Morgunblaðið - 19.11.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 39
Fáein orð um
herkvíar
hugarfarsins
MAGNÚS Jónsson
veðurstofustjóri ræðir
um baráttu vísindanna
við pólitísk og efna-
hagsleg nátttröll í
grein í Morgunblaðinu
31. október sl. I grein-
inni, sem hann nefnir
„Rannsóknir í herkví
hagsmuna?“, er þeim
sem telja eitthvert vit í
fiskveiðiráðgjöf Hafró
og sambærilegra
stofnana í Evrópu og
Ameríku, þeim sem
styðja kvótakerfið í ís-
lenskum sjávarútvegi
og þeim sem styðja
kvótakerfí Kyoto-sam-
komulagsins með framseljanlegum
kvótum á losun gróðurhúsaloftteg-
unda, stillt upp við hlið kaþólsku
kirkjunnar sem bannaði kenningar
Kópernikusar og tóbaksframleið-
enda sem andmælt hafa fullyrðing-
um um skaðsemi tóbaks. I grein
sinni fullyrðir Magnús að ástandið
hér á landi sé svo slæmt að „marg-
ir náttúrufræðingar og fleiri sem
gagnrýnt hafa forsendur fiskveiði-
stjórnunarkerfisins eru hættir að
þora að láta skoðanir sínar í ljósi
þar sem þeir eiga á hættu að missa
vinnuna eða verða fyrir öðrum
beinum eða óbeinum óþægindum
eða jafnvel mannorðsmissi". Þetta
eru stór orð þegar þau hljóma úr
munni forstöðumanns einnar
helstu náttúruvísindastofnunar
landsins.
Fiskifræði
eða hagfæði
Magnús kemur víða við í grein
sinni og lætur þung högg falla.
Eitt högga hans féll það nálægt
mér að undan sveið. Magnús skrif-
ar: „Þá varð mér nýlega ljóst, að
25% nýtingarreglan, sem sett var
á fyrir fáum árum, er ekki fiski-
fræðileg heldur hagfræðileg og var
að mestu ákveðin af hagfræðing-
um og hagsmunaaðilum kvótakerf-
isins undir yfirskini fiskverndunar
og uppbyggingar fiskistofna."
Magnús fylgir þeirri reglu að
nefna ekki nöfn þegar hann setur
fram aðdróttanir sínar. Af sam-
henginu má þó ljóst vera að hann
er að ræða um starfshóp um hag-
kvæma nýtingu fiskistofna sem
skilaði af sér skýrslu í maí 1994
þar sem lagt var til að árlegur
þorskafli skuli vera 22% af veiði-
stofni þorsks. í þessum starfshópi
voru Brynjólfur Bjarnason (for-
maður), en hann var þá stjórnar-
formaður Hafró, Jakob Jakobsson,
þáverandi forstjóri Hafró, Þórður
Friðjónsson, þáverandi forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, Gunnar Stef-
ánsson, formaður fisk-
veiðiráðagjafarnefnd-
ar Hafró, Friðrik Már
Baldursson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar,
Kristján Þórarinsson,
stofnvistfræðingur
LÍÚ, og undirritaður.
Þetta er sá hópur sem
„undir yfírskini fisk-
verndunar" lagði til
„hagfræðilega" veiði-
reglu fyrir þorsk sem
ríkisstjórnin sam-
þykkti lítið breytta og
beitt hefur verið við
ákvörðun á hámarks-
afla á þorski. Veruleg-
ur hluti af vinnu
starfshópsins fólst í því að búa til
fiskihagfræðilegt líkan fyrir þorsk,
rækju og loðnu með því að tengja
Allir fiskifræðingar
telja, segir Ásgeir
Daníelsson, að um-
hverfísþættir hafí mikil
áhrif á vöxt og viðkomu
fískistofna.
saman fiskifræðileg og hagfræði-
leg líkön af þessum stofnum og
veiðum úr þeim. Það er þess vegna
erfitt að skilja hvað Magnús á við
þegar hann segir að niðurstöður úr
reikningum með líkaninu séu
„hagfræðilegar" en ekki „fiski-
fræðilegar". Þess ber að geta að
mikil vinna var lögð í að hafa með í
líkönunum þá óvissu sem einkenn-
ir þekkingu okkar á þessum fiski-
stofnum, m.a. vegna lítt þekktra
áhrifa umhverfísþátta á stofnana.
Undirritaður átti nokkurn þátt í
gerð þeirra hagfræðilegu líkana
sem vinnuhópurinn studdist við.
