Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
44 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
Ráð gegn
orkubruðli
„ Við reynum oft að blekkja en innan í okk-
ur, einhvers staðar undir spikinu, leynist
alls ekki einhver pvengmjór og vansæll úti-
lífsunnandi sem vill ólmur komast út. “
að er ekkert smáræði
sem þarf til ef ein-
hverjum á að takast
að telja okkur á að
gera uppreisn gegn
því milda yflrvaldi, bílnum. Því
má heldur ekki gleyma að hann
er ekki bara stjórnandi okkar
heldur einnig vinur í raun.
Þeir sem ekki skilja tilfinn-
ingasambandið milli manns og
bfls eru sennilega hjartalausir.
Þeir skynja ekki þakklætis-
kenndina, hlýjuna sem fyllir
hugann þegar bíleigandinn
hnígur niður í sætið. Um gagn-
kvæmnina er erfítt að fullyrða;
’. bílar tjá sig aldrei nema í hljóði.
Við bfleigendur erum ham-
ingjusamari en
VIÐHORF annað fólk. Við
------ þurfum ekki að
Eftir Kristján híma í kulda
Jónsson Qg trekki inni í
strætóskýli á
haustin, þurfum ekki að bisa við
að hjóla með rokið í fangið eða
klöngrast yfir klakabunka á vet-
urna. Við látum bílinn taka af
okkur höggið og óstöðugt veð-
v urfarið hér verður bærilegra.
Og sé farartækið gætt meiri
kynþokka en til dæmis roskinn
Volvo erum við svo stolt að ein-
hverjir kalla það hlutadýrkun.
Þeir eiga víst vonda bfla eða
enga. Hins vegar er sagt að
þýskir eigendur Benz og BMW-
eðalvagna gangi með mynd af
þessum kæra vini sínum í vesk-
inu. Og við þvoum bílnum okk-
ar, var einu sinni sagt; ástúðin
birtist í þágufallinu.
Stöku fólk getur sýnt fram á
að það þurfi nauðsynlega að
eiga bfl, til dæmis foreldrar
ungi-a barna eða fatlaðir. Við
hin reynum stundum að búa til
-< einhver falsrök, setjum upp al-
vörusvip og geram mikið úr því
hvað við vildum gjarnan geta
verið bíllaus en því miður, að-
stæðumar séu nú einu sinni
þannig.
Flestir sjá í gegnum þetta.
Auðvitað er þetta ekkert annað
en kattarþvottur og hræsni.
Fullkomin strætisvagnaþjón-
usta með ferðum á fimm mín-
útna fresti og upphituðum skýl-
um og reiðhjólabrautum, hvflík
skelfing það væri ef einhverjum
dytti í hug að bjóða okkur svona
gæði. Þá væram við alveg mát.
Get ég ekki treyst því að R-list-
inn haldi sig á mottunni?
Undir stýrinu söfnum við líka
ístru og þá er að taka því, ein-
hverju verður að fórna fyrir
málstaðinn. Við reynum oft að
blekkja en innan í okkur, ein-
hvers staðar undir spikinu,
leynist alls ekki einhver þveng-
mjór og vansæll útilífsunnandi
sem vill ólmur komast út. Alla
leið út fyrir bflráðuna þar sem
hinn heimurinn, þessi óskiljan-
lega veröld spengilegra karla og
kvenna sem ganga eða hjóla,
gefur okkur langt nef. Nei, við
eram bara svona.
Breytingar á lífsstíl era þess
eðlis að við tökum það venjulega
óstinnt upp ef okkur er skipað
fyrir í þeim efnum. Sem dæmi
má nefna venjur í tengslum við
hreyfingu, mat, drykk og tóbak
að ég minnist ekki á kynlífið.
Við heyrum rökin gegn ofneyslu
og þau geta hljómað sannfær-
andi en við tökum sjaldnast
mikið mark á þeim nema eitt-
hvað örlagaríkt gerist, til dæmis
að heilsan bresti. Það er líka
alltaf verið að ráðskast með
okkur á öllum sviðum, hvergi
friður. Ósiðir eiga hvergi skjól.
