Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Erlend Jónsson
SIGURÐUR Einarsson var bónda-
sonur, fæddur á Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð 29. október 1898. Stúdent
varð hann á tuttugasta og fjórða
aldursári, utanskóla, og guðfræð-
ingur frá Háskóla Islands fjórum árum síðar.
Næstu árin var hann prestur í Flatey á
Breiðafirði. Úr Flatey fluttist hann svo til
höfuðstaðarins þar sem hann var starfandi
næstu tvo áratugina að undanskildum tveim
árum er hann var við framhaldsnám erlendis.
Á fjórða áratugnum var hann kennari við
Kennaraskólann en jafnframt tíðindamaður -
það er fréttamaður - hjá Ríkisútvarpinu; síð-
ar fréttastjóri. Hann sat á Alþingi kjörtíma-
bilið 1934-1937, landskjörinn fyrir Aiþýðu-
flokkinn. Dósent var hann við guðfræðideild
Háskólans 1937-1944, síðan skrifstofustjóri á
fræðslumálaskrifstofunni um tveggja ára
skeið eða til ársins 1946. Þá urðu kaflaskipti í
lífi hans. Hann hvarf úr fjölmenninu og flutt-
ist austur að Holti undir Eyjafjöllum þar sem
hann var þjónandi prestur til dauðadags
1967.
Sigurður Einarsson var maður fjölhæfur
og afkastamikill og lét mikið að sér kveða
framan af ævi sem gerst má marka af því að
árín, sem hann sat á þingi, var hann jafn-
framt bæði kennari og fréttamaður. Áhuga-
mál hans voru jafnfjölbreytileg og starfsvett-
vangurinn. Þar af leiddi að hann hlaut að
dreifa kröftunum og gat þá síður einbeitt sér
á einu sviði fremur en öðru. Mælskumaður
var hann svo orð fór af. Þjóðsögur voru sagð-
ar af því hversu hann hefði með undraverðum
hætti notið mælsku sinnar á munnlegum
prófum í menntaskóla. Hann gat talað blaða-
laust hvar sem var og hvenær sem var án
þess að reka nokkru sinni í vörðurnar. Hann
hafði skýran framburð og seiðmagnaða rödd
sem naut sín einkar vel í útvarpi. Hlustendur
sátu jafnan sem dáleiddir undir fréttalestri
hans. Hvort tveggja var að fréttamannsár
hans voru viðburðarík, og meii’ en svo, en þar
að auki var honum manna best lagið að
dramatísera fréttaefni. Þetta var á árunum
þegar stórveldin bjuggu sig undir komandi
heimsstyrjöld og mikilmenni tefldu um yfir-
ráð. Heimurinn var í háska staddur. Hvaða
dag sem var gat stórtíðinda verið að vænta.
Sá er þetta ritar minnist einkum frásagna
Sigurðar Einarssonar af Spánarstyrjöldinni,
þá sjö og átta ára gamall. Stjórnmálafræðing-
ar töldu Spánarstyrjöldina vera forspil að
hildarleik þeim sem yfir vofði. En í þeim
ragnarökum mundu ráðast örlög mannkyns
það sem eftir lifði aldarinnar. Og jafnvel leng-
ur. Ekki taldi fréttamaðurinn sér skylt að
gæta hlutleysis. Þarna væri svo mikið í húfí
að hverjum og einum bæri að taka afstöðu
með réttlætinu.
Þótt Sigurður Einarsson væri á þessum
árum þjóðkunnur orðinn og títtnefndur í
blöðum, svo og manna á meðal - og þá líka
umdeildur að sjálfsögðu - var skáldskapar
hans að fáu getið. Það var ekki fyrr en síðar,
og reyndar löngu síðar, að farið var að tala
um skáldið Sigurð Einarsson. Og þó hafði
hann þegar kvatt sér hljóðs með eftirminni-
legum hætti á vettvangi ljóðlistarinnar. Al-
þingishátíðarái’ið 1930 sendi hann frá sér
fyrstu kvæðabók sína, Hamar og sigð. Heitið
gat þá kallast hvort tveggja: Tímanna tákn;
og ennfremur lýsandi fyrir pólitíska afstöðu
skáldsins og raunar fleiri skálda og mennta-
manna á þeim tíma. I dag - sjö áratugum síð-
ar - ber náttúrlega að varast að skoða bókar-
heitið í ljósi sögulegra atburða sem síðar
gerðust. Þegar Hamar og sigð kom út voru
aðeins liðin tólf ár frá lokum fyrri heims-
styrjaldar og þrettán ár frá rússnesku bylt-
ingunni sem sumir töldu að boða mundi alda-
hvörf og nýja von fyrir hrjáð mannkyn, frið
og hagsæld í stað styrjalda og örbirgðar.
