Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 50

Morgunblaðið - 29.10.1998, Page 50
f50 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Pétursson fædd- ist í Flatey á Breiða- firði 29. nóvember 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 22. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Sveins- son, f. 30.9. 1890 í Skáleyjum á Breiða- firði, d. 22.10. 1973, og Ástríður Jóns- dóttir, f. 19.6. 1887 á Barmi á Skarðs- strönd, d. 10.10. 1962. Systkini Guðmundar eru: Sveinn kvæntur Rebekku Guð- mundsdóttur, og Svandís Nanna gift Júliusi Gunnari Þorgeirs- syni. Hinn 7. nóvember 1942 kvæntist Guðmundur Herdísi Friðriksdóttur, f. 13.5. 1913, frá Grímsstöðum í Þistilfirði. For- eldrar hennar voru hjónin Frið- rik Einarsson, f. 11.10. 1862, d. 13.2. 1939, og Guðrún Vigfús- dóttir, f. 17.9. 1888, d. 2.4. 1974. -CJ* ----- Þegar Guðmundur fæddist í Flat- ey á Breiðafirði 29. nóvember 1912, voru foreldrar hans, Pétur Sveins- son stýrimaður og Ástríður Jóns- dóttir kona hans, í húsmennsku eins og það kallaðist og fluttust milli eyj- anna eftir því hvernig stóð á at- vinnu. Þetta voru aðstæður Guð- mundar í æsku, en hann var elstur af þremur systkinum. Aðalatvinnan var sjósókn og Guðmundur var far- inn að róa á fiskibátum með foður *»sínum komungur drengur. Ungur fór hann til Reykjavíkur, ákveðinn í að mennta sig til vél- stjóra. Það hlýtur að hafa verið upp- lifun fyrir ungan óreyndan dreng sem aldrei hafði farið úr sinni heimabyggð að koma í höfuðstað- inn, leigja sér herbergi og stunda sitt nám. Til að fjámagna nám sitt gerðist hann vetrarmaður á stórbú- inu í Viðey einn vetur og minntist hann þeirrar dvalar oft með mikilli gleði. Að skólanámi loknu gerðist hann vélstjóri á fískiskipi og sigldi m.a. til Englands með fisk á fyrstu stríðsár- unum. Árið 1942 gerðist hann vél- stjóri á skipum Skipaútgerðar ríkis- og fljótlega kom að því að hon- um var treyst íyrir vandasamari verkefnum, er hann varð yfirvél- stjóri á Esjunni og síðan Heklunni, flaggskipi Skipaútgerðarinnar, sem Börn Guðmundar og Herdísar eru: 1) Alda, f. 30.8. 1944, gift Hartvig Ingólfssyni. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Skúli, sambýliskona hans er Sóley Ragnarsdóttir og er sonur þeirra Ragnar Leví. b) Minna. c) Ingólfur, kvæntur Karítas Kri- stjánsdóttur. 2) Frið- rik Rúnar, f. 16.7. 1947, kvæntur Hólm- fríði Árnadóttur, börn þeirra eru: a) Frosti, dóttir hans og fyrrverandi eiginkonu, Guðrúnar Karlsdóttur, er Hólmfríður. b) Herdís. c) Frið- rik Snær. 3) Hildur, f. 3.9. 1951, gift Dýra Guðmundssyni. Börn þeirra eru: a) Orri Páll, sambýlis- kona hans er Tinna Ásgeirsdóttir. b) Guðný Vala. c) Vilborg Ása. 4) Pétur, f. 15.9. 1952. Guðmundur lauk prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1937 og járnsmíðanámi í Vélsmiðjunni Hamri hf. árið 1938, vélskóla- hann sigldi á í mörg ár. í nítján ár var hann eftirlitsmaður í landi með skipaviðgerðum, skipakaupum og fleiru hjá Skipaútgerðinni. Síðustu starfsár sín var hann vélstjóri á Esjunni uns hann lét af störfum ár- ið 1979. Guðmundur var félagsmálamaður og barðist fyiir réttindum og örygg- ismálum sjómanna. Hann sat í stjóm Vélstjórafélags íslands frá 1947-1956 og frá 1960 til 1978. Hann var skipaður í siglingadóm 1965 til 1983 og var í stjórn Far- manna- og