Við heyjum hugsjónabaráttu.
Yrði gengið of langt í boðum og
bönnum til að gera okkur öll
spræk fram á elliárin væri verið
að þrengja að mannréttindum
okkar með ofstjórn sem gæti
hæglega endað í fasisma. Gegn
þessari hættu spornum við,
þessi forhertu, með því að
hunsa viðvörunarorð lækna og
annarra heilsupostula. En líka,
þegar allt annað bregst, með
pottþéttu sandkassasvari: Víst
bara!
En hvað með bensínbraðlið,
getum við leyft okkur að fara
svona með náttúraauðlindirnar?
Ráðamenn heimsins efndu til
ráðstefnu i Kyoto um vandann.
Þeir vilja að við grípum til ráð-
stafana gegn gróðurhúsaáhrif-
unum svonefndu. Örþiifaráðið
til að draga úr kæruleysislegu
orkusukki gæti auðvitað verið
að hræða okkur. Við myndum
sætta okkur við breytta lífs-
hætti ef við tryðum því að ella
yrði heimsendir. En ég ætla nú
að þybbast svolítið við.
Hvemig er þetta með stað-
reyndirnar? Þegar við gagnrýn-
um jarðýtubröltið á hálendinu
vegna virkjana og línulagna,
bendum á að náttúruperlum sé
fómað fyrir stundarhagsmuni,
er ekki um neitt að villast. Við
þurfum ekkert að nefna einhver
vísindaleg rök til að sanna að
rask eigi sér stað. Okkur duga
eigin skynfæri og þá einkum
sjónin til að mynda okkur skoð-
un. Sama verður ekki sagt um
gróðurhúsaáhrifin.
Meira en 2.000 færastu vís-
indamenn heimsins í veðurfars-
rannsóknum vora heimildar-
menn þegar Sameinuðu þjóðirn-
ar sömdu skýrsluna Climate
Change 95 fyrir nokkrum áram.
Niðurstöðurnar um hugsanleg
gróðurhúsaáhrif era vægast
sagt miklu varfærnislegri en
maður skyldi halda þegar hlýtt
er á mál þeirra sem hæst hafa
um hættuna.
Ráðamenn þessa heims ætla
sér ekki sjálfir að sýna gott for-
dæmi, leggja bflnum og fara að
hjóla i vinnuna. Það myndi
trafla þá í mikilvægum hlut-
verkum þeirra, starfsdagurinn
myndi ekki nýtast nógu vel og
svo framvegis.
Verður einhvern tíma hætt
við að halda nokkur þúsund
manna alþjóðlega ráðstefnu um
gróðurhúsaáhrifín vegna þess
að mönnum óar við öllum flug-
ferðunum og akstrinum, allri
menguninni og koldíoxíðlosun-
inni sem henni fylgja?
Þá skal ég fara að trúa þeim
vísindamönnum og stjórnmála-
mönnum sem hafa sannfærst
um að hlýnun andrúmsloftsins
stafi aðallega af mannavöldum
og heimta aðgerðir strax.
Þá skal ég verða ábyrgari og
losa mig við bflinn.
AÐSENPAR GREINAR_
Tungutækni og
stafrænt útvarp
í FYRIRSÖGN
þessarar greinar er
vísað til tveggja þátta,
sem eiga eftir að setja
svip sinn á þróun ís-
lenskrar tungu og
notkun hennar. Tækn-
in krefst þess, að við
skoðum hug okkar á
öllum sviðum og leit-
um leiða til að nýta
hana á skynsamlegan
hátt án þess að glata
því, sem okkur er ljúft
og skylt að vernda.
Hugtökin tungutækni
og stafrænir talmiðlar
eru mörgum framandi
og verður leitast við
að skýi-a þau í þessari grein.
