Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 47

Morgunblaðið - 29.10.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 4' GARÐAR ÞORSTEINSSON í dag er öld liðin síðan Garðar Þorsteinsson alþingismaður fæddist að Víðivöllum í Fnjóskadal. Hann var einkasonur hjónanna Maríu Guðrúnar Guð- jónsdóttur og Þor- steins Gíslasonar bónda og skipstjóra. María var dóttir Guð- jóns Einarssonar bónda á Þórustöðum í Öngulstaðahreppi og Önnu Jónsdóttur konu hans, en foreldrar Þor- steins voru Gísli Jóns- son bóndi á Veisu og síðar í Hrís- gerði í Fnjóskadal og konu hans Kristbjargar Magnúsdóttur. Þau Þorsteinn og María fluttust að Svínámesi á Látrastönd en þaðan var útræði jafnan stundað með bú- skapnum. Sjávargatan var brött og niður klappir að fara en nokkm norðan við bæinn er Skipavík þar sem bátamir vom settir. Menn geta nærri að lífsbaráttan var hörð á Látraströnd og setti svip sinn á þá sem þar uxu úr grasi. María og Þorsteinn bmgðu búi og fluttust til Akureyrar og síðar til Reykjavíkurþegar Garðar lauk lög- fræðiprófi. A menntaskólaáranum var hann eitt sumar hjá Eyjólfi Guðmundssyni bónda og rithöfundi á Hvoli í Mýrdal og hitti þar fyrir jafnaldra sinn Sveinbjörn Högna- son. Fer sögum af því að þeir hafi þá þegar haft ákveðnar skoðanir í pólitík, ungu kaupamennimir og ekki verið sammála. Þessar kapp- ræður áttu þeir síðan eftir að end- urtaka á Alþingi, annar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og hinn fyrir Fram- sóknarflokkinn. Með þeim tókst strax góð vinátta sem entist meðan báðir lifðu. Garðar lauk lögfræðiprófi 1925 og hóf þegar störf hjá Lárasi Jóhann- essyni hrl., þar sem hann vann til ársloka 1931 er hann hóf rekstur eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann stundaði fram- haldsnám í Englandi í sex mánuði 1929 og varð hæstaréttarlögmaður 27. febrúar 1931. Hinn 1. febrúar 1933 var Jón Þor- láksson kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Allmikil breyting varð á rekstri embættisins þann skamma tíma sem Jón gegndi því og var haft eftir honum að hann teldi störf sín í því fólgin „að koma af sér störfum“ en það verður að túlkast á þann veg að hann teldi vænlegra til árangurs að beita sér að meginatriðum frem- ur en hrærast í öllu meira og minna, eins og segir í bók Páls Líndals um Reykjavík, Byggðarstjóm í þúsund ár. Garðar Þorsteinsson var settur til að gegna borgarstjóraembættinu í fjarvera Jóns sumarið 1933 og tel- ur Páll að einkum hafi verið til þess ætlast að hann kæmi nýrri skipan á innheimtu bæjargjalda. Upp úr því var embætti borgarritara stofnað sem Tómas Jónsson, lögfræðingur gegndi á þriðja áratug. Asamt með þingmennsku sinni gegndi Garðar umfangsmiklum málafærslu- og kaupsýslustörfum og naut mikils trausts, enda þótti hann rökfastur og fylginn sér. Hann stóð fyrir kaupum á Gamla bíó 1939 og síðar Nýja bíó á Akureyri 1946. Hann varð aðaleigandi útgerðarfé- laganna Hrímfaxa hf. og Sviða hf. í Hafnarfirði ásamt Kristjáni Bergs- syni, forseta Fiskifélags íslands. Þegar nýsköpunartogari Hrímfaxa hf. kom til landsins 1949 hafði honum verið gefið nafnið Garðar Þorsteinsson. Garðar var formaður Landsbankanefndar frá 1946. Hinn 9. júlí 1922 kvæntist Garðar Önnu, dóttur Páls bónda Hallgríms- sonar í Möðrafelli í Hrafnagils- hreppi og konu hans Guðnýjar Kri- stjánsdóttur. Jón Pálmason lýsti henni svo að hún hafi verið góð kona og göfug og Garðar mikill gæfu- maður