fískimannasambandsins frá 1964-1973 þar af forseti sam- bandsins 1969 tii 1973. Einnig var hann virkur félagi í starfi Oddfell- owreglunnar. Guðmundur kvongaðist Herdísi Friðriksdóttur frá Þistilfírði, sem hann kynntist á námsárum sínum. Þau eignuðust fjögur börn og eru afkomendur nú orðnir 15. Þau hjón- in stóðu þétt saman í blíðu og stríðu þar til Herdís lést á síðastliðnu ári. Það var Guðmundi mikið áfali svo samrýnd sem þau voru í einu og öllu. A hverju sumri fóru þau austur á Bakkafjörð til æskustöðva Her- dísar þar sem hann lagði tengda- móður sinni lið í búskapnum. Þegar tengdamóðir hans var orðin há- öldruð og farin að heilsu fóru þau hjónin austur og hjálpuðu henni að prófi í Vélskólanum í Reykjavík árið 1940 og prófi frá raf- magnsdeild við sama skóla árið 1942. Að námi loknu var hann um tíma á Reykjaborginni og siðan vélstjóri á báti frá Akranesi. Hann var vélstjóri á skipum Skipaútgerðar ríkisins á árun- um 1942-56 en var þá falið eft- irlit með viðhaldi og viðgerðum skipa félagsins. Hann var kenn- ari í vélfræðigreinum við meira mótornámskeið Fiskifélags Is- lands á árunum 1962-1966 og við Vélskóla íslands frá árinu 1966-1971. Hann var í stjórn Vélstjórafélags fslands frá 1947-1956 og frá 1960 fram yf- ir 1970 og formaður þess árin 1953-1955. Guðmundur sat í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands frá ár- inu 1964 og var forseti sam- bandsins árið 1969 til 1973. Hann var skipaður í Siglinga- dóm árið 1965, í skólanefnd Vélskólans árið 1966 og starfaði í nefnd sem gerði lög um vél- stjóra og atvinnuréttindi vél- stjóra. Hann var sæmdur heið- ursmerki sjómannadagsráðs á sjómannadaginn árið 1990. títför Guðmundar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ganga frá búinu og fluttu suður með hana. Einstakt var að fylgjast með hve Guðmundur var tengdamóður sinni góður. Þau hjón voru miklir náttúruunnendur og dugleg að ferð- ast um landið. Síðustu ferðina sína fóru þau saman á áttræðisaldri með allan sinn viðleguútbúnað. Guðmundur var ætíð boðinn og búinn að hjálpa fjölskyldu sinni, hvort sem var í húsbyggingum, að gæta barnabarnanna, líta á bilaðan bíl eða annað sem fólk þarfnaðist aðstoðar við. Ofá skiptin voru þau sem leitað var í bflskúrinn til „tengda“ þegar eitthvað bjátaði á í bflamálum. Hann hjálpaði til við við- gerðirnar og átti verkfæri og jafn- vel varahluti til flestra hluta. Hann hvatti okkur til að hugsa vel um bíl- ana og fylgdist vel með allri þeirri útgerð okkar og gaf góð ráð. Eitt sinn var til dæmis heil Lada sand- blásin og sprautuð á hlaðinu í Grænuhlíðinni, sjálfsagt við mis- miklar vinsældir nágrannanna, en þar bjuggu Guðmundur og Herdís lengst af. Það má með sanni segja að Guð- mundur hafi verið mikill áhugamað- ur um bíla. Hann sótti flestar bíla- sýningar og var áskrifandi að er- lendum bílablöðum. Áhugamál hans voru þó ekki einungis á veraldlega sviðinu; Guðmundur hafði yndi af kveðskap og las mikið. Hann átti sérlega auðvelt með að læra ljóð og vakti aðdáun þegar hann, svona í beinu framhaldi af orðræðum augnabliksins, hóf að þylja heilu ljóðabálkana ef svo bar undir. Þar var hann í essinu sínu. Hann átti það líka til að setja saman vísur en ekki flíkaði hann slíku. Þegar litið er til baka yfir ævi- skeið og skapgerð tengdafóður okk- ar, Guðmundar Péturssonar, kemur upp