Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 26

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 GRÆNLAND MORGUNBLAÐIÐ Islenskir aðalverktakar ljúka við byggingu nýs flugvallar í Aasiaat á Grænlandi Morgunblaðið/Arnór FYRSTA flugvélin lendir á flugvellinum í Aasiaat. UNDANFARIN ár hafa stærstu íslenzku verk- takafyrirtækin á íslandi verið að reyna fyrir sér erlendis. Flest halda i vesturátt til Grænlands og keppa við stærstu verktakafyrirtæki í Skandinavíu og nú eru þau að sjá árangur erfiðis síns. Bæði ístak og íslenzkir aðalverk- takar hafa skilað af sér flugvöllum á vesturströnd Grænlands, ístak byggði í Sisimiut (Holsteinsborg), ásamt skandinavískum samstarfsað- ilum en flugvöllurinn þar var vígður 3. sept. sl, en IAV í Aasiaat (Egedesminde), en þar var flugvöll- urinn vígður laugardaginn 17. októ- ber sl. Auk þess byggðu Islenzkir aðalverktakar brú í tengslum við flugvallarsmíðina í Sisimiut þar sem verksamningurinn hljóðaði upp á 370 milljónir kr. Heildarsamningur IAV hljóðaði upp á 850 milljónir kr. Þetta eru há- ar tölur og kölluðu á meiri umfjöll- un. Stuttar fréttir af stórvirkjum verktakanna vöktu forvitni og ákveðið var að fara til Aasiaat sem er á vesturströndinni um 500 km. norðan við höfuðstaðinn Nuuk og 250 km norðan heimskautsbaugs. Langt ferðalag Farið var frá Keflavík til Nuuk á fímmtudag þar sem Guðmundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Greenland Prime Contractor (GPC), sem er dótturfyrirtæki IAV á Græn- landi, tók á móti blaðamanni sem síðan hélt til Syðri Straumfjarðar (Kangerlussuaq), gegn um Jakobs- havn (Ilulissat) og til Aasiaat á föstudag. Flogið var Dash 7 flugvél- um Gronlandsfly nema síðasti legg- urinn þar sem farið var með 25 manna Sikorsky þyrlu, sem jafn- framt var síðasta þyrluflugið til Aasiaat í áætlunarflugi. Það var strax ljóst við komuna til Aasiaat að það að byggja flugvöll er stórt verkefni og þeir sem þar unnu og þeir sem stjómuðu verldnu voru engir aukvisar. Staðarstjórinn Agn- ar Strandberg tæknifræðingur sem verið hefir við stjómvölinn frá því FÉLAGARNIR Agnar Strandberg og Friðrik Hansen Guðmundsson á flugvellinum í Aasiaat. Nýja flugstöðin, 750 fm, í baksýn. Mannvirki sem breyta mun mann- lífinu Nýlega var tekinn í notkun flugvöllur í Aasiaat á Grænlandi sem Islenskir aðal- verktakar byggðu. Þetta er glæsilegt mannvirki sem breyta mun mannlífínu á þessum afskekkta stað á komandi árum. Arnór Ragnarsson skoðaði mannvirkið og fylgdist með vígsluathöfninni. um miðjan maí 1997 en auk hans vom við starfslokin Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur sem hóf starfíð fyrsta sumarið með Hall- dóri Ingólfssyni verkfræðingi og Pétur Haukur Guðmundsson tækni- fræðingur. Þá var Jóhann G. Berg- þórsson fyrrum forstjóri og eigandi Hagvirkis í Aasiaat þeim félögum til ráðgjafar á lokasprettinum en hann var þar í boði starfsmanna sem flest- ir unnu hjá Hagvirki á áram áður. Á meðan á framkvæmdunum stóð störfuðu 10-30 íslendingar í Aasiaat og má segja að þarna hafi myndast lítið íslenzkt samfélag með öllum þeim jákvæðu og neikvæðu hliðum sem upp koma. Reyndar má orða það svo að aðeins þurfí að nota já- kvæða orðið a.m.k. þegar talað er um samskipti íslendinga og heima- manna. Allan tímann sem Islending- ar bjuggu í bænum vora árekstrar landans og heimamanna fátíðir og nær einsdæmi ef hvessti manna í milli. Auk þess að stjórna fyrirtæk- inu stýrðu yfírmennirnir þessu litla samfélagi sem þeir settu mark sitt á. I viðtali sem blaðamaður átti við bæjarstjórann Ane Hansen kom fram að Islendingarnir hefðu með penum aðfinnslum bent henni á margt sem þeim fannst að betur mætti fara. Hún minntist þess