Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 66

Morgunblaðið - 10.10.1998, Page 66
66 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ gönguskór Meindl Arlberg barna- og unglingaskór Léttir gðnguskór úr leðri og rúskinni með góðum sóla. -þessir eru líka góðir í skólann. FRETTIR Góður árangur ís- lenskra danspara -ferdin gengur vel á Meindl ÚTILÍF GLÆSIBÆ • SIMI 581 2922 UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 www.utilif.is ÁTTA íslensk danspör tóku þátt í þremur opnum danskeppnum sem haldnar voru rétt fyrir utan London á Englandi. Það voru keppnimar London-Open, Imperial og International. Islendingar stóðu sig vel eins og þeir hafa gert á und- anfórnum áram. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir náðu þeim árangri að komast í 4. sæti í Latin- dönsum í London-Open-dans- keppninni, sem haldin var laugar- daginn 3. október sl. Þau keppa í aldursflokkunum 12-15 ára. I ald- ursflokknum 11 ára og yngri náðu Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bemburg þeim árangri að komast í 12 para undanúrslit, bæði í Latin- dönsum og Standard-dönsum. Elísabet Sif Haraldsdóttir ásamt Rafick Hoosain, erlendum dans- herra sínum, náðu 5. sætinu í hópi áhugamanna í suður-amerískum dönsum í London-Open-dans- keppninni, sem haldin var á laugar- deginum. Imperial-keppnin Á sunnudag var Imperial-keppn- in haldin og gerðu Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr sér lítið fyrir og náðu 3. sætinu í Latin-dönsum og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórs- dóttir, sem era nýfarin að dansa í þessum aldurshópi, komust í 12 para undanúrslit í Latin-dönsum. International-keppnin Intemational-keppnin var haldin í Brentwood 6., 7. og 8. október. Þar luku 15 ára og yngri keppni á miðvikudag en áhugamenn luku keppninni á fimmtudagskvöld. Á þriðjudag var keppt í Latin- dönsum og þar komust Sigrún Ýr og Gunnar Hrafn í 12 para undan- úrslit og í aldursflokknum 11 ára og yngri komust Jónatan Amar Or- lygsson og Hólmfríður Bjömsdóttir einnig í 12 para undanúrslit. Elísabet Sif og Rafick Hoosain náðu þeim árangri að öðlast keppn- isrétt í Royal Albert Hall með því að dansa sig inn í 48 para úrsht. Þetta er í annað sinn sem par frá ís- landi nær þessum árangri, því systkinin Ámi Þór og Erla Sóley náðu því haustið 1996 og komust í 24 para úrslit. endist vel Whirlpool gæða frystlkistur AFG053 134L Nettó H:88,5 B: 60 D: 68 Verð: 29.925 kr AFG073 258L Nettó H:88,5 B: 95 D: 68 Verð: 36.955 kr AFG093 320L Nettó H:88,5 B: 112 D: 68 Verð: 39.900 kr AFG094 400L Nettó H:88,5 B: 134,5 D: 68 Verð: 46.455 kr Whirlpool frystlkistur eru með læsingu á loki, Ijósi f loki og aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar AFG065 65L Nettó H:56,5 B: AFB427 130L Nettó H:85 B: AFB341 203L Nettó H:140 B: AFG343 283L Nettó H:180 B: Whlrlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði. 52,5 D: 60 55 D: 60 59,2 D: 60 59,2 D: 60 Verð: 36.000 kr Verð: 34.265 kr Verð: 49.875 kr Verð: 54.900 kr öli verd eru stgr. verð Umboðsmenn um land Byggingavörudeild KEA Einar Stefánsson Elís Guðnason Eyjaradíó Fossraf Guðni Hallgrfmsson Hljómsýn Kask - vöruhús K/F Húnvotninga K/F Borgfirðinga K/F Héraðsbúa K/F Þingeyinga K/F V- Húnvetnlnga K/F Skagfirðinga K/F Vopnfirðinga Akureyri Búðardal Eskifirði Vestmannaeyjum Selfossi Grundarfirði Akranesi Höfn Hornafirði Blönduósi Borgamesi Egilsstöðum Húsavík Hvammstanga Sauðárkróki Vopnafirðl Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Sigrún Yr Magnúsdóttir náðu 4. sætinu í Latin-dönsum á London-Open. Á miðvikudag var keppt í Stand- ard-dönsum og þar náðu 2 pör í ald- urshópnum 11 ára og yngri þeim árangri að komast í undanúrslit. Það vora þau Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bernburg og Jónatan Amar Orlygsson og Hólmfriður Bjömsdóttir. Málþing um lífsýnasöfn SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskól- ans og Samtök um krabbameins- rannsóknir á íslandi gangast fyrir málþingi um lífsýnasöfn þriðjudag- inn 13. október kl. 17-19 í Odda, stofu 101. Rætt verður um söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna m.a. frá vísindalegu, lagalegu og siðfræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af drögum um frumvarpi til laga um þetta efni. Fundarstjóri verður Ástríður Stefánsdóttir, læknir og MA í heimspeki og frummælendur Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, Helga M. Ögmundsdóttir, læknir, Krabbameinsfélagi Is- lands, Valgarður Egilsson, læknir á Landspítala, Haraldur Briem, læknir, fulltrúi Tölvunefndar og Bryndís Hlöðversdóttir, alþingis- maður. Að framsöguerindum loknum verða umræður. Málþingið er öll- um opið og aðgangur er ókeypis. Fj ölsky ldudagur í Mosfellsbæ í TILEFNI af því að nýtt íþróttahús við íþróttamiðstöðina að Varmá verð- ur vígt sunnudaginn 11. október verð- ur haldinn fjölskyldudagur í Mosfells- bæ og hefst hann ki. 13. Meðal dagskrárliða verður afhend- ing umhverfisverðlauna, sýning nem- enda í íþróttaskóla bamanna, fim- leikasýning, afreksfólk sýnir og leiðbeinir, karatesýning, boccia og björgunarsveitin og skátamir verða með klifursýningu. Einnig verður stangarstökk, langstökk og fleira og munu þau Vala Flosadóttir, Guðrún Amardóttir og Jón Amar Magnússon koma í heimsókn. Kynnir verður Magnús Scheving. Kl. 16 verður síðan samæfing skólahljómsveitar og allra kóra í Mosfellsbæ vegna hljóðritunar. Opið hús verður í Varmárskóla þar sem Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, mun tefla fjöltefli kl. 15. I Gamla íþróttahúsinu verður kom- ið fyrii- leiktækjum íyrir yngri kynslóðina með hoppukastala, laser tag o.fL Kl. 17 er öllum Mosfellingum boðið á leik Aftureldingar og KR/Gróttu. Námskeið um hugljömun NÁMSKEIÐ er nefnist Hugljómun sjálfsþekkingar verður haidið í Bláíjöllum 15. til 18. október. Mark- mið námskeiðsins er að þátttakandinn öðlist milliliðalaust reynslu af sann- leikanum. Charles Bemer, bandarískur eðlis- iræðingur og jóga- meistari, þróaði árið 1968 aðferð er sam- einar aldagamla hugleiðslutækni þar sem hugleidd er spuming og tjáð til félaga. „Síðan þá hefur Enlighten- ment Intensive hjálpað þúsundum manna til aukinnar meðvitundar, betri samskipti og meiri lífshamingju," seg- ir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðfinna S. Svavarsdóttir, meistari í hugljómun sjálfsþekkingar og Krip- alujógakennari. Námskeiðið hefst miðvikudags- kvöldið 15. október kl. 20 og lýkur að kvöldi sunnudagsins 18. október. Kynningarkvöld verður haldið sunnudaginn 11. október kl. 20 í sal Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, Kópavogi. Þar gefst kostur á að hitta Guðfinnu og kynna sér nánar aðferðir Gharles Bemer til hugljómunar. Guðfinna S. Svavars- dóttir Reykj avíkurborg " ■ * Skrifstofa borgarstjóra BORGARAFUNDUR UM MIÐBORG REYKJAVÍKUR Borgarstjóri boðar til almenns kynningar- fundar um nýjar áherslur í stjóm miðborgar Reykjavíkur. Breskir ráðgjafar, Richard Abrams og Jim Morrissey, sem unnið hafa að þróunaráætlun miðborgarinnar ásamt starfs- fólki Borgarskipulags og í samvinnu við hagsmunaaðila munu kynna vinnu sína. Þróunaráætlun miðborgariimar felur í sér ákveðna stefnumörkun fyrir miðborgina. Verður gerð grein fyrir áhrifum hennar meðal annars fyrir íbúa, atvinnurekendur, borgar- yfirvöld, gesti miðborgarinnar og þá sem starfaþar. Jafnframt verður kynnt fyrirkomu- lag nýrrar miðborgarstjómar og nýtt starf ffamkvæmdastjóra hennar. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 10. október n.k. kl. 15:00. Fundarstjóri verður Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans hf. Hagsmunaaðilar og velunnarar miðborgarinnar eru hvattirtil þess að mæta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.