Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 59
+ Þorgeir Rúnar
Kjartansson
fæddist 26. nóvem-
ber 1955. Hann lést
á Landspítalanum
6. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Ar-
bæjarkirkju 13.
nóvember.
Það var sumarið
fyrir svo mörgum ár-
um að fyrirheitin
kölluðu ekki umsvif-
laust á tvær grímur
heldur voni ávísanir á raunveru-
lega möguleika. Hvor með sína
skófluna í hendi að undirbúa jarð-
veginn á eyjunum í Árbænum fyrir
sáningu. Það var kallað að vera í
garðyrkjunni. Þetta var um það
leiti þegar arfinn vitjar síns tíma
og Palli garðykjumaður var þegar
byrjaður af einstakri natni að
hreinsa illgresið neðst úr beðinu
sem lá meðfram veginum. Um
þessar mundir hefðum við báðir
getað sagt fullum hálsi: Bak við
mig bíður lífið ber það í hendi
styrkri hyldjýpan sumarhiminn
helltan fullan af birtu. Eða kannski
helltan fullan af orðum, því næstu
mánuðina gerðum við lítið annað
en að tala, - og hlusta. I einum
kaffitímanum þetta sumar sagði
einn vinnufélaga okkar upp úr eins
manns hljóði „Ansi hafa þeir verið
lagnir að geta reist þessa
pýramída“. Fyrir okkur Þorgeiri
teygðist nú smámsaman svo úr
kaffitímunum að loks greip Siggi
verkstjóri okkur inn í skúr með
orðunum „Þið eruð alltof deigir
strákar!" Þetta var gripið á lofti og
varð um skeið að lífsmottói, því
hér voru vormenn á ferð.
Þorgeir Kjartansson var afar
skemmtilegur maður en um leið
jafnan þægilegur í viðmóti og hátt-
vís í framkomu. Það var svo gaman
að tala við hann að flestir
heilluðust fljótt af þessum álfum-
líka manni og kölluðu upp frá því
Gogga. Goggi var á þessum árum
leiftrandi af hrifnæmi og innri
fögnuði. Og þær voru ekki ófáar
uppspretturnar. Listamaðurinn
með fræðimannslundina,
færðimaðurinn með listamann-
seðlið.
Garðyrkja í Árbæ þar sem um-
ferðareyjar rétt hjá kirkjunni voru
undirbúnar undir sáningu. Og að
lokum var líka sáð. Um haustið
hafði Palli garðyrkjumaður loksins
náð til enda á þessu langa beði, en
neðst þar sem hann hafði byrjað
um vorið var nú arfinn aftur alls-
ráðandi. Um haustið eftir öll þessi
orð. Kannski lá Veðraspá Þorgeirs
í loftinu þar sem tíu árum seinna
stóð:
Handan við nætur, handan ljósa
í hroka þess lands þar sem vonir frjósa
bíður oss gleymd og grafin lúta
þótt glymji af skvaldri öld.
Vituð ér enn - hvert skríður skúta?
Staðnaði nefapi!
elsku vinur með vor í rassi
kveikjum heldur kafaldsmjúka elda
^ allt er betra en eymdarinnar kelda...
Eg votta aðstandendum Þor-
geirs Kjartanssonar innilegustu
samúð mína við fráfall hans.
Hannes Lárusson.
Ormur! Ég þrái þitt bit - mitt blóð
brennuraflogandiþrá.
í æðum mínum er ólgandi glóð,
sem enginn skal fá að sjá.
Bíttu mig fast, svo að blóð mitt renni
og bitsins innst við hjarta ég kenni!
(Sveinn Jónsson.)
Það er freistandi að ginpa til
frasa þegar Þorgeir Kjartansson
er allur. Einn er sá að hann var
ekki allur þar sem hann var séður,
eins og hann komst
sjálfur að orði í ljóði
um látið skáld. Þegar
Þorgeir var upp á sitt
besta flaug hann
hærra en nokkur ann-
ar. En fáir sukku jafn-
djúpt þegar á móti
blés. Minningar
hrannast upp sumar
ljúfar, aðrar sárari.
