Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 15
FRÉTTIR
Háskólaútgáfan gefur út ættartölu Guðlaugs Tryggva Karlssonar
Rekja ættir til konunga
og landnámsmanna
Morgunblaðið/Áadís
VON er á ættartölu Guðlaugs Tryggva Karlssonar (t.v.) eftir Sigur-
geir Þorgrímsson frá Háskólaútgáfunni á næstunni. Með Guðlaugi
Tryggva á myndinni er Theódór Árnason sem er ritstjóri verksins.
SÍÐUSTU árin hefur verið unnið að
því að taka saman ættartölu Guð-
laugs Tryggva Karlssonar þar sem
raktar eru yfír 1.500 ættgreinar og
eru ættir hans raktar til landnáms-
manna og kon-
ungsætta á
Norðurlöndum.
Sigurgeir Þor-
grímsson BA
vann að verkinu í
fjölda ára en
honum auðnaðist
ekki aldur til að
ganga frá því til
útgáfu og var
Theódór Arna-
son verkfræðing-
ur fenginn til
þess og er hann ritstjóri verksins.
Háskólaútgáfan gefur ættartöluna
út sem verður um 300 blaðsíður.
Sigurgeir rekur ættir Guðlaugs
víða innanlands og utan, rekur ætt-
ir til fjölmargra landnámsmanna,
til konungsætta á Norðurlöndum
og ýmissa höfðingjaætta Joar um
slóðir, upplýsir Theódór Arnason.
Hann sagði uppsetningu Sigur-
geirs hafa verið breytt í hefðbundið
kerfí og byrjað á karllegg, sem eru
13 liðir, og síðan kvíslað út frá hon-
um þar til efnið er þrotið. „Síðan
eru einnig tilvísanir fram og aftur
þar sem ættir koma saman sem
gefur verkinu meira gildi,“ segir
Theódór sem segist hafa verið
nokkuð við ættfræðigrúsk síðustu
áratugina. Hann segist ekki hafa
bætt við verk Sigurgeirs en sett
inn einstaka athugasemdir og til-
vísanir. Hann taldi ekki hafa verið
gefna út hérlendis áður svo viða-
mikla ættartölu með þessum hætti
og þær ættartölur sem menn hefðu
safnað á tölvur væru oft öðruvísi
byggðar upp.
Sigurgeir Þorgrímsson hafði rit-
að ýmsar umsagnir um fólk í ættar-
töiunni sem hann hefur frá ýmsum
heimildum sem þó er ekki getið.
Þannig segir t.d. um Jónas Samson-
arson, bónda og hreppstjóra að
Alftavatni í Staðarsveit, sem fædd-
ur var árið 1788: „Ýmislegt bendir
til þess að hann hafi verið talsverð-
um kostum búinn, framgjarn og
kom nokkuð við sögu í almennum
félagsmálum, stóð framarlega í
bindindisstarfí, virðist hafa verið
dável skáldmæltur."
Þá segir um Katrínu Brynjólfs-
dóttur, ijósmóður og húsfreyju í
Lækjarbotnum í Landmanna-
hreppi, fædd 1817: „Hún var gerða-
og rausnarkona, ljósmóðir, hún
hafði tekið á móti fullum 700 börn-
um þá var hið elzta af þeim 67 ára
en yngsta á 1. ári, getið þar á heim-
ilinu, því Katrín var um það bil kar-
læg, hörkutól sem amma hennar.
Hún var kona skynsöm og greind,
gjörhugul, sterktrúuð og guð-
hrædd.“
Börn fái sömu
réttaraðstoð
og fullorðnir
LÁRA Bjömsdóttir, félags-
málastjóri Reykjavíkurborgar,
segir að það sé dómsmálayfir-
valda að sjá börnum, sem verða
fyrir kynferðislegu ofbeldi eða
sifjaspellum, fyrir réttargæslu-
manni. „Það á að líta á börn sem
einstaklinga og veita þeim sömu
réttaraðstoð og fullorðnum,"
sagði hún, en Sif Konráðsdóttir
lögmaður, hefur gagnrýnt
barnaverndarnefndir fyrir að
túlka barnaverndarlög þannig
að ekki sé nauðsynlegt að skipa
réttargæslumenn í slíkum mál-
um.
