Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 76
- -?6 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir gamanmyndina The Real Howard Spitz -------------------------------------7---------------------------------- með Kelsey Grammer í aðalhlutverki. I þessari mynd sem er fyrir alla fjöl- , skylduna leikur hann misheppnaðan spennusagnahöfund sem snýr sér að ______________________því að skrifa sögur fyrir börn.___________________ Höfundur í lygavef HOWARD Spitz (Kelsey Grammer) er rithöfundur sem skrifar saka- málasögur undir dulnefninu Vance Kirby, en sögurnai- hans eru í einu orði sagt lélegar. Þær eru reyndar svo lélegar að útgefandinn hans fleitar harðlega að gefa út nýjustu söguna hans. Þetta er mikið vanda- mál fyrir Howard því hann er margbúinn að lofa lánardrottnum sínum fyrirframgreiðslunnni sem hann átti von á fyrir söguna. Dag einn þegar Howard er að glugga í bækur í bókaverslun nokkurri kíkir hann fyrir rælni í barnabók og sér að hún kostar dágóðan skilding þrátt fyrir að hún sé örstutt. Hann reiknar út í snatri hvað höfundur slíkrar sögu fengi í sinn hlut og í kolli hans kviknar ný hugmynd. Þrátt fyrir andstöðu umboðsmanns Howards, Lou (Joseph Rutten), ákveður hann að snúa sér að því að skrifa bækur fyrir börn. Hann er reyndar kominn með hugmynd um sögupersónu sem hann kallar Crafty Cow, en það er kýr sem gef- ur af sér mjólk á daginn en eyðir nóttinni í að vera einkaspæjari. Eina vandamálið sem blasir við Howard er að hann hatar krakka. Hann sest engu að síður við skrift- irnar en fljótlega lendir hann í heiftarlegri ritstíflu og kemur litlu sem engu á blað sama hvaða ráðum henn reynir að beita. Hann tekur jafnvel til í sokkaskúffunni sinni en " -ekkert gengur. I örvæntingu sinni leitar hann ráða hjá harðsnúinni sjö ára stelpu sem heitir Samantha (Genevieve Tessier), en hana hitti Howard þegar hann var að viða að sér fróðleik á bókasafni fyrir börn. Samantha samþykkir að lagfæra söguhandritið sem Howard er bú- inn að berja saman með harmkvæl- um og gera það þannig úr garði að það sé boðlegt börnum, en í staðinn verður Howard að veita aðstoð sína við leitina að fóður hennar sem eng- inn veit hvár pr. Móðir Samönthu, Laura (Amaflda Ðonohoe), er hins vegar ekkért vissmm að faðir henn- ar vilji láta fínna sig, en engu að síð- ur getur hún ekki neitað dóttur Sinni um bón hennar. Að auki virð- ist Samantha vera ákaflega hænd að Howard og fyrr en varir er KELSEY Grammer leikur rithöfundinn Howard Spitz sem er lítið fyr- ir að koma fram í kynningum á hinni vinsælu barnabók sem hann skrifar með aðstoð sjö ára vinkonu sinnar. sannleika og hreinna lyga, og hann verður sífellt háðari samvistum við þær mæðgurnar Samönthu og Lauru. Upp úr sýður þó á alþjóð- legri barnabókastefnu í Los Angel- es þar sem í ljós kemur að leikarinn Roger er farinn að taka hlutverk sitt einum of alvarlega og grípur Howard þá til sinna ráða. Leikstjóri The Real Howard Spitz er Bretinn Vadim Jean sem varð frægur fyrir mynd sína Leon the Pig Farmer árið 1992. Hinn góðkunni Kelsey Grammer sem hvað þekktastm- er fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum um sálfræðing- inn Frasier var efstur á lista að- standenda mydarinnar í hlutverk Howards, en hann hefur sagt að ástæða þess að hann tók að sér hlutverkið myndinni sé sú að hann hafí hrifíst af kvikmyndahandritinu sem hafi verið gamansamt og vel gert í alla staði enda væri um hreina og klára skemmtun fyrir alla fjölskylduna að ræða. Grammer hefur sópað að sér verðlaunum fyrir hlutverk sitt í Frasier en hann sló fyrst í gegn fyrir hlutverk sítt í sjónvarpsþáttunum Cheers. Aður hafði hann leikið talsvert á sviði og þá meðal annars í Shakespeare- leikritum á Broadway, en Grammer er útskrifaðist á sínum tíma sem leikari frá Julliard-skólanum í New York. ÞÆR Genevieve Tessier og Amanda Donohoe leika mæðg- urnar Samönthu og Lauru sem Howard binst tilfinningalegum böndum. Laura búin að leggja allt sitt traust á þennan ráðvillta rithöfund. Þegar bókin hans kemur svo á markað slær hún samstundis rækilega í gegn. Howard er hins vegar ekkert fyrir það að vera í sviðsljósinu og ræður hann leikara að nafni Roger (Patríek McKenna) til að koma fram í sínu hlutverki alls staðar þar sem kynning á bókinni fer fram. Rithöfundurinn sjálfur tekur svo smám saman breytingum eftir því sem hann flækist í þennan vef hálf- Byssur og kynlíf STORBORGARLOGGAN (Metro) var sýnd sl. laugardag með Eddie Murphy í aðalhlut- verki. Maður bjóst að vísu við miklu frá Eddie en þetta lenti út í venjulegum reyfara og má kalla það synd og skömm fyrir svo góðan leikara sem Eddie er. Hann leyfði sér engan afburða munnsöfnuð, eins og hann er vanur, og var að eltast við fal- lega