Tungutækni
Tungutækni er nýtt hugtak í
umræðum um íslensku eins og
önnur tungumál. Þessi tækni gerir
tölvum kleift að lesa til dæmis ís-
lenskan texta og þýða hann vél-
rænt á erlenda tungu, skilja mælt
íslenskt mál og breyta því í texta
eða tala íslensku. Þegar hefur ver-
ið þróaður hugbúnaður af þessu
tagi fyrir enskt málsamfélag, en
hann skilar ekki enn fullkomnum
árangri. Sumir spá því, að kín-
verska málsamfélagið verði hið
fyrsta til að tileinka sér þessa
tækni til fullnustu, bæði vegna
þess hve fjölmennt það er og
einnig vegna hins, að hljóðtákn
kínverskunnar falli einkar vel að
þessari tækni.
Augljóst er, að við Islendingar
verðum að leggja í mikla vinnu og
töluverðan kostnað til að tryggja
að móðurmál okkar verði ekki sett
til hliðar vegna þessarar þróunar í
tölvutækni.
I framtíðarsýn ríkisstjórnarinn-
ar um upplýsingasamfélagið segir
meðal annars, að standa beri vörð
um íslenska tungu enda verði
henni beitt í grunnþáttum upplýs-
ingatækni og tölvutæk gögn, hvers
kyns fróðleikur og menningarefni
verði á íslensku, svo sem kostur
er.
Menntamálaráðuneytið hefur
ráðið Rögnvald Ólafs-
son, dósent við
Háskóla íslands, til að
stjórna rannsókn á
stöðu og möguleikum
tungutækni á Islandi.
I rannsókninni á að
svara spurningunni:
Hvað er tungutækni?
Þeir eru margir, sem
gera sér ekki grein
iyrir, hvað stendur á
bakvið þetta nýyrði.
Þá á í skýrslunni að
lýsa stöðu mála hér á
landi, fjalla um hið
ritaða mál, tölvulestur,
staðla og letur,
þýðingar, leit í erlend-
um gagnabönkum, tölvutal og
tölvuheyrn, texta í tal og tal í
texta. Einnig á í skýrslunni að
meta kostnað við að gera íslenskt
mál meðfærilegt tölvum og þeirri
tækni sem nú er fyrirsjáanleg á
þessu sviði. I niðurstöðunum á að
felast ráðgjöf til menntamál-
aráðheraa um nauðsynlegar að-
Með orðunum
tungutækni og
stafrænu útvarpi er
vísað til framtíðar,
segir Björn Bjarnason
og lítur á þróunina með
hagsmuni íslenskrar
tungu í huga.
gerðir stjómvalda og hvernig best
verði staðið að þeim. Taka skai mið
af þörfum samfélagsins í heild. Er
að því stefnt, að Rögnvaldur Ólafs-
son skili skýrslu sinni um þetta
mál í upphafi næsta árs.
Stafrænt
útvarp
I frumvarpi til nýrra útvarps-
laga, sem hefur verið kynnt þing-
flokkum ríkisstjórnarinnar og
verður væntanlega lagt fram á
Alþingi innan skamms, er mennta-
málaráðherra veitt heimild til að
hefja undirbúning að stafrænu út-
varpi. I þessari heimild felst fyrir-
heit um að tekið verði að ræða
þessar tæknibreytingar frá ís-
lenskum sjónarhóli og hvernig
unnt sé að staðfæra þær hér.
Stafrænt útvarp, sjónvarp og
hljóðvarp, er nú hafið í nágranna-
löndunum eða er um það bil að
hefjast, að minnsta kosti á til-
raunastigi.
Hin stafræna tækni gefur mikla
möguleika til að nýta tíðnisviðið
betur en nú er gert, og er þessi
tækni þannig meðal annars megin-
forsenda þess, að fleiri aðilar geti
hafið raunveralega samkeppni,
sérstaklega í sjónvarpi, auk
víðtækari nota á tíðnisviðinu.
Öll nýting VHF-tíðnisviðsins er
nú í raun og veru aðeins í höndum
tveggja aðila, Ríkisútvarpsins og
Islenska útvarpsfélagsins hf. Auk
betri nýtingar á tíðnisviðinu mun
sá kostur fylgja stafrænu útvarpi,
að gæði útsendinga aukast til mik-
illa muna auk fjölmargra annarra
kosta, svo sem að skapa möguleika
á þáttasölusjónvarpi, pay per-view,
og kvikmyndapöntun, video on
demand. Hin stafræna tækni er
forsenda hins svokallaða samrana,
convergence, sjónvarps, fjarskipta
og tölvutækni í eitt svið með óljós-
um landamærum eða án
landamæra. Gera verður ráð fyrir,
að innleiðing stafrænu tækninnar
taki allmörg ár og hafi í för með
sér verulegan kostnað.