í hugann hugtakið „að standa sína vakt“ gagnvart vinnunni, fjöl- skyldunni, félagsmálum og kannski ekki síst gagnvart sjálfum sér. Kom þessi eiginleiki ekki síst í ljós eftir að kona hans missti heilsuna. Þá helgaði hann sig henni, vék ekki frá henni og gætti hennar eins og sjá- aldurs auga síns sem hún og var. Heiðarleiki, samviskusemi, traust og réttsýni hans gerðu það að verk- um að honum var treyst fyrir vandasömum verkefnum á lífsleið- inni. Hann bar virðingu fyrir regl- um samfélagsins, skrifuðum og óskrifuðum, átti fáa en trausta vini og ávann sér virðingu þeirra sem kynntust honum. Guðmundur, þú hefur á þinn hátt verið einn af homsteinum í lífi okk- ar, frá fyrstu kynnum og fyrir það viljum við nú þakka. Blessuð sé minning þín. Tengdabörn. Merkur maður hefur gengið sitt æviskeið á enda. Hinn 22. október síðastliðinn barst mér sú sorgarfrétt að Guð- mundur frændi hefði dáið þá um nóttina. Guðmundur var vel lesinn og greindur maður sem ávallt var gaman að tala við því Guðmundur fór ekki í manngreinarálit hvort sem hann talaði við baldna krakka eða gamalt fólk. Það var sama hvert umræðuefnið var, alltaf sat Guð- mundur jafn rólegur og talaði lágt en allir lögðu við hlustir því Guð- mundur vissi alltaf hvað hann var að segja og auðséð var að allir báru yirðingu fyrir því sem hann sagði. Eg man alltaf eftir því þegar við litla systir ásamt mömmu og pabba heimsóttum Guðmund og Dísu í Grænuhlíðina og renndum okkur niður stigana sem voru, eins og allt annað í Grænuhlíðinni, stífbónaðir. Það var greinilegt í öllu hans fasi að hann virti skoðanir allra bæði hárra og smárra og var mjög vel að sér í öllum málum. Guðmundur, ég vil þakka þér þær stundir sem við sátum í Ásgarðinum og mér fannst augu þín geisla af vit- neskju þar sem við töluðum um nýj- ustu tækni í bílum og öðrum tækj- um. Dáðist ég ávallt að því að Guð- mundur las sér til í erlendum blöð- um um allt milli himins og jarðar. GUÐMUNDUR PÉTURSSON + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR, Lerkigrund 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt mánu- dagsins 26. október. Ragnar Þóroddsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Vinur okkar og bróðir, BJÖRN HINRIK JÓHANNSSON, sem lést mánudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Áskirkju á morgun, föstu- daginn 30. október kl. 13.30. Þórður Á. Helgason, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Þorfinnur Jóhannsson og aðrir aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR ÞORLEIFSSON, Hrafnhólum 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðjónsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐLAUGSSON, dvalarheimílinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 31. október kl. 11.00 f.h. Hulda Björgvinsdóttir, Sigvaldi Hrafnberg, Guðlaug Lára Björgvinsdóttir, Bragi Brynjólfsson, Margrét Björgvinsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Loftur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Það lýsti Guðmundi hvað best að þegar ég átti í vandræðum þá mætti Guðmundur fyrstur manna og spurði hvort hann gæti eitthvað að- stoðað. Guðmundur bar mikla virðingu fyrir konu sinni, Herdísi, sem lést á síðasta ári og í veikindum sínum var Guðmundur óþreytandi við að sitja og stytta henni stundir í veikindum hennar. Nú veit ég að þú