Þorgeii' var alinn
upp í Vogunum, gekk í
Vogaskóla og brallaði
ýmislegt eins og
strákum er tamt. Eftir
landspróf lá leiðin í Menntaskól-
ann við Tjörnina og þá var gaman
að lifa. Eg kynntist Þorgeiri fyrst
sumarið 1972 í bæjarvinnunni, þótt
við vissum hvor af öðrum áður.
Bæjarvinnan var upplögð fyrir
unga menn sem telja sig hafa
margt að segja hver öðrum.
Hressandi útiloft, Vogakaffi, glens,
gaman og spaklegar umræður
sitja í minningunni, sem ekki trufl-
ast af mörgum handverkum í þágu
borgarinnar. Ég á það Þorgeiri að
þakka að ég stalst inn í hóp góðra
félaga úr Vogunum sem ég hef
verið í síðan. Ekki minnkaði
skemmtunin næsta vetur á eftir
þegar menntaskólinn tók við á ný.
Og ekki skorti okkur heldur
menntaskóla því þeir reyndust
ekki fæm heldur en tveir þótt
báðii’ væru við sömu götuna. Við
vorum sannfærðir um að mennta-
skóli hefði verið stofnaður til þess
að láta ljós okkar skína, ekki í
kennslustofunum, því að það þótti
merki um greindarskort að líta í
námsbækurnar, heldur á fundum, í
blöðum, í skólasjoppum og ekki
síst á böllum. Þá var gaman að lifa.
En það tekur sinn toll að lifa lífinu
og Þorgeir gi-eiddi fyrstu afborgun
þegar kennarar komust að því að
þrátt fyrir ársvist í latínudeild
kunni Þorgeir vart eina einustu
beygingu á þeirri tungu sem hon-
um var hvorki ástkær né ylhýr. En
veturinn eftir, þegar Þorgeir gaf
sér tíma til þess að fletta speki
Sesars og Síserós (sem latínugrán-
ar kölluðu reyndar Kesar og
Kíkeró til þess að sýna yfirburði
sína yfir menningarsnauða
stærðfræðinga) þá kom í ljós að
hann átti auðvelt með að tileinka
sér þessa menningartungu, þótt
hún hafi fljótlega vikið úr munni
hans fyrir afsprengi sínu, frönsk-
unni.
Þorgeir hreif fólk auðveldlega
og var víða í fararbroddi. Síðasta
árið í Menntaskólanum við Tjörn-
ina var hann ármaður, formaður
skólafélagsins. Að loknu
stúdentsprófi var haldið út í heim.
Nú átti að leggja París að fótum
sér. En það fór öðra vísi en ætlað
var. Eftir nokkur ár var haldið
heim á leið án þess að sögur færa
af námsafrekum. En Þorgeir hafði
hins vegar drukkið heimsborgina í
sig og það duldist engum að hún
átti hug hans og hjarta. Og þótt
hann setti ef til vill ekki mark sitt
á borgina þá tók Islendingasam-
félagið eftir þessum hressilega
unga manni. Þorgeir fann það að
hann og gleðiborgin þurftu að
hvíla sig hvort á öðru og settist í
sagnfræðideild Háskóla íslands.
Þaðan lauk hann prófi með miklum
ágætum og mun hafa útskrifast
árið 1983 með einhverja hæstu
meðaleinkunn úr deildinni fyrr og
síðar. Einmitt á þessum áram hef-
ur hann líklega náð best að nýta
frábæra hæfileika sína og beisla
þá. Enn hélt Þorgeir til Parísar,
nú með sambýliskonu sinni á þess-
um árum, Æsu Sigurjónsdóttur,
og gerð önnur atlaga að þessari
merku borg. Hann settist í háskóla
og ætlaði að halda áfram sagn-
fræðinámi. En nú var margt fleira
sem þurfti að brjótast fram á yfir-
borðið.
