Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 49

Morgunblaðið - 19.11.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 49. H- Rekstrarskilyrði sjúkrahúsa KRÖFUR um opin- bera þjónustu mótast mjög af því sem tíðkast í öðrum nálægum lönd- um. Þeim stofnunum, sem eiga að veita þessa þjónustu, þarf að skapa aðstöðu og skilyrði í samræmi við þær kröf- ur, sem til þeirra eru gerðar. Sjúkrahúsrekstur er atvinnugrein, sem hef- ur búið við langvarandi rekstrarvanda. Rekstrarvandinn er óháður rekstrarformi sjúkrahúsa, þ.e. hvort sem um er að ræða rekstur á vegum ríkis, sveit- arfélags, sjálfseignarstofnunar eða einkaaðila. Til að leysa þennan rekstrarvanda er því nauðsynlegt að meta rekstrarskilyrði greinar- innar með hliðsjón af þeirri þjón- ustu, sem ætlast er til að hún veiti. Stefnumótun þarf því að vera skýr varðandi hvaða sjúkrahúsþjónustu eigi að veita. Það hlýtur að vera hlutverk heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis að móta slíka stefnu og sjá til þess að hún sé framkvæmd. Verkaskipting þarf því að vera skýr og samstarf með eðlilegum hætti og á jafnræðis- grundvelli. Heilbrigðismálaráðu- neytið á að marka stefnuna en ekki einstakar stofnanir. Þeirra hlut- verk er að veita þjónustu í sam- ræmi við samkomulag þar um. Af- skipti ráðuneytis af rekstri eiga að takmarkast við eftirlit með fram- kvæmd samnings um veitta þjónustu. Þjónustustig Þótt ýmsum þyki erfitt að hafa stjórn á rekstri sjúkrahúsa hlýtur engu að síður að vera hægt að ná samkomulagi um „eðli- -legan“ rekstrar- kostnað á hverju sjúkrahúsi. Þrátt fyrir að ýmislegt ófyrirsjá- anlegt komi upp í rekstri sjúkrahúsa eru breytingar á rekstrar- kostnaði milli ára ekki meiri en í öðrum rekstri. Verði breytingar á þjónustustigi breytist að sjálfsögðu rekstrarkostnaður. Því er nauðsyn- legt, að þjónustustigið sé afmarkað þegar meta á rekstrarkostnað sjúkrahúss. Rekstrarfyrirkomulag A síðustu árum hefur sjúkrahús- rekstur færst æ meir yfir til ríkisins með það að markmiði að ná betri tökum á rekstrinum. I stað þess að reyna að meta „eðlilegan“ rekstrar- kostnað fyrir ákveðna þjónustu og semja við ýmsa rekstraraðila um að veita hana hafa stjórnvöld haft meiri trú á, að ódýrara væri að hafa þennan rekstur í höndum ríkisins. Þessi þróun hefur verið þvert á það sem hefur verið að gerast í öðrum greinum opinberrar þjónustu. Ríki og sveitarfélög hafa á undanfórnum árum verið að fela öðrum aðilum rekstur á ýmissi þjónustu og veitt opinberum fyrirtækjum aukið sjálf- stæði til að sinna skýrum hlutverk- um. Önnur rekstrarform en ríkis- rekstur hafa átt erfitt uppdráttar innan heilbrigðisþjónustunnar. Nærfellt öll heilbrigðisþjónusta ís- lendinga er nú á hendi ríkisins. Nærri lætur, að ríkið sé eini selj- andi allrar heilbrigðisþjónustu. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn. Einn og sami aðilinn, ríkið, er selj- andi og kaupandi, mótar stefnu, set- ur löggjöf, framkvæmir og hefur _______Til að koma__________ heilbrigðiskerfinu út úr núverandi rekstrarvanda, segir Magnús Skúlason, __________þarf að___________ endurskipuleggja það. eftirlit með framkvæmd löggjafar. Aðhald kaupenda er mjög tak- markað. Möguleikar kaupenda, þ.e. ríkis og almennings, um val á þjón- ustu á grundvelli samanburðar á kostnaði og gæðum eru ýmist ekki nýttir eða ekki fyrir hendi. Stærð sjúkrahúsa - sameining I umræðunni um rekstrarvanda sjúkrahúsa halda ýmsir því fram, að sameining sjúki-ahúsa leysi rekstr- arvandann og spari