Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kynferðisafbrot við Reykjanesbraut
Hlaut þnggja
ára fangelsi
28 ARA gamall karlmaður, Haukur
Örn Aðalsteinsson, var í gær
dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir
tilraun til nauðgunar.
Hann var ákærður fyrir að hafa
aðfaranótt laugardagsins 8. ágúst
sl., við vegbrún skammt suðvestan
við bensínafgreiðslu Skeljungs á
Reykjanesbraut í Kópavogi, veist að
46 ára gamalli konu, hrint henni út
fyrir veginn þannig að hún féll í
jörðina og þar urðu átök þeirra á
milli og skömmu síðar ráðist að kon-
unni þar sem hún var á hlaupum
undan ákærða sunnar við vegbrún-
ina, hrint henni aftur út af veginum,
lagst ofan á hana og þrátt fyrir
kröftuga mótspyrnu konunnar, með
h'kamlegu ofbeldi þröngvað eða
reynt að þröngva henni til holdlegs
samræðis.
Ekki þótti sannað að ákærði hefði
gerst sekur um fullframda nauðgun.
Við ákvörðun refsingar var samt
litið til þess að brot ákærða var ein-
staklega hrottafengið, brotavilji
ákærða sterkur og atlaga hans stóð
yfir í langan tíma og beindist að per-
sónu, sem ákærði þekkti ekki og
hafði ekkert gert á hlut ákærða. Þá
ber til þess að líta að brotið hefur
haft mjög alvarlegai' afleiðingar íyrir
andlega heilsu kæranda. Þótti hæfi-
leg refsing þrjú ár með hhðsjón af
framansögðu og öllum málavöxtum.
Ákærði vai- einnig dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað auk 727
þúsunda króna í skaðabætur til
brotaþola. Ákærði greiði einnig
saksóknarlaun er renni í ríkissjóð,
80.000 krónur og málsvarnarlaun
skipaðs verjanda sins, Amar
Clausen, hæstaréttarlögmanns,
120.000 krónur. Frá refsivistinni
dregst gæsluvarðhald sem ákærði
sætti í þágu rannsóknar málsins frá
10. ágúst til 24. september 1998.
Finnbogi H. Alexandersson hér-
aðsdómari við Héraðsdóm Reykja-
ness, kvað upp dóminn.
25% aukning
útlána síðustu
tólf mánuði
ÚTLÁN innlánsstofnana hafa auk-
ist um tæp 25% síðustu tólf mánuði
og lausafjárstaða þeirra hefur lækk-
að um rúma 22 milljarða króna.
Þetta kemur fram í nýjum hag-
vísum Þjóðhagsstofnunar, en þar
kemur fram að útlán innlánsstofn-
ana hafí aukist mjög hratt allt árið
1997 og það sem af er þessu ári og
lausafjárstaða þeirra lækkað ört að
sama skapi. Úndir útlán flokkast
einnig markaðsverðbréf og eignar-
leigusamningar í eigu innlánsstofn-
ana, sem eru viðskiptabankar,
sparisjóðir, póstgíróstofan og inn-
lánsdeildir kaupfélaga.
Þá kemur fram í hagvísunum að
velta í smásöluverslun er 3,5%
hærri fyrstu sex mánuði þessa árs
samanborið við sama tímabil í
fyrra, en smásöluverslun hefur
numið um 45% af einkaneyslunni
síðustu ár. Segir að samkvæmt
áætlunum verði 10% aukning á
einkaneyslu á þessu ári og gera
megi því ráð fyrir svipaðri eða
meiri hækkun í smásöluveltu seinni
hluta þessa árs.
FRÉTTIR
Reuters
FRÁ athöfninni í París í gær þegar Federico Mayor, aðalforstjóri menningar- og vísindastofnunar Sa-
meinuðu þjóðanna (UNESCO), útnefndi Vigdísi Finnbogadóttur sérlegan sendiherra tungumála.
Vigdís Finnbogadóttir útnefnd sendi-
herra tungumála hjá UNESCO
Utnefningin
gerð á grundvelli
góðs orðstírs
FEDERICO Mayor, aðalfor-
stjóri menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO), útnefndi í gær Vig-
dísi Finnbogadóttur, fyrrver-
andi forseta Islands, sem sér-
legan sendiherra tungumála við
hátíðlega athöfn í París í gær.
Gerði Mayor í upphafi grein
fyrir þætti Vigdísar við varð-
veislu og eflingu íslenskunnar
og tók fram að það hefði verið
á grundvelli góðs orðstírs henn-
ar þar sem sú ákvörðun var
tekin að hún yrði fyrsti sendi-
herra tungumála hjá UNESCO.