Þorgeir var listamaður. Honum
var létt að skrifa og aðrir hrifust
með þegar hann tók flugið. Hann
samdi pistla fýrir útvarp og sem
fréttamaður gat hann fengið heilu
fjölskyldurnar til þess að líma sig
þétt við útvarpstækið þegar hann
breytti sorglegri sögu af dauða
barns í franskri fjölskyldu í spenn-
andi sakamálareyfara í þriggja
mínútna frásögn. Á þessum árum
var hann sískrifandi. Hann samdi
sögur, stuttar og langar, ljóð og
ritgerðir, en fæst af því kom fyrir
annarra sjónir og mun nú flest
glatað. Vorið 1985 birtist eftir
hann allstór ljóðabálkur, Veðra-
spá, í blaði sem Islendingafélagið í
París (líklega fyrst og fremst Þor-
geir) gaf út. Þorgeir taldi sjálfur
að þetta væri merkilegt verk en
vinir hans sáu hins vegar í því
breyttan mann, þótt auðvitað
áttaði enginn sig á því þá hvert
stefndi. Skömmu síðar yljaði það
landsmönnum um hjartarætur að
heyra frásögn Þorgeirs af því að
íslenskur maður hefði fundið bók
Gaimards, þess sem stóð á tindi
Heklu háum, með undirskriftum
margra þekktra íslendinga fyi'ir
miðja 19. öld. Sólstöðudaginn 1985
kom Þorgeir til Islands og þá þeg-
ar var ljóst að ekki var allt með
felldu. I stað hins snyrtilega, Ijúfa
pilts var kominn gjörólíkur maður,
að sumu leyti andhverfa hins,
sjálfskipaður snillingur sem ætlaði
að leiða þjóðina út úr moldarkofum
hugans. Hjá vinum hans og fjöl-
skyldu tók við margra ára
kennslustund í geðhvarfasýki. Og
þótt þeir sem næstii' stóðu Þor-
geiri sæju hvers eðlis var, þá var
ekki sömu sögu að segja um ýmsa
aðra. Hann átti greiðan aðgang að
fjölmiðlum um stund og ráðamenn
þjóðarinnar fengu símtöl og
heimsóknir til þess að kynna há-
leitar hugmyndir. Það er erfitt að
lýsa fyrir þeim sem ekki hefur
reynt sársaukann sem því fylgir að
sjá hvernig geðveiki getur lagt líf
manna í rúst. Verst er að veikin er
þess eðlis að erfiðara er að greina
sjúkdóminn frá manninum en
marga kvilla aðra. Sumarið 1985
hitti ég Þorgeir nær daglega og
fékk einstakt tækifæri til þess að
sjá hvernig óheft orka flæddi frá
honum. Sólarhringum saman var
hann svefnlítill en þuldi upp úr sér
framorta bragi, heilar drápur, með
stuðlum og höfuðstöfum ef sá var
gállinn á honum, stundum órímaða
ef það átti betur við. Framsamin
stef flæddu úr saxófóninum og
undarlegar en seiðandi teikningar
fylltu alla veggi. Peningar vora
ekki vandamál, þeir vora til þess
að eyða þeim og það gerði hann
óhikað án þess að eiga þá. Haustið
1985 birtist neðanmáls í NT fram-
haldssaga eftir Þorgeir undir
höfundarnafninu Jón Jónsson. I
henni segii' frá manni sem fékk
æxli í meltingarvegi, en það reynd-
ist vera „snillihnúkurinn“ sem
gerði söguhetjuna að yfirburða-
manni uns hann var farinn að
valda óbærilegum vanda. Þessi
saga var kannski sú besta sem ég
sá frá Þorgeiri, því hann skorti oft
þann aga sem þarf til að breyta
snjallri hugmynd í gott verk.
Eftir langa mæðu tókst að fá
hann til þess að fara í meðferð „í
þágu vísindanna" þannig að menn
gætu rannsakað þennan einstaka
heila. Við tók löng og erfið læknis-
meðferð þar sem Þorgeir og hans
nánustu fengu að kynnast
svartasta þunglyndi, ranghug-
myndum, ofsafengnum uppsveifl-
um og margs konar lækningatil-
raunum. En þótt oft væri lífið
erfitt þá birti til á milli. Hann var
ákveðinn í að ná sér á strik á ný
þegar hann kom til sjálfs sín, fór í
áfengismeðferð og var í reglulegu
sambandi við sérfræðinga. Um
tíma vann hann ýmis störf fyrir
íyrirtæki mitt, Talnakönnun, og
þegar allt var í lagi vann hann þau
betur og af meiri kostgæfni en
nokkur annar. Þá var aftur gaman
að spjalla.
