Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 20

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Framkvæmdastjóri Norðurstrandar á Skagaströnd Eigum sögulegan rétt til veiða við Hornstrandir Staðfestingu friðarsamnings frestað í Israel Bandaríkjastjórn kveðst þó vongóð um að staðið verði við samninginn Washington, Jerúsalem. Reuters. „ÞAÐ er ekkert nýtt að stundaðar séu skelfiskveiðar við Hornstrand- ir. Bátar við Húnaflóa hafa stundað veiðar þarna með hléum á undan- fornum árum,“ segir Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Norðurstrandar á Skagaströnd, sem stundar veiðar og vinnslu á hörpuskel. „Þetta eru því engar til- raunaveiðar þarna og því síður að ný mið hafi verið fundin,“ segir Gunnar Þór í samtali við Morgun- blaðið. Bjórir kvótar á Húnaflóa Veiðum á hörpuskel á Húnaflóa hefur verið stjórnað þannig um ára- bil, að gefnir hafa verið út fjórir kvótar til veiða úr ákveðnum heild- arkvóta ár hvert. Nokkrar breyt- ingar hafa orðið á eignarhaldi á þessum kvótum undanfarin ár. Nú er einn kvóti tengdur Blönduósi, tveir Skagaströnd og Sigurður Agústsson hf. í Stykkishólmi á fjórða kvótann. Til skamms tíma var einn kvót- anna á bátnum Bjarma á Hvamms- SKELFISKBÁTUR á Hofsósi, sem veitt var heimild til hörpudiskveiða í Húnaflóa á síðasta fiskveiðiári, fær ekki framlengingu á leyfinu þar sem aðeins var um takmarkað tilrauna- veiðileyf! að ræða. Samkvæmt upp- lýsingum frá sjávarútvegsráðuneyt- inu var leyfið veitt vegna þess að veiðar á svæðinu höfðu legið niðri í nokkurn tíma. Nú séu hinir raun- verulegu veiðileyfishafar hins vegar famir að stunda veiðamar af kappi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur umræddum skelfiskbát frá Hofsósi ekki verið veitt áframhaldandi veiðileyfi á svæði við Hornstrandir. Telur út- gerðarmaður bátsins sig hafa fund- ið þar ný og gjöful mið og hann hafi þannig rétt til veiðanna. Leyfíð veitt vegna þess að svæðið var vannýtt Jón B. Jónasson, skrifstofstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir alltaf hafa verið gert ráð fyrir að Húnaflóinn væri eitt og sama veiði- svæðið. Hörpudiskveiðar við Horn- strandir hafi að mestu legið niðri um langt árabil. Því hafi verið veitt tanga, en hann var seldur burt með bátnum, en nú hefur Norðurströnd keypt hann til baka. Allur leyfileg- ur afli er tekinn af bátum við Húnaflóa, en hluta Sigurðar Ágústssonar er ekið til Stykkis- hólms til vinnslu. Á síðasta fisk- veiðiári var heildarkvótinn 1.000 tonn, en nú hefur hann verið aukinn lítillega eftir að veiðisvæðið við Hornstrandir var á ný opnað fyrir bátum frá Húnaflóa. Álag á heima- slóðinni hefur verið minnkað með minni heimildum þar á móti þeim sem fást við Homstrandir. „Okkar bátar hafa einbeitt sér að heimaslóðinni, því erfitt er að stunda veiðar þarna úti fyrir opnu hafi. Það gerist aðeins í góðu veðri á haustin og vorin og því er von- laust að byggja upp vinnslu á veið- um á þessu svæði eingöngu. Það var áður talið með Húnaflóanum, en línan var færð inn fyrir í fyrra til að heimila svokallaðar tilraunaveið- ar þar í eitt ár, þar sem bátar héð- an sóttu ekki á þessa slóð. Nú er línan færð til fyrra horfs á ný og ekkert athugavert við það. Við eig- heimild til tilraunaveiða á um- ræddu jaðarsvæði í ákveðinn tíma með því fororði að veiðarnar yrðu ekki fordæmisgefandi fyrir áfram- haldið. „Litlar sem engar skelveið- ar hafa verið stundaðar á svæðinu til margra ára og okkur fannst það að vissu leyti óeðlilegt að veita um- ræddum bát ekki leyfi til tilrauna- veiða á þessu svæði þegar hinir bát- arnir nýttu það ekki og höfðu ekki um þarna bæði sögulegan rétt og veiðihefð,“ segir Gunnar Þór. Skelin mikilvæg Hann bendir einnig á það að skelfiskveiðar hafi engu minni þýð- ingu fyrir byggð við Húnaflóa en á Hofsósi. Fjöldi fólks hafi afkomu af skelvinnslu og -veiðum og verði hlutur þess skertur