimavistar- skóla í Reykhólasveit. Þau hjónin ráku hann sjálf í mörg ár. Jens var góður kennari, það hafa margir reynt, þar á meðal eigin- maður minn, sem var nemandi hans sitt síðasta ár í barnaskóla, þá var Jens kennari í Helgafellssveit, þar hóf hann sín kennslustörf í tvo vet- ur. Síðar á Laugum í Sælingsdal og þar kynntist hann sinni elskulegu konu Jóhönnu eða Hönnu eins og hún var alltaf kölluð. Eftir það fluttust þau heim í Reykhólasveit ■'%' Jens gerðist kennari þar og síð- án skólastjóri. Vonir Jens um skólahús á Reykhólum áttu eftir að rætast, fyrst var byggt skólastjóra- hús, þá fluttu þau alla kennslu og bömin þangað, meðan beðið var eftir byggingu skólahússins, það var oft þröngt, en aldrei var kvart- að og margt barnið lærði lexíurnar ^jnnar við eldhúsborðið hjá Hönnu. ' Jens var mikill félagsmálamaður ustuverndar ríkis- ins, kvæntur Helgu Guðnadóttur. Börn þeirra: Jóhanna, f. 1980 og Baldur, f. 1983. Jens tók kennara- próf 1938 og íþróttakennarapróf 1945. Kennari í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 1938- 1941, við skóla Sig- urðar Greipssonar 1942-1944. Kennari við Laugaskóla í Dalasýslu 1945-1946 og skólastjóri 1946-1947. Skóla- stjóri á Reykhólum frá 1947- 1973 og kennari þar frá 1973 til 1984. Jens gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum innan sveitar- innar. Formaður Umf. Aftureld- ingar í Reykhólahr. um skeið og form. Ums. Norður-Breiðfirð- inga. Form. Ræktunarsambands A-Barð. 1958-65, og í sljórn Búnaðarfélags Reykhólahrepps um tíma. Sat í hreppsnefnd Reykhólahrepps 1942-62, í sljóm Sparisjóðs Reykhóla- hrepps frá 1955 og var forstöðu- maður hans frá 1976 þar til hann var sameinaður Samvinnu- banka íslands, átti sæti í sljórn Kaupfélags Króksfjarðar frá 1964 og fram yfir 1990. Utför Jens fer fram frá Reyk- hólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. og mörg trúnaðar- og nefndarstörf hlóðust á hans herðar, hann var lengi í hreppsnefnd, í stjóm búnað- arfélagsins, kaupfélagsins, skóg- ræktarfélagsins og svona mætti lengi telja. Eg treysti mér ekki að rekja þann starfsferil eins og vert væri og sennilega munu aðrir gera það. Eg hugsa til Reykhóla haustið 1951, þá vom að rísa þar íbúðarhús hvert af öðm, vísir að þorpsmynd- un og ung hjón með smábörn í flestum húsum, staðurinn iðaði af lífí og fjöri. Þetta haust fluttum við, ég og eiginmaður minn, Stefán Guðlaugsson, með tvö lítil börn að Reykhólum. Okkur hafði verið út- hlutað lóð og smálandskika og hugðumst byggja okkur hús, en vantaði húsaskjól á meðan á þeirri framkvæmd stóð. Ekki þurftum við lengi að leita, því hjónin í Sund- laugarhúsinu, Jens og Hanna, buðu okkur að vera, það var eins og þar væri alltaf pláss, hve marga sem bar að garði. Þama rákum við sam- an heimili okkar í nærri þrjá mán- uði og aldrei urðu árekstrar eða orði hallað, enda vandfundin meiri gæðakona en Hanna var. Jens gat virkað dálítið hrjúfur á yfirborðinu, en undir sló viðkvæmt hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá og öllum vildi hjálpa. Jens og Stefán áttu mikið og gott samstarf við byggingar á Reykhól- um og þeir mátu hvor annan mikils og voru góðir vinir. Við Stefán fluttum burt frá Reykhólum haust- ið 1955 vegna vinnu hans, en vinátt- an við þetta góða fólk hefur alltaf haldist og eldri sonur okkar var hjá Jens og Hönnu í eitt sumar, hann þráði svo mikið æskuvin sinn Helga, yngsta son þeirra hjóna. Jens missti konu sína 5.1. 1997 það var honum þung raun, hún var búin að vera heilsulítil til margra ára, en alltaf var lundin létt og bjarta brosið á sínum stað. Eg missti einnig minn mann í ágúst ‘97. Okkar síðasta ferð vestur að Reykhólum var 11.1. 