Lára sagði að gagnrýnin
væri byggð á misskilningi. í
barnaverndarlögum væri talað
um að sveitarfélög eða barna-
verndarnefndir gætu eftir at-
vikum greitt lögmannskostnað
fyrir foreldra, sem væru með
mál fyrir barnarverndarnefnd.
„Þann lögmannskostnað greið-
ir Reykjavíkurborg svo sann-
arlega og er ekki einu sinni
spurt um fjárhag því við teljum
þetta mikilvægt réttaröryggi
fyrir foreldra og börnin,“ sagði
hún.
Talsmaður
Lára benti jafnframt á að í
öðru ákvæði í barnarverndar-
lögum væri gert ráð fyrir, að
vissum skilyrðum uppfylltum,
að skipa barninu talsmann þeg-
ar mál væri til meðferðar hjá
barnavemdarnefnd. „Þar segir
ekkert um að það eigi að vera
lögmaður," sagði hún. „Við höf-
um skipað talsmenn þegar þarf
að gæta réttinda barnsins en við
höfum þá valið einhvern úr um-
hverfi barnsins, sem það treyst-
ir og sem vill vera talsmaður
þess. Við höfum t.d. skipað
presta og kennara eða aðra,
sem þekkja til barnsins og fær
hann þá greitt fyrir sitt starf frá
okkur."
Sagði hún að öðru máli
gegndi um þau börn sem yrðu
fyrir þeirri ógæfu að verða fyrir
sifjaspellum eða kynferðislegu
ofbeldi. „Þá er verið að tala um
réttargæslumann og mál sem
fara fyrir dómstóla," sagði
Lára. „Það er hvorki skylda
sveitarfélagsins né heldur finnst
mér það koma til greina undir
nokkrum kringumstæðum að
sveitarfélögin fari að taka að sér
slík mál. Slíkri málaleitan ætti
að vísa til réttarfarsnefndar eða
dómsmálayfirvalda. Þau eiga að
líta á böm sem hverjar aðrar
manneskjur og veita þeim sömu
réttaraðstoð og fullorðnu fólki.
Sveitarfélög hafa engar laga-
skyldur til þess.“
Ingjaldur Hannibalsson prófessor á fundi um fjárfestingu í ferðaþjónustu
Hugsjon eða
skortur á
skynsemi
Óiafur G. Einarsson
forseti Alþingis
Ekki hægt að
grípa inn í
þegar vitnað
er í samtöl
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al-
þingis, segir um þá gagmýni Þór-
halls Ólafssonar, aðstoðarmanns
dómsmálaráðheiTa, að forseti þings-
ins hefði átt að grípa inn í þegar
ísólfur Gylfi Pálmason alþingismað-
ur viðhafði ummæli um Þórhall á
þingi í fyrradag, að forseti geti aldrei
vitað í svona tilvikum hvort viðkom-
andi þingmaður sé að vitna réttilega í
samtöl og sjálfur hefði hann ekki
gripið inn í hefði hann setið í forseta-
stól þegar Isólfur Gylfi viðhafði um-
mælin.
Ólafur sagði að forsætisnefnd Al-
þingis hefði í gær borist bréf frá
Þórhalli vegna þess máls og því yrði
að sjálfsögðu svarað.
„Eg veit að hann er ósáttur við að
það sé vitnað í tveggja manna tal.
Ég ætla ekkert að leggja dóm á það,
en hins vegar eru það grundvallar-
réttindi þingmanns að segja það
sem honum býr í brjósti. Hann get-
ur hins vegar þurft að standa reikn-
ingsskil þess sem hann segir, en for-
seti getur ekki gripið inn í þetta og
það er ekkert nýtt,“ sagði Ólafur.
í Morgunblaðinu í gær var haft
eftir Þórhaili Ólafssyni að kostirnir
væru þeir að honum yrði leyft að
svara ummælum ísólfs Gylfa á Al-
þingi, hann bæðist afsökunar á
þeim, eða að forsætisnefnd Alþingis
ávítaði þingmanninn.
