Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVEINN
TÓMASSON
+ Sveinn Tómas-
son, fyrrverandi
slökkviliðsstjóri á
Akureyri, fæddist á
Bústöðum í Lýtings-
staðahreppi í
Skagafirði 30. júlí
1904. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 7.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 12. nóv-
ember.
Hverjum og einum er það lán að
kynnast góðu fólki, ekki síst á mót-
unarskeiðinu milli tektar og tví-
tugs. Þess naut ég í ríkum mæli í
Laugargötu 3, á heimili þeirra
Sveins Tómassonar og Helgu
Gunnlaugsdóttur, konu hans. Þeim
á ég mikla skuld að gjalda, sem mér
endist ekki ævin til í orði, hvað þá
verki. Nú, þegar Sveinn er allur og
hugurinn leitar til baka, finn ég
glöggt að um kynni mín af Sveini
verður ekki fjallað án þess að
Helga komi inn í myndina - og öf-
ugt. Helga og Sveinn - Sveinn og
Helga; tvær persónur sem í mínum
huga voru og eru eitt, þrátt fyrir að
mörgu leyti mjög ólíkan persónu-
leika. Milli þeirra ríkti gagnkvæm-
ur skilningur og tillitssemi sem
skapaði notalegan heimilisbrag.
Hjá þeim átti ég annað heimili á
menntaskólaárunum og þar var
gott að vera.
Eg kom alls ókunnugur í lands-
prófsdeild Menntaskólans á Akur-
eyri haustið 1956. Þar kynntist ég
fljótlega syni þeirra Sveins og
Helgu, Tómasi, og tókst með okkur
vinátta sem aldrei hefúr síðan borið
skugga á, þótt lengi hafi höf skilið.
Þannig varð ég heimagangur hjá
Sveini og Helgu, og má með sanni
segja að ég hafi verið
það allar götur síðan.
Sveinn var einkar
hæglátur maður og
dagfarsprúður og fór
síst um með gusti en
hann var fastur fyrir
og fylginn sér að koma
fram málum sem hon-
um var umhugað um.
Hann valdist til trún-
aðarstarfa og var ætíð
sannfæringu sinni trúr
og sjálfum sér sam-
kvæmur, velvirkur,
traustur, orðheldinn
og heiðarlegur fram í
fingurgóma. Hann var orðvar og
sanngjarn í dómum um menn og
málefni. Eg man ekki til að hafa
heyrt hann hallmæla nokkrum
manni.
Leið okkar skólafélaganna lá oft
í Laugargötuna. Þau Sveinn og
Helga voru okkur í senn sem for-
eldrar og félagar og það var oft
býsna glatt á hjalla við eldhúsborð-
ið yfir mjólkurglasi eða kaffibolla,
jólaköku Helgu og lummum eða
vöfflum Sveins. Hann hafði nánast
einkaleyfi á gerð þess meðlætis,
sem engan sveik. Auk þess var
dunka- eða pottbrauðsgerð innan
verksviðs hans sem og að passa
ofninn þegar bakað var til jóla.
Mér þótti allsérstakt að húsbónd-
inn skyldi gerast sjálfboðaliði til
þessara verka en naut góðs af og
innvígðist hjá honum í kúnstina að
gera vöfflur með óhefðbundnum
bætiefnum af ýmsu tagi, sem hann
notaði gjarna og húsmóðirin hafði í
flimtingum og þótti ekki mikið til
koma. Einn eftirminnilegasti
vöfflubaksturinn varð eitt sinn
þegar von var á nokkrum vinkon-
um Helgu í kaffi. Þá notuðum við
bjúgu sem bætiefni í sumar vöffl-
urnar og tókst svo vel að fela sneið-
arnar að engin missmíði sáust á
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILJA V. HJALTALÍN ARNDAL,
andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar-
firði fimmtudaginn 12. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30.
Jón Hj. F. Arndal, Margrét Jóhannsdóttir,
Finnbogi F. Arndal, Hjördís S. Arndal,
Kristjana F. Arndal, Þorgeir Þorgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar,
KARÓLÍNA STEFÁNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 6b,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 17. nóvember.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Stefán Óli Árnason,
Guðmundur Árnason,
Guðbjörg Árnadóttir,
Steinunn Árnadóttir.
Ástkær systir og mágkona okkar,
GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR,
Grænumörk 1,
Selfossi,
sem lést á Ljósheimum sunnudaginn 15. nóv-
ember, verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 21. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Þorkelsdóttir.
EINAR
SÍMONARSON
vöfflunum. Býsna stoltir voru bak-
arar að loknu vel heppnuðu verki.
Svo var bara að bíða og sjá svipinn
á konunum þegar þær færu að
gæða sér á bjúgnavöfflunum. Ekki
man ég glöggt hvernig fór en
minnir þó helst að engin þeirra hafi
lent á „bættri“ vöfflu og við yrðum
af þeirri ánægjunni - en við
skemmtum okkur konunglega við
baksturinn.