1997 þá að út- för Hönnu vinkonu okkar. Nú er Jens farinn líka, ég sá hann síðast er ég fór með ferðahóp vestur að Reykhólum í júní sl., þá kom hann til móts við okkur því ég hafði beðið hann að sýna ferðafélögum mínum staðinn, meðan ég leit í kirkjugarð- inn að leiðum ættingja minna sem þar hvíla. Síðast skoðuðum við kirkjuna. Þá var auðséð að heilsa hans hékk á bláþræði, ekki datt mér samt í hug, þegar ég kvaddi hann á kirkju- tröppunum að það væri okkar síð- asta kveðja. Mér eru efst í huga þakkir til þeirra hjóna fyrir margra ára vin- áttu og tryggð, aldrei hefur leið okkar legið vestur í Reykhólasveit án þess að koma þar við. Það varð aldrei af því að ég sendi kveðju í blað, þegar Hanna mín kvaddi þennan heim, þess vegna hef ég þetta kveðju til þeirra beggja. Innilegar samúðarkveðjur til sona þeirra og aðstandenda allra frá mér og fjölskyldu minni. Þeim fækkar óðum sem fremstir stóðu, sem fógnuðu vori í grænni Wíð, stríðustu straumvötnin óðu og storkuðu frosti og hríð, lyftu þegjandi þyngstu tökum þorðu að berjast við lífskjör hörð. - Þeir hnigu bognir í bökum að brjósti þér ættarjörð. (Davíð Stef.) Guð blessi minningu Jens Guð- mundssonar og Jóhönnu Ebenesar- dóttur. Arndís Magnúsdóttir frá Bæ. Ef ég væri skáld myndi ég núna setjast við og yrkja ljóðabálk um Jens á Reykhólum. En ég er ekki skáld og því get ég bara sett á blað nokkrar línur til minningar um þennan stórbrotna mann sem nú er genginn á fund feðra sinna. Jens kenndi mér og fleiri systk- inum mínum þegar við fórum að sækja skóla á Reykhólum. Þótt hann væri strangur kennari sem maður var kannski hálfsmeykur við þá var hann líka sá maður sem við bárum hvað mesta virðingu fyrir, svo áttuðum við okkur líka fljótlega á því að ef við slógum ekki slöku við í náminu var þetta bara ljúfasti kall, og svo sagði hann líka ótrúlega skemmtilegar sögur. Það var mér ákaflega mikils virði að hafa þau í Jens-húsinu Jens og Hönnu því oft var erfitt að vera unglingur að heiman kannski 3 vik- ur í senn. Já, það var gott að vita að maður mátti koma og sitja og spjalla við þau, leggja kapal með Hönnu og fá kaffisopa eins og hver annar gestur sem leit þar inn. Þó samgangur hafi ekki verið mikill við þau eftir að skóla lauk eru þau fólk sem í minningunni á miklar þakkir skildar og ég gleðst yfir því að hafa verið svo lánsöm að fá að fylgja þeim spottakorn á unglings- árum mínum. Hafðu þökk fyrir allt og blessuð sé minning þín, kæri Jens. Það eru margir sem taka undir þessi orð. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég aðstandendum öllum, megi góður guð geyma ykkur, með kærri þökk og kveðju frá mér, systkinum mín- um og fjölskyldum okkar. Erla Reynisdóttir. Þá er hann Jens minn blessaður tilbúinn til brottfarar og kvaddur af vinum og venslafólki. Ég náði tali af honum daginn fyrir brottför hans. Aðeins brugðum við á glettna umræðu, en samt fann ég að mikið var honum brugðið frá því sem venjulegt var. Án sérstaks tilefnis eða hugboðs um, hversu framorðið var á lífshlaupi hans, minntist ég á þessa ófrávíkjanlegu brottför okkar allra. Ekki var kvíða að finna hjá honum og taldi hann í sinni glettni að sér yrði ör- ugglega veittur góður beini og gisting, þegar að því ferðalagi kæmi. Og felldum við brátt talið varðandi slík mál. Erindi mitt til hans var að leita upplýsinga um hvar væri að finna ljóð og lausavís- ur frænda míns og kennara hans úr farskólanum, Hjartar Hjálm- arssonar. Þetta voru ljóð, sem Hjörtur hafði sent í handskrifaða fréttablaðið Gest, sem Ungmenna- félagið