Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 47 AÐSENDAR GREINAR Óhreinu börnin? ÁGÆTI leikhúsmaður Jón Viðar Jónsson. Ástæða þess að ég skrifa þetta bréf er sú að í þættinum Mósaík í sjónvarpinu miðvikudaginn 28. október sl., þar sem þú fjallaðir um barnaleikhús á íslandi, nefndir þú ekki einu orði þær fjölmörgu barnasýningar sem áhugaleikfélög út um allt land hafa sett upp í gegnum árin. Því spyi' ég: Er áhugaleikhús einhvers konar „tabú“ í þínum huga? Ég veit ekki einu sinni hvort þér er það ljóst að yfir 70 áhugaleikfé- lög starfa á Islandi og hafa þau flest sinnt börnum mjög vel í gegn- um árin. Á síðasta leikári, 1997-1998, settu áhugaleikfélögin upp tugi uppfærslna og þar af voru Er áhugaleikhús ein- hvers konar „tabú“ í þínum huga? spyr Örn Alexandersson í opnu bréfi til Jóns Viðars Jónssonar. átta barnaleikrit. Leikárið 1996-1997 voru sömuleiðis færð upp sjö barnaleikrit af áhugaleikfé- lögum vítt og breitt um landið. Ágætt dæmi um alúðarríkt leik- starf fyrir börn er starfsemi Leik- félags Kópavogs. Undanfarinn ára- tug hefur félagið fært upp sjö barnasýningar, þar af fimm frum- flutt verk. Þetta eru: Fróði og allir hinir gríslingarnir, Virgill litli, I Súrmjólkur- þorpi, Ottó nashyrn- ingur, Rúi og Stúi, Galdrakarlinn í Oz og Umhverfis jörðina á 80 dögum. Þessa hafa tugþúsundir barna á höfuðborgarsvæðinu notið í gegnum árin. Framboð á leiknu efni fyrir börn hefur stóraukist á undan- förnum árum. Það er hins vegar hollt að minnast þess, að áður en ýmsir atvinnuhópar og stóru leikhúsin fóru að „gera út“ á leiksýningar fyrir börn með þeim reglulega hætti, sem tíðkast hefur á allra síðustu áram, voru það aðal- lega áhugaleikhópar sem sinntu þessum aldurshópum. Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa þess fólks, sem af áhuga einum saman hefur haldið úti blómlegu barna- leikhúsi í gegnum árin, að á starf þess sé minnst þegar þessi mál ber á góma. Gróskan í íslensku leikhúslífi á ekki síst rót að rekja til gras- rótarinnar í áhugaleik- félögum um allt land. Þau hafa í gegnum tíð- ina kveikt áhuga margra á leikhúsi og sá neisti hefur einatt orðið til að skápa góða og kröfuharða leikhús- gesti og eins verið ýmsum hvatning til að hefja skipulagt leiklist- amám. Fjölmargir af fremstu leikurum þjóðarinnar hafa einmitt notið „for- náms“ innan vébanda, áhugaleikfélaganna. I lögum um Ríkisútvarpið - Sjónvarp segir: „Ríkisútvai-pið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararf- leifð. Það skal gæta fyllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dag- skrárgerð." Upphaf leiklistar á Is- landi var í áhugaleikfélögum og því er starf þeirra óumdeilanlegur hluti af menningarai'fleifð okkar. Metnaðarfullt og kröftugt áhuga- leikstarf um allt land er og góður vitnisburður um þroskað menning- arsamfélag, þar sem almenningur finnur farveg til að rækta og efla sköpunarkraftinn. Af einhverjum ástæðum hefur ríkisrekna sjón- varpsstöðin, sem byggir tilvist sína á eflingu menningarstarfs í land- inu, viljað líta framhjá þessum staðreyndum að mestu í gegnum árin. Ég vil annars þakka sjónvarpinu fyrir mjög góðan og oft á tíðum fræðandi menningarþátt. Að lokum vil ég nefna að mál- þing um stöðu og horfur áhugaleik- hússins á íslandi verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. nóvember, á degi áhugaleik- hússins. Höfundur er áhugaleikari. Aðsendar greinar á Netinu (m} mbl.is -ALLTA/= errTH\TAO /\/Ý77 Örn Alexandersson V I N N u /au G G A Vélaverkstæði Þekkt vélaverkstæði óskar eftir að ráða menn til viðgerða á díselvélum. Æskilegt er að menn séu lærðir vélvirkjar eða vélfræðingar. Snyrtileg vinnuaðstaða og góð laun í boði fyrir rétta menn. