Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Lögreglumenn
mótmæla nýju
skipuriti
LANDSSAMBAND lögreglu-
manna (LL) boðaði í gær til blaða-
mannafundar þar sem vinnubrögð
við úttekt og breytingar á embætti
lögreglustjórans í Reykjavík voru
harðlega gagnrýnd og segja lög-
reglumenn að hyldýpisgjá hafi
myndast á milli lögreglumanna og
æðstu yfirstjórnar lögreglunnar í
landinu.
Tilefnið var skýrsla VSÓ-ráð-
gjafar frá 26. október sl. um breyt-
ingar á stjórnskipulagi embættis-
ins og úrvinnsla dómsmálaráðu-
neytisins á tillögum skýrslunnar.
I yfirlýsingu gagnrýnir sam-
bandið meðal annars þekkingar-
skort skýrsluhöfunda á löggæslu-
málum, óvönduð vinnubrögð, til-
litsleysi í garð lögreglustjórans í
Reykjavík við undirbúning breyt-
inganna og ekki síst skort á sam-
ráði við lögreglumenn. Draga lög-
reglumenn jafnframt í efa að hið
nýja skipurit standist lög.
Talsmenn LL voru inntir eftir því
hvort þeir teldu að breytingarnar
miðuðu að því að bola Böðvari
Bragasyni í burtu. „Almenningur
og fjölmiðlar virðast túlka þetta
þannig og við höfum enga ástæðu til
þess að túlka þetta öðruvísi. Það er
verið að gera lögreglustjórann
óvirkan," sögðu þeir og kváðust
hafa heimildir fyrir því að áður en
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi
mál verða til umræðu.
1. Stjórnarskipunarlög. 1.
umr.
2. Miðlun upplýsinga og sam-
ráð við starfsmenn á evr-
ópska efnahagssvæðinu. 1.
umr.
3. Lögheimili. 1. umr.
4. Tilkynningar um aðseturs-
skipti. 1. umr.
5. Tryggingagjald. 1. umr.
veikindaleyfi Böðvars Bragasonar
lauk hefði honum verið boðið annað
starf en hann hefði hafnað því. „Þá
virðast menn hafa brugðið á það ráð
að ýta honum út í horn.“
Ekki samráð við stéttarfélag
Framkvæmdastjóm LL ítrekaði
að dómsmálaráðuneytið hefði haft
að engu ákvæði Lögreglulýsingar
Evrópuráðsins um að samráð skyldi
hafa við stéttarfélag lögreglumanna
um stjómun lögi’egluliðs og samn-
inga varðandi stöðu lögreglumanna.
„I stýrihóp sem var ráðgjöfum til
aðstoðar við tillögugerðina skipaði
ráðuneytið aðeins einn aðila frá
embætti lögreglustjórans í Reykja-
vík, lögfræðing sem aðeins hafði
starfað þar um nokkurra mánaða
skeið,“ sögðu stjómarmenn og
töldu einnig ámælisvert að ekki
hefði verið rætt við sjálfan lögi’eglu-
stjórann í Reykjavík um skipulag
embættisins.
Jafnframt var gagnrýnt að ekki
stæði til að kynna stéttarfélögum
lögreglumanna breytingamar fyrr
en eftir að þeim hefði verið hrint í
framkvæmd. „Stjórn LL telur slík
vinnubrögð síst til þess fallin að
bæta starfsandann enda felst í
þeim megn ókurteisi og lítilsvirð-
ing við stafsmennina, ekki síst þá
sem breytingarnar bitna fyrirvara-
Morgunblaðið/Ásdís
FRAMKVÆMDASTJÓRN Landssambands lögreglumanna kynnti afstöðu sambandsins í gær. F.v. Oskar Bjart-
marz gjaldkeri, Jónas Magnússon formaður, Jóhannes Jensson varaformaður og Baldvin Einarsson ritari.
laust á með einum eða öðrum
hætti.“
StjórnaiTnenn bentu á að fyrra
skipurit hefði reynst vel og að eftir
að vinna samkvæmt því hófst hefði
afbrotum pg innbrotum fækkað.
Að mati lögreglumanna hefur
ekkert komið fram, hvorki af hálfu
yfirstjómar lögreglunnar né frá
dómsmálaráðuneytinu, sem gefi til-
efni til gagngerra breytinga á
skipulagi embættisins. Einna helst
megi að því finna að ekki hafi tekist
að halda rekstrinum innan ramma
fjárlagaheimilda um nokkurt skeið.
70% landsmanna
styðja ríkisstjórnina
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun
Gallup, sem birt var í gær, styrja
70% landsmanna ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar. Er þetta mesti stuðning-
ur sem ríkisstjórnin hefur notið í
könnunum Gallups frá því um mitt
ár 1995.
