Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞAÐ var fjölraennur hópur undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar sem heimsótti söguslóðir Eyrbyggju. Á myndinni er hópurinn fyrir framan bændakirkjuna að Bjamarhöfn, þar sem Hildibrandur bóndi fræddi gestina um staðinn og nágrennið. Námfúsir könnuðu söguslóðir Eyrbyggju Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason TRYGGVI Pálsson bankastjóri var meðal þátttakenda og er hann á tali við Jón Böðvarsson um sögustaði Eyrbyggju í Helgafellssveit. Tryggvi á sumarhús að Kóngsbakka í Helgafellsveit og er að velta því fyrir sér hvernig það nafn er til komið. Stykkishólmi - Jón Böðvarsson ís- lenskufræðingur hefur á síðustu ár- um hefur vakið mikinn áhuga hjá fólki á höfuðborgarsvæðinu á lestri íslendingasagna. Hann hefur staðið fyrir námskeiðum þar sem hann les með fólki helstu sögur Islendinga- sagna. Hafa námskeiðin notið mik- illa vinsælda. í vetur tekur Jón fyrir Eyr- byggjasögu. Eins og áður er aðsókn mikil. Námskeiðið er einu sinni í viku og sækir það 351 þátttakandi. Vegna fjöldans verður að þrískipta þátttakendum og er yfir 100 manns hvert kvöld. I tengslum við lestur Eyrbyggju var ákveðið að heimsækja söguslóð- irnir og kynna sér með eigin augum sögusviðið. Fjöldinn er það mikill að ekki getur allur hópurinn ferðast saman. Því varð að skipta þátttak- endum er skipt í 4 hópa á jafnmarg- ar helgar. Boðið upp á hákarl og harðfisk Nýlega var einn hópur hér á ferð- inni undir leiðsögn Jóns Böðvars- sonar. Farið var af stað að morgni laugardags frá Reykjavík og ekið yflr Heydal og komið við í Álftafírði og gengið á Helgafell. Bjarnarhöfn var heimsótt og staðurinn skoðaður í fylgd Hildibrandar bónda. Hann sýnir gestunum kirkjuna og ber- serkjagötuna í Berserkjahrauni og býður upp á hákarl og harðflsk. Um kvöld var borðað á Hótelinu í Stykkishólmi og gist þar um nótt- ina. Á sunnudeginum var farið út á Snæfellsnes, komið við í Mávahlíð og Ingjaldshóli og ekið þaðan heim á leið. Þátttakendur í þessari ferð voru yfir 80 manns á tveimur rútum. Þama var fólk á öllum aldri og segir Jón að elsti þátttakandinn sé tæplega áttræður. Flestir ef ekki allir hafa farið oft um Snæfellsnes áðui', en nú var augunum beint að nýjum stöðum sem margir hverjh' láta ekki mikið yfír sér, fara framhjá ferðamönnum, en eiga sér merkilega sögu. Ný hár- greiðslustofa á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfírði - Albert Eiríksson, hárskeri, hefur opnað hársnyrti- og sólbaðsstofu. Efndi hann til hugmyndasamkeppni um nafn á stofunni og bánist yfír 200 nöfn. Valdi hann nafnið Álbert frændi. Stofan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 10-20. í ljósa- bekknum sem er á stofunni eru 45 perur og er hann einn stærsti bekkurinn á Austurlandi. Morgunblaðið/Albert Kemp ALBERT Eiríksson á hár- greiðslustofu sinni. Morgunblaðið/KVM Anægjulegt samstarf Grundarfírði - Það er orðinn árlegur viðburður meðal safnaðanna á norð- anverðu Snæfellsnesi að kirkjuskóla- börn, foreldrar þeirra, prestar og aðrir starfsmenn standa að einum sameiginlegum sunnudagaskóla. Að þessu sinni var hann haldinn í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 15. nóvember. Hver staður hefur umsjón með ákveðnum liðum sunnudagaskólans. Áður en þeh' sem komu til kirkjunn- ar héldu heim vai' boðið upp á brauð, kleinur og mjólk sem þegið vai' með kærum þökkum. Á þriðja hundrað börn og foreldrar komu til þessai'ar guðsþjónustu, sem öllum er tilhlökk- unarefni að sækja. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Beðið eftir vetrarveðrum ÞAÐ er ró yfir hreinkúnum þrem þar sem þær bíða eftir hinum hörðu vetrarveðrum á Smjör- tungudal skammt utan Kárahnúka. Tíminn er notaður til afslöppunar eftir fítusöfnun sumarsms og kálf- urinn fremst á myndinni notar tún- ann til að kjást við móðurina. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson NEMENDUR í 3 GIB ásamt kennara sínum Guðrúnu Ingu Bragadóttur og Gunnlaugi Dan Ólafssyni, skólastjóra. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Pétursdóttir Veðurathugrm- arstöð við Gilsbakkagil EFTIR krapaflóðin á Bíldudal á síð- asta ári yar ákveðið að setja upp veð- urathugunarstöð á staðnum. Stöðin sést á myndinni og í baksýn er Gils- bakkagil en þaðan koma skriðumar gjarnan. Grunnskóli Grindavíkur fær gjafabréf til tölvu- kaupa Grindavík - Foreldra- og kennara- félag Grunnskóla Grindavíkur hélt aðalfund sinn nýverið. Edda Björgvinsdóttir, leikari, ræddi við foreldra á fundinum. Hún studdist aðallega við það efni sem hún notar á námskeið sín. Foreldrar sem fyrirmyndir var útgangspunkturinn. Edda tal- aði um nauðsyn þess að þeir þyrðu að segja hlutina umbúða- laust, nálgast börnin með eðlileg- um hætti og að vera þeir sjálfír. Þá var skólastjóra afhent gjafa- bréf að upphæð 350.000 krónur sem ætlað var til tölvu og hug- búnaðarkaupa. Þegar Gunnlaugur Dan Ólafs- son, skólastjóri, var spurður um gjöfina sagði hann: „Þetta er mjög ánægjulegt samstarf, ekki bara það að fá þessa gjöf heldur líka þessi áhugi fyrir skólastarfi sem er svo mikilvægur. Þessi gjöf er tilkomin fyrir frumkvæði For- eldra- og kennarafélagsins en auk þess voru það Kvenfélag Grinda- víkur og Lionsklúbbur Grindavík- ur sem gáfu tölvurnar og hugbún- aðinn. Við erum núna komin með fjórar tölvur í skólastofur en þær eru færanlegar þannig að fleiri bekkir geta notað tölvurnar auk þess sem skólinn er tvísetinn. Það eru því allir bekkir í 1.-4. bekk auk 7. bekkjanna sem hafa að- gang að þessum tölvum. Við hófum þessa tilraun vetur- inn 1996-1997 og höfum í dag auk þessara tölva í stofunum tvö tölvuver. Annað ætlað fyrir 1.-5. bekk með 12 tölvum en hitt fyrir 6.-10. bekk með 16 tölvum, öllum nettengdum. Þetta er mikil upp- bygging í tölvumálum okkar á skömmum txma og með tímanum verður hver bekkur með sína stofu og með sína tölvu og jafnvel tvær, auk tölvuveranna tveggja."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.