jafnvel mörg Magnús Skúlason hundruð milljónir króna. Þessi full- yrðing er meira að segja sett fram án þess að nokkurt efnislegt mat eða hagkvæmniathugun hafi farið fram. Þær skýrslur, sem gjarnan er vitnað til í þessu sambandi, byggj- ast eingöngu á skoðunum og tilfinn- ingum tiltekinna aðila, en ekki á niðurstöðum hagkvæmniathugana. Athuganir, sem gerðar hafa verið um rekstrarhagkvæmni sjúkrahúsa eftir mismunandi stærð, hafa ekki leitt til ákveðinna vísbendinga um hvort stór eða lítil sjúkrahús séu hagkvæmari. Er í því sambandi hægt að benda á rannsóknir frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku, sbr. skýrslu SPRI (sænskrar rannsókn- arstofnunar um heilbrigðismál) um „Stora eller smá sjukhus“ frá 1997. Fullyrðingar um hagkvæmni sam- einingar tiltekinna sjúkrahúsa hér á landi eiga sér því hvorki stoð í er- lendum rannsóknum né í athugun- um á hagkvæmni sameiningar þess- ara tilteknu sjúkrahúsa. Ýmsar athuganir, sem gerðar hafa verið á rekstrarkostnaði sjúkrahúsa hér á landi, benda ákveðið til þess, að rekstur sjúkra- húsanna í Reykjavík sé mjög hag- kvæmur m.v. sambærileg sjúkra- hús á Norðurlöndum. Líklegt er því, að rekstrarvandi sjúkrahúsa hér sé ekki vegna óhagkvæmni í rekstri. Áður en ákvarðanir verða teknar um hagkvæma stærð sjúkrahúsa, sameiningu eða ekki sameiningu, þarf því að huga að rekstrarskilyrðum sjúkrahúsa, hvaða þjónustu þau eigi að veita og rekstrarfyrirkomulagi. Ákvarðanir um sameiningu, sem byggjast ekki á hagkvæmniathugun, eru ekki lík- legar til að leysa rekstrarvanda. Þær geta allt eins leitt til þveröfugrar niðurstöðu. Ein röksemdin fyrir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er sú, að Islendingar hafi ekki efni á að reka tvo hátæknispítala. Ekki hefur fylgt þeirri röksemd hvað átt er við með orðinu „hátæknispítali". Nútíma- sjúkrahús verða hins vegar ekki starfrækt án þess að hafa yfir að ráða ýmsum tölvustýrðum lækn- ingatækjum og flóknum rafeinda- búnaði. Það á einnig við um sjúkra- hús utan Reykjavíkur og einkarekn- ar læknastofur. Fyrirtæki I mörg- um atvinnugreinum nota tölvu- stýrðan tækjabúnað og flókna raf- eindatækni. Má í því sambandi nefna fiskiskip og ýmis iðnaðarfyr- irtæki, jafnt í fiskvinnslu sem í hátækniiðnaði. Það verður því að teljast ótrúleg skammsýni, eða jafn- vel blekking, að halda því fram, að einungis sé verjandi að reka einn nútímaspitala hér á landi. Endurskipulagning heilbrigðiskerfísins Til að koma heilbrigðiskerfinu út úr núverandi rekstrarvanda þarf að endurskipuleggja það. Tryggja þarf jafnræði mismunandi rekstrar- forma í sjúkrahúsrekstri, sem veitir kaupendum, þ.e. ríki og almenningi, möguleika á að bera saman og velja með tilliti til verðs og gæða þjónust- unnar. Gera þarf samkomulag milli seljanda og kaupanda um hvaða þjónustu eigi að veita og verðlagn- ingu hennar. Hlutverk hverrar stofnunar þarf að vera skýrt og sátt um hvað þjónusta hennar eigi að kosta. Einungis með þeim hætti geta farið saman fjárhagsleg og stjórnunarleg ábyrgð. Án slíks sam^ komulags er útilokað að nokkur rekstraraðili geti borið ábyrgð á rekstri viðkomandi stofnunar. Það er einungis á færi ríkis og sveit- arfélaga að reka stofnanir, sem hafa óljóst hlutverk og þar sem ósam- ræmi er milli veittrar þjónustu og fjárveitinga. Slíkur rekstur felur ekki í sér fjárhagslega og stjórnun- arlega ábyrgð. Höfundur er fmmkvæmdastjdri fjármála og rekstrar við Sjúkrahús Reykjavíkur. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.