Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 35 Með tilfinningu TÓIM,IST Geisladiskar CON ESPRESSIONE Tchaikovsky: Melodie; Bruch: Kol Nidrei; Schumann: Intermezzo, Traumerei; Brahms/Joachim: Ung- verskur dans nr. 5; Marie: La Cinqu- antaine; Kreisler: Liebeslied, Liebes- freud, Schön Rosmarin; Benjamin; Rumba; Rimsky Korsakoff/Kreisler: Hindúasöngur; Groudis: Austur- lenskur dans, Söngur hafsins; Schubert: Serenade; Dvorák/Kreisler: Slavneskur dans op. 72, nr. 2; De Falla/Kreisler: Spænskur dans. Flytjendur: Mar- tynas Svegzda von Bekker (fiðla) og Steinunn Birna Ragnarsdóttir (píanó). Útgáfa: Japis JAP 9861-2. Lengd: 61:25. LITÁÍSKI fiðluleikarinn Svegzda von Bekker og Steinunn Birna Ragnarsdóttir héldu tónleika í Iðnó á liðnu sumri þar sem þau fluttu efnisskrá þá sem hér birtist. Og diskurinn er afrakstur þeirrar samvinnu. Það verður að segjast að safnið vekur nokkuð blendnar tilfinningar hjá mér. Bestu stykkin eru spiluð af þvílíkum eldmóði og glæsibrag að líkja má við það besta. Þetta á t.d. við um Melodie Tchaikovskys og Kol Nidrei Bruehs sem eru spiluð af mikilli tilfinningu og næmleika. Þessi verk era hrein unun á að hlýða. Léttleikinn og elegansinn sem einkennir La Cinquantaine eft- ir Gabriel Marie og Spænska dans- inn eftir De Falla eru ómótstæðileg- ir í meðförum Steinunnar og Svegzda Von Bekkers. Og ekki get ég stillt mig um að nefna hina stór- skemmtilegu Rúmbu Arthurs Benjamins (sem heyi’ðist oft á guf- unni í „gamla daga“) þar sem Stein- unn fer á kostum í synkóperuðu píanóspilinu. Einnig er gaman að heyra verkin eftir landa Von Bekk- ers, Graodis, þar sem fiðluleikarinn sýnir veruleg virtúósatilþrif. Margt fleira gott mætti nefna. Það er hins vegar Ungverski dansinn eftir Brahms sem hefði mátt taka upp á ný. Glannaleg spilamennska og tónmyndun fiðlu- leikarans er ekki þægileg í því lagi. Það sama má segja um Slavneska dansinn hans Dvoráks (t.d. lokatónninn). Engum dytti í hug að fetta fingur út í þetta á tónleikum en við endurtekna hlustun verður slíkt hvimleitt. í lögum Ki-eislers er samkeppnin grimmileg og það væri hræsni að segja að ég hefði ekki heyrt Liebesfreud og Schön Rosmarin betur spilað. Liebesleid er hins vegar mjög fallegt í túlkun Svegzda von Bekkers og Steinunn- ar Birnu. Martynas Svegzda von Bekker er greinilega feiknarlega fínn fiðluleik- ari og Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir nærgætinn og vandvirkur píanó- leikari sem þó getur sýnt klærnar þegar við á. A heildina litið afar eigulegt safn þrátt fyrir ofangreinda fyrii-vara og góð viðbót við fjölbreytta geisla- diskaútgáfu íslenskra tónlistar- manna. (E.s.) Er til of mikils mælst að út- gáfufyrirtæki láti texta á íslensku fylgja íslenskri geisladiskaútgáfu? Valdemar Pálsson KARLAKÓR Rangæinga hélt velheppnaða tónleika í Hellubíói fyrir skenmistu. Karlakór Rangæinga Velheppnaðir tónleikar MIKILL kraftur er í kórfélöguni í Karlakór Rangæinga, en þeir hafa komið fram á þrennum tónleikum á undanförnum vikum, auk þess að æfa og taka upp lög á geislaplötu sem væntanlega mun koma út á næsta ári. Þá er kórinn á fórum til Wales og Skotlands, þar sem hann mun