Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 33
LISTIR
Mannleg reisn
og æðruleysi
Bóka-
kynning
í Odda
HELGI Gunnlaugsson, dó-
sent vD Félagsvísindadeild
Háskóla Islands, kynnir í dag,
fimmtudag, kl. 20.30, væntan-
lega bók sína um afbrot á Is-
landi, Wayward Icelanders:
Punishment, Boundary Main-
tenance and the Creation of
Ciime. Kynningin er í boði
Félagsfræðingafélags Islands
og fer fram í húsi Félagsvís-
inda- og viðskipta- og hag-
fræðideilda Háskóla Islands,
stofu 101 í Odda.
I bókinni rekur Helgi af-
brot á Islandi í sögulegu Ijósi,
varpar ljósi á viðhorf almenn-
ings til glæpa og refsinga,
kynferðisafbrota og fíkni-
efna.
Verk úr
náttúruefn-
um í Galleríi
Hár og list
LJÓSIÐ í myrkrinu heitir
sýning Ragnheiðar Ólafsdótt-
ur og Aðalsteins Gunnarsson-
ar, sem opnuð er í dag,
fimmtudag kl. 21, í Hár og list,
Strandgötu 39, Hafnarfirði.
Verkin eru öll unnin með
blandaðri tækni, úr náttúru-
efnum, s.s. steinum, málmum,
horni, gleri og leðri.
Ragnheiður er menntuð í
Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Aðalsteinn er sjálfmenntaður
í listinni.
Sýningin er opin daglega
frá kl. 9-18 og 14.-18 um
helgar og lýkur laugardaginn
2. desember.
Tónlistarskólinn
í Reykjavík
Kammer-
tonleikar í
Grensáskirkju
KAMMERTÓNLEIKAR
Tónlistarskólans í Reykjavík
verða haldnir föstudaginn 20.
nóvember kl. 20.30 í Grensás-
kirkju.
A efnisskrá er Tríó í g-moll
op. 63 eftir C.M. von Weber,
Strengjakvartett op. 77 nr. 1 í
G-dúr eftir J. Haydn,
Píanókvartett í g-moll Kv 478
eftir W.A. Mozart, Kvintett
op. 57 fyrir píanó og strengja-
kvartett og Strengjakvartett
nr. 1 eftir D. Sjostakovitsj.
Ljóðalestur í
Gerðarsafni
RAGNAR Ingi Aðalsteinsson
ljóðskáld les úr nýrri ljóðabók
sinni, Jörð, í Gerðarsafni, í
dag, fimmtudag kl. 17. Upp-
lesturinn er á vegum Ritlist-
arhóps Kópavogs.
Aðgangur er ókeypis.
Skólatónleik-
ar í Egils-
staðakirkju
AÐRIR tónleikar Tónlistar-
skólans á Egilsstöðum á
þessu misseri verða í Egils-
staðakirkju föstudaginn 20.
nóvember kl. 20.
Efnisskráin er blönduð
söng og hljóðfæraslætti.
BÆKUll
i: n d ii r iii i ii ii i ii <> a r
Á MÖRKUM MANNABYGGÐA
Endurminningai' James Huntington
skráðar af Lawrenee Elliot. Þýðandi
Guðmundur Jónsson frá Hafrafelli.
164 bls. í kiljubroti. Mál og
menning 1998.
VEIÐIMENNSKA, karl-
mennska, æðruleysi og óttaleysi
frammi íýrir harðneskjulegi'i
náttúru er baksvið og umgjörð
þessarar ævisögu kynblendingsins
James Huntington sem alið hefur
allan sinn aldur á heimskauta-
svæðum Alaska og Kanada. Móðh'-
in var indíáni af Athabaska-ætt-
flokki og faðirinn hvítur sem kom-
ið hafði frá Buffalo í New York í
gullleit. Ekki hafði hann þó neitt
gull upp úr krafsinu en gerðist
loðdýraveiðimaður þess í stað.
Huntington fæddist 1914 og skráir
Elliot söguna eftir honum í fyrstu
persónu; bókin kom út í Band-
aríkjunum 1966, þá var Hunt-
ington enn í fullu fjöri og gæti þess
vegna verið enn á lífi.
Sagan hefst á frásögn af móður
Huntingtons sem varð íyrir þeirri
bitru reynslu að horfa upp á er
fyrri eiginmaður hennar var myrt-
ur og síðan var morðinginn
sýknaður eftir sýndarréttarhald
langt fjarri heimahögunum.
Móðirin hélt þá af stað heimleiðis
fótgangandi og var rúmt ár á
leiðinni yfir óbyggðir Alaska en
vegalengdin sem hún lagði að baki
voru litlir 1.600 kílómetrar. Hafði
enginn svo vitað sé á þeim tíma
farið þessa leið áður fótgangandi,
að sögn Huntingtons. Þessi saga af
hetjudáð indíánakonunnar þraut-
seigu setur tóninn fyrir það sem á
eftir kemur; James er ekki nema
fimm ára gamall þegar hann ásamt
7 ára gömlum bróður sínum og 2
ára systur verður fyrir því áfalli að
missa móður sína á sviplegan hátt
í kofa fjarri mannabyggðum.