eða fleiri bátum heimilaðar veiðarnar bitni það á af- komu fólks og fyrirtækis. „Þessis bátur frá Hofsósi hefur ekki leyfi til veiða við Húnaflóa, en fékk engu að síður leyfi til veiðanna við Hornstandir. Bátarnir héðan sóttu einnig um leyfi til veiða þarna en fengu ekki. Það er einnig rétt að benda á það, að miklu af skelinni, sem veidd var af bátnum frá Hofs- ósi, var ekið til vinnslu í Stykkis- hólmi, enda rekur Rækjunes í Stykkishólmi vinnsluna á Hofsósi og á í henni stóran hlut. Skelin fór því ekki öll í að skapa atvinnu á Hofsósi svo varla ræður veiðin á slóðinni við Hornstrandir úrslitum í atvinnumálum á Hofsósi," segir Gunnar Þór Gunnarsson. gert um árabil. Það lá hins vegar ljóst fyrir að heimildin gæfi ekki réttindi til lengri tíma litið. Hún var aðeins veitt á meðan svæðið var vannýtt. Nú er útlit fyrir að bátar, sem hafa veiðileyfi í Húnaflóa, muni stunda þessar veiðar í auknum mæli. Aflahlutdeild þessara báta og úthlutað aflamark miðast við nýt- ingu á öllu Húnaflóasvæðinu,“ segir Jón. BENJAMJN Netanyahu, forsætis- ráðheiTa Israels, hefur ákveðið að fresta fundi í ríkisstjórn sinni þar sem greiða á atkvæði um samning- inn um að ísraelar flytji herlið sitt af 13% Vesturbakkans á næstu þremur mánuðum gegn því að Pa- lestínumenn skeri upp herör gegn hermdarverkamönnum. Bandarísk stjórnvöld sögðu þó í gær að engin ástæða væri til að gera mikið úr málinu og sögðust vongóð um að ísraelar og Palestínumenn stæðu við samkomulagið. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt málið í síma við Netanyahu og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, síðustu tvo daga. Hún væri enn bjartsýn á að staðið yrði við samkomulagið og að Palestínu- menn legðu fram áætlun um að- gerðir gegn hermdarverkamönnum íyrir mánudagskvöld eins og kveðið er á um í samningi Netanyahus og Arafats. Rubin sagði að Dennis Ross, samningamaður Bandaríkjastjórn- ar, myndi fara til Miðausturlanda „bráðlega" til að fylgjast með fram- kvæmd samningsins. Hann kvaðst ekki vera sammála því að samning- urinn væri í hættu vegna ákvörðun- ar Netanyahus um að fresta stað- festingu friðarsamningsins. „Við teljum að staðið verði við samninginn,“ sagði hann. „Af hálfu Palestínumanna höfum við verið fullvissuð um að það sem þarf að gera verði gert. Hvað Israela varð- ar er Albright sannfærð um að Netanyahu fái nægan stuðning við samninginn í stjórninni á næstu dögum.“ Beðið eftir öryggisáætlun Palestínumanna Netanyahu tilkynnti í fyirakvöld að hann hefði ákveðið að fresta fundi ríkisstjórnarinnar um óá- kveðinn tíma. Hann bætti við að hann gæti ekki hafið frekari brott- flutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkanum nema stjórnin samþykkti samninginn. Bandarísk- ir embættismenn og David Bar-Ill- an, ráðgjafi Netanyahus, sögðu hins vegar að brottflutningurinn væri ekki háður samþykki stjórnar- innar. I tOkynningu Netanyahus sagði að fundinum hefði verið frestað vegna þess að Palestínumenn hefðu ekki afhent Bandaríkjastjórn áætl- un um aðgerðir gegn hermdar- verkamþnnum eins og þeir höfðu lofað. Israelskir fjölmiðlar sögðu hins vegar að meginástæða frestun- arinnar væri sú að Netanyahu hefði áhyggjur af því að brottflutningur herliðsins nyti ekki meirihluta- stuðnings í stjórninni. Nokkrir ráð- herrar, sem sögðu í fyrstu að þeir hefðu ekki gert upp hug sinn, hafa sagt á síðustu dögum að þeir ætli að greiða atkvæði gegn samningnum. Palestínumenn þurfa að leggja öryggisáætlunina fram ekld síðar en á mánudaginn kemur og palest- ínski samningamaðurinn Hassan Asfour sagði að Bandaríkjastjórn yrði gerð grein fyrir henni munn- lega áður en fresturinn rennur út. Bar-Illan benti á að samkvæmt samningnum þurfa Israelar ekki að gera neitt fyrstu vikuna eftir gildis- töku hans. Arafat kvaðst vongóður um að Israelar stæðu við sinn hluta samningsins og ekki hafa áhyggjur af frestun