Samkvæmt sömu könnun er fylgi
Sjálfstæðisflokksins er nú rúmlega
47% eftir nokkra niðursveiflu og fylgi
Framsóknarflokksins tæplega 18%.
Fylgi sameiginlegs framboðs fé-
lagshyggjuflokkanna er rúmlega
20% en það eru tveir þriðju hlutar
þess fylgis sem flokkarnir, án Þjóð-
vaka, fengu samanlagt í síðustu
kosningum. Fylgi flokkanna, sem að
framboðinu standa, minnkar með
hveijum mánuði samkvæmt könnun-
um og er nú á bilinu 1-4%.
Framboð vinstra græns framboðs
og Frjálslynda flokksins mælist 2,6%.
Einar K. Guðfínnsson um áhrif hval-
veiðibanns á Islendinga
Gæti valdið tíu
milljarða tjóni á ári
EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í gær að
hvalveiðibannið gæti valdið íslend-
ingum fjárhagslegu tjóni upp á sjö
og hálfan til tíu milljarða la-óna á
ári fyrir utan þau útflutningsverð-
mæti sem hvalveiðin sjálf gæti
skapað. Þetta sagði hann eftir að
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra hafði upplýst að tilgátur væru
uppi um það að áframhaldandi hval-
veiðibann gæti minnkað langtíma-
afrakstur þorskstofnsins um 20%
frá því sem ella yrði. Sagði ráðherra
ennfremur að flest benti til þess að
ávinningur af því að hefja hvalveið-
ar að nýju væri fyrst og fremst fólg-
inn í því að geta aukið veiðar úr öðr-
um nytjastofnun sjávar.
„Árleg veiði á þorski á undan-
fömum árum hefur legið á bilinu
300 til 350 þúsund tonn,“ sagði Ein-
ar. „Tuttugu prósent af því eru þá
sextíu til sjötíu þúsund tonn á ári.
Ég aflaði mér upplýsingar hjá Þjóð-
hagsstofnun í morgun [í gænnorg-
un] um það hver áhrifin yi’ðu á út-
flutningstekjur okkar íslendinga ef
þorskveiði yrði aukin um 10 þúsund
tonn. Miðað við fiskverð á árinu
1997 var hér um að ræða áhrif upp á
1,2 milljarða króna. Þetta þýðir að
hvalveiðibannið getur valdið okkur
tjóni upp á kannski sjö og hálfan til
tíu milljarða króna á ári fyrir utan
þau útflutningsverðmæti sem hval-
veiðin sjálf myndi skapa okkur. Það
sem liggur hér fyrir er að það er
okkur efnahagslega dýi’keypt að
hefja ekki hvalveiðar að nýju,“ sagði
Einar.
Forsætisráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um nýja byggðastefnu
MIKLAR umræður urðu um
byggðamál á Alþingi á þriðjudag-
inn þegar Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra mælti fyrir stefnu í
byggðamálum fyrir árin 1998 til
2001 með tillögu til þingsályktunar.
Forsætisráðherra sagði með stefn-
unni ætlunina að taka á þeim vanda
sem væri við að etja, taldi hana
vera ágæta viðspyrnu en sagði hins
vegar ekki unnt að snúa við bú-
setuþróun síðustu missera í einu
vetfangi.
Þingsályktunartillagan gerir ráð
fyrir margháttuðum aðgerðum til
að treysta búsetu á landsbyggðinni
og er stefnt að því að fólkfjölgun
þar verði ekki undir landsmeðaltali
og nemi 10% til ársins 2010. Bent
er á ýmsar aðgerðir til nýsköpunar
í atvinnulífmu, í menntamálum,
jöfnun lífskjara og bættri sam-
keppnisstöðu og bent á þýðingu
þess að bæta umgengni við landið.
Við umræðuna sagði forsætisráð-
herra meðal annars að ofurskattur
á sjávarútveg myndi veikja mjög
greinina út um land. Hann varaði
einnig við öfgum varðandi stóriðju
og orkunýtingu á hálendinu og
sagði öfgar í náttúruvernd litlu
betri.
