Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 72
f
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
m
HEWLETT
PACKARD
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Heitir pottar undir smásjá
Hættuleg mengun
hjá mörgum líkams-
ræktarstöðvum
VATN í heitum pottum reynd-
ist verulega mengað hjá 9 af 11
líkamsræktarstöðvum í Reykja-
vík sem heilbrigðissvið Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur
kannaði nýverið ásamt Holl-
ustuvernd. I vatninu fundust
kólígerlar, saurkólígerlar og
pseudomonasgerlar sem allir
geta valdið sýkingum, m.a. í
eyrum og þvagfærum.
Að sögn Hauks Haraldssonar
hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur eiga fyrrgreindir gerlar
alls ekki að finnast í sýnum og
borist hefðu bæði kvartanir og
ábendingar vegna sóðaskapar á
ýmsum líkamsræktarstöðvum.
„Þá var gerlafjöldi í vatninu
langt umfram það sem heilsu-
samlegt er talið. Miðað er við
að gerlaíjöldi sé ekki meiri en
1.000 á hverja 100 ml, en þegar
talan var komin upp í 200.000
gerla á hverja 100 ml í einstök-
um sýnum þá var hreinlega
hætt að telja. Það kom veru-
lega á óvart hversu slæmt
ástandið reyndist vera,“ sagði
Haukur.
■ Mengað vatn/18
Kári Stefánsson um álit Lagastofnunar Háskólans
Sérleyfishafi komist
ekki í ríkjandi stöðu
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
sér finnist sjálfsögð sú ábending
sem fram kemur í áliti Lagastofn-
unar Háskóla íslands um gagna-
grunnsfrumvarpið, að komist sér-
leyfishafi grunnsins í ríkjandi stöðu
vegna sérleyfisins beri honum að
fara að almennum samkeppnisregl-
um.
„Það sem mér finnst hins vegar
gleymast í þessu er að gagnagrunn-
urinn er hugsaður sem sértækt
tæki og það eru til mörg önnur tæki
til að vinna sömu vinnu. Eg sé ekki
að sá möguleiki sé fyrir hendi að
sérleyfishafi komist í ríkjandi stöðu
vegna gagnagrunnsins sem slíks,“
sagði Kári. Hann sagði að engu að
síður væri þetta atriði sem yrði að
gæta frá upphafi. Ekki ætti að veita
sérleyfi til að koma sérleyfishafa í
ríkjandi stöðu og hafa yrði augun
opin gagnvart því.
Um innanríkismál að ræða
Kári sagði að það væri misskiln-
ingur að takmörkun á sérleyfi gerði
að verkum að leyfið væri ekki þess
virði. „I því felst misskilningur á
okkar afstöðu," sagði hann. „Við
vorum ekki að fara fram á sérleyfi
til að komast í ríkjandi aðstöðu,"
sagði hann.
Kári sagði að álit Lagastofnunar
væri mikilvægt þai' sem þar kæmi
fram að frumvarpið um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði bryti
ekki í bága við þjóðréttarlegar
skuldbindingar íslendinga og væri
því um innanríkismál að ræða.
Hann sagði jafnframt gi-undvallar-
atriði að þar væri komist að þeirri
niðurstöðu að upplýsingarnar í
grunninum yrðu ópersónugreinan-
legar.
■ Gerir lagasetningu/37
/
A þunnum ís
ÞESSIR piltar stóðust ekki
freistinguna í gær að láta reyna
á hvort þunnur ísinn á Tjörninni
í Reykjavík héldi. Gerðu þeir sér
að leik að hlaupa yfir þunnt ís-
^ dagið sem dúaði undan fótum
þeirra. Lögreglan varar fólk við
að fara út á ísinn sem er alls ekki
orðinn nógu traustur.
Saga og Hótel ísland
Radisson SAS-hótel
Greiða
ákveðið
hlutfall af
hagnaði
HÓTEL Saga og Hótel ísland
munu um næstu áramót hefja sam-
starf við alþjóðlegu Radisson SAS-
hótelkeðjuna sem er í eigu flugfé-
lagsins SAS. Engar breytingar
verða á eignar- og starfsmannahaldi
við samstarfið. Innan Radisson SAS
eru nú 84 hótel í 30 löndum og 18
hótel, þar á meðal Hótel Saga og
Hótel Island, munu bætast í hópinn
á næstunni.