í sínu heimilislífi. Þar var löngum gestkvæmt og átti margur námsmaðurinn að norðan þar sitt annað heimili. Sýndu þau hjónin það með þessu og öðram hætti að þau vildu nokkuð á sig leggja til að létta undir með ungu fólki frá fátækum heimilum sem þurftu að fara langa leið til að leita sér menntunar. Önnu og Garðari varð fjög- urra barna auðið. þau eru: Hilmar, kvæntur Þorgerði Jörundsdótt- ur, Rannveig María sem gift var Bjama Steingrímssyni en hann lést 1988, Hreinn Þorsteinn, kvæntur Helgu Friðfinnsdóttur og Anna, gift Marinó Þorsteinssyni. Garðar hafði frá unga aldri brennandi áhuga á pólitík og var einn þeirra sem Ólafur Thors kall- aði „landsnámsmenn Sjálfstæðis- flokksins“. Hann bauð sig fyrst fram í Eyjafirði í kosningunum 1931 með Einari Jónassyni á Laugalandi gegn þeim Bernharð Stefánssyni og Einari Amasyni á Eyrarlandi sem lengi höfðu setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Við því var að sjálfsögðu ekki að búast að Garðar næði kjöri en hann hélt baráttunni ótrauður áfram, jók fylgi sitt 1933 og náði kosningu sem eindreginn andstæðingur þess haftabúskapar og þeirra ríkisum- svifa sem einkenndu stjómarsam- vinnu Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks á kreppuáranum. Hann var ásamt fleiri þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins meðflutningsmaður að frumvarpi Ólafs Thors um hrað- frystihús víðsvegar um landið 1934. Þá stóð sjávarútvegurinn höllum fæti, m.a. vegna örðugleika við sölu á saltfiski vegna borgarastyrjaldar- innar á Spáni, en frystar matvörar vora að ryðja sér til rúms á mörkuð- um í Bandaríkjunum. Sú hugsun lá á bak við framvarpið að hærra verð fengist fyrir fiskinn ef hann yrði fluttur út sem nýr og yrði þannig neysluvara miklu fleiri en þeirra sem saltfisks neyttu og að jafnaði efnaðri neytenda, er greiddu hærra verð fyrir vöruna. Það yrði heppi- legust framkvæmd í þessu máli að smá frystihús yrðu reist sem víðast í verstöðvunum kringum land til þess að sem flestir sjómenn og út- vegsmenn gætu haft afnot þeirra. Þó svo að frumvarpið yrði ekki samþykkt átti þessi framtíðarsýn eftir að verða að veruleika. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna var stofnuð 1942 og tveim áram síðar reis frystihús Hraðfrystihúss Grímseyj- ar hf. og tók það til starfa árið 1945. Stofnandi og aðaleigandi var Garð- ar Þorsteinsson en aðrir hluthafar voru Grímseyingar. Meðal þeirra var Magnús Símonarson sem var starfsmaður hússins og sá um reikningshald. Framleiðslan var mest fyrsta árið, 6200 kassar eða var líka löngum svo að Grímseying- ar gistu heima hjá Önnu og Garðari á Vesturgötunni. Magnús Símonar- son hreppstjóri kom þar oft og sagði Bjarna syni sínum að Garðar hefði haft orð á því við sig að hann væri alinn upp við sama fæði og Grímseyingar. Magnús var ekki fyrr kominn í bæinn en þeir náðu sér í rauðmaga eða signa grásleppu. Og þurrkaðir þorskhausar þóttu þeim herramannsmatur. Mörgum sögum fór af stuðningi Grímseyinga við Garðar Þorsteinsson. Þannig var haft eftir Jónasi Þorbergssyni, útvarpsstjóra og þingmanni Fram- sóknarflokksins: Það er ekki til neins að fara til Grímseyjar því að þeir eru allir blóðmarkaðir íhaldinu! Á þingi kom Garðar Þorsteinsson víða við. Við 2. umræðu fjárlaga 1935 flutti hann skemmtilega ræðu fyrir því að kraftur yrði settur í það að leggja veg yfir Siglufjarðar- skarð. Hafði hann orð á því að veg- urinn yfir Öxnadalsheiði