„Aðstoðarmaður ráðherra veit
auðvitað vel að það fer enginn upp i
ræðustól á Alþingi nema sá sem er
kjörinn á þing þannig að það er ekki
hægt að verða við því. Það er mál á
milli hans og þingmannsins hvort
þingmaðurinn biðst afsökunar, en
erindi til forsætisnefndarinnar verð-
ur auðvitað svarað," sagði Ólafur G.
Einarsson.
FJÁRFESTING í ferðaþjónustu -
arðsemi eða hugsjón? var yfirskrift
morgunverðarfundar ferðahóps
Gæðastjórnunarfélags Islands.
„Arðsemi eða hugsjón? „Mér sýnist
svarið liggja í augum uppi, annað
hvort hugsjón eða skortur á skyn-
semi,“ sagði Ingjaldur Hannibals-
son prófessor, einn frummælenda,
meðal annars í erindi sínu.
Samkvæmt tölum úr Frjálsri
verslun sagði Ingjaldur ferðaþjón-
ustu ekki arðbæra atvinnugrein og
að hún greiddi tiltölulega lág laun.
„Höfum við þörf fyrir slíka atvinnu-
grein á Islandi? Ýmsir, þar á meðal
ráðamenn þjóðarinnar, eru farnir
að segja að svo sé ekki. Ég er ekki
sammála þeim og mun gera tilraun
til að greina vandann og koma með
tillögur til úrbóta.“
Ingjaldur vitnaði til könnunar
Frjálsrar verslunar á stöðu 475 fyr-
irtækja og tók hann úr henni
stærstu fyrirtæki í ferðaþjónustu á
Islandi á síðasta ári. Þau eru 24
með 40 milljarða króna veltu. Sagði
hann athyglisvert að Flugleiðir
væru með 57% veltunnar og fimm
þau stærstu samanlagt um 87%
hennar. Hann sagði þrjú fyi-ii-tæki
gefa upp 60 milljóna króna hagnað
en 12 tap uppá 419 milljónir. Með-
allaun fyrirtækjanna í ferðaþjón-
ustu sagði hann vera 186 þúsund
sem væri rétt undir meðaltali
Frjálsrar verslunar og væri Flug-
leiðum sleppt væru meðallaunin
149 þúsund lu-ónui' á mánuði.
í öðru sæti
á eftir sjávarútvegi
Ferðaþjónustan aflar að sögn
Ingjalds 11,7% gjaldeyristekna
þjóðarinnar og er í öðru sæti á eftir
sjávarútvegi. Oi'kufrekur iðnaður
aflaði 9,9% og almennur iðnaður
5,2%. Hann bar saman ferðaþjón-
ustu og sjávarútveg, sagði skipulag
sjávarútvegs gott, menntun í þágu
greinarinnar væri þokkaleg, rann-
sóknir væru stundaðar, samkeppni
ríkti en einnig samvinna og margar
stoðgreinar hefðu þróast. Þá sagði
hann kröfur erlendra viðskiptavina
sjávarútvegsins hafa leitt til þess
að fyrirtækin verði að nota alþjóð-
lega viðurkennd gæðakerfi.
Hann spurði síðan hver væri
staða ferðaþjónustunnar í saman-
burði við stöðu sjávarútvegsins:
„Alþjóðlegii' fjölmiðlar hafa ekki
sagt eins mikið frá neinum öðrum
275 þúsund manneskjum og Islend-
ingum. Ég minni á þorskastríðin,
Fischer og Spassky, Nixon og
Pompidou, alheimsfegurðardrottn-
ingar, skákmeistara, Halldór Lax-
ness, Nonna, íslenska hestinn,
sterkustu menn í heimi, eldgos og
Reagan og Gorbachev, páfann,
Keikó, Björk og Vígdísi Finnboga-
dóttur."