ríkisstjórnarfundarins. Áhyggjur af öryggi Netanyahus Israelska leyniþjónustan hefur ráðlagt Netanyahu að koma sem minnst fram opinberlega á næst- unni af ótta við að öfgamenn úr röð- um gyðinga reyni að ráða hann af dögum vegna samningsins við Ara- fat. Oryggisgæslan um forsætisráð- herrann var hert í gær og átta líf- verðir fylgdu honum í þinghúsið, sem er á meðal öruggustu bygg- inga Israels. Israelskir fjölmiðlar sögðu að Netanyahu hefði verið ráðlagt að koma sem minnst fram í fjölmenni og ferðast aðeins til Vesturbakkans og Gaza-svæðisins með þyrlum. Andstæðingar samningsins hafa efnt til fjölmennra mótmæla síð- ustu daga og hrópað ásakanir um að Netanyahu væri „svikari". Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsæt- isráðherra Israels, var oft sakaður um svik við ísraelsku þjóðina áður en öfgamaður úr röðum gyðinga myrti hann í nóvember 1995. Kanna öryggi fínnskra ferja Fékk takmarkað veiðileyfí á skel við Hornstrandir Gaf ekki veiðiréttindi til lengri tíma litið Viðræður LS og sjávarútvegsráðuneytis um sóknardaga Enn hefur ekkert þokast í samkomulagsátt EKKI hefur þokast í samkomu- lagsátt í viðræðum Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegs- ráðuneytisins um breytingar á lög- um um fiskveiðar krókabáta á sóknardögum. Samkvæmt gildandi lögum mega krókabátar í sóknardaga- kerfi róa 9 sóknardaga á yfirstand- andi fiskveiðiári. Dagafjöldinn byggir á aflaviðmiðunum sem bát- arnir hafa á grundvelli veiði- reynslu og tekur einnig mið af meðalafla á dag á síðasta fiskveiði- ári sem var mjög hár. Fulltrúar LS og sjávarútvegs- ráðuneytis hafa átt reglulega fundi allt frá ágústlokum en þeir hafa enn engan árangur borið. Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, segir margt hafa verið til umræðu á fundunum en ekki hafi enn fundist flötur sem báðir aðilar geti sætt sig við. „Við höfum farið yfír stöðu mála og rætt ýmsa mögu- leika en ekki náð saman um breyt- ingar á lögum sem gætu auðveldað smábátaeigendum á sóknardögum aðlögun að því kerfi sem samkomu- lag varð um vorið 1996.“ Hvorki Ari né Öm Pálsson, framkvæmdastjóri LS, vildu gefa upp hvaða hugmyndir hafa verið ræddar á fundunum. Þeir voru hinsvegar sammála um að finna þyrfti lausn á málinu sem fyrst. Næsti fundur hefur ekki verið boð- aður en búast má við að það verði á allra næstu dögum. Helsingfors. Morgunblaðið. FINNSKA siglingamálastjórnin hyggst kanna byggingu, þol og fleiri atriði sem varða öryggi farþega- skipa sem fyrst. í kjölfar Estonia- slyssins voru stafnhlerar allra far- þegaskipa skoðaðir. Nú virðist óljóst hvort nóg haíi verið að gert fyrir fjórum árum, en ekki er útilok- að að þær forsendur sem gengið var út frá hafi reynst rangar. Heikki Valkonen, yfirmaður ör- yggismála hjá finnsku siglinga- málastjóminni, hefur fyrirskipað allsherjarkönnunina vegna tveggja óhappa sem orðið hafa á Eystra- salti á síðustu vikum. Læsingar á stafnhlerum skipsins Viking Gabriella brotnuðu smáveg- is í ölduganginum áleiðis til Stokk- hólms á föstudaginn var. Að sögn yfirvalda og útgerðar var aldrei hætta á ferðum, því eftir Estonia- slysið hefur verið gengið þannig frá málum að vatn komist ekki inn í skipið þó að ystu stafnhlerar brotni. Nokkru áður varð eistneska far- þegaskipið Baltic Kristina fyrir sams konar óhappi. Þá var gert við skipið til bráðabirgða en sænsk siglingayfii-völd neituðu því um siglingaleyfi. í Ijós hefur komið að öldugangur á Eystrasaltinu getur verið mun meiri en reiknað var með þegar flest farþegaskipanna sem sigla á þessum slóðum voru byggð. Er því óvíst hvort þau standast verstu haustveður. Hingað til hefur verið reiknað með að ölduhæð íari varla yfir 4 metra á Eystrasalti. Hafrannsókn- arstofnunin hefur nú hins vegar bent á að á vissum svæðum geti öldugangurinn orðið allt að þrisvar sinnum meiri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.