Þannig var Sveinn. Hann átti
ríka kímnigáfu þótt alvörumaður
væri og kunni vel að meta græsku-
laust gaman og smáhrekki. Þess
vegna fundum við skólastrákarnir
ekki giska mikinn aldursmun hans
og okkar þótt hálfur fjórði áratugur
væri á milli. Hið sama átti við um
Helgu.
Sveinn var heilsuhraustur þegar
ég kynntist honum fyrst, varð
aldrei misdægurt og vann mikið.
En tíminn vinnur sitt verk hægt og
bítandi. Fyrir mörgum árum fór
heyrnin að bila og það háði honum
mjög eins og nærri má geta. Helga
var hins vegar furðu hress þótt ald-
urinn færðist yfir en þó böguðu
hana skemmdir liðir í mjöðmum og
hún leið oft mikar kvalir. Því betur
var hægt að bæta líðan hennar og
auka hreyfigetu með nýjum liðum,
og léttir var að verkirnir hurfu að
mestu. Heyrn bónda hennar var
hins vegar ekki hægt að endur-
heimta, því miður.
Sveinn og Helga voru svo
lánsöm að geta verið heima eins
lengi og mögulegt var. Þau nutu
umhyggju barna, tengdabarna og
barnabarna, sem litu til þeirra og
hjálpuðu eins og þurfti. Það mátu
þau mikils. Þegar þau svo þurftu
meiri umönnunar við en hægt var
að veita heima fluttu þau á Dvalar-
heimilið Hlíð og hafa búið þar síð-
ustu árin.
Nú er komið að leiðarlokum. Við
Bogga kveðjum með söknuði góðan
dreng og kæran vin og þökkum
samfylgdina okkar útmælda skeið.
Einnig sendum við Helgu og fjöl-
skyldum allra afkomenda þeirra
Sveins innilegar samúðarkveðjur.
Þórir og Aðalbjörg.
+ Július Smári Baldursson
fæddist á Akureyri 8. sept-
ember 1970. Hann lést 7. nóv-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Glerárkirkju á
Akureyri 13. nóvember.
Sumt er í lífinu óskiljanlegt. Eins
og til dæmis það að í þennan heim
skuli fæðast drengur, heilbrigð sál í
svo veikburða líkama. Við getum
stöðugt velt vöngum yfir þessu en
fátt verður um svör. Einhver hlýtur
þó ástæðan að vera, eitthvað hlýtur
að búa að baki. Og svo er hann hrif-
inn á brott svona ungur. Eflaust
komum við ekki til með að leysa
þessa óskiljanlegu lífsgátu, a.m.k.
tEinar Símonarson var
fæddur í Reykjavík 8. sept-
ember 1920. Hann lést 6. nóv-
ember siðastliðinn og fór útför
hans fram frá Grindavíkur-
kirkju 14. nóvember.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyi'ir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi.
Lífið er ekki eins og við kjósum.
Eg veit að þú bast miklar vonir við
hjartaaðgerðina sem þú varst búinn
að bíða svo lengi eftir. Þú varst
skipstjóri og útgerðarmaður. Lífið
snerist um sjóinn. Alltaf varst þú
fyrstur niður á bryggju til að at-
huga aflann þegar Hafbergið sigldi
inn eftir að þú hættir til sjós.
Stundum hringdir þú til mín að fá
fréttir af afla eða láta mig vita hvað
Hafbergið væri að fiska. Það var
alltaf gott að koma til ykkar ömmu
á Eyvindarstaði. Þá var spjallað um
fiskveiðar, kvóta og fótbolta eða
hvað sem var. Þú varst mikið fyrir
kappleiki og hafðir mikla ánægju af
að horfa á leiki í sjónvarpinu.
Afi, þú og amma eigið um 50 af-
komendur. Þetta var allstór hópur,
þegar flestir voru komnir með
maka og við hittumst hjá ykkur
ömmu í jólaboðinu sem var fastur
punktur í tilverunni hjá okkur öll-
um. Elsku afi, það er erfitt að
kveðja því ég hefði viljað koma oft-
ar til ykkar.
Elsku amma Sóla, guð gefi þér
og öðrum aðstandendum styrk á
þessum erfiðu tímum. Hvíl þú í friði
elsku afi minn.
Sigríður (Sirrý),
Stefán og dætur.
ekki í þessu lífi... Smári hefur nú
komist að hinu sanna og þjónar ef
til vill öðru hlutverki í dag en því
sem hann gegndi hér hjá okkur, þar
sem hann ekki þarf að þjást og get-
ur nú hlaupið um og gert allt sem
hann þráði svo mikið að gera.
Smári minn! Takk fyrir góð en
stutt kynni. Við brölluðum ýmislegt
saman sem ég mun aldrei gleyