Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 72
72 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
LAUGARNESKIRKJA.
Safnaðarstarf
Kvöldmessa
í Laugarnes-
kirkju
FJÓRÐA veturinn í röð býður söfn-
uður Laugarneskirkju til sinnar
mánaðarlegu kvöldmessu þar sem
ljúfir djasstónar renna saman í lof-
gjörð og bæn. Fjöldi fólks hefur
gert kvöldmessur Laugameskirkju
að föstum punkti í tilveru sinni og
sótt þangað andlega næringu og
vstyrk. Sunnudaginn 11. október
verður kvöldmessa mánaðarins kl.
20:30 en djassinn hefst í húsinu kl.
20:00. Þar eru á ferð landsþekktir
tónlistarmenn, þeir Tómas R. Ein-
arsson á kontrabassa, Matthías
Hemstock á trommur, Kjartan Már
Kjartansson á fiðlu, Sigurður Flosa-
son á saxófón og Gunnar Gunnars-
son á píanó. Prestar verða hjónin
sr. Bjami Karlsson og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir og kór Laugar-
neskirkju syngur.
Hvetjum við allt fólk til kirkju-
göngu á sunnudagskvöldið.
Kaffisala í Óháða
söfnuðinum
þjónustu á sunnudaginn kemur, 11.
október.
Tónlistarguðsþjónustur fara svo
fram síðdegis og hefjast kl. 17
nema þegar kvöldmessa fer fram,
að jafnaði einu sinni í mánuði
hverjum. Við tónlistarguðsþjón-
ustuna á sunnudaginn kemur mun
Árni Gunnarsson leika valin verk á
básúnu.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Sr. Pétur Þórar-
insson prédikar í
L angholtskirkj u
SR. PÉTUR Þórarinsson í Laufási
mun prédika sunnudaginn 11. októ-
ber við messu kl. 11 í Langholts-
kirkju. Ashildur Haraldsdóttir leik-
ur á flautu. Hin nýja útgáfa sálma-
bókarinnar verður tekin í notkun
við messuna og mun organisti
kenna nýja sjálma rétt fyrir messu.
Erindi í Lang-
holtskirkju
SR. ANNA Sigríður Pálsdóttir
mun halda erindi sunnudagskvöld-
ið 11. október um uppbyggingu eft-
ir skilnað og úrvinnslu tilfinninga.
Þar verður m.a. fjallað um hvemig
sjálfshjálparhópar geta reynst gott
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sá yðar sem
syndlaus er
ÞEGAR nú „farísear og
fræðimenn" á þjóðþingi
þeirra Bandaríkjamanna
eru móðir og másandi, nær
froðufellandi uppteknir við
það misserum saman að
hneykslast og ákæra for-
seta sinn fyrir framhjá-
hald, þá koma ofanrituð
orð Jesú í hugann. Og
framhaldið er þetta: „Þeg-
ar þeir heyrðu þetta, fóru
þeir burt, einn af öðrum,
öldungarnir fyrstir. Jesús
var einn eftir og konan
stóð í sömu sporum. Hann
rétti sig upp og sagði við
hana: „Kona, hvað varð af
þeim? Sakfelldi enginn
þig?“ En hún sagði: „Eng-
inn, herra“. Jesús mælti:
„Ég sakfelli þig ekki held-
ur. Far þú. Syndga ekki
framar."
Hinir mjög svo trúuðu
Bandaríkjamenn láta
prenta á dollaraseðla sína:
In God we trust. Má ekki
biðja einhverja velviljaða
um að koma þessari
ábendingu á framfæri nú
við þingið, Washington,
t.d. sendiráð þeirra hér.
Umheiminum finnst
ástandið þar vestra nú
grátbroslegt, já, aumkun-
arvert.
H.R.I.
BYKO auglýs-
ingin góð
LANGAMMA hafði sam-
band við Velvakanda og
var hún með skilaboð frá
langömmubörnunum. Seg-
ir hún að þau vilji koma því
á framfæri að BYKO aug-
lýsingin sé alskemmtileg-
asta auglýsingin sem þau
sjái. Hún sé skemmtilegri
en barnatíminn og bíða
þau alltaf spennt eftir
henni.
Er Vegagerðinni
orða vant
ÞEIM tilmælum hefur
verið beint hér hjá Velvak-
anda, 18. ágúst og síðar, til
Vegagerðarinnar að hún
upplýsi hvers vegna vegir
Vestfirðinga eru langvar-
anlega látnir verða svo
harðir og holóttir sem
raun ber vitni meðan sam-
bærilegir malarvegir í öðr-
um landshlutum fá eðlilegt
og nauðsynlegt viðhald
með ofaníburði og heflun.
