Morgunblaðið - 29.10.1998, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kjartan og
þekjulitirnir
iviVjvni jst
G a 11 e r í F «1 d
MÁLVERK
KJARTAN GUÐJÓNSSON
Opið daglega 10-18, laugardaga og
sunnudaga til kl. 17. Sýningin stend-
ur til 1. nóvember.
HANDBRAGÐ Kjartans Guð-
jónssonar er kunnuglegt íslenskum
listunnendum, enda hefur hann ver-
ið iðinn við málverkið um áratuga
skeið. Myndmál hans er líka sér-
stakt svo aldrei fer það á milli mála
þegar fyrir augu ber eina af mynd-
um hans. Hverju sem það er að
kenna er óhætt að segja að Kjartan
sé sér á báti í íslensku listalífi og
sérstaða hans verður því meira
áberandi þeim mun lengra sem líð-
ur og þeim mun lengur sem hann
stendur af sér allar holskeflur ný-
tískunnar og umvandanir yngri
manna sem krefjast sífelldrar end-
umýjunar og endurskoðunar.
Kjartan er fæddur árið 1921 og
ólíkt flestum samtímamönnum sín-
um sótti hann ekki menntun sína til
Evrópu heldur hélt til Bandaríkj-
anna og nam þar í borg vindanna
við hina virtu listastofnun Chicago
Art Institute, sem lengi hefur verið
einn helsti listaskóli Bandaríkjanna
utan New York, eins konar frum-
byggi listanna á gróðursælum slétt-
um miðvestursins. Kjartan tók lengi
þátt í sýningum Septemhópsins og í
myndmáli hans gætir enn sterkra
áhrifa frá Parísarafstraksjóninni
sem þar var lengi í heiðri höfð, en
sjálfur virðist Kjartan alla tíð hafa
verið meira fýrir representatíft
málverk og helsta viðfangsefni hans
er fólk, myndir af mönnum og kon-
um sem hann beitir til að túlka
hvaðeina frá móðurástinni til hræv-
arelda eins og sjá má á nýrri sýn-
ingu hans í Gallerí Fold.
Nýbreytnin á þessari sýningu
felst hvorki í myndmáli Kjartans né
stíl, heldur í efnisnotkuninni, því
hér málar hann ekki með olíulitum
eins og við eigum að venjast, heldur
með gouche- eða gvasslitum, vatns-
leysanlegum þekjulitum sem eru
svipaðir olíunni að því leyti að með
þeim má byggja upp málverk úr
litalögum og hvítur litur er notaður
í stað þess að láta pappírinn skína í
gegn eins og gert er þegar málað er
með vatnslitum. Gvassið virðist
henta Kjartani vel og úr fjarlægð er
ekki að sjá mikinn mun á vinnu-
brögðunum við þessar myndir og
Leikfélag Keflavíkur
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FRÁ æfingu Leikfélags Keflavíkur.
Máttarstólpar
þjóðfélagsins
eftir Ibsen
LEIKFÉLAG Keflavíkur
frumsýnir Máttarstólpa þjóðfé-
lagsins eftir Henrik Ibsen í
kvöld, föstudag.
Alls taka um 20 leikarar þátt í
sýningunni auk fjölda fólks sem
aðstoðar við smíðar, hágreiðslu,
fórðun, leikmuni, hljóð o.fl.
Leikstjóri er Hulda Ólafsdótt-
ir og er hún einnig þýðandi
verksins. Höfundur tónlistar er
Sigurður Guðmundsson, ljósa-
hönnun er í höndum Árna
Baldvinssonar og Sveindís
Valdimarsdóttir sér um bún-
ingana. Hulda hefur áður sett
upp leikrit með Leikfélagi
Keflavíkur, þau eru Skemmti-
ferð á vígvöllinn, Erum við
svona? Við kynntumst fyrst í
Keflavík, Hjónabönd, Lína
langsokkur, Stígvélaði köttur-
inn, Stöndum saman og Leik-
húslíf.