Frá og með næstu áramótum
mun Radisson SAS-merkið bætast
fyrir framan íslensk nöfn hótelanna.
Þau munu taka upp nafnið í bréfs-
efnum hótelanna, búningar starfs-
— fólks verða þeir sömu og hjá öðrum
hótelum í keðjunni og eins mun útlit
herbergja og veitingastaða vera í
samræmi við gæðakröfur keðjunn-
ar.
Að sögn Hrannar Greipsdóttur,
framkvæmdastjóra Hótels Sögu og
Hótels íslands, munu íslensku hót-
elin greiða ákveðið hlutfall af hagn-
aði til keðjunnar en á móti komi fag-
leg ráðgjöf við stjórnun.
„Yfirstjórn Radisson SAS mun
fylgjast með því að við uppfyllum
þær kröfur sem hún setur, en öll
j^hótel innan keðjunnar eru fjögurra
^eða fimm stjörnu hótel. Þó svo að
ekki sé til neitt algilt flokkunar-
kerfi er ljóst að við verðum að taka
okkur á til þess að standast kröfur
þeirra. Ég geri ráð fyrir að það
taki okkur 3-5 ár að komast á það
stig sem við viljum vera á,“ segir
Hrönn.
■ Miklar kröfur/Bl
Morgunblaðið/Ásdís
Uppsagnir meinatækna hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala
Hægt að sinna
15-20% rannsókna
RANNSÓKNASTOFA Landspítal-
ans í blóð- og meinefnafræði mun
einungis geta sinnt um 15-20% af
nauðsynlegum rannsóknum vegna
bráðaveikra sjúklinga eftir að ráð-
gerðar uppsagnir 47 meinatækna
koma til framkvæmda aðfaranótt
næsta sunnudags.
Jón Jóhannes Jónsson, forstöðu-
læknir rannsóknastofu í meinefna-
fræði, segir að samkvæmt neyðará-
ætlun sem útbúin hefur verið verði
lögð áhersla á að halda einkum uppi
þeim rannsóknum, sem ekki er
hægt að sinna annars staðar. Hann
segir að neyðaráætluninni megi
halda í nokkra daga en að síðan
„hrynji spilaborgin“ vegna álags á
það starfsfólk, sem eftir verður.
Deilan á byrjunarreit
Meinatæknar og viðsemjendur
þeirra hittust á samningafundi síð-
degis í gær. Að þeim fundi loknum
sagði Anna Svanhildur Sigurðar-
dóttir, talsmaður meinatæknanna,
að deilan væri enn á byrjunarreit.
Viðsemjendur meinatæknanna
eru fulltrúar starfsmannaskrifstofu
Ríkisspítalanna og segir Anna
Svanhildur að þeir virðist ekki hafa
umboð til að bjóða meira en þegar
liggur á borðinu.
Byi-junarlaun meinatækna eru
98.905 krónur og segir Anna Svan-
hildur að meinatæknar hafi dregist
mjög aftur úr í samanburði við
hjúkrunarfræðinga og almennan
vinnumarkað undanfarin ár.
Jón Jóhannes Jónsson og Guðlaug
Bjömsdótth', starfsmannastjóri Rík-
isspítala, sögðu fyrir fundinn í gær
að mikið bæri á milli í deilunni.
■ Nauðsynlegum/12
Gróðurhúsaloft
Yerðmæt-
ið allt að 6
milljarðar
HEILDARÚTSTREYMI gróð-
urhúsalofttegunda á íslandi vai'
árið 1996 áætlað um 2,7 milljónir
tonna af koldíoxíðsígildi og mið-
að við líklegt markaðsverð er
„verðmæti" íslenskrar losunar
3,8-5,7 milljarðar króna á ári.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni
var gert ráð fyrir að íslendingar
mættu á tímabilinu 2008-2012
losa 10% meira en árið 1990, eða
samtals rúmlega 3 milljónir
tonna. Verðgildi þess kvóta er
um 4,2-6,3 milljarðar króna á ári
samkvæmt sömu útreikningum.
■ Áætlað/6