Áréttuð eru tilmælin um
að Vegagerðin Iáti í sér
heyra um þetta. í Mbl. 6.
október segir á bls. 54:
„Vegamálin eru kafli út af
fyrir sig, einfaldlega van-
þróuð. Innan við 30%
vegakerfisins er með
bundnu slitlagi. Svokölluð
vanþróunarviðmiðun Sam-
einuðu þjóðanna er hærri.“
I þessu sambandi má
minna á að þjóðvegur 1
(hringvegurinn) er sagður
með 80% bundnu slitlagi.
Vestfjarðakjálkinn á rétt á
tilsvarandi. Kannski vilja
núverandi þingmenn Vest-
firðinga greina frá hvað
þeir hafa gert í málinu á
þessu kjörtímabili.
H.Þ.
Tapað/fundið
Skór í óskilum
SVARTUR Buffaloskór
nr. 40, með frönskum
rennilás, fannst þriðjudag-
inn 6. okt. Upplýsingar í
síma 564 1184.
GSM-sími
týndist
GSM-sími, Ericsson með
krómkúluloftneti, týndist á
leiðinni frá Iðnó að Fóget-
anum sl. laugardagskvöld.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 435 6660 eða
skili símanum til lögregl-
unnar.
Dýrahald
Hvít kanína
týndist
HVIT kanína með brún og
svört eyru, trýni og dindil,
týndist frá Skógarhh'ð 12 í
síðustu viku. Þeir sem hafa
orðið hennar varir hafi
samband í síma 562 9232.
SKAK
Ilmsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp á
Ólympíuskákmótinu í
Elista. Hollenski stórmeist-
arinn góðkunni Jan Timm-
an (2.655) hafði hvítt og átti
leik gegn Magomedov
(2.540) frá Azer-
badsjan.
Svartur er
manni undir en
virðist vera að ná
honum til baka
með ágætri stöðu.
En Timman var
ekki á því að láta
neitt af hendi:
33. Rxe5! - Rxe5
(Eða 33. - Hxc7 34.
Rexf7+ og svartur
tapar drottning-
unni til baka) 34.
Dxe5H og svartur
gafst upp, því eftir
34. - Bxe5 35. Bxe5+ -
Dxe5 36. Rxf7 + tapar hann
drottningunni til baka.
Að loknum níu umferðum
á mótinu var íslenska sveit-
in í 34.-37. sæti, sem er
ágætur árangur þegar tekið
er tillit til þeirrar endurnýj-
unar sem orðið hefur í ís-
lenska hðinu og þess að
mun fleiri þjóðir tefla fram
sterkum landsliðum en á ár-
um áður.
HVÍTUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
Á MORGUN, sunnudaginn 11.
október, kl. 14 er Kirkjudagurinn í
Oháða söfnuðinum. Að lokinni fjöl-
skylduguðsþjónustu er kaffisala
kvenfélagsins, þar sem mikið af
veglegum viðurgerningi verður til
staðar eins og þeirra góðu kvenna
er von og vísa. Rennur allur ágóði
af kaffisölunni til starfs kvenfé-
lagsins, sem hefur á margvíslegan
hátt styrkt safnaðarstarfið.
Guðsþjónustan er fjöl-
skylduguðsþjónusta og verður hún
með léttara formi, þannig að allir
aldurshópar ættu að skilja skila-
,hoðin í messunni án þess að skripla
mikið á skötunni.
Messa fyrir
og eftir hádegi
í Hafnarfjarðar-
kirkju
GUÐSÞJÓNUSTUR fara nú bæði
fram árdegis og síðdegis í Hafnar-
fjarðarkirkju. Jafnframt því sem
íram fer árdegisguðsþjónusta í
*kirkjunni, sem hefst kl. 11, fer
fram sunnudagaskóli í safnaðar-
heimilinu Strandbergi, en einnig
eru sunnudagaskólar á vegum
kirkjunnar í Hvaleyrar- og Set-
bergsskólum á sama tíma.
I árdegisguðsþjónustunum sýna
fermingarböm iðulega helgileiki
^ins og þau munu gera við guðs-
hjálpartæki við þessa vinnu. I
framhaldi verður settur af stað
sjálfshjálparhópur í Langholts-
kirkju undir stjóra sr. Önnu fyrir
þá sem vilja vinna úr tilfinningum
sínum vegna skilnaðar. Prestur og
djákni Langholtskirkju munu
einnig koma að því starfi.
Erindi sr. Önnu Sigríðar verður í
safnaðarheimili Langholtskirkju
11. október og hefst kl. 20.30. Allir
velkomnir. Nánari upplýsingar í
Langholtskirkju í síma 520 1300.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Gestapré-
dikari Óskar Sigurðsson. Allir
hjartanlega velkomnir.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri
bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT-
starf í safnaðarheimilinu Vina-
minni kl. 13.
