Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 28

Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samtök sjálfstætt starfandi fræðimanna Rey kj avíkuraka- demían í JL-húsið REYKJAVÍKURAKADEMÍAN, sem stofnuð var í maí 1997 og er fé- lagsskapur sjálfstætt starfandi fræðimanna, hefur fundið sér þak yf- ir höfuðið. Samtökin leigja skrifstofu- húsnæði í JL-húsinu við Hringbraut af fjármálaráðuneytinu en þar eiga allt að 25 manns að geta haft aðstöðu til fræðistarfa. Jón Karl Helgason, framkvæmdastjóri samtakanna, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að gerður hafi verið leigusamningur til eins árs en samtökin hafa notið vel- vildar hjá fjármálaráðuneytinu og styrkja frá Reykjavíkurborg. „Þetta ár verður eins konar tilraunatímabil til að sjá hvaða grundvöllur er undir starfsemi af þessu tagi.“ Jón Karl segir að hugmyndin á bak við opnun þessa húsnæðis sé svipuð og á bak við Tæknigarð á lóð Háskóla Islands. „Stefnt er að því að þetta verði fræðimannagarður þar sem sjálfstætt starfandi fræðimenn geta leigt sér vinnuaðstöðu og verið í samfélagi við aðra fræðimenn. Þeg- ar er kominn nokkur hópur fólks sem er að flytja inn í húsnæðið. Þetta eru einkum fræðimenn í fé- lags- og hugvísindum, bókmennta- fræðingar, sagnfræðingar, heim- spekingar, félagssálfræðingar og fleiri. Með sameiningu fræðimanna af þessum sviðum undir einu þaki verður vonandi til þverfagleg sýn sem veitir okkur færi á að takast á við fjölbreytt og jafnvel nýstárleg fræðileg verkefni." Jón Karl sagði aðspurður að aka- demían ætti ekki að vera mótvægi við íslenskar háskólastofnanir heldur viðbót. „Það eru alltaf fleiri og fleiri hæfir fræðimenn sem ljúka lang- skólanámi, mun fleiri en komast að við kennslu og fræðistörf við hefð- bundnar háskólastofnanir. Sumir þeirra sem ekki hafa fengið fasta kennara- eða rannsóknarstöðu hafa tekið þann kostinn að leggja fræðin á hilluna en við vonum að akademían verði vettvangur og hvati fyrir þetta fólk til þess að stunda sín fræði áfram og skapa sér sín eigin tæki- færi.“ Nýjar bækur • ÓENDANLEGA uppsprettan þín er eftir Ann Wigmore í þýðingu Ein- ars Þorsteins. Bókin var fyrst gefin út í Bandríkjunum árið 1983 og er svokölluð sjálfs- hjálparbók. í kynningu segir: „í bókinni eru m.a. kenndar nokkrar huglægar aðferðir til þess að ná betri árangri í eigin lífi og aðrar til að við- halda betur eigin líkama.“ Ann Wigmore lést fyrir nokkrum árum en í hennar nafni starfa enn tvær heilsustofhanir í Vesturheimi. Útgefandi er L.E.F. bókaútgáfan. Bókin er í litlu broti, 112 síður, prentuð hjá Stensii. Mynd á kápu er eftir Moussu. Verð: 695 kr. • ORÐIN tóm er fyrsta bók Haf- þórs Ragnarssonar og hefur að geyma ellefu ljóða hans. Bókin er í minningu vinar hans, Jóhannesar Ann Wigmore Hjaltasonar. Hafþór Ragnar er fæddur í Reykja- víkárið 1971, en ólst upp í Kópavogi. Ljóð hans hafa birst í blöðum og tímaritum. Útgefandi er höf- undur. Kápa og prentvinnsla: Prentþjónustan ehf. Bókin fæst m.a. í MáU og menningu og Bóksölu stúd- enta. Verð: 1.200 kr. • SÁÐMAÐURINN er ljóðabók eft- ir Harald S. Magnússon. I bókinni eru 52 stutt Ijóð. Mörg sækja yrkis- eftii til íslenskrar náttúru. Áður hefur höfundur gefið út eina ljóðabók og skrifað nokkrar bækur fyrir böm. Höfundur gefur út. Bókin er 56 bls., Haraldur S. P^uðíPrent- Magnússon "^r ^ Nýjar bækur • SEIÐUR úifanna er eftir breska metsöluhöfundinn Nicholas Evans, í þýðingu Helga Más Barðasonar. Sagan gerist í smábæ í Montana í Bandaríkjunum. Þar hafa ekki sést úlfar í