Önnur sýning verður sunnu-
daginn 1. nóvember kl. 16,
þriðja sýning þriðjudaginn 3.
nóvember kl. 20.30 og fjórða
sýning fimmtudaginn 5. nóvem-
ber kl. 20.30.
LISTIR
YFIRLITSMYND frá sýningu Kjartans Guðjónssonar í Gallerí Fold.
þeim sem hann hefur beitt við olí-
una. Þegar betur er að gáð kemur
þó í ljós að hér hefur listamaðurinn
þurft að hafa nokkuð annan hátt á
til að endurskapa stíl sinn í nýju
efni. Gvasslitimir eru þekjulitir og
eins og nafnið bendir til er ekki
hægt að hafa þá gagnsæja eins og
olíulitina, ólíkt olíulitunum þorna
gvasslitirnir líka hratt svo þeir
bjóða ekki upp á að unnið sé ofan í
verkin eins og hægt er að gera þeg-
ar málað er með olíu.
Þrátt fyrir þessa annmarka tekst
Kjartani að endurskapa í þessum
verkum þá myndveröld sem hann
hefur lengi unnið með í ohulita-
myndum sínum. Hér birtist fólk í
þeirri sérstæðu og hálf-afstrakt
táknveröld sem jafnan einkennir
málverk Kjartans, svífandi innan
um samofna hálfhringi og dularfulla
birtuglampa, nakið eða klætt, sam-
an eða eitt og sér. Táknvísanir
Kjartans eru að venju margvísleg-
ar, stundum augljósar eins og í
myndinni „Móðurást" en stundum
svo langsóttar að áhorfandinn hlýt-
ur að klóra sér í kollinum þegar
hann hefur lesið titilinn og skoðar
verkið, til að mynda verkið „Hræv-
areld“ sem áður var vísað til. Sýn-
ing Kjartans í Gallerí Fold staðfest-
ir að hann er og verður einn af hin-
um föstu punktum í íslenskum list-
heimi, hvort sem hann málar í olíu
eða gvass, og myndveröld hans er
orðin okkur jafnkunnugleg og eigin
hugarheimur, eins og draumur sem
mann dreymir aftur og aftur, ein-
föld og margræð í senn.
Jón Proppé
PACHORA, Skúli Sverrisson, Chris Speed, Brad Shepik og Jim Black.
Á ferð um
Balkan-
skaga
FJÖLÞJÓÐLEGA hljómsveitin
Pachora er væntanleg hingað til
Iands til tónleikahalds í Loftkast-
alanum, leikur þar í kvöld. Meðal
meðlima hljómsveitarinnar er
Skúli Sverrisson bassaleikari.
Aðrir í hljómsveitinni eru þeir
Chris Speed klarinettuleikari,
Brad Shepik, sem leikur á saz og
quatro, og Jim Black, sem leikur
á dumbek og slagverk.
Eins og sjá má af hljóðfæra-
skipan hefur tónlist Pachora á
sér austrænt yfirbragð og reynd-
ar má heyra á geisladisk sem
kom út með htjómsveitinni hjá
bandarískri útgáfu að þó hún sé
djasskennd. Þá bregður fyrir
stefjum úr Balkanskagatónlist,
tyrkneskri tónlist og jafnvel klez-
mer, ef marka má umQöllun
gagnrýnenda, en klezmer-tónlist
er einmitt sprottin af
Balkanskaga.