KFUM og KFUK v/Holtaveg.
Samkoma verður á morgun, sunnu-
dag, kl. 17. Sagt verður frá sumar-
búðastarfinu í Vindáshlíð. Umsjón
Sigurbjört Kristjánsdóttir, formað-
ur Hlíðarmeyja. Hugvekju flytur
Sigurður Pétursson sjávarlíffræð-
ingur. Boðið er upp á barnagæslu
og -fræðslu á meðan á samkomunni
stendur. Að lokinni samkomu verð-
ur hægt að fá keypta fjölskyldu-
væna og samfélagseflandi máltíð á
vægu verði. Allir áhugasamir um
starf KFUM og KFUK eru vel-
komnir á samkomuna og hvattir til
að koma.
KUNNINGI Víkverja benti á
að nú hefði verið ákveðið að
færa til Hringbraut vegna húss,
sem ekki væri risið, en þegar leysa
þyrfti vanda íbúa húsa, sem þegar
stæðu við Miklubraut, létu aðgerð-
imar á sér standa.
Hér er ekki verið að finna að því
að færa eigi Hringbraut niður fyrir
Tanngarð til þess að skapa hent-
ugri aðstæður á lóð Landspítala
þannig að reisa megi nýjan barna-
spítala Hringsins. Hins vegar hef-
ur barátta íbúa við Miklubraut fyr-
ir því að dregið verði úr hávaðaj
mengun staðið yfir í nokkur ár. I
skýrslu borgarverkfræðings frá
1996 segir að 2.030 manns teljist
„þjakaðir af hávaða“ frá Miklu-
braut. Tveimur ámm síðar hefur
það ástand ekkert breyst.
xxx
ARKITEKTINN Hans
Scharoun hannaði eitt sinn
torg í Berlín og tvö hús sem við það
standa, fílharmóníuna (sennilega
hans frægasta verk) og feiknlegt
bókasafn. Á milli þessara húsa,
sem klædd em gylltum plötum,
liggur mikil umferðargata og í
kenningum Scharouns er hún ár-
farvegur stórborgarinnar. Á góð-
viðrisdögum áttu síðan góðborgar-
ar að geta setið á torginu og unað
sér við umferðarniðinn í borgar-
sælunni. Scharoun hefði sennilega
keypt upp öll hús við Miklubraut
hefði hann haft efni á og íbúar við
götuna hefðu glaðir selt honum.
Þeir myndu hins vegar seint að-
hyllast speki hans um að niður bif-
reiðanna væri hunang fyrir eyrun
og útblásturinn þá veisla fyrir þef-
færin.
x x x
FJÁRFESTINGARBANKI at-
vinnulífsins fæst ekki við smá-
verkefni var svarið þegar maður
með lítið fyrirtæki hugðist leita
fyrirgreiðslu til endurfjármögnun-
ar lána, sem hann hafði tekið. Hon-
um var sagt að leita til viðskipta-
banka síns, það væri rétti staður-
inn. Umræddur maður hafði vanist
því að geta leitað til fjárfestingar-
lánasjóðanna þegar á þurfti að
halda, en nú em breyttir tímar.
xxx
IRÚSSLANDI versnar ástandið
dag frá degi og em margir ugg-
andi nú þegar vetur gengur í garð,
ekki síst þeir, sem hafa horft upp á
rúbluna skreppa saman og sparifé
sitt verða að engu á einni dag-
stund. Blaðið Komsomolskaja Pra-
vda greindi fyrr í vikunni frá því að
þegar Júrí Lúsjkov, borgarstjóri
Moskvu, hefði verið spurður hvað
hann ætlaði að gera til að koma í
veg fyrir hungursneyð í Moskvu og
hefði ekki staðið á svari: „Ég ætla
að borða minna.“
xxx
AFUNDI Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem nú er haldinn í
Washington, hefur engum hug-
kvæmst þessi lausn rússneska
borgarstjórans þótt verið sé að
fjalla um efnahagsástandið í heim-
inum og það hvernig koma eigi í
veg fyrir að krampinn, sem hófst í
Taílandi, verði að heimskreppu.
Dagblöðin Wall Street Journal
og Washington Post tóku bæði til
þess á fimmtudag að milli funda og
fyrirlestra hefðu fundargestir gætt
sér á kavíar og pönnukökum og
ostmm, rækjum og humri hefði
verið hlaðið á þriggja metra hátt
amarlíkneski. Júrí Lúsjkov er ekki
á fundinum til að benda þeim á að
borða minna.