m.a. koma fram á góðgerðar- samkomu til styrktar krabbameins- sjúkum. Kórinn hélt velheppnaða tónleika fyrir skömmu í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og komust þá færri að en vildu. Tónleikarnir voru endurteknir sl. fóstudag í Hellubíói fyrir fullu húsi, en viku áður söng kórinn í Víðistaðakirkju ásamt Karlakór Selfoss og Karlakórnum Þröstum. Að sögn formanns kórsins, Asgeirs Jónsson- ar, hafa kórfélagar lagt hart að sér í haust við æfingar og upptökur fyrir væntanlega geislaplötu, auk æfinga fyrir áðurtalda tónleika. Kórfélagar er 42 víðs vegar að úr Rangái"vallasýslu og innan kórsins starfar annar minni skipaður tíu félögum sem kalla sig öðlinga. Að sögn Asgeirs koma þeir oftar fram og við fleiri athafnir en kórinn all- ur, t.d. við jarðarfarir. Á tónleikunum í Hellubíói var léttleikinn allsráðandi meðal kórfélaga, sem brugðu á leik milli laga með kveðskap og gríni hver á annars kostnað og stjórnanda kórsins. Kórfélagar sungu af miklu öryggi og sönggleðin var áberandi í léttum og skemmtileg- um sönglögum auk þess sem önn- ur óhefðbundnari runnu fram al- veg fyrirhafnarlaust að því er virtist. Eftir hlé sungu öðlingarnir nokkur lög, m.a. „Fjalladraum", lag Hlyns Snæs Theódórssonar við ljóð Grétars Haraldssonar en þeir eru báðir félagar í kórnum. Atli Heimir Sveinsson raddsetti lagið, sem hefur aðeins verið flutt opin- berlega í örfá skipti, en er spáð miklum vinsældum. Stjórnandi Karlakórs Rangæinga er Guðjón Halldór Oskarsson, en undirleik- ari á tónleikunum var Hörður Bragason. Nýjar bækur Ný bók í Ljóða- safni Helgafells • TÍMINN og vatuið eftir Stein Steinarr er endurútgefín í sér- stakri afmælisútgáfu, en 13. október sl. voru níutíu ár liðin frá fæðingu hans. Þá eru á þessu ári liðin fjörutíu ár frá andláti hans og hálf öld frá því að tímamótaverk hans Tíminn og vatnið kom út. I kynningu segir: „Steinn Steinarr er eitt fremsta ijóðskáid 20. aldar. Tíminn og vatnið, sem út kom fyrír hálfri öld, er líklega hans þekktasta ljóðabók enda hríngdi hún inn nýja tíma í íslenskum bókmenntum. Ljóðin í bókinni eru djúp og seiðmögnuð oglesandinn nýt- ur þeura því betur sem þau eru lesin oftar. Tíminn og vatnið er einstök ljóðabók, tímamótaverk í íslenskri Ijóðlist og kjörgrípur öll- um þeim er unna góðum skdldskap.“ Þetta er önnur bókin ínýju Ljóðasafni Helgafells sem h.leypt er af stokkunum á 55 ára afmæli bókaforíags- ins Helgafells en þar verða gefnar út nýjar og eldri ljóðabækur ís- lenskra og erlendra skálda. Fyrsta bókin í Ljóðasafni Helgafells var Borgin hló efth■ Matthías Johannessen. Utgefandi er Vaka- Helgafell. Tíminn og vatnið er 32 bls. Wilfried Bullerjahn hannaði bókarkápu, Grafík hf. prentaði. Verð 1.980 kr. Steinn Steinarr _ ^ HREYSTI _ bvður enn benv í fæðubótarefnum Við í Hreysti gerðum verðkönnun Hreysti Creatine 400 gr. 2.990^ Pr. kg. 7.475 Bónus Creatine 300 gr. 2.8797 Pr. kg. 9.597 4re'lfu^ HREYSTI. Fitness^Shop sport vöRuhus Skeifunni 19 - S. 568 1 71 7 Fosshálsi 1 - S. 577-5858 ecco DAGAR SKÓVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3 • SfMI 554 1754 15% ecco Gangur lífsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.