heila öld en þegar þeir birtast á ný kvikna deilur og gam- algróið hatur. í kynningu segir að Seiður úlf- anna sé heillandi og stórbrotin skáldsaga um baráttu mannsins við náttúruna og sitt innsta eðli - um hættulegar ástríður og frelsandi ást. Líffræðingurinn Helen Ross berst af krafti fyrir verndun villi- dýranna sem ógna bænum en hún þarf einnig að kljást við mannlegt eðli sem reynist erfitt að hemja, spenna liggur í loftinu og skuggar fortíðar sveipa söguna dulúð. Höfundurinn vakti heimsathygli fyrir fyrstu bók sína, Hesta-hvísl- arann, sem komið hefur út á 26 tungumálum og selst í tíu milljón- um eintaka, auk þess sem eftir henni var gerð samnefnd stór- mynd. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 387 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.880 kr. • KAPPAR og kvenskörungar - Æviþættir fornmanna er eftir Gfsla Jónsson á Akureyri. „I stuttum, kjarnmiklum og afar hnitmiðuðum texta dregur Gísli upp ógleymanlega mynd af 49 forn- mönnum, konum og körlum. í eftir- mála eru tekin saman víðfræg vísdómsorð forn- manna. Fjöldi teikninga Gísla G. Jóhannssonar prýða bókina. Útgefandi er Bókaútáfan Hólar og styrkti Menningarsjóður útgáf- una. Bókin er 160 bls. Umbrot, prentun og bókband: Ásprent/Pob ehf. Verð: 2.680 kr. Benvenuto. ferm GARÐURINN -klæðirþigvel Steven Isserlis gestur Sinfóníuhlj óms veitarinnar GESTUR Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á tónleikum hennar í Há- skólabíói í kvöld kl. 20 verður breski sellóleikarinn Steven Isserl- is. Kom hann til landsins í gær- kvöldi frá Lundúnum, þar sem Elísabet drottning sæmdi hann á þriðjudag heiðursorðu breska heimsveldisins (CBE). Isserlis mun leika Sellókonsert í h-moll op. 104 eftir Antonín Dvorák ásamt hljómsveitinni en jafnframt er á efnisskránni Sinfónía nr. 5 op. 47 eftir Dmitrij Sjostakovítsj. Tón- sprotinn verður í höndum Ricos Saccanis, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar. Steven Isserlis rekur ættir sínar til sögufrægra manna. Föðurafi hans var rússneski píanóleikarinn og tónskáldið Julius Isserlis en í móðurætt er hann skyldur Felix Mendelssohn og Karli Marx. Iss- erlis er þekktastur fyrir hinn sér- stæða hljóm sem hann nær úr sell- óinu, meðal annars með því að nota ekta gamir í strengina. Verkefna- val hans er fjölbreytt og rannsókn- ir á gamalli tónlist og endurreisn gleymdra tónverka setja sterkan svip á ferii hans. Frægðarsól Isserlis reis nánast á einum degi árið 1993 þegar hon- um voru veitt Piatigorský'-verð- launin. Auk þess að koma fram á tónleikum víða um heim hefur hann hljóðritað töluvert fyrir hljómplötufyrirtækið RCA Victor og hlotið mikið lof fyrir. Nýverið hlaut hann til að mynda verðlaun tímaritsins Grammophone og Þýsku hljómplötuverðlaunin. Iss- erlis leikur á hljóðfæri af Stradi- varius-gerð sem forðum daga var í eigu sellósnillingsins Feuermanns. Dvorák skrifaði sellókonsert sinn í Bandaríkjunum á árunum 1894-95. Hann var þá á hátindi fer- ils síns. Þegar Johannes Brahms las fyrst nótumar að verkinu sagði hann: „Hví í ósköpunum hefur mér ekki hugkvæmst að skrifa selló- konsert sem þennan? Hefði mér bara dottið það í hug væri ég löngu búinn að semja svona verk.