Fyrir nú utan pólitíska þáttinn hafði jafnað-
arstefnan í fór með sér nýjan lífssskilning og
þar með nýja stefnu í bókmenntum og list-
um. Bókmenntunum - sem og öðrum listum
- skyldi beitt í þágu byltingarinnar. Verka-
maðurinn skapaði auðinn. Því skyldi hann
einnig ráðstafa honum. Blásið var á hinn
sjálfhverfa, draumkennda undirtón sem
löngum hafði einkennt Ijóðlistina. Framvegis
skyldi ljóðið vera opinskátt pólitískt baráttu-
tæki, boðskapurinn skyldi koma í stað fagur-
fræðinnar. Rautt var litur byltingarinnar. Og
hamarinn og sigðin í fána hinna ungu og upp-
rennandi Ráðstjórnarríkja (eins og þau voru
þá jafnan kölluð) varð um sinn alþjóðlegur
gunnfáni byltingarsinna um víða veröld.
Nostur og yfirlega hæfði ekki hinni nýju ljóð-
list. Skáld Hamars og sigðar gat þess að
kvæðin væru ort á fáeinum mánuðum áður
en bókin var prentuð. Það var því síst að
ástæðulausu að fyrsta kvæðið bar yfirskrift-
ina Stefnuskrá. Enginn skyldi velkjast í vafa
um hvað skáldið var að fara. Hvössum skeyt-
um var beint að borgarastéttinni og bók-
SKALD
LÍÐANDI
STUNDAR
menntum hennar.
Eitt kvæðið nefndi
skáldið slétt og fellt:
Yfirstéttarbók-
menntir. Þarna var
að vísu kvæði sem
nefndist Einyrkinn.
En að öðru leyti var
sveitin hvergi ofar-
lega á blaði hjá
skáldinu. Sveitafólk
stæði síðast allra fyr-
ir byltingu. Því tjóaði
lítt að höfða til þess.
Þeim mun skarpar
beindi skáldið sjón-
um að þéttbýlinu,
Reykjavík. Þar yrðu
átökin háð. Og þar
mundu úrslitin að
lokum ráðast! All-
mörg hinna þrjátíu
og þriggja kvæða
bókarinnar tengdust
Reykjavík, beint eða
óbeint. Vitaskuld var
heimspólitíkin hvar-
vetna í bakgrunni.
Lesendur, einkum
þeir sem voru sama
sinnis og skáldið,
hrifust öðru fremur af kvæðinu Sordavala -
um ósigur fínnskra kommúnista fyrir hvítlið-
um. Að sönnu varð fleira en málstaðurinn til
að vekja athygli á Sordavala. Sams konar
málstað var á loft haldið í fleiri ef ekki flest-
um kvæðum bókarinnar. Hitt vó þyngra að
kvæðið var prýðisvel ort, í raun langbesta
kvæðið í bókinni; áhrifamikill skáldskapur
sem reis undir nafni.
Með Hamri og sigð var hin pólitíska ný-
bylgja þó rétt að hefjast. Hún átti eftir að risa
hærra. Byltingarsinnaðir rithöfundar áttu
eftir að sækja í sig veðrið, og það svo um
munaði. Árið 1935 sendu þeir frá sér ársritið
Rauða penna. Það kom út alls fjórum sinnum
á jafnmörgum árum. Hakakrossinn hafði þá
verið dreginn að húni til mótvægis við hamar-
inn og sigðina. Því töldu róttækir rithöfundar
að sameina yrði alla krafta ef sigur ætti að
vinnast. Ekkert átti Sigurður Einarsson í
fyi-stu bókinni. En í hinni þriðju, sem kom út
1937, ritar hann alllanga hugleiðingu sem
hann nefndi A líðandi stund. Þar byrjar hann
að vitna í samtal pilts
og stúlku sem hann
hafði af tilviljun heyrt
inni á Hressingar-
skála. Stúlkan var
fógur og fáfróð eins
og ungum stúlkum
bar að vera í þá daga
en pilturinn hrapal-
lega þröngsýnn og
þar af leiðandi and-
byltingarsinnaður!
Út af viðræðum
þeirra leggur höfund-
ur síðan og lýsir með
áhrifamiklum hætti
menningarhrörnun
auðvaldsþjóðfélag-
anna jafnframt því
sem hann heitir á
menn að fylkja liði
gegn fasismanum,
síðustu og fullkomn-
ustu baráttu auð-
valdsins gegn alþýðu.
Með orðum þess-
um var greinarhöf-
undur þó síður en svo
að lýsa yfir neinni
einkaskoðun sinni.
Þvert á móti má víða
rekast á svipaðar yfirlýsingar frá róttækum
menntamönnum á þessum árum. Þetta var
einfaldlega Moskvulínan margfræga.