Sighvatur Björgvinsson sagði
byggðastefnu eina ekki nægja til að
stöðva fólksflótta frá landsbyggð-
inni. Hann sagði marktæka fylgni
hafa verið á árum áður milli þeirrar
fyi’irgreiðslu sem Byggðastofnun
veitti sjávarútvegi og fjölgunar at-
Spyrnt við þróun
síðustu missera
vinnutækifæra og atvinnutekna í
viðkomandi grein. Hann benti á
hátt hlutfall útlendinga í fisk-
vinnslu, t.d. á Vestfjörðum, á. sama
tíma og atvinnuleysi væri ríkjandi
sunnanlands. Hann sagði það hafa
komið fram í könnunum að áhrif
stjórnkerfis á fiskveiðar kæmu fram
í byggðamálum, ekki væri tilviljun
hvernig þorp hefðu byggst við sjáv-
arsíðu landsins. Vitnaði hann til
orða Stefáns Ólafssonar prófessors
í grein í Morgunblaðinu 12. nóvem-
ber sl. þess efnis að rannsóknir
hans bentu til þess að búseta væri
alla jafna viðkvæmust í sjávarút-
vegsbyggðunum, einkum minni
þorpum og kaupstöðum á lands-
byggðinni. Markaðsvæðing sjávar-
útvegsins með myndun einkaeigna-
réttar á veiðiheimildum og framsals
á markaði hefði breytt gi’undvelli
búsetu í mörgum sjávarbyggðum
eftir 1990, einkum fiskvinnslufólks.
Sagði Sighvatur að rekja mætti
byggðaflóttann úr tveimur lands-
byggðarkjördæmum til þeirrar
stefnu sem rekin hefur verið í
stjórnkerfi fiskveiða og til þeirrar
ákvörðunar þein’a sem fengið hafa
afnotarétt af þessari auðlind fyrir
ekki neitt að selja veiðiheimildir sín-
ar öðrum, án tillits til þess að sú
ákvörðun gæti þýtt að allar eignir
íbúa í sjávarþorpum yrðu á sömu
nóttu verðlausar. Fólkið missti ekki
aðeins atvinnutækifærin heldur
yrðu eignimar verðlausar, sagði
þingmaðurinn og sagði ekkert rætt
um þetta atriði í þingsályktunartil-
lögunni.
Versta byggðaröskun
nokkru sinni
Steingrímur J. Sigfússon sagði
Ijótt ástand í byggðamálum og nú
horfðust menn í augu við verstu
byggðaröskun sem nokkurn tíma
hefði verið uppi. Sagði hann brott-
flutning af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins hafa aukist jafnt
og þétt og nefndi tölur frá árunum
1992 til 1197. Hefði flutningur auk-
ist úr um 500 manns í 1.800 og í ár
stefndi í að hann yrði kringum 2.200
manns. Steingrímur sagði ástæðuna
ALÞINGI
vera þá pólitísku stefnu undanfar-
inna ára að skera niður þjónustu
skóla og heilbrigðiskerfis á lands-
byggðinni og að raða niður stórfyr-
irtækjum á suðvesturhorni lands-
ins. Hann taldi barnalegt að ætla að
ná 10% fólksfjölgun á landsbyggð-
inni árið 2010, sagði það álíka
bamalegt og að ætla sér að gera
landið vímuefnalaust árið 2000.
Sagði hann ekki minnstu líkur á að
þessu markmiö næðust. Hann lýsti
eftir aðgerðum og sagði tillöguna
alltof almenna. Hann kvaðst ekki
taka mark á þessum tillögum fyrr
en þeirra sæi stað í fjárlögum. Vildi
fá einn milljarð í vegaframkvæmdir,
að fólk á landsbyggðinni sem yrði
að senda börn sin burt í framhalds-
skóla fengi að nýta ónýttan per-
sónuafslátt 16-18 ára barna sinna,
að ríkið greiddi kostnað við heima-
vistir að fullu og tæki á sig kostnað
vegna fámennra skóla sveitarfélag-
anna. Einnig vildi hann að felld
yi’ðu niður gjöld af innanlandsflugi
og að almenningssamgöngur yrðu
styrktar.
Jafna þarf orkuverð
og vöruverð
Ragnar Arnalds gerði m.a. raf-
orkuverð og verð á neysluvörum að
umtalsefni. Taldi hann nauðsynlegt
að samræma húshitunarkostnað og
raforkuverð, sagði orkuverð Rarik
19,6% hærra en verð Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og spurði hvort
eðlilegt væri að íbúum landsbyggð-
arinnar væri einum gert að greiða
niður fjárfestingu og viðhald dreifi-
kerfisins út um land en Reykvík-
ingum sleppt. Sagði þingmaðurinn
að landsmenn allir ættu að bera
þennan kostnað sameiginlega. Þá
sagði hann vöruverð 11% hærra á
Egilsstöðum og 14% hærra á ísa-
firði en á höfuðborgarsvæðinu
samkvæmt athugun Samkeppnis-
stofnunar og sagði bein tengsl milli
flutningskostnaðar og vöruverðs.
Sagði hann ríkið líka skattleggja
flutninginn verulega og það yrði að
endurskoða.