Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Á ferð um Island á Lapplander HULDAR BREIÐFJÖRÐ eltir I luldar Breiðtjörð Ungur Reykvíkingur sem sjaldan hefur komið út fyrir borgarmörkin ákveður um hávetur að beina lífi sínu á nýjar brautir; kveðja Kaffibarinn, kaupa Lapplander- jeppa og halda í tveggja mánaða hringferð um Island þar sem jeppinn er bústaður hans. En þessi ferð í vetrarmyrkri um viðsjárverðar heiðar í leit að Islandi verður jafnframt leit íslendings að sjálfum sér. í bókinni er brugðið upp óvæntu Ijósi á hina margbrotnu íslensku þjóð. Hógvær og ísmeygileg gamansemi gera þessa ferðasögu um ísland og íslenskan hug- myndaheim að hreinum skemmtilestri. Vörulisti og happ- drætti sameinuð í eitt sérstaklega góðum kjörum sem geta verið margfalt lægra verð en uppsett verð. Sem dæmi mætti nefna að bíl sem kostar tvær milljónir. Einn slíkur verður settur á eins konar uppboð og má bjóða lægst hálfa milljón króna. Fari svo að hæsta tilboð sé aðeins ein milljón hreppir sá hinn sami bílinn. Talló er því hvorttveggja í senn, eins konar happdrætti og vörulisti. Að sögn Magnúsar Jónatansson- ar hjá Talló gerast kaupin með ”'*•»»», Ö*'* þeim hætti að viðskiptavinur skoð- ar listann með upplýsingum um vöruna og þjónustuna sem í boði er og þar er tilboðunum skipt í flokka. Listanum verður dreift mánaðar- lega með Morgunblaðinu og við- skiptavinurinn getur hringt í núm- er Talló. Þar fær hann sérstakt við- skiptanúmer og gi-eiðir ákveðið þjónustugjald sem getur verið 500 krónur eða hærra, eftir því hvaða vöru er um að ræða. Greitt er með krítarkorti. Sé t.d. um sjónvarpstæki að ræða geta verið 10 stykki í boði í happdrættinu. Hann getur gert allt að fimm tilboð og sé lægsta tilboð hans meðal þeirra tíu hæstu fær hann sitt sjónvarpstæki. Hærri boðin, sem hann lét skrá, teljast ekki með. Greitt er þjónustugjald fyrir hvert tilboð. Fulltrúar frá sérstakri eftirlits- nefnd viðurkenndra aðila fylgjast með því að ekki sé maðkur í mys- unni þegar dregið er en notaður er til þess gerður hugbúnaður sem tekur við tilboðunum, sem hægt er að gera í tíu daga, og raðar þeim niður hverju sinni. Um leið og búið er að draga er hinum heppnu skýrt frá niðurstöðunni og fá þeir þá af- hendingarseðil sem þeir framvísa í viðkomandi verslun. Kaupgleðin virkjuð? Magnús er spurður hvort þetta sé ekki einfaldlega tilraun til að misnota alræmda kaupgleði íslend- inga sem vakið hefur athygli víða, þ. á m. á írlandi og blanda henni saman við lottófíknina. Hann neit- ar því. „Hér er eingöngu um gæðavörur að ræða og það sem skiptir öllu, vöru sem fólk hefur í raun ákveðið að fá sér, t.d. nýtt sjónvarp. Það getur farið hefðbundnum leiðina, farið í búðina og keypt tækið. En nú gefst því kostur á að kaupa sams konar tæki á mun lægra verði og það sem meira er, ef til vill fær það tæki sem kostar 80.000 krónur í búð á 50 þúsund hafi það gert tilboð sem nemur þeirri fjár- hæð og hefur heppnina með sér. Ef ég tek fyrsta listann þá myndi varan sem þar er boðin til kaups kosta alls 57 millj- ónir í búð en við seljum hana á 31 milljón. Afgangur- inn, 26 milljónir, era búbót fyrir neytendur sem taka þátt í þessu.“ Hann segir að Talló semji um kaup á einu ári á t.d. þúsund sjón- varpstækjum á heildsöluverði og njóti þar magnafsláttar sem venju- legur neytandi geti ekki samið um við verslunina. Talló situr þó ekki uppi með varninginn ef hann selst ekki heldur kaupir einvörðungu ' þann hluta sem tilboð berast í. Tekjur Talló eru fyrst og fremst af þjónustugjaldinu en einnig að einhverju leyti af þeim vöram sem ekki lenda í happdrættinu en era þó seldar á tiltölulega lágu verði að sögn Magnúsar. En hljóta verslun- areigendurnir 20 ekki að tapa við- skiptum ef Talló slær í gegn? „Það segir sig sjálft að þá færist hluti viðskiptanna yfir til okkar en þeir vega það og meta sjálfir hvað henti þeim best. Við fáum að selja ákveðinn hluta, t.d. 5% af ákveð- inni þvottavélategund, með þessum hætti en ekki allar vélarnar. Og þeir halda eftir sem áður viðhalds- og varahlutaþjónustunni." NÝ tegund af vöralista, Talló, er að hasla sér völl hér á landi og er um að ræða ísraelska hugmynd sem rekin er hér á landi með sérleyfi. Ekki er eingöngu um að ræða kynningu á varningi að ræða held- ur geta væntanlegir kaupendur gert tilboð í ýmsar vörar og þjón- ustu. AIls hafa 20 þekkt fyrirtæki gengið til samstarfs við Talló. Birgjarnir bjóða fyrst og fremst gæðavörur og ábyrgjast þeir að varahlutir og viðhald verði með sama hætti og við venjuleg inn- kaup. Um er að ræða vörar af margvíslegu tagi, handverkfæri, tölvur, eldhúsinnréttingar og bíla svo að eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að kaupa farmiða hjá ferða- skrifstofum og ávísanir á t.d. sport- vörar í nokkram verslunum. Það sem er nýtt er að kaupandi getur gert fleiri en eitt tilboð í vör- ur eða þjónustu á listanum, sem gefinn verður út í hverjum mánuði og mega þau vera undir uppsettu verði en ávallt er þó tilgreint lág- mark sem bjóða megi. Listaverðið er ávallt lægra en í hefðbundnum verslunum en einnig er takmarkað- ur fjöldi af hverjum hlut boðinn á Nýtt Nýr Mjúkís frá Kjörís KJÖRÍS hefur sent frá sér nýja gerð af Mjúkís fyrir jóla- söluna. Nýi ísinn er með súkkulaði- húðuðum möndlum og möndlu- bitum og er í eins lítra umbúð- um. Til að auka gæði vörunnar hefur fyrirtækið sett allan Mjúkísinn í nýjar umbúðir með innsigli. “ndarh, Völundar- hús og dreki FYRIRTÆKIÐ Andvari í Reykja- vík hefur sent frá sér nokkur ný spil frá Ravensburger. Er um að ræða fjölskylduspil, barnaspil og þroskaspil. Eitt af nýju spilunum nefnist Dularfulla völundarhúsið og er ætlað fyrir 2-4 þátttakendur á aldrinum 10-99 ára. Finna þarf réttu leiðina um völundarhús dul- arfulls kastala. Margvísleg furðu- dýr verða á vegi þátttakenda, finna þarf fjársjóði og heyja ein- vígi. Annað spil heitir Drekinn og er fjölskylduspil, einnig fyrir 2-4. Þátitakandi reyna að hefta ferð hinna með spilasteinum til að verða á undan í mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.