En það líf sem best hefði hentað
viðkvæmum huga Þorgeirs, skrif-
stofuvinna og skriftir, heOlaði ekki
þegar manían kallaði á ný. Þá
héldu honum engin bönd. Oft er
erfitt að greina á milli leiftrandi
sköpunargáfu listamanns og sjúk-
leika geðsveiflunnar. Ókunnugir
telja þetta heillandi nálgun, fyrir
þá sem til þekkja er hún sársauka-
full. Þorgeir var alltaf hugmynd-
aríkur, gerði alvöra úr því sem
aðrir töldu fráleitt og langsótt. En
hann skorti úthald. Gleðisveitin
Júpíters var vinsæl hjá hópi fólks
og þar var Þorgeir framarlega í
flokki með saxófón sinn og laga-
smíðar. Þar var hópeflið látið njóta
sín og því erfitt að vita nú hver átti
hvaða hugmynd. En enginn vafi er
á því að Þorgeir átti ríkan þátt í
ferli þeirra, þótt í stórri sveit eigi
kannski enginn meira en annar.
Geisladiskur þeirra tja, tja kom út
árið 1992, en auk þess mun eitt lag
þeirra vera til á safndiski. Það
þurfti hugmyndaflug til þess að
semja lag sem hét Heiðar dansar
Cha, Cha, Cha og fá svo Heiðar
Ástvaldsson tO þess að dansa með
sveitinni á dansleik.
Þorgeir kenndi í nokkur ár í
Menntaskólanum við Sund og var
úrvalskennari sem vakti áhuga
nemenda sinna. Hann lauk námi í
uppeldis- og kennslufræði við
Háskólann og var sem fyrr í
fremstu röð meðan hann hafði
áhuga á. Vorið 1997 var Þorgeir í
mjög erfiðu veikindakasti og leiðin
lá til útlanda sem fyrr. Hann
komst þó aftur heim með hjálp
góðra manna og á endanum undir
læknishendur. Þótt Þorgeir vonaði
sjálfur og tryði að veikindum hans
myndi Ijúka, þá var þeim sem hon-
um stóðu næst ljóst að sveiflurnar
minnkuðu ekki með árunum. Hann
var líka hræddur við að leita sér
meðferðar, því að hann þekkti vel
þunglyndið sem fylgdi í kjölfar
ofsagleðinnar og óttaðist það. En
þegar neyðin er stærst þá er hjálp-
in stundum næst. Að þessu sinni
birtist hamingjan Þorgeiri í líki
ungrar stúlku, Rúnu Knútsdóttur
Tetzschner, sem kom inn í líf hans
+ Guðjón Þór Ólafsson fædd-
ist í Reykjavík 2. júlí 1937.
Hann andaðist á Sjúkrahúsi
Akraness 4. nóvember síðast-
Iiðinn og fór útför hans fram
frá Akraneskirkju 13. nóvem-
ber.
Elsku afi Gonni. Okkur langar
að minnast þín í fáeinum orðum og
þakka fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með þér. Núna þeg-
ar þú ert farinn frá okkur eigum
við minningamar sem við geymum
á sérstökum stað í hjarta okkar.
En við vitum að nú ertu kominn á
annan og betri stað og þjáningum
þínum loks lokið.
Góði Guð, viltu styi'kja ömmu
Jónu og okkur hin á þessum erfiðu
tímum. Guð blessi þig afi.
Þín,
Lóa Kristín og Guðjón Þór.
Elsku afi.
Þegar ég kvaddi þig áður en ég
hélt til Bandaríkjanna í september
gi'unaði mig ekki að ég væri að
kveðja þig í síðasta sinn. Þú varst
alltaf svo harður af þér og sýndir
aldrei nein merki um þjáningu.
Það var því sárt að fá þær fréttir
að kveðjustund þín væri að renna
upp og vera svona langt í burtu.