En pólitíkin er duttlungafull. Og mikil-
menni geta brugðist. Okunnugt er á hvaða
stundu Sigurður Einarsson hætti að binda
vonir við hamarinn og sigðina. Nema hvað
eldmóðurinn rénaði jafnskjótt sem hann hafði
kviknað. Og skáldið, sem orti Sordavala, virt-
ist hvorki mundu yrkja fleiri kvæði um verka-
manninn og auðvaldið né yfírhöfuð senda frá
sér fleiri kvæðabækur.
Stríðið skall á. Það hafði í för með sér vissa
innilokun. Sigurður Einarsson hafði tíðum
ferðast til annarra landa, enda hafði hann
ætíð yndi af ferðalögum. Nú máttu slíkar
leiðir heita lokaðar. Ái’in notaði hann til að
ferðast um sveitir landsins. Árangur þessara
ferða varð þáttaröð sem hann skrifaði og gaf
út síðar undir heitinu Islenzkir bændahöfð-
ingjar (1951). Þetta varð stór bók, samtals á
fímmta hundrað síður, og merkt tölunni I.
sem gaf til kynna að bindin yrðu fleiri. En
Sigurður Einarsson
S
Islendingur þolir ekki
að verða svikari
ÞEGAR leikrit séra Sigurðar Einars-
sonar, Fyrir kóngsins mekt, var frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember 1956,
spjallaði blaðamaður Morgunblaðsins,
Matthías Johannessen, við hann (I fá-
um orðum sagt, Mbl. 28. nóv. 1956) og
verður gripið niður í viðtalið.
Blaðamaðurinn segir: Þér nefnið
leikritið yðar: „Fyrir kóngsins mekt“.
Um hvað fjallar það?
Séra Sigurður: „Nákvæmlega það
sem nafnið segir: Kóngsins mekt. Vald
hins sterka yfir örlögum smælingjans.
Ofbeldi yfirráðaþjóðar við vanmáttuga
þjóð. Þetta sem er að gerast í dag og
gerðist fyrir hundruðum ára.“
Blaðamaður spyr Sigurð hvort hér
sé um að ræða atburði úr samskiptum
Islands og Danmerkur og Sigurður
segir að uppistaðan sé Kópavogsþing.
Hann hafi þó ekki alltaf þurft að horfa
til fortíðarinnar þegar hann var að
skrifa um slungna og drottnunar-
gjarna embættismenn, það hafi verið
nóg að litast um í eigin samtíð. Sól-
veigu lögmannsdóttur er lögð í munn
fyrsta setningin sem Sigurður skrifaði
í leikritinu: „Island þolir ef til vill að
vera svikið. Islendingur þolir ekki að
verða svikari.“
Sigurður er að lokum spurður um
gerð leikritsins.
„Ég samdi þetta leikrit í breiðum
klassískum stíl og datt ekki í hug að
skeyta hið minnsta um nýjustu amerísk-
ar og enskar forskriftir, þó að ég vissi
vel að það kynni að vera vænlegra til
vinsælda. Mig langaði til að yfir leikn-
um hvfldi eitthvað af ljóðrænni fegurð
hins klassíska drama og epíska þunga.
Þess vegna kvað ég nokkra aðalkafla
leiksins í Ijóðstefjum. Hamingjan má
vita, hvernig það hefur tekizt, það verð-
ur fólksins að dæma um það.“
bindin urðu aldrei fleiri, því miður, því Sig-
urði lét afar vel að setja saman þætti af því
taginu.
Stríðinu og hernáminu íylgdi líka margvís-
leg upplausn. Lífsgildin turnuðust og komust
ekki í samt lag aftur. Sigurður Einarsson var
þá kennari við guðfræðideild Háskólans eins
og fyrr greinir. Þótt þar væri vafalaust réttur
maður á réttum stað unnu áhrifamenn að því,
leynt og ljóst, að koma honum í burtu; hafa
sennilega talið að hann væri ekki heppileg-
asta manngerðin til að uppfræða virðuleg
prestsefni. Svo fór að lokum að hann taldi sig
nauðbeygðan að hverfa frá Háskólanum. En
hann var ekki þeirrar gerðar að hann bognaði
fyrir mótlæti. Meintum undirróðri andstæð-
inganna - nútíðarsnillinga rógsiðjunnar kall-
aði hann þá - sópaði hann frá sér í afar líf-
legri og snarpri ádeilugrein í 1. hefti tímarits-
ins Helgafells árið 1943. Það var svo í fram-
haldi af brotthvarfmu frá Háskólanum að
hann kaus að hverfa alfarið úr höfuðstaðnum.