gaf út í mörg ár og lét ganga milli bæja. Jens leysti fljótt úr þessu máli. Sjálfur hafði hann mikið yndi af ljóðalestri. Einnig gat hann beitt því tjáningarformi fyrir sig á gleði- og hátíðarstund- um. Á 70 ára afmæli Hjartar sendi hann honum þessa kveðju: Þú kenndir mér í kristnum fræðum og kannske fleira, ég man það fátt. I glöðum leik og glettnum ræðum þú gafst mér trúna á eigin mátt. Jens flíkaði ekki tilfinningum sín- um í daglegu lífi. Ókunnugum gat virst sem þar væri hrjúfur maður á ferð. Við sem áttum þess kost að eiga samleið með honum á Reyk- hólum þekktum hann betur. Al- mennt naut hann fullrar virðingar samferðafólks. Hann var kappsfull- ur kennari. Mestan áhuga hafði hann á íslensku og stærðfræði, en sundíþróttin átti stundum allan hans hug. Hann var áræðinn at- orkumaður. Hann átti hugsjónir varðandi uppbyggingu sveitar sinn- ar og menntun æskufólks. Hann var framsýnn og hygginn. Móður- systur hans á Kinnarstöðum veittu honum tækifæri til þroska og menntunar, en ekki síður til alhliða átaka við framfarii’ til heilla í sveit- inni. Árið 1947 kom hann til starfa við skólann á Reykhólum. Áður hafði hann ásamt félögum sínum þeim Tómasi á Reykhólum og Ólafi í Króksfjarðarnesi haft forystu við byggingu sundlaugarinnar á Reyk- hólum. Þar veit ég að vinnustundir hans og vörubílsins hans hafa ekki allar verið skráðar. Margt fleira kom á eftir sem sýndi að þar fór maður sem átti hugsjón fyrir sveit sína og samferðafólk, maður sem íylgdi verkefnum eftir og hlífði sér hvergi. Hann Jens minn var ekki maður einsamall við uppbyggingu mann- lífs sveitar sinnar. Kona hans, hún Jóhanna, sem er nýfarin á undan honum, stóð með manni sínum og veitti honum það lið sem dugði til að íýllsta árangri væri náð. Við Reykhólasystkinin þökkum vináttu þeirra hjóna við heimili okkar alla tíð og trausta samfylgd. Þau hjón voru traustir stofnar sinn- ar sveitar. Honum skal árnað góðr- ar ferðar. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Hjöríui’ Þórarinsson. Það var í janúar 1964 að ég flutt- ist í Reykhólasveitina til tilvonandi eiginmanns, Jóns Snæbjörnssonar og foreldra hans, Unnar og Snæ- bjarnar á Stað. Það liðu ekki marg- ir dagar þangað til ég var drifin inn að Reykhólum í heimsókn til Jens Guðmundssonar og Jóhönnu Ebenezerdóttur. Ég var ung og kvíðin, öllum ókunnug, en kvíðinn var óþarfur í þetta sinn. Þau virtust ólík hjónin, hún fín- gerð kona, blíð, þægileg og góð, hann hrjúfari, jafnvel svolítið hranalegur við fyrstu sýn en fljót- lega birtist hlýjan sem undir bjó. Um vorið fluttumst við svo í Til- raunastöðina á Reykhólum þar sem maðurinn minn tók við ráðsmanns- stöðu, þá fjölgaði ferðunum í Jens- húsið. Þangað var alltaf jafngott að koma. Þau hjónin voru ekki með neitt vol eða víl yfir smámunum í hvers- dagnum. Þó að Hanna ætti í bar- áttu við erfiðan sjúkdóm var engan kvörtunartón þar að heyra. Það var notalegt að sitja hjá þeim og spjalla. Jens var hafsjór af fróðleik um menn og málefni, bæði gamalt og nýtt. Þessi þrjú ár sem við vorum í Til- raunastöðinni voru mér að sumu leyti erfið, þá var gott að skreppa í Jenshúsið og fá uppörvun. Og þær voru ófáar ferðimar sem Jens kom á Land-Rovernum og sótti mig, eft- ir að hann komst að því að ég átti stundum erfitt með að vera ein heima eða þá að Hanna kom til mín og sat og spjallaði. Jens var skólastjóri á Reykhól- um og síðar kennari, kenndi reynd- ar manninum mínum og börnunum okkar fjórum. Þau sögðu hann góð- an uppfræðara og hann reyndist þeim öllum mjög vel. Þegar á reynir greinist hismið frá kjarnanum. Því komst ég og fjölskylda