Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 13 FRÉTTIR SÁÁ-kortið til sölu á 400 stöðum Morgrinblaðið/Kristinn SVEINN Christensen, kaupmaður í Kjöthöllinni, selur hér fyrsta SÁÁ- kortið í verslun sinni í gær. Kaupandinn er Orn Snorrason. Yiðvörunarbúnaður Fokker-flugvélar bilaði tvisvar sama daginn Bilanir af þessu tæi erfiðar viðureignar .BILUNIN var í viðvörunarbúnaði SÁÁ hefur ýtt úr vör umfangs- mikilli fjáröflun til að kosta byggingu meðferðardeildar fyr- ir ungt fólk við sjúkrahúsið Vog. Fjáröflunin felst í því að gefa landsmönnum kost á að kaupa svokallað SÁÁ-kort sem verður til sölu á tæplega 400 stöðum uin allt land, í verslunum, á bensínstöðvum og í útibúum Landsbankans. Hvert kort kost- ar 300 krónur, en af þeim eru þrjár gerðir mynda, sem sýna ís- lensk ungmenni, en á bakhlið eru upplýsingar um vímuefna- neyslu ungs fólks, meðferð og forvarnir. Guðbjörn Björnsson, starfandi yfirlæknir á Vogi, sagði við kynningu á fjáröfluninni, sem fram fór í Kjöthöllinni á Háaleit- isbraut, að ungu fólki í meðferð á Vogi hafi fjölgað verulega á örfáum árum og kæmu að jafn- aði 200 einstaklingar undir tví- tugu í meðferð á Vog. Um hríð hefur verið ljóst að skapa þyrfti sérstaka aðstöðu fyrir meðferð ungmenna hjá SÁÁ. Þau þurfi á mikilli leiðsögn og stuðningi að halda sem aðeins er hægt að veita að gagni á sérstakri með- ferðardeild. _ Sljórn SÁÁ samþykkti í byij- un september að byggja tvær nýjar álmur við sjúkrahúsið Vog. í annarri álmunni verður sérhæfð meðferðardeild fyrir ungt fólk. Deildin verður á um 500 fermetrum og á henni verð- ur rúm fyrir allt að tólf sjúk- linga hverju sinni. Heildarkostnaður um 200 milljónir kr. Heildarkostnaður við álmurn- ar tvær á Vogi er áætlaður um 200 milljónir kr., þar af helming- urinn við meðferðardeild ungs fólks. Fjáröflunin sem nú hefur verið hrundið af stað stendur yfir dagana 29. október til 8. nóvem- ber. Fyrsta gerð af SÁÁ-kortinu fór í sölu í gær en kort nr. 2 fer í sölu 2. nóvember og kort nr. 3 verður selt frá 5.-8. nóvember. Hvert kort kostar 300 kr. og rennur andvirðið beint til bygg- ingarframkvæmda við nýju með- ferðardeildina. SÁÁ-kortinu er komið fyrir í merktum standi við afgreiðslu- kassa verslana og bensínstöðva og hjá gjaldkerum í öllum útibú- um Landsbankans. Það á því að vera auðvelt fyrir fólk að taka kortið með í viðskiptum sínum, en greitt er fyrir SÁÁ-kortið eins og hverja aðra vöru sem keypt er. Viðkomandi verslun, bensín- stöð eða bankaútibú sér síðan um að koma andvirðinu til skila. fyrir vængbörð vélarinnar og þarna er um að ræða vandamál í rafbúnaði sem var í lagi við prófan- ir eftir atvikið á þriðjudagsmorgun en kom svo aftur fram um kvöldið," sagði Páll Halldórsson; fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands, í samtali við Morgunblaðið í gær, en bilun í viðvörunarbúnaði vegna vængbarða kom tvisvar upp á þriðjudag í sömu Fokker 50-flug- vélinni sem félagið rekur. Páll sagði bilanir sem þessar í rafkerfí véla geta verið erfiðar viðureignar, raki og miklar hita- breytingar gætu haft þau áhríf á skynjara og viðvörunarkerfi að falskar viðvaranir kæmu fram. Engin áhætta væri tekin í slíkum tilvikum, vængbörðin ekki notuð og vél lent þar sem góð skilyrði á flug- braut væi-u og faríð yfir búnaðinn. Ekki ástæða til að skoða aðrar Fokker vélar Vængbörðin auka lyftigetu vél- arinnar og þegar þau eru notuð lenda Fokker-vélar á um 170 km hraða. Sé ekki unnt að nota þau verður lendingarhraðinn að vera rúmlega 205 km og þá þarf vélin allt að hálfu lengri flugbraut og góð hemlunarskilyrði. Flugfélagið rekur tvær aðrar Fokker-vélar og sagði Páll ekki ástæðu til að skoða þær sérstak- lega vegna þessara atvika. Fokker-vélin var rétt ókomin til Akureyrar á þriðjudagsmorgni þegar flugmenn vélarinnar fengu ábendingu frá viðvörunarkerfi vegna vængbarða um að ekki væri hægt að láta þau niður. Flugstjór- inn ákvað því að snúa til Keflavíkur og lenda þar enda lengri brautir en á Akureyri og þar voru hemlunar- skilyrði ekki góð um morguninn. Flugvirkjar fóru yfir búnaðinn, skoðuðu tengingar og skynjara og kom ekki annað fram við prófun síðar um daginn en að búnaðurinn væri í lagi og því fór vélin á ný í áætlunarflug. Þegar hún var á leið til Hornafjarðar eftir kvöldmat kom sams konar viðvörun aftur fram. Var vélinni þá lent í Reykja: vík enda hemlunarskilyrði í lagi. í hvoi-ugu tilvikinu var hætta á ferð- um. Flugvélin var tekin í skoðun á ný snemma í gærmorgun og enn farið yfir umræddan búnað. Sagði Páll síðdegis í gær að hún væri komin í lag. Hann sagði nokkra röskun hafa orðið á flugi félagsins í gær- morgun en áætlun hefði komist í samt lag þegar leið á daginn. VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SELJAST íþróttafatnaður og skór SPORTHÚS REYKJAVÍKUR Laugavegi 44 LOKAÐ í DAG VEGIMA VERÐBREYTIIXIGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.