væri bæði langur og leiðinlegur og illa lagður. Þess vegna væri það athugandi, eft- ir að góður vegur væri kominn yfir Siglufjarðarskarð, hvort túristamir myndu ekki fara frá Skagafirði til Siglufjarðar og svo þaðan til Akur- eyrar. Yfir sumartímann gengu daglega skip til Akureyrar og ef túristarútan lægi um Siglufjörð yrði enn betur til þessara ferða vandað. Garðar Þorsteinsson var sem fað- ir hans mikill skákmaður, en Þor- steinn var kjörinn heiðursfélagi Taflfélags Reykjavíkur árið 1940. Garðar átti um skeið sæti í stjórn ÍSLENSKA skáksveitin sem tefldi í hinu óopinbera Ólympíumóti f Miinchen 1936. Sifjandi f.v. Garðar Þorsteinsson, Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson og Ari Guðmundsson. Standandi f.v. Árni Snævarr, Ásmundur Ásgeirsson, Sigurður Jónsson, Baldur Möller, Steingrímur Guðmundsson og Guðmundur Arnlaugsson. landskjörinn þingmaður 1934 eftir kjördæmabreytinguna. Hann sat á þingi síðan til dauðadags og jók fylgi sitt í hverjum kosningum. Stefán Stefánsson í Fagraskógi hafði náð kjöri sem landskjörinn þingmaður 1937 fyrir Bændaflokk- inn. Hann naut mikils trausts í hér- aði, vinsæll og frændmargur. Síðan gekk hann til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn og var hart barist um það í vorkosningunum 1942 hvor þeirra Garðars hlyti fleiri atkvæði því að á því ylti hvor skipaði efsta sætið í haustkosningunum eftir kjördæma- breytinguna en þá var hlutfalls- kosning tekin upp í tvímennings- kjördæmum. Það munaði aðeins nokkrum atkvæðum en Garðar hafði vinninginn og náði kjöri sem 2. þingmaður Eyfirðinga. Stefán tók síðan sæti Garðars á þingi eftir hið sviplega fráfall hans. Það fylgdi frískur blær störfum og umsvifum Garðars Þorsteinsson- ar. Hann hreif ungt fólk með sér með dugnaðinum og kraftinum og var Félag ungra sjálfstæðismanna í Ólafsfirði skírt Garðar eftir honum eftir flugslysið hörmulega í Héðins- firði. Eins og að líkum lætur vora honum atvinnumálin hugleikin og sótti hann fylgi sitt í sjávarplássin út með Eyjafirði. Hann var tals- maður frjálsræðis í viðskiptum og um 155 tonn, nær alfarið þorskflök, og lögðu allir bátamir upp hjá frystihúsinu. Fryst var í litlum blástursklefa en auk þess vora tveir góðir geymsluklefar í húsinu. Fyrsti verkstjóri var Kristinn Pálsson frá Hrísey, en Sigmundur Magnússon vélgæslumaður fyrsta árið. Félagið hætti rekstri 1947 eftir hið sviplega fráfall Garðars, enda voru rekstrar- skilyrði sjávarútvegsins mjög bág- borin um þessar mundir vegna rangrar gengisskráningar. Það jók svo á erfiðleikana að ekki var grundvöllur til að reka húsið yfir veturinn vegna skorts á hráefni og hafnaraðstaða var engin. Frystihús- ið var þá selt Steinólfi Geirdal en hann rak það aðeins skamma hríð. Steinólfur var mikill hugsjóna- og framkvæmdamaður, byggði m.a. Kastalann og Sólberg sem enn stendur. Kaupfélag Eyfirðinga keypti síðar frystihúsið og var salt- fiskverkun þar fram á síðustu ár, en frystiklefamir hafa m.a. verið not- aðir til geymslu matvæla. Bygging hraðfrystihússins sýndi að Garðar bar Grímseyinga mjög fyrir brjósti og var með metnaðar- fullar áætlanir um frekari umsvif þar. Eg þykist viss um að hann hafi fundið til skyldleikans, að lífsbar- átta eyjarskeggja hafi minnt hann á uppvaxtarár sín á Látraströnd. Það Skáksambands íslands og var far- arstjóri og varamaður í skáksveit- inni sem tefldi á ólympíuskákmót- inu í Munchen árið 1936. Hann tefldi tvær