Fjölmiðlamaðui-inn og heimsborgarinn,
sem svo mikið hafði borið á í bæjarlífinu, var
þar með orðinn sveitaprestur, sestur að í
fógru héraði og friðsælu fjarri háreysti borg-
arinnar. Og ekki bar á öðru en hann yndi þar
vel hag sínum. Og síðast en ekki síst, þar vitj-
aði ljóðlistin hans að nýju. Árið 1952, tuttugu
og tveim árum eftir útkomu Hamai-s og sigð-
ar, sendi hann frá sér bókina Yndi unaðs-
stunda. Síðar komu bækurnar Undir stjörn-
um og sól (1953), Yfír blikandi höf (1957), og
að lokum Kvæði frá Holti (1961). í bókum
þessum kvað við allt annan tón en forðum.
Tímamir vom að sönnu gjörbreyttir. Og
skáldið hafði líka breyst. Hann var kominn á
heimaslóðir og lifði í fullri sátt við umhverfi
sitt. Hann orti löng hátíðaljóð og þá verðlaun
fyrir; fyrstu verðlaun fyrir Skálholtsljóð 1956
og önnur verðlaun fyrir Háskókdjóð 1961.
Hann var hamingjusamlega kvæntur. Ein
bóka hans hefst á kvæði sem hann orti til
konu sinnar, Til Hönnu, hugtækum ástaróði,
góðum skáldskap. Þar fer hann að dæmi
Bjarna Gissurarsonar og líkir góðri konu við
sólina, ... því þú ert sólin / í húsi og hjarta /
eins hamingjumanns. Hann yrkir um af-
burðamenn lífs og liðna, Stjörnu-Odda, langt
kvæði, Einar Benediktsson sem hann dáði
mjög og tók sér að mörgu leyti til fyrirmynd-
ar, Jakob Thorarensen, Benedikt á Auðnum
og Guðnýju G. Hagalín. I síðustu bókinni er
trúin orðin honum hugleiknust. Hann hafði
þá ferðast til Landsins helga og séð með eigin
augum sögustaði kristinna manna. Þaðan eru
kvæðin I Amman og Mynd frá Nazaret. Og
kvæði yrkir hann um Pílatus, manninn sem
sá hvað var rétt en lét hafa sig til að fylgja
ranglætinu.
Það var þó ekki síður í skauti íslenskrar
náttúru sem skáldið í Holti hlaut staðfesting
trúarvissu sinnar. í blómsins vitund bærist
sem unaðarvissa / sá bjarti Guð, sem er höf-
undur allra sólna. Svo segir í upphafskvæði
bókarinnar, Hví skyldi ég ekki um vorbjartar
nætur vaka.
Tvö leikrit samdi Sigurður Einarsson á
þessum árum, hvort tveggja sögulegs efnis,
Fyrir kóngsins mekt (1956) og Að Ashildar-
mýrí sem frumflutt var í Ríkisútvarpinu 1965.
Fjölmargar bækur þýddi hann einnig, þar
með talin nokkur úi-valsverk þekktra er-
lendra höfunda á fyrri hluta aldarinnar.
Þótt Sigurður Einarsson sæti síðustu árin
á friðstóli og nyti lífsins í kyrrlátu umhverfi
vissi hann gerla hvað var að gerast í heimin-
um. Kalda stríðið geisaði af fullum þunga og
teygði arma sína um allar jarðir. Sovétríkin
voru orðin risaveldi sem sumir dáðu en öðr-
um stóð stuggur af. Hvergi leyndi sér að
skáldið hafði söðlað um í heimspólitíkinni.
í menningarpólitíkinni íslensku höfðu enn-
fremur orðið margvísleg veðrabrigði. Ung og
róttæk ljóðskáld stóðu fyrir formbyltingu og
lýstu hið hefðbundna ljóðform dautt. Það var
fleii’a en rím og ljóðstafir sem þau vildu
senda út í hafsauga. Yrkisefni og ljóðstíll,
sem minnti á þjóðlega hefð, skyldi fara sömu
leið. Kynslóðaskil höfðu orðið í skáldskapn-
um, um það var engum blöðum að fletta. Sig-
urður Einarsson mun ekki hafa verið frá því
að ljóðlistin þyrfti nokkurrar endumýjunar
við; hann brá t.d. fyrir sig að yrkja órímað.
En hann stóð fastari fótum en svo í arfleifð-
inni að hann gæti eða vildi hverfa frá hefð-
inni. Hann átti vísan stuðning jafnaldra sem
voru sama sinnis. En tíminn hafði með ýmsum
hætti hlaupið frá honum. Viðurkenning sú,
sem hann hlaut, varð því meiri í orði en á
borði. Ljóðlistin er kröfuhörð og hylli lesenda
hverful. Það mátti margur reyna á þessum ár-
um.
Sigurði Einarssyni nægði ekki heldur að
yrkja um lífíð. Hann varð einnig að lifa því.
Nú - röskum þrjátíu árum eftir að hann leið -
er vant að sjá hvort hann hafði meiri áhrif
með verkum sínum eða persónu. Hann var
sannarlega einn þeirra sem settu svip á öld-
ina.