Systkinunum litlu tekst að draga
fram lífið í hálfan mánuð þar til
hjálp berst. Eftir það tekur við
daufleg vist á trúboðsskóla í nokk-
ur ár en þegar James er tólf ára
tekur faðir hans syni sína með sér
út í óbyggðirnar til veiða. Næstu
árin eru þroskatími drengjanna,
þeir læra allt sem læra þarf til að
lifa af landinu og veiða sér til mat-
ar og framfærslu.
Eftir nokkurra ára paradísar-
dvöl feðganna í óbyggðunum tekur
alvara lífsins við, faðirinn deyr og
Huntington verður að standa á
eigin fótum. Honum tekst það og
ágætlega. Hann kvænist og eign-
ast börn, hann tekur þátt í hverri
hundasleðakeppninni á fætur
annarri og vinnur frækna sigra.
Fyrir verðlaunaféð kemur hann
sér upp dálítilli verslun og sér
fram á náðugri daga. Þá fer konan
frá honum og stuttu síðar brennur
búðin til kaldra kola. Hann lætur
þó ekki hugfallast, heldur hverfur
aftur til fjalla, safnar kröftum og
kjarki og byrjar ódeigur upp á
nýtt með sjö börn á framfæri.
Af framansögðu mætti kannski
ætla að þetta væri eins konar
raupsaga, gamall veiðimaður segir
frægðar- og hetjusögur af sjálfum
sér. Því fer fjarri. Þetta er heill-
andi og hógvær frásögn, tungutak
sögumanns er einfalt en karlmann-
legt. Þýðingin er blátt áfram og
ágætlega trúverðug sem fyrstu
persónu frásögn þessa alþýðu-
manns sem slær ekki um sig með
stóryrðum né flóknum hugtökum,
en hefur samt ágæt tök á hugsun
sinni og lífsskoðun. Stfllinn er
hlutlægur, greint er frá atburðum
en lítt staldrað við tilfinningalegar
skýringar. Þó leynir sér ekki að
hjarta sögumanns er stórt og til-
finningarnar hlýjar. Bakgrunnur
hans litast af upprunanum, kyn-
blendingur á erfiðara uppdráttar
en hvítur maður, en hvergi sér
þess þó stað að hann örvænti eða
vorkenni sjálfum sér þess vegna.
Vafalaust hefur skrásetjari sög-
unnar, Lawi-ence Elliot, haft
margar spurnir af James Hunt-
ington áður en fundum þeirra bar
saman; saga þessa manns ber það
með sér að hann hafi verið orðinn
goðsögn í lifanda lífi á þessu
harðbýla svæði. Lesandinn verður
þó að draga ályktun þessa efnis
sjálfur, þar sem frásögnin er
æðrulaus og raunsæ. Jafnframt er
þetta fróðleg lesning um lífs-
baráttu fólks á framandi landsvæði
og lífsmáta sem líklega er að
mestu liðinn undir lok.
Lúðrasveit
verkalýðsins
Hausttón-
leikar í
Ráðhúsinu
LÚÐRASVEIT verkalýðsins held-
ur hausttónleika sína í Ráðhúsi
Reykjavíkur laugardaginn 21.
nóvember kl. 14.
A efnisskrá tónleikanna eru m.a.
verk eftir Leonard Bernstein,
Engelbert Humperdinck, Percy
Aldridge Grainger, Rossini,
Prokofieff og Gordon Langford.
Alls leika um 40 hljóðfæraleikar-
ar með Lúðrasveit verkalýðsins og
stjórnandi sveitarinnar er Tryggvi
M. Baidursson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
---------------
Utg-áfuhóf í
Félagsstarfi
Gerðubergs
í TILEFNI af útgáfu ævisögu
Eyjólfs R. Eyjólfssonar, alkakræk-
is, Gengið á brattann, verður hald-
ið útgáfuhóf í Gerðubergi á vegum
félagsstarfsins þar, föstudaginn 20.
nóvember kl. 16.
Gerðubergskórinn mun syngja
undir stjórn Kára Friðrikssonar,
við harmónikkuundirleik Bene-
dikts Egilssonar og píanóundirleik
Unnar Eyfells, félagar úr Tónhorn-
inu, Big bandi Gerðubergs, leika
létt lög og Eyjólfur sjálfur les upp
úr bók sinni.
Hávar Sigurjónsson
ERTU TIL 1 VETRARAKSTURINN?
SÍÐUSTU EINTÖKIN
BALENO £^^4X41
ÁLFELGUR - VETRARDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI
vökva/veltistýri • upphituð framsæti • 2 loftpúðar
rafmagn í rúðum og speglum • aflmikil 16 ventla vél •
vindkljúfur með hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum
samlitaðir stuðarar • hæðarstillanleg kippibelti
i ^ BALENO EXCLUSIVE 4X4
1.595.000 kr.
I ^ ^SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Midási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is