Ég vildi samt ekki trúa því að þú
værir að fara strax, en nokkram
tímum síðar kom hringingin. Það
var hins vegar gott að vita til þess
að þú þjáðist ekki lengur, en ég
veit að þú barðist hetjulega við
dauðann fram á síðustu stundu.
Ég vildi strax koma heim, sama
þegar hart blés á móti. Hún var
honum stoð og stytta og þau fluttu
saman í lítið hús. Fyrir jólin kom
út lítil og tregafull ljóðabók Þor-
geirs, Þar sem það er séð. Þeir
sem muna gleðitóna Júpíters sjá í
bókinni hina hliðina á Þorgeiri.
Skömmu síðar átti Þorgeir að
fara í aðgerð sem talin var lítíl, fjar-
lægja átti hnúð bakvið eyrað. En þá
kom áfallið mesta. Þorgeir var með
krabbamein og þrátt fyrir hetju-
lega baráttu mátti hann ekki sköp-
um renna og lést 6. nóvember. Síð-
ustu mánuðirnir vora erfiðir en
Rúna náði að flytja birtu í líf Þor-
geirs sem gerði honum veikindin
bærilegri. Haustið skilur efth' sig
góðar minningar um Þorgeir eins
og hann var í raun. Að sönnu líkam-
lega veikur en andlega heill. Fyrir
líkn Rúnu verður seint fullþakkað.
Þorgeh- átti ástríka foreldra sem
áttu erfitt þegar veikindin háðu
honum sem mest. En um það getur
enginn efast að Þorgeir bar
vh'ðingu fyrir athugunum föður
síns, Kjartans Jóhannessonar, á
Kötluhlaupinu 1918 og þótti mjög
vænt um Valgerði móður sína. Það
líf sem best hefði hentað Þorgeiri
fyrirleit hann. Hann þráði líf
bóhemsins, listamannsins lífsglaða.
Og því er ekki að neita að hvassir
vindar lífsgleðinnar geta feykt era-
inum fugla hæst. En í þeim finnur
spörfuglinn heldur ekkert skjól
þegar hann þarf á að halda. Þorgeir
sneri einhvem tíma út úr þekktu
spakmæh og sagði: Enginn veit
hvað misst hefur fyri' en endur-
heimt hefur. Vissulega báram við
gæfu til að endurheimta Þorgeir
aftur og aftur. Nú gerist það ekki
aftur en eftir situr minning um góð-
an dreng sem sannaði að ekki fer
saman gæfa og gjörvileiki. En gæf-
an lét hann ekki alveg afskiptan,
hún gleymdi honum bara annað
slagið. Kannski mátti Þorgeir ekki
vera að því að taka hana með sér.
Valgerði móður Þorgeirs og
Rúnu, unnustu hans sem og öðram
ættingjum votta ég samúð mína og
Vigdísar konu minnar á erfiðri
stund.
Benedikt Jóhannesson.
hvað hver sagði. Það kom ekkert
annað til greina.
Sú minning sem kemur fyrst upp
í hugann er þegar þú, amma og
Stína komuð í heimsókn til okkar út
til Danmerkur. Þá áttum við mik-
inn og góðan tíma saman. Ég hef
alltaf dáðst að hversu mikið þið
amma fórað saman og hvað þið
gerðuð mikið saman. Þið vora alltaf
svo samrýnd. Þið vorað dugleg að
fara með okkur bamabörnin í ferð-
ir, t.d. berjamó og veiðiferðimar
upp í Skarðsheiði vora mjög
vinsælar.
Þú varst líka svo flinkur að búa
til fallega hluti úr hvaða efnivið
sem var. Það vai' alltaf gaman að
fá hluti sem þú hafðir sjálfur búið
til og þeir hlutir eiga alltaf eftir að
minna mig á þig.
Elsku afi, ég kveð þig með mikl-
um söknuði og jafnframt mikilli
virðingu, og bið góðan Guð að veita
elskulegri ömmu okkar styrk í
sorginni.
Astar- og saknaðarkveðjur frá
Arnóri og Sverri Mar.
Þín
Anna Sólveig.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ÞORGEIR RUNAR
KJARTANSSON
GUÐJÓN ÞÓR
ÓLAFSSON