Einnig annaðist ég hluta af út-
reikningunum. Vegna aðdróttana
Magnúsar sé ég mig knúinn til að
lýsa yfir eftirfarandi: I allri vinnu
fyrir starfshópinn tók ég aðeins
mið af því sem ég taldi rétt og
unnt að styðja gildum rökum. Þau
rök eru tíunduð í skýrslu starfs-
hópsins og öllum frjálst að gagn-
rýna þau. Auðvitað er ýmislegt í
skýrslunni aðfinnsluvert. Vonandi
á einhver eftir að gagnrýna skýrsl-
una efnislega.
Umhverfisþættir
og veiðiráðgjöf
í grein sinni tekur Magnús und-
ir „gagnrýni vísindamanna á þær
rannsóknaaðferðir og ráðgjöf sem
fiskifræðingar beggja vegna Atl-
antshafsins veita“. Ekki er talin
Ásgeir
Daníelsson
Kjaramál á
Landspítalanum
þörf á að rekja efnisatriði þessarar
gagnrýni eða nefna nöfn vísinda-
mannanna en sagt að „þekkt eru
dæmin frá Noregi, Nýfundnalandi
og Færeyjum" og því bætt við að
„flest bendir til þess að umhverfið
sé aðalgerandi í vexti og viðgangi
fiskistofna, þótt því sé að sjálf-
sögðu ekki neitað að hægt(!) er að
ofveiða fisk t.d. með ríkis-
styrktri(!) ógnarsókn(!), eins og
dæmin sanna frá ýmsum löndum".
Eru þá ríkisstyrkir forsenda of-
veiði??? Ég er ekki fískifræðingur
frekar en Magnús, en mig langar
samt til að ræða þessi mál lítillega.
Þrátt fyrir það er lítið til af hald-
bærum niðurstöðum um eðli og
umfang þessara áhrifa. Það skiptir
einnig nokkru í þessu samhengi að
möguleikar okkar á að hafa áhrif á
umhverfisþættina eru mjög litlir.
Fyrir nokkru benti Magnús á að
tengsl væru á milli suðvestanáttar
í mars og klaks þorsks. (Er þessi
kenning veðurfræðileg og alls ekki
fiskifræðileg?) Nú getur vel verið
að þessi kenning sé alveg pottþétt,
en meðan við getum ekki stjórnað
gangi lægða yfir Atlantshafið og
m.a.s. spár um gang lægðanna
mánuð fram í tímann eru frekar
óábyggilegar, þá skiptir hún engu
fyrir fiskveiðiráðgjöfina. Seiða-
rannsóknir Hafró gefa einnig
ábyggilegri vísbendingar um „ný-
liðun“ þorsks þrem árum eftir
klak. Þróun fiskistofna ræðst af
umhverfisáhrifum, samspili þeirra,
eigin þróunarlögmálum einstakra
stofna og veiði úr stofnunum. Selta
sjávar, straumar, hitastig, magn
átu og fleiri þættir hafa sín áhrif
en það gildir það sama um þessa
þætti og suðvestanáttina: við höf-
um enga möguleika á að hafa áhrif
á þá (nema kannski í gegnum al-
þjóðasamninga eins og Kyoto-sam-
komulagið). Eins og málum er
háttað í dag eru umfang veiðanna
og veiðiaðferðirnar einu tæki okk-
ar til að hafa áhrif á þróun fiski-
stofna. Hvort sem áhrifin eru mikil
eða lítil þá eru þetta þau tæki sem
við höfum til að velja á milli afla í
dag og afla í framtíðinni. Það ætti
einnig að vera ljóst að þegar við
veiddum meira en 40% af veiði-
stofni þorsks, þá hafði veiðin veru-
leg áhrif.
Aðeins um
umræðuna
Magnús telur umræðu um fisk-
veiðiráðgjöfina of litla. Eitthvað er
til í því. En ábyrgðin á því liggur
að miklu leyti hjá þeim sem í stað
málefnalegrar umfjöllunar snúa út
úr orðum andstæðinganna og gera
þeim upp annarlegar hvatir. Grein
Magnúsar er dæmi um þess lags
skotgi-afarher n að.
Höfuiidur er liagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun.
Á LANDSPÍTALANUM ríkir
nú neyðarástand vegna uppsagna
47 meinatækna og skellir ríkis-
stjórnin og ekki síst forsætisráð-
herrann sjálfur allri ábyrgð á þá og
segir með sínum
hrokafulla hætti að
meinatæknar haldi
sjúklingum í gíslingu.
Ætlar hann sér að fá
Alþingi til að sam-
þykkja lög sem meinar
heilbrigðisstarfsmönn-
um, og líklega öðrum
ríkisstarfsmönnum, að
segja upp störfum.