skákir, vann aðra en tap- aði hinni og náði því að fá hæst vinningshlutfall íslensku þátttak- endanna. Það kemur þess vegna ekki á óvart að hann skyldi beita sér fyrir fjárframlögum til skáksam- bandsins á Alþingi, en talaði fyrir daufum eyrum. Þó flutti hann mál sitt röggsamlega, vitnaði til þess að árangur íslensku skákmannanna hefði vakið athygli erlendis. Þeir hefðu tekið þátt í alþjóðlegu skák- móti í Folkstone á Englandi ári*- 1933 og nú var annað skákmót framundan í Varsjá. Bók hafði verið gefin út um skákmótið. Þar birtust 11 skákir eftir heimsmeistarann Aljechin. Næstur kom Eggert Gil- fer ásamt Bandaríkjamanni með 10 skákir og fimmti í röðinni var Ás- mundur Ásgeirsson með 8 skákir, en ekkert dugði. Á árinu 1936 flutti Garðar Þor- steinsson ásamt Thor Thors fram- varp til laga um vinnudeilur. Var það mjög ítarlegt og vel undirbúið og fylgdu gagngerar upplýsingax-- um löggjöf nágrannalanda á þessu sviði, reynslu þeiraa og skipan mála. Efni þessa framvarps var í öllum aðalatriðum lögfest tveim áram síð- ar með lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur. Garðar lét skóla- og menningar- mál til sín taka. Hann var þannig þeirrar skoðunar að þjóðleikhúsið skyldi vera sjálfseignarstofnun. Hún átti að hafa möguleika til að starfa sem slík eftir að hafa fengið húsið skuldlaust og klafalaust með öllum leikbúnaði, enda skyldu því tryggðar ákveðnar, fastar tekjur. Vorið 1942 vora miklar deilur um það hvort sameina skyldi Viðskipta- háskólann Háskólanum með því S&~ lagadeildin yrði eftirleiðis laga- og hagfræðideild og stúdentspróf áskilið til að fá inngöngu í deildina. Garðar Þorsteinsson lét þetta mál til sín taka og tengdi stuðning sinn við málið því skilyrði að Verslunar- skólanum yrði gefin heimild til að þyngja nám sitt svo að próf þaðan gæfi réttindi til þess að setjast í hagfræðideild Háskólans. Þannig varð hann fyrsti alþingismaðurinn til þess að taka undir óskir eða kröf- ur Vilhjálms þ. Gíslasonar skóla<- stjóra um rétt Verslunarskólans til að brautskrá stúdenta og raunar hafði hann vakið máls á þessu tveim áram fyrr. Svo að það má með sanni segja að í þessu máli hafi hann verið á undan sinni samtíð. Það sýnir svo réttmæti hans sjónarmiða að strax ári síðar eða 1943 fékk Verslunar- skóli íslands rétt til að brautskrá stúdenta. Garðar Þorsteinsson var öruggur í allri framkomu og bar sig vel. Það var á orði haft hversu létt honum var að umgangast annað fólk. Hann kom hvarvetna fram sem jafningi. Á ferðalögum sínum um Eyjafjörð hafði hann ávallt meðferðis rauð vaðstígvél sem urðu víðfræg (»>* gerðu honum auðvitað kleift að komast leiðar sinnar hvort sem leið- in lá um forarmýri eða inn í beitn- ingarskúra. Hann átti auðvelt með að setja sig í annarra spor, raungóð- ur og ráðagóður enda átti hann mik- ið traust og vináttu og þó var hann ekki allra. Hann vildi heldur ekki vera það, en það vissu menn að ef hann tók einhverjum þá meinti hann það. Hann var einn þeirra manna sem var mikill af sjálfum sér, hafði brotist úr fátækt til bjarg- álna og hafði ekki hálfnað sitt ævi- verk þegar hann féll svo sviplega frá í flugslysinu í Héðinsfirði 29. maí 1947. Halldór Blönda! J* Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali-*' era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wor- dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skíi-nar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.