Morgunblaðið - 10.10.1998, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 7J7 -
FOLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir vísindatryllinn Species II sem er framhald metaðsóknarmyndar-
innar Species sem gerð var 1995 og eins og í fyrri myndinni fara þau Michael Madsen, Marg Helgen-
berger og Natasha Henstridge með aðalhlutverkin.
DR. Laura Baker (Marg Helgenberger) skapar hina
hálfmennsku geimveru og sem fyrr nýtur hún að-
stoðar Press Lennox (Michael Madsen).
Endurkoma
ÁRIÐ 1995 skilaði vísindatryllirinn
Species rúmlega 100 milljónum doll-
ara í tekjur og fyrir Frank Mancuso
jr., framleiðanda myndarinnar, var
það ekki erfið ákvörðun að gera
framhaldsmynd um svipað efni.
Hann segir að í byrjun hafi það ekki
verið ætlunin að gera aðra mynd og
lykillinn að velgengni sé að endur-
gera ekki sömu myndina aftur og
aftur. Pess vegna hafi verið tekið
aðeins eitt atriði úr sögufléttu fyrri
myndarinnar, blöndun kjarnsýra úr
geimveru og manni, og það síðan
sett inn í ólíka umgjörð. Takmarkið
hafi verið að gera mynd sem áhorf-
endur vildu sjá og héldi athygli
þeirra.
I Species II greinir frá Patrick
Ross (Julian Lazard) sem er sonur
öldungadeildarþingmanns og fyrsti
maðurinn sem stigið hefur fæti á
Mars, en hann snýr aftur til jarðar-
PATRICK Ross (Justin Lazard) finnur að lokum Evu
sem hann álítur vera hinn fullkomna maka fyrir sig.
úr geimnum
hin mannlegu hafa yfirhöndina. Eva
er því hálfmennsk, en þegar hún
kemst í kynni við aðra veru af sömu
gerð veldur það henni tilfinninga-
legum vanda þar sem eðli hennar er
að maka sig, en hollustan er bundin
mannkyninu.
Eins og í fyrri myndinni leikur
Michael Madsen öryggissérfræð-
inginn Press Lennox sem orðinn er
æfður í því að elta geimverutegund-
ina sem ógnar mannkyninu. Hann
lék síðast á móti þeim A1 Pacino og
Johnny Depp í myndinni Donnie
Braseo, en hann lék á sínum tíma í
Keikómyndunum Free Willy og
Free Willy II. Meðal mynda sem
hann á að baki eru Reservoir Dogs,
Mulholland Falls, Wyatt Earp, The
Doors og Thelma & Louise.
Natasha Henstridge leikur Evu
en hún lék geimveruna Sil í Species
og var það frumraun hennar í kvik-
innar sem hetja og flytur með sér
hættulegustu kjamsýru alheimsins.
Pað er nefnilega eitthvað sem smátt
og smátt er að yfirtaka líkama hans
og þar er á ferðinni kjamsýra sem
áður hefur heimsótt jörðina. Og eft-
ir því sem breytingamar á Ross
aukast fá konurnar sem eyða nótt
með honum ýmislegt í kaupbæti
annað en villt næturgaman með
þjóðhetju, því vírusinn sem hann
gengur með hefur það eitt markmið
að fjölga geimverunum hér á jörð-
inni. Þannig er hin bandaríska hetja
orðin að drápsvél og eina von mann-
kynsins er konan sem á sínum tíma
reyndi að eyða því (Natasha Hen-
stridge). Dr. Laura Baker (Marg
Helgenberger) hefur endurskapað
geimverutegundina úr fóstri sem
líkist hinni fyrri á allan hátt, nema
hvað í þetta sinn er einkennum
geimverunnar haldið í skefjum og
NATASHA Henstridge leikur
hina hálfmennsku Evu sem er
eina von mannkynsins.
myndum. Henstridge er fædd á
Nýfundnalandi og uppalin í Al-
berta-fýlki í Kanada, en hún býr nú
í Los Angeles. Hún hefur haft nóg
að gera síðan hún lék í Species og
hefur hún leikið í myndunum Max-
imum Risk með Jean-Claude Van
Demme og It Had To Be You, og
væntanlegar eru með henni mynd-
imar Dog Park, Kids in the Hall,
Standoff og Bela Donna.
Marg Helgenberger hefur aðal-
lega leikið í sjónvarpsmyndum af
ýmsu tagi og meðal annars komið
ffam í ER þar sem hún lék ástkonu
George Cloonys.
Auk þess að Ieika í Species hefur
hún farið með aukahlutverk í
nokkrum kvikmyndum og má þar
nefna myndirnar Always sem
Steven Spielberg gerði, The Cow-
boy Way, Bad Boys og Crooked He-
arts.
Aðeins þr|ár
sýningar
15., 18. og 22.
október
1998
NIGHT
Jorma Uotinen
STOOLGAME
Jiri Kylián
LA CABINA 26
Jochen Utrich
50% afsláttur
til Vörðufétaga.
Íslenskí dansflokkurinn
lorgarieikhúsiö
www.ld.is
<xy
ALÞJÓÐLEG MÁLVERKASAMKEPPNI
Landið mitt árið 2000
(tilefni aldamótanna stendur Winsor & Newton fyrir alþjóðlegri
málverkasamkeppni.Valin verða fimm bestu málverkin í hverju þátttökulandi
og þau síðan send til London þar sem lokakeppnin fer fram.
Verðlaun verða veitt fyrir 12 bestu málverkin og verða þau sýnd í London,
Brussel, Stokkhólmi og NewYork ásamt verðlaunaverkum hvers lands.
Þessi verk verða einnig á dagatali fyrir árið 2000 sem gefið verður út af
Winsor og Newton.
Skráningarblað og allar nánari upplýsingar má fá í myndlistardeild
Pennans, Hallarmúla 2, Reykjavík, Sími: S40 2069.
CHH
www.mira.is
Ármúla 7, sími 553 6540,
Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300,