hefur tekið í höndina á Dísu og veit að þið hafið margt að ræða. Kæru frændur og frænkur, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Pétur Júhusson. Haustið 1966 lágu leiðir okkar Guðmundar Péturssonar vélstjóra fyrst saman, en þá var harm vél- fræðikennari við Vélskóla íslands. Það haust hófst kennsla við skólann samkvæmt gjörbreyttu námsskipu- lagi sem miðaði við að taka inn í skólann nemendur beint úr grunn- skóla án iðnréttinda. Til þess tíma þurftu væntanlegir nemendur að hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun eða sambærilegri iðngrein til þess að geta hafið nám við skólann en með breytingunni gafst þeim kostur á að ljúka því að vélstjóranámi loknu. Guðmundur kenndi okkur bók- lega vélfræði, sem fjallaði m.a. um hönnun hinna ýmsu vélagerða, véla- hluta svo og fyrirkomulag vélakerfa um borð í skipum. Guðmundur var fyrirmyndarkennari, hafði góðan bakgrunn þar sem hann hafði bæði sinnt vélstjórn á fiski- og farskipum og skipaeftirliti um alllangt skeið. Vegna þessarar víðtæku reynslu úr atvinnulífinu vildu tímamir hjá Guðmundi dragast nokkuð oft á langinn þar sem eitt og annað úr reynsluheimi hans tengdist nokkuð oft efninu sem var til umfjöllunar hverju sinni. Það vakti umræður í bekknum sem oftar en ekki gerði efni, sem virtist flókið og torskilið við fyi-stu sýn, hrátt beint af bók- inni, mun skiljanlegra en ella. Síðar lágu leiðir okkar Guðmund- ar saman í stjórn Vélstjórafélags ís- lands, en Guðmundur sat í stjóm fé- lagsins í tæp tuttugu ár, þar af for- maður félagsins í eitt kjörtímabil eða tvö ár. Guðmundur Iét til sín taka hvar sem hann kom, það gilti einnig um félagsmálin. Hann sat í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir félagið og í nefndinni sem lagði granninn að nú- verandi námsskipulagi vélstjóra. Það felst m.a. í því að útskrifa nem- endur með grunn að fjórum rétt- indastigum í stað eins, eins og áður var, og einnig hinu að flytja allt vél- stjóranámið undir eina yfirstjórn, Vélskóla íslands, en fram til þess tíma hafði Fiskifélag íslands séð um menntun vélstjóra bátaflotans sem á þeim tíma gengu undir nafn- inu „mótoristar“. Þessi breyting hafði í fór með sér víðtæk félagsleg áhrif fyrir vél- stjórastéttina sem hafði til þessa verið að stærstum hluta innan tveggja landsfélaga. Landsfélaga sem flokkaði félagsmennina eftir því hvort þeir höfðu lokið prófi frá Fiskifélagi Islands eða Vélskólan- um. Það fyrirkomulag veikti stöðu hennar, bæði í kjarasamningum við atvinnurekendur og ekki síður í samskiptum við ríkisvaldið, en í framhaldi af sameiningu vélstjóra- námsins voru þessi tvö landsfélög vélstjóra sameinuð í eitt öflugt landsfélag. Það er eitt af stærri gæfusporunum í sögu vélstjóra- stéttarinnar. Nú er komið að leiðarlokum. Við heyrum ekki oftar Guðmund Pét- ursson flytja mál sitt af þrótti til framfara á aðalfundum félagsins, við skólaslit Vélskólans eða á aðal- fundi Sparisjóðs vélstjóra svo nokk- uð sé nefnt. Rödd hans er þögnuð á þessum vettvangi. Eftir sitja verk- efnin sem hann beitti sér fyrir, þau munu tala máli hans um ókomin ár og bera framsýni hans glöggt vitni. Við leiðarlok í þessum heimi, hafðu bestu þakkir fyrir starf þitt í þágu vélstjórastéttarinnar. Helgi Laxdal, formaður Vclstjórafélags Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.