Skúli Sverrisson segist hafa
kynnst þeim Chris Speed og Jim
Black á námsárum sínum í
Boston fyrir tíu árum og brallað
með þeim tónlist öðru hvoru upp
frá því, þar á meðal með Hilmari
Jenssyni gítarleikara. Skúli segir
að Pachora sé aftur á móti með
mjög sérstakt verkefni sem þeir
félagar hafi lagt mikinn metnað í
og einnig mjög afmarkað vegna
fráhvarfs frá hefðbundnum
djassi. „Austur-evrópsk og arab-
ísk tónlistarhefð er svo upp full
af stórkostlegum einkennum að
ég held að það sé erfitt fyrir
hvern sem er sem hefur áhuga á
tónlist að láta það fram hjá sér
fara, sérstaklega ef áhugasviðið
tengist spuna og rhytma."
A fyrstu plötu Pachora, sam-
nefndri sveitinni, semur Chris
Speed flest laganna, en á nýjum
diski, Unn, sem kemur út á veg-
um Knitting Factory Records í
janúar, er að finna ný lög eftir
alla meðlimi ásamt nokkrum þóð-
lögum. Sum laga Pachora hljóma
reyndar eins og spuni við þjóðleg
stef, en Skúli segir að stærstur
hlutinn sé frumsaminn en jafn-
framt innan ákveðins ramma sem
sé dregin af balkönskum áhrif-
um. „Við komum úr heimi fram-
sækins djass og tilraunatónlistar
og erum ekkert að fela það í
túlkun tónlistarinnar."
Hljóðfæraskipan Pachora er
óvenjuleg af djassveit og í takt
við tónlistina sem sveitin leikur,
eins og áður er getið. I þjóðlegri
austur-evrópski-i tónlist er hljóð-
færafjöld, þar á meðal fiðlur og
harmonikkur og aðspurður hvort
Pachora-menn hyggist bæta við
hljóðfærum segir Skúli að þeir
félagar séu ekki endilega að spila
þessa tónlist í upprunalegu formi
og hefð heldur frá sínu sjónar-
miði. „Við getum aðeins nálgast
hana þannig í von um að eitthvað
nýtt gerist, en við spilum stund-
um með harmonikkuleikaranum
Ted Reichman.“
BRESKI rithöfundurinn Ian
McEwan var í fyrrakvöld sæmdur
virtustu bókmenntaverðlaunum á
Bretlandi, Booker-verðlaununum,
íyrir bók sína Amsterdam. Segjast
flestir gagnrýnendur nokkuð sáttir
við niðurstöðuna en þetta er í þriðja
sinn sem McEwan er tilnefndur til
verðlaunanna. Lýstu hins vegar
margir samúð með Beryl
Bainbridge, þar á meðal McEwan,
Áhugi á þjóðlegri tónlist jókst
mjög í upphafi þessa áratugar,
náði hápunkti en síðan kom nið-
ursveifla. Nú virðist hann aftur
hafa aukist og Skúli segir Ijóst að
fólk hafi alltaf haft áhuga á að
kynnast öðrum menningarsvæð-
um og tónlist sé þar engin und-
antekning. „íslendingar hlusta til
dæmis á Mississippi-blús, Japanir
hafa alltaf verið mjög hrifnir af
franskri dægurlagatónlist og
Debussy kunni vel að meta
gamelan-músík frá Balí. Fyrir
rótlausa New York-búa sem
heyra tónlist frá öllum heims-
hornum allan daginn held ég að
það sé eðlileg þróun.“
Pachora heldur tónleika í Loft-
kastalanum í kvöld, eins og áður
er getið, en á undan flytur fs-
lenski hljóðmúrinn, skipaður
þeim Óskari Guðjónssyni og Jó-
hanni Jóhannssyni, tónverk.
en hún var nú tilnefnd í fimmta sinn
til verðlaunanna fjTÍr bók sína
Master Georgie.
Aðrir höfundar sem tilnefndir
voru til Booker-verðlaunanna í ár
voru írski höfundurinn Patrick
McCabe fyrir Breakfast on Pluto,
Martin Booth fyrir The Industry of
Souls, Magnus Mills fyrir The
Restraint of Beasts og Julian
Baraes íyrir England, England.
Ian McEwan fékk
Booker-verðlaunin
London. Reutera.