Ingjaldur sagði litla menntun að
fá á sviði ferðaþjónustu á íslandi og
að víða í greininni skorti skilning á
því að hennar væri þörf. Rannsókn-
ir séu svo til engar, lítil reynsla
hefði flust frá fyrri kynslóð öfugt
við það sem gerst hefði í sjávarút-
vegi og lítil samkeppni ríki á aðal
ferðamannatímanum.
„Islensk hótel hafa ekki getað
komið sér saman um gæðaflokkun
en nota flest svipaða verðskrá yfir
sumartímann. Ýfir vetrartímann
nota þau sumarverðskrána fyrir
saklausa útlendinga en bjóða Is-
lendingum umtalsverða afslætti.
Nýlega kom fram í fréttum að
Hótel Saga og Hótel Island væru
að fara í samstarf við Radisson-
SAS hótelkeðjuna. Hvers vegna
skyldi það vera? Var ekki þjónust-
an svo góð? Nei, svo virðist ekki
hafa verið því tilgangurinn er að fá
aðstoð við að bæta þjónustu hótel-
anna þannig að hún verði sambæri-
leg við þjónustu fjöguiTa stjörnu
hótela erlendis. Það hefur hins veg-
ar komið fram að þetta muni taka
nokkurn tíma, a.m.k. 1-2 ár. Ef
Hótel Saga sér ástæðu til þess að
fara í erlent samstarf til þess að
bæta þjónustu sína tel ég að ýmsir
aðrir ættu að hugsa sinn gang.“
Gjald fyrir fiskveiðiheimildir
myndi leysa vandann
í lok erindisins varpaði Ingjaldur
fram nokkrum atriðum sem hann
taldi geta orðið til þess að gera
ferðaþjónustuna arðbæra:
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra óskaði á ríkisstjórnarfundi á
þriðjudag eftir formlegu samstarfi
við fjái-málaráðherra um aðgerðir
gegn gerviverktöku.
„Ég hef lengi haft miklar
áhyggjur af gerviverktöku. Ég hef
þegar óskað eftir samstai'fi við að-
ila vinnumarkaðarins um þessi mál
„Getur það verið að það gildi
enn sem forsvarsmenn íslensks
iðnaðar héldu lengi fram, en hafa
að vísu ekki gert lengi, að þegar
vel gengur í sjávarútvegi er gengið
of hátt skráð og samkeppnisiðnað-
ur og ferðaþjónusta eiga í erfíð-
leikum. Eðlilegt gjald fyrir fisk-
veiðiheimildir myndi leysa þetta
vandamál. Auka þarf menntun á
öllum skólastigum sem og endur-
menntun í þágu ferðaþjónustu.
Sérstaka áherslu þarf að leggja á
bætta tungumálaþekkingu starfs-
manna í ferðaþjónustu." Hann
nefndi einnig að auka þyrfti rann-
sóknir, auka virka samkeppni og
að með samruna eða samstarfi
væri hægt að veita Flugleiðum
verðuga samkeppni sem hann
sagði myndu hafa jákvæð áhrif á
þróun ferðaþjónustu og hann sagði
nauðsynlegt að menningarstofnan-
ir ykju fjölbreytni afþreyingar. Þá
sagði hann tengsl þurfa að vera
milli verðs og gæða og að mat yrði
að fara eftir alþjóðlegum hefðum
en ekki íslenskum, styrkja þyrfti
gæðavitund og auka alþjóðlegt
samstarf. „Með markvissum að-
gerðum og hugarfarsbreytingu í
líkingu við það sem ég hef nefnt tel
ég unnt að skapa ferðaþjón-
ustuklasa á Islandi sem gæti
blómstrað með sama hætti og sjáv-
arútvegsklasinn hefur blómstrað á
undanfórnum árum.“
og mun í framhaldinu vinna að því,
í samstarfi við fjármálaráðherra og
fleiri aðila, að koma betri skikkan á
þau,“ sagði Páll Pétursson.
Með orðinu gerviverktöku er átt
við það þegar fólk er í sumum til-
vikum ráðið til starfa hjá fyrirtækj-
um sem verktakar en ekki laun-
þegar.
Aðgerðir ráðuneyta
gegn gerviverktöku