Að því loknu afhenti Mayor
Vigdísi viðurkenningarskjal
fyrir störf hennar í þágu
tungumála og var síðan haldin
móttaka henni til heiðurs. Þar
voru viðstaddir sendiherrar
Norðurlandanna, starfsmenn
UNESCO á þessu sviði og um
það bil þrjátíu íslendingar í
París sem tengjast listum á
einn eða annan hátt.
Vigdís sagði í samtali við
Morgunblaðið að athöfnin í
París hefði verið afar vegleg.
Hún sagði hið nýja starf sitt fel-
ast í því að reyna að stuðla að
varðveislu tungumála í heimin-
um og að sitt fyrsta verkefni
yrði að gera úttekt á stöðu ým-
issa tungumála. Samkvæmt
mati UNESCO munu um 6.000
tungumál vera í heiminum í dag
og segir Vigdís að hætta sé á að
þónokkur fjöldi þeirra hverfl í
haf á næstu árum. Starf Vigdís-
ar er hins vegar ekki aðeins
fólgið í varðveislu tungumála
heldur og því að benda á að
tungumáí geti skilið milli þjóða
jafnt sem sameinað þær og
sagði Vigdís að hún myndi
vinna að því að fá þjóðir til að
skilja verðleika tungumála ann-
arra þjóða.
Skiljum mikilvægi
tungumála lítilla samfélaga
Kvaðst Vigdís telja að Islend-
ingar skildu betur en margar
aðrar þjóðir mikilvægi þess að
tungumál lítilla samfélaga vfld
ekki fyrir tungumálum fjöl-
mennari þjóða og vitnaði hún í
ræðu sinni, máli sínu til stuðn-
ings, í Halldór Laxness sem
minnti á sínum tíma á að tung-
an hefði haldið lífi í íslenskri
þjóð. Mikil vinna er nú
framundan hjá Vigdísi en hún
kvaðst fagna því að fá tækifæri
til að starfa að svo mikilvægum
málaflokki.
Dansverkakeppni
Verk Láru
Stefánsdótt-
ur í 1. sæti
DANSVERKIÐ Minha Maria Bon-
ita eftir Láru Stefánsdóttur danshöf-
und var valið besta verkið af sér-
stakri dómnefnd í dansverkasam-
keppni sem íslenski dansflokkurinn
gekkst fyrir í Borgarleikhúsinu í
gærkvöldi.
Le Divine eftir Guðmund Helga-
son var valið næst besta dansverk
keppninnar og verk Sveinbjargar
Þórhallsdóttur, Vegir liggja til allra
átta, varð í þriðja sæti samkvæmt
vali dómnefndar keppninnar.
-----*-M------
Nauðgun í Kópavogi
Lögreglan
leitar
upplýsinga
ALVARLEG líkamsárás átti sér
stað í holtinu sunnan við Kópavogs-
kirkju á þriðjudagskvöld þar sem
ókunnugur maður réðst á unga konu
og nauðgaði henni.
Lögreglunni í Kópavogi barst til-
kynning um árásina um kl. 21 og var
konan strax færð í neyðai-móttöku
Borgarspítalans þar sem hlúð var að
henni og gerð á henni rannsókn.
Lögreglan tók síðan skýrslu af kon-
unni, sem gaf lýsingu á manninum
og stendur nú umfangsmikil lög-
reglurannsókn yfir.
Lögreglan í Kópavogi biður alla
þá sem geta gefið einhverjar upplýs-
ingar um málið að gefa sig fram.
Sérstaklega óskar lögreglan eftir því
að ná tali af þeim sem urðu varir
mannaferða í grennd við Kópavogs-
kirkju á þriðjudagskvöldið.
Sérblöð í dag
issím
VIDSKIPn MVINNULÍF j
FERÐAÞJÓNUSTA
Hótel
Saga
Alþjóðlegt
samstarí7B1
FYRIRTÆKI
-------- •
Hraðfrysti-:
húsið •
Hnífsdal •
Skráð á VÞÍ/B6 J
MAGASÍN
Blaðinu í dag fylgir
auglýsingablað frá
Magasín
LANDSBANKINN
Blaðinu f dag er
auglýsingablað frá Lf
og Framtíðarbörnum
sem er dreift á
mismunandi stöðum
á landinu
•••••••••••••••••••••••••••••
Kristinn G. Bjarnason
komst áfram/C1
Fram vann UMFA og komst
í efsta sæti 1. deildar/C2