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl., merktar: „V — 1710", fyrir 25. nóvember nk. Matreiðslumaður Lítinn veitingastað vantar matreiðslumann til að hafa yfirumsjón með eldhúsi. Góð laun fyrir duglegan mann. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 24. nóvember merktar: „H — 6886". VeitingadeiLd Hótet Loftleiða óskar aó ráóa vanan bakara sem atlra fyrst. Góóur vinnutími og góð vinnuaðstaóa. Starf skrifstofumanns í Snæfellsbæ Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns á umboðsskrifstofu sýslumannsins í Stykkis- hólmi, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, í Snæfellsbæ. Um er að ræða hálft starf fyrir hádegi á umboðsskrifstofu embættisins í Snæ- fellsbæ við almenn skrifstofustörf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðuneytisins og BSRB. Umsóknir skulu berast skrifstofu sýslumanns- ins í Stykkishólmi, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, eigi síðar en 11. desember nk. Frekari upplýsingar veita sýslumaður eða aðal- bókari í síma 438 1220. Stykkishólmi, 17. nóvember 1998. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður. hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64 Umönnun Sjúkraliðar og starfsfólk við umönnun óskasttil starfa nú þegar. Skjól er nýlegt hjúkrunarheimili þar sem hjúkr un og umönnun aldraðra er veitt í hlýlegu umhverfi. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500. Umsóknir á staðnum milli kl. 14 - 18. Veitingadeitd Hótel Loftleiða HOTEL LOFTLEIÐIR ICELANDAIR HOTELS I.O.O.F. 11 ■ 17911198Vá = Fl. Landsst. 5998111919 VIII Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma Eirný Ásgeirsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. T7 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi íslenskt safnadastarf á Norðurlöndum Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Upphafsorö: Ólafur Sverrisson. Fundurinn hefst kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnir. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. auglýsingadeild sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is Viðtalstími hjá Tómasi Inga Tómas Ingi Olrich alþingismað- ur hefur viðtalstíma föstudaginn 20. nóvember kl. 10 — 12 og 13.30—16 í Kaupangi, Akureyri. Vinsamlega pantið tíma í síma 462 1500 eða 462 3557. TIL. SÖLU Hvaða þingmaður vill upplýsa um þjóðhagslegar og lagalegar for- sendur Grundartangaálvers, svo sem kostnað- ar- og söluverð raforku og lögmæti gagnvart Rio-sáttmála? Skýrsla um samfélag fæst í Leshúsi, veffang: Sjá símaskrá. FUNDIR/ MANNFAGNAQUR Aðalfundur Hraðfrystihúss Hellissands verður haldinn í Líkn, Hellissandi, 27. nóvem- ber kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. FÉLAGSSTARF VLandbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins íslenskur landbúnaður á nýrri öld Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál boðar til fjögurra opinna funda um landbúnaðarmál. Annar fundur verður: Fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 21.00, fundarstaður Stadar- flöt, Staðarskála, Hrútafirði. Framsöguerindi flytja: Drífa Hjartardóttir, bóndi, Keldum, Kjartan Þ. Ólafsson, garðyrkju- bóndi, Selfossi. Pétur Ó. Helgason, bóndi, Hranastöðum, Markús K. Möller, hagfræðingur, Hjálmar Jónsson, alþingismaður. Fundarstjóri er Ólafur B. Óskarsson, bóndi, Víðidalstungu. Allir velkomnir. Stjórnin. www.mbl.is Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.