Staða
íslenskunnar
Þegar litið er á þessa nýju tækni
út frá sjónarhóli íslenskrar tungu
og með eflingu hennar í huga,
skipta tvö meginatriði sköpum:
I fyrsta lagi, að við nýtum
tungutækni í þágu íslenskunnar og
styi’kjum tunguna þannig stafrænt
í sessi. Tæknin má ekki ýta ís-
lensku til hliðar.
I öðru lagi verði tölvutæk ís-
lenska fléttuð inn í alla stafræna
þróun útvarpsreksturs á Islandi.
Höfundur er menntamálaráðherra.
Björn
Bjarnason
Konur og kvóti
NÝR
flokkur,
flokkurinn, haslar sér
völl á vettvangi ís-
lenskra stjórnmála og
boðar til stofnfundar
dagana 28. og 29.
nóvember nk.
Þessi nýi flokkur
hefur frelsi einstak-
lingsins og sjálfstæði
til orða og athafna að
leiðarljósi og mun
berjast gegn frjáls-
hyggjunni, sem
núverandi stjórnar-
flokkar hafa reynst
syo ískyggilega hallir
undir. Sérstakt
baráttumál Frjálslynda flokksins
verður að kollsteypa núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi og benda
á raunhæfar leiðir til úrbóta.
Fyrir skömmu voru birtar nið-
urstöður úr skoðanakönnun, þar
sem fram kom að um 80% þjóðar-
innar telja æskilegt að konur taki
virkari þátt í stjórnmálum á ís-
landi. Ég vil því hvetja íslenskar
konur til að ganga til liðs við þetta
nýja stjórnmálaafl og fá, með þátt-
töku í stefnumótun nýs stjórn-
málaflokks, tækifæri til að hafa
áhrif á þróun lífskjara í landinu.
Að undanförnu hef-
ur gegndarlaus áróð-
ur Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna
(LÍÚ) dunið á
landsmönnum í öllum
fjölmiðlum. Meginefni
áróðurins er, að al-
menningur njóti góðs
af því góðæri sem rík-
ir í sjávarútvegi um
þessar mundir og því
séu allar breytingar á
fiskveiðistjórnun afar
varhugaverðar. En
landsmenn ættu að
vera minnugir þess,
að þegar harðnað hef-
ur á dalnum hingað til
hjá útgerðinni, þá var það sá hinn
sami almenningur sem átti að
taka á sig gengisfellingar vegna
þess að það varð að bjarga útveg-
inum - okkar undirstöðugrein -
frá falli.
Allir eru sammála um að sýna
þurfi mikla aðgát við sókn í fiski-
stofna, en það er megn óánægja
með hvernig staðið hefur verið að
úthlutun aflaheimilda. Auðæfi
hafsins voru með kvótalögunum
fengin í hendur nokkrum mönn-
um sem hafði lánast að stunda
sjóinn á þeim þremur árum sem
Við konur höfum frá
ómunatíð staðið vörð
um framtíð afkomenda
okkar, segir Margrét
Sverrisdóttir, og
þurfum ekki að kunna
skil á snurvoð eða
dragnót til að láta
okkur þessi mál varða.
tekið var mið af við setningu lag-
anna og nýliðun í atvinnugreininni
getur engin orðið eins og málum
er nú háttað.
Við konur höfum frá ómunatíð
staðið vörð um framtíð afkom-
enda okkar og þurfum ekki að
kunna skil á snurvoð eða dragnót
til að láta okkur þessi mál varða.
Okkur nægir að láta réttlætis-
kenndina ráða för er við bjóðum
fram krafta okkar í þágu nýs
stjórnmálaflokks.
Höfundur vinnur að stofnun Frjáls-
lynda flokksins.
stjórnmála-
Frjálslyndi
Margrét
Sverrisdóttir