mín að þegar maðurinn JENS GUÐMUNDSSON minn veiktist alvarlega árið 1979 og náði sér reyndar aldrei eftir það. Þá kom best í ljós að hann Jens var ekkert hismi sem feyktist burt í minnstu golu heldur var hann sterkur kjarni sem hægt var að treysta á og lét hug sinn í ljós á sinn hógværa hátt. Orfáum dögum áður en hann lést heimsóttum við hann og áttum með honum góða stund eins og svo oft áður - stund sem við þökkum fyrir nú. Nú er leiðir skilja og ég hugsa til þeirra hjóna er mér efst í huga virðing og þakklæti, mikið þakk- læti, eiginlega þakklæti fyrir að þau voru til og voru til staðar. Þó að sagt sé að maður komi í manns stað segir mér svo hugur að Reykhóla- sveitin verði ekki söm hér eftir, því eins og Ólína dóttir mín orðaði það þá var Jens hluti af staðnum - hann bara var! Aðalheiður Hallgrímsdóttir. Kennarar víða á Islandi hafa ekki eingöngu lagt sig fram við kennslu- störf í lélegum húsakynnum og sumir lagt fram fé úr eigin sjóðum til úrbóta fyrir nemendurna. Einn þeirra var sá er hér skal minnst. Eitt áhugamál ungmennafélaga Reykhólasveitar var að reisa stein- steypta sundlaug. Árið 1947 var Jens Guðmundsson orðinn skóla- stjóri í heimasveit sinni. Hann, ásamt kaupfélagsstjóranum^ að Króksfjarðarnesi, Ólafi E. Ólafs- syni, fór fyrir áhugafólkinu. I laug- inni synti það 1948. Laugarhúsið varð að reisa á tveim hæðum vegna jarðvegslaga við laugina. Til þess að leysa þann vanda reisti Jens jarðhæðina á sinn kostnað og bjó konu sinni Jóhönnu (giftust í júlí 1948) heimili þar til bráðabirgða. Þegar smíði skólastjórahúss dróst á langinn tók Jens til sinna ráða og reisti húsið og má segja hluta heimavistar. Til héraðsskólans í Reykholti sótti íþróttasinnuð æska, því að þar var Þorgils Guðmundsson sem gat sér gott orð um fjölbreytni í íþróttakennslu. í þessum skóla dvaldi Jens 1934-1936. Tvo næstu vetur var hann nemandi í Kenn- araskóla Islands og 1938 varð hann almennur kennari. Far- kennslu tók Jens að sér næstu tvo vetur. I eitt ár felldi hann niður skólastörf og gaf sig að akstri vörubifreiðar sem hann átti og hafði verið honum atvinnutæki milli námsáfanga. Við kennslu í bóklegum greinum fékkst Jens í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar 1942-1944 en haustið 1944 fékk hann inngöngu í íþrótta- kennaraskóla Islands. Skólastjór- inn Björn Jakobsson hafði orð á því hve þarft það var skólalífinu að hafa 30 ára nemanda með reynslu af skólastörfum og atvinnulífi. Þegar Jens ræðst kennari að Laugum í Dalasýslu 1945 er hann orðinn reyndur almennur kennari og hefur bætt við sig íþróttakenn- araprófi. Við erfið kennslustörf að Laugum er Jens í þrjá vetur. Oft verður hann að ganga í verk skóla- stjóra. Það er reyndur og vel lærð- ur kennari sem 1947 er settur skólastjóri að Reykhólum. Skólaár- ið 1973-1974 fær Jens leyfi frá störfum. Eftir leyfisárið leggur hann niður skólastjórn og tekur að sér almenn kennarastörf. Eftir 1984 tók hann að sér kennslu í nokkra tíma. Nemendur sem höfðu notið kennslu Jens hafa orð á hve hann leitaðist við að fylgjast með þeim að lokinni skóladvöl. Meðal íbúa Reykhólasveitar naut Jens trúnaðar. T.d. starfaði hann í hreppsnefnd (1942-1962). Hann tók virkan þátt í félagslífi. Var virkur I hópi þeirra sem árlega komu upp leikþáttum. Störf bónd- ans voru honum hugleikin. Kýr höfðu þau hjón í mörg ár. Sauð- kindur voru Jens kærar og átti hann nokkrar, er hann lést, og jörðina Berufjörð. Við vinir þeirra hjóna nutum oft góðra afurða frá þessum búskap. Þegar ég kynntist Jens sat hann skjóttan hest, kröft-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.