Slíkt kallar maður nú
að snúa hlutunum við
þar sem ríkisstjórnin
væri þá að halda heil-
brigðisstéttum í gísl-
ingu. Það ætti ekki að
koma forsætisráðherra
né öðrum á óvart að
meinatæknar og aðrir sérfræðing-
ar segi upp störfum hver á eftir
öðrum þar sem margumtalað góð-
æri ríkir nú í landinu auk þess sem
aukin eftirspurn er nú eftir sér-
fræðingum til rannsóknastarfa á
Yfírvöld verða að fara
að gera sér grein fyrir
því, segir Sigurður
Einarsson, að það þýðir
ekki að halda einni
mikilvægustu stofnun
landsins í fjársvelti.
öðrum ríkisstofnunum og einkaíyr-
irtækjum, þar sem mun betri kjör
era í boði.
Forsætisráðherra og forsvars-
menn spítalans virðast ekki átta
sig á því að skv. eðlilegum mark-
aðslögmálum sækja menn í þau
störf sem best gefa af sér. Jafnvel
á öðrum ríkisstofnunum eru greidd
30-50% hærri laun en t.d. félags-
mönnum í Stéttarfélagi matvæla-
og næringarfræðingafélagi Islands
á Landspítalanum eru boðin. Full-
trúar Landspítalans í aðlögunar-
nefnd SMNI og spítalans sýndu
mikla óbilgirni í samningaviðræð-
um um röðunarreglur kjarasamn-
ings félagsins, sem undirritaður
var í maí 1997. Fulltrúar SMNÍ
komu með þá sanngjörnu kröfu að
næringar- og matvælafræðingar á
Landspítalanum fengju áþekk laun
og aðrir félagsmenn SMNÍ sem þó
voru með a.m.k. 15% lægri laun en
gengur og gerist meðal starfs-
systkina þeirra á almenna vinnu-
markaðinum, skv. könnun sem fé-
lagið lét Cooper&Lybrand-Hag-
vang gera fyrir sig en sjá má niður-
stöður hennar á net-
slóðinni:
www.rfisk.is/~siggi.
Þessa kröfu var ekki
hlustað á og í raun
stungu þeir upp á röð-
unarreglum sem brutu
í bága yið kjarasamn-
inginn. I apríl s.l. var
svo málinu vísað til úr-
skurðarnefndar sem í
átti sæti oddamaður,
skipaður af sáttasemj-
ara, og fulltrúar fé-
lagsins og spítalans. I
maí var svo úrskuður
felldur sem fulltrúar
félagsins og oddamað-
ur samþykktu en ekki
fulltrúar Landspítalans. í þeim úr-
skurði var kveðið á um ákveðna
lágmarksröðun miðað við fyrri
starfsheiti auk starfs- og frammi-
stöðumats. Við fyrstu útborgun í
júlí, skv. nýjum röðunarreglum,
voru lágmarksskilyi-ði úrskurðar-
ins ekki uppfyllt og var því um ský-
laust brot á samningnum að ræða.
Fulltráar spítalans sýndu þó þann
kjark að viðurkenna þessi mistök
og lofuðu bót og betrun en enn
hafa þau loforð ekki verið efnd.
Það er e.t.v. ekki við miklu að
búast þótt einhver lagfæring verði
gerð einhvem tímann á næstu
mánuðum þar sem meinatæknar
riðu ekki feitum hesti eftir að full-
trúar Landspítalans höfðu komist
að lokaniðurstöðu um kjör þeirra.
Þetta hefur svo haft fyrrgreindar
afleiðingar í för með sér og fleiri
eiga eftir að fara að dæmi þeirra.
Yfirvöld verða að fara að gera
sér grein fyrir því að það þýðir
ekki að halda einni mikilvægustu
stofnun landsins í fjársvelti sem
leiðir af sér svonefnda gíslatöku á
sjúklingum að hætti forsætisráð-
herra og það að hafa endaskipti á
gíslum er ekki skynsmleg lausn á
vanda sem flestum er ljós.
Höfundur er formaður Stéttarfélags
matvæla- og næringarfræðingafé-
lags Islands.
Vantar þig
einhvern
að tala við?
Við erum til staðar!
VINALÍNAN
vinur í raun
• Smiöjuvegi 9 • Sími 564 1475 *
Sigurður
Einarsson
klukkan slær
Hjit ilrsmiðntArrt
HelgiGuðmundsson, Ldugavegi82 • GuðmundurHermannsson, Laugavegi74 ^VélVo'^'
Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 6! • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3
Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavík • Guðmundur B. Hannah, Akranesi
Gilbert, Grindavík • Karl R. Guðmundsson, Selfossi • Kornelíus, Skólavörðustig 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfírði
Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • Carl A. Bergmann, Laugavegi 55 • Klukkan, Hamraborg