“ Bra- hms var ekki einn um aðdáun sína því konsertinn hefur æ síðan verið eitt vinsælasta verk Dvoráks ásamt sinfóníunni Frá nýja heimin- um. Höfundurinn stjómaði sjálfur frumflutningi verksins í Lundún- um hinn 19. mars 1896. Einleikari var Leo Stem. Sjostakovítsj samdi fimmtu sin- fóníuna á miklu umbrotaskeiði í lífi sínu, árið 1937. Hann lá undir ámæli af hálfu stjómvalda í Sovét- ríkjunum eftfr að ópera hans, Lafði Macbeth, var bönnuð. Sinfónían Steven Isserlis var frumflutt 21. október 1937, á sjálfu byltingarafmælinu, og hlaut afar góðar viðtökur. í fjölmiðlum var talað um „hárrétt viðbrögð Sovétlistamanns við réttmætri gagnrýni, hinn leiftrandi stíll fyrstu sinfóníunnar hefur snúið aft- ur og tónskáldið lagt tilraunir á hilluna“. „Á mörkum austurs og vesturs“ Morgunblaðið/Kristinn ZHANG Hong sýnir landslags- og kyrralífsmyndir í baksai Galierís Foldar. KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong heillaðist af íslenskri náttúm þegar hún kom hingað til lands snemma á síðasta vetri. Sérstak- lega heillaðist hún af víðáttum landsins, viðkvæmum gróðri, foss- um og heitum hveram. Allt þetta veitti henni innblástur í þær mynd- ir sem hún sýnir nú í baksal Galler- ís Foldar en sýningunni lýkur nk. sunnudag. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina „Á mörkum austurs og vesturs", era alls 28 verk, lands- lags- og kyrralífsmyndir, flestar málaðar á þessu ári. Litir í siyónum Zhang Hong er fædd í Peking árið 1957. Hún stundaði nám í textílhönnun og síðar í olíumálun, grafík og tréskurði við The Central Institute of Fine Art í Peking. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún árið 1990 í Peking. í framhaldi af sýningunni ferðaðist hún um slétt- ur Kína og Tíbets í leit að frekari innblæstri frá lífinu og náttúranni. Síðan hefur hún sérhæft sig í landslags- og kyrralífsmyndum máluðum með olíulitum. Zhang Hong hefur nú búið á Is- landi í eitt ár ásamt manni sínum, Ji Shen. Hann er einnig myndlist- armaður og hefur dvalið hér á landi í þrjú ár, m.a. við nám í íslensku, en sjálfur hefur hann einnig haldið sýningu í Galleríi Fold. „Áður en ég kom hingað var hann búinn að segja mér margt frá íslandi. Af nafni landsins að dæma hefði ég getað ímyndað mér land þakið ís og snjó, með fáum litum og enda- lausu myrkri á vetram og björtum sumarnóttum. Þegar ég svo kom og ferðaðist um landið að vetrar- lagi kom það mér mjög á óvart. Ég sá að hér var fullt af litum, líka í snjónum. Við ferðuðumst líka mik- ið um ísland í sumar og sáum þá enn betur muninn á landslaginu hér og í Kína,“ segir Zhang Hong, sem kveðst hafa fengið mikinn inn- blástur og margar hugmyndir að vinna úr eftir þessi ferðalög um landið. Hverimir, gufan, jöklarnir og önnur jarðfræðileg fyrirbæri hafa haft mikil áhrif á hana og list- sköpun hennar. „Ég fann fullt af litum í náttúranni sem eru svo gjörólíkir þeim sem ég þekki frá Kína,“ segir hún og bætir við að þó að vissulega séu líka margir falleg- ir staðir í heimalandi hennar, þá sé mengun af manna völdum orðin svo mikil þar að þeir séu að spill- ast. Hún og maður hennar hyggj- ast dvelja á íslandi enn um sinn og jafnvel halda hér málverkasýningu saman á næsta ári. Zhang Hong hefur kennt í mál- aradeild The Central Institute of Fine Art frá 1990 og hefur á þeim tíma málað fjölda verka. Mörg þeirra hafa verið valin á árlegar sýningar The Chinese National Art og nokkur einnig á alþjóðlegar sýn- ingar í Rússlandi, Japan og víðar. Verk hennar era í eigu The Chinese National Fine Arts Gall- ery og era seld á uppboðum hjá útibúi Sotheby’s í Kína og Gui- dance Auctions, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Sýningin í Galleríi Fold stendur fram á sunnudag. í dag og á morg- un er hún opin kl. 10-18, á laugar- dag kl. 10-17 og á sunnudag kl. 14-17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.