sér- staklega að þeir hefðu sagt að þeim þætti bærinn skítugur og hefði hún þá þegar farið í átak að fegra bæinn og væri það átak enn í framkvæmd. Viðtal við bæjarstjórann verður síð- ar í blaðinu. Flugvöllurinn vígður Það var mikið um dýrðir á Aasiaat laugardaginn 17. október. Von var á fyrstu flugvélinni til bæjarins með góðum gestum. Þeirra á meðal vora Jonathan Motzfeldt formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, Daniel Skifte fjármálaráðherra, Peter Grpnvold Samuelsson samgöngu- ráðherra, ásamt nær öllum helztu ráðamönnum grænlenskra sam- gangna. Auk þess vora flestir bæj- arstjómarmenn í nágrannabyggðum Aasiaat mættir og Henrik Lund bæjarstjóri í Julianeháb en hann er konsúll íslendinga á Suður-Græn- landi og stjómarmaður í dótturfyr- irtæki verktakanna GPC. Vélin var á eftir áætlun þannig að flestir bæj- arbúanna vora mættir út á völl en það háði þeim nokkuð að bflakostur bæjarbúa er takmarkaður og stærsti bfllinn í bænum er 17 manna rúta sem verktakarnir eiga og var mikið notuð þennan dag. Þegar hún kom út á völlinn voru að jafnaði 50- 60 manns í bflnum og bflstjórinn átti í erfiðleikum með að opna bílinn. Þá hófst hefðbundin athöfn þar sem bæjarbúum var að lokum af- hentur völlurinn eftir fjölda ræðna og mikinn söng. Að þvi loknu var öll- um bæjarbúum boðið til veizlu en á þriðja þúsund manns var á vellinum þegar mest var en bæjarbúar era um 3200. Þetta var fýrsta veizla dagsins en þær urðu þrjár þennan dag og sýnir það m.a. hve mikill við- burður þetta var í lífi bæjarbúa og það að Islendingum var boðið í allar veizlurnar sýnir vel hvaða hug stjómendur bæjarins bera til ís- lendinganna. Saga framkvæmdanna Þegar farið er að skoða sögu framkvæmdanna kemur fyrst upp í hugann allur sá fjöldi verkfæra, sem flytja þarf á staðinn auk mikils hrá- efnis. Sem dæmi má nefna að það fóra 80 tonn af sprengiefni til verks- ins. Ekki er hægt að vinna nema frá mánaðamótum aprfl/maí og fram í nóvember en þegar kaldast er í Aasiaat getur frostið farið niður í 40 gráður, en skoðum nú gang mála frá upphafi. Það var sumarið 1995 sem Græn- lenska flugmálastjómin, Grpnlands Lufthavnsvæsen, auglýsti í blöðum í Skandinavíu og Kanada eftir verk- tökum til að taka þátt í forvali vegna byggingar 7 nýrra flugvalla á Græn- landi. GLV auglýsti meðal annars þetta forval í Morgunblaðinu. ís- lenskir aðalverktakar vora meðal tveggja íslenskra aðila sem sendu inn forvalsgögn en fjöldi fyrirtækja sendi inn gögn vegna þessa forvals. GLV valdi einungis úr þeim hópi 7 aðila sem þeir treystu best til að vinna þessi verkefni og vora Is- lenskir aðalverktakar þar á meðal. Til að byrja með vora boðnir út 4 flugvellir ásamt tilheyrandi vega- gerð að flugvallarstæðinu. Þessi út- boð fóra fram fyrrihluta árs 1996. Niðurstaða þessara útboða sem lág fyrir í sumarbyrjun 1996 var sú að í hlut íslenskra aðalverktaka kom flugvöllur í Aasiaat við Disko flóann og brú yfir Ulkebugten í Sisimiut við mynni Syðri-Straumfjarðar. Unnið fyrir 850 milljónir Samningsfjárhæðin við flugvallar- gerðina í Aasiaat var um 43,7 millj- ónir danskra króna og í brúnni í Sisimiut 33,5 milljónir. Samtals hljóðar samningsfjárhæðin upp á um 850 milljónir íslenskra króna á núverandi verðlagi. Flugvallarframkvæmdin felst í því að gera á 800 m langa flugbraut. Brautin sjálf er malbikuð, 30 m breið og 799 m löng. Að henni liggja beggja vegna 20 m breið öryggis- svæði. Framkvæmdin felst í því að sprengja út um 150.000 rúmmetra í flugvallarstæðinu og aka þeim út í íyflingar, sem sumar era rúmlega 20 BÆJARSTJÓRNIN ásamt flugmönnunutn við komuna til Aasiaat. KÓRINN söng ættjarðarlög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.