konu af meiii áhuga en hann sýndi bófunum. Það eru nógir tO að leggjast í kvennafar í myndum frá Hollywood þótt slíkt þurfi ekki endilega að henda Eddie Murphy. Ahorf- endur urðu sem sagt að bíta í það súra epli að sjá hann dálítið annars hugar í myndinni og verða að vona að þeir sjái venju- legan Murphy næst. Kvikmyndaframleiðendur eru líklega að jafnaði geggjaðasta fólk sem látið er ganga laust að öðrum ólöstuð- um. A ríkis- rásinni sýndu þeir myndina Fréttasnápinn með afburða vondum gaman- leikara. Hann átti að vera mikill fréttahaukur og gekk svo fram í hlutverkinu, að hann dulbjóst sem húsþerna hjá krimmunum sem hann átti að skrifa um. Þetta hefði gengið illa a.m.k. þar sem undirritaður þekkir til, enda hefðu fáir fengist til að hella úr koppum fyrir viðfangs- efnið. Síðan tæmdist þessum snápi arfur, en dularfullir ná- ungar vildu kaupa landið sem hann erfði. Þessi hringavitleysa var skýrð með því, að náungarn- ir vildu búa til ruslahaug úr landinu fyrir eiturefni og voru raunar búnir að því. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu hvað eft- ir annað gjörsigrað kommúnista í kvikmyndum eru þeir nú, að þeim gengnum, teknir að fást við önnur eiturefni í kvikmynd- um af sama fáránleikanum. A sunnudaginn sýndi ríkisrás- in strax eftir áttafréttir dökk- bláa stuttmynd og erum við þá búin að apa eftir allt það helsta sem gróðamenn í kvikmyndum hefa gert að atvinnuvegi sínum erlendis. Byssur og kynlíf er helsta viðfangsefni þessara manna og virðist hafa haft slík SJONVARPA LAUGARDEGI öriagaáhrif á sveitamennina hér á landi, að þeim er flestum fyrir- munað að hugsa út fyrir „guns and sex“. Þetta er hörmuleg þróun í okkar kvikmyndaiðnaði, sem því miður ætlar ekki að komast af gelgjuskeiðinu. Stöð 2 er stundum að sýna ljósbláar myndir eftir miðnætti og fyrir- tæki reka símaþjónustu með klámi og græða vel. En ríkisrás- in sendir út sitt klám á besta tíma eftir áttafréttir án þess að láta vita út af börnum, alveg eins og samfarh- í sjónvarpi sé bara framhald á veðurfréttum. Aukageta í sjónvarpsdagski’á var fjáröflunarþáttur á íTkis- rásinni út af Reykjalundi, þar sem margt gott fólk lagði sitt af mörkum fyrir góðan málstað. Mest þótti undirrituðum til um dans frú Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra. Hún varð að vísu ekki heilbrigðisráð- herra af því hún kunni að dansa, en manni dettur í hug að hún eigi eftir að dansa á andstæðingum sínum í lokin, sem hafa verið óþreytandi við að afflytja mál hennar. Kona sem dansar af jafnmikllum ágætum og Ingibjörg ráðherra vill öllum vel. Þáttunum um Hitler og Sta- lín, þessa tvo aldarskelfa okkar tíma, lauk á rólegu nótunum sl. mánudagskvöld, þar sem þessir fyrrum félagar í undirferli börð- ust upp á líf og dauða, báðir jafn ómerkilegir og drápu jafnt heimafólk sem andstæðinga í stríði. Eftinnælið um þá í þess- um þremur sjónvarpsþáttum, sem nú hafa verið sýndir, er eðlilega bara ágrip. En þættirn- ir gefa til kynna hvert eftirmæl- ið verður að lokum. I báðum löndum er saga þessara tveggja manna vitnisburður um hvernig alþýða landanna, stór hluti hennar, var teymd villur vega. Og í rauninni er alltaf verið að reyna að teyma alþýðuna eitt- hvað út í buskann erindisleysu á vegum þeirra sem halda að póli- tík sé að glamra sem mest yfir skilningsvana fólki og telja því trú um að paradís sé handan við hornið. Indriði G. Þorsteinsson MYNDIN er tekin í heimabæ Elvis Presley, Tupelo í Mississippi, 26. ágúst 1956. Arna Þorsteinsdóttir og Stefdn JÖkulsson halda uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. Elvis lifir! -þín saga! ► NÚ er best að halda niðri í sér andanum því það hefur sést til Elvis Presley. Nei, það var ekki á einhverjum hamborgarastað í Memphis eða í kristalskúlu spá- konunnar, heldur á myndbandi. Fundist hefur líklega elsta myndband með Elvis Presley á sviði, en það var tekið í ágúst 1955 af Jim og Louis Robertson í Magnolia Gardens rétt fyrir ut- an Houston, þar sem ungir, óþekktir tónlistarmenn stigu stundum sín fyrstu skref. A myndbandinu sést tvítugur Elvis syngja og spila fyrir framan lít- inn hóp áhorfenda. Myndbandið fer í dreifingu í Bandaríkjunum 21. október næstkomandi. Reynolds á hausnum ►LEIKARINN Burt Reynolds, sem siðast var tilnefndur til Oskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Boogie Nights, hefur nú samið við skuldunauta sína um að greiða skuldir sínar upp á næstu þremur árum, en gjald- þrotamál hans var fyrir rétti í West Palm Beach í Flórída. Leikarinn mun líklega bjarga sér fyrir horn með samningnum, sem gerir ráð fyrir að hann haldi heiniili sínu í Flórída og öðrum persónulegum eigum. SKILINN eftir allslaus?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.