Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 13
Netið nýtt
á norrænu
bridsmóti
BRIDSSAMBÖND Norður-
landanna taka Netið í þjónustu
sína á föstudaginn þegar þau
standa fyrir sameiginlegu
bridsmóti sem reiknað verður
jafnóðum út og staðan birt á
Netinu.
Norðurlöndin hafa undan-
farin ár staðið fyi’ir tvímenn-
ingsmóti þar sem spilarar í
hverju landi spila sömu spil á
sama tíma og reiknað er út í
einu lagi á eftir. Sá útreikning-
ur hefur tekið nokkurn tíma og
nú hefur verið ákveðið að nota
Netið til að reikna út stöðuna
jafnóðum og tilkynna sigur-
vegara strax að mótinu loknu.
Verður hægt að fylgjast með
stöðunni jafnóðum á heimasíðu
Bridssambands Islands
Að sögn Stefaníu Skarp-
héðinsdóttur framkvæmda-
stjóra Bridssambandsins er
þátttakan bundin við 500 pör á
Norðurlöndunum öllum að
þessu sinni, en að auki keppa
sjjilarar í Hollandi sem gestir.
A Islandi mega 100 pör taka
þátt og segir Stefanía að kvót-
inn sé þetta stór vegna þess að
á hinum löndunum vilji menn
fara varlega í umfangið af
tæknilegum ástæðum. Hér sé
tölvu- og netvæðing brids-
félaga hins vegar langt á veg
komin og menn því óhræddir
við þetta verkefni.
Spilað verður í fjórum riðl-
um á Islandi: i Reykjavík, á
Akureyri, Siglufirði og Reyð-
arfirði og hefst spilamennska
kl. 18.
Framleiðni-
sjóður flytur
í Borgarnes
Landbúnaðarráðherra hefur í
samráði við stjórn Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins á-
kveðið að flytja aðsetur sjóðs-
ins frá Reykjavík til Borgar-
ness. Unnið hefur verið að und-
irbúningi flutningsins á undan-
fórnum mánuðum og verði hon-
um lokið fyrir áramót.
Hið nýja aðsetur Fram-
leiðnisjóðs verður að Engjaási
2 í Borgarnesi þar sem Mjólk-
ursamlag Borgfirðinga var áð-
ur til húsa en hýsir nú
Rannsóknastofu mjólkuriðnað-
arins og framleiðslufyrirtækin
Engjaás hf., Sprota hf. og
Catco hf.
Framleiðnisjóður land-
búnaðarins hefur á undanfórn-
um árum haft það að megin-
verkefni að styðja við ýmis
hagræðingar- og þróunarverk-
efni í íslenskum landbúnaði,
aðlögun hans að breyttum
markaðsaðstæðum ásamt efl-
ingu nýrrar atvinnu í dreibýli.
Sjóðurinn er nú til húsa að
Laugavegi 120. Formaður
Framleiðnisjóðs er Bjarni Guð-
mundsson og framkvæmda-
stjóri er Jón G. Guðbjörnsson.
Samstarf
um rekstur
póstafgreiðslu
í Hrútafírði
ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur
gert samkomulag við Staðar-
skála í Hrútafirði. Mun Stað-
arskáli taka að sér rekstur
póstafgreiðslu á svæðinu.
Samkomulagið tekur gildi
um næstu áramót.
Aðalvinningarnir eru bjartariframtíð
ogfjölskylduferð með Samvinnuferðum - Landsýn
Bindindishelgi fjölskyldunnar er nk. laugardag og sunnudag. Hlutverk hennar er að minna á forvarnarmátt íjölskyldunnar
og hvetja til þess að hún haldi hópinn og geri sér glaðan dag á uppbyggilegan hátt. Verðlaunasamkeppni verður um sköpunarverk
þau sem upp úr helginni kunna að spretta og opið hús með ýmsum skemmtilegum uppákomum verður
á sunnudag að Stangarhyl 4.
Verðlaunasamkeppni - Gaman að muna
• Fjölskyldur halda hópinn um helgina og gera sér glaðan dag á heilbrigðan hátt.
• Þær festa atburði helgarinnar á filmu, myndband, pappír - eða eitthvað allt
annað. • Fjölskyldurnar senda síðan listrænan afrakstur samverunnar til okkar í
formi ljósmynda, myndbanda, teikninga, ljóða, frásagna o.s.frv.
• Skilafrestur er til 10. des. 1998 og úrskurður liggur íyrir 5. janúar 1999.
• Sköpunarverkin sendist, ásamt nöfnum íjölskyldumeðlima, heimiiisfangi og
símanúmeri til „Gaman að muna“ - Stórstúka Islands, Stangarhyl 4,110 Reykjavík.
1. verðlaun: Ferðavinningur fyrir fjölskylduna með
Samvinnuferðum - Landsýn að upphæð 200.000 kr.
Aukavinningar dregnir úr ölluni innsendum sköpunarverkum:
• 5 matarkörfurfrá Nýkaupi að verðmceti 10.000 kr. hver.
• Kenwood matvinnsluvél fráHeklu hf.
• Aðgangurfyrir 5 fjölskyldur á fjölskylduhátíðina í Galtalœk
um nœstu verslunartnannahelgi.
• Útifatnaður frá Veiðimanninum.
• Svefnpoki frá Seglagerðinni Ægi.
• Fatnaðurfrá Ptjónastofunni Peysunni.
Galopið hús á sunnudag
Á sunnudaginn verður opið hús í nýjum, glæsilegum salarkynnum Templara
að Stangarhyl 4. Þar verður m.a. boðið upp á lifandi tónlist, dansatriði og
hressingu.
Kl. 14: KK tekur lagið.
Kl. 15: Eyrún eyðslukló fulltrúi Latabæjar kynnir hið nýja,
bráðskemmtilega spil LATADOR.
Kl. 16: „Komið og dansið“ - danskynning.
Kl. 17: Hættuspil. Reynir Harðarson og Þórólfur Beck Kristjónsson
kynna nýtt, hörkuspennandi spil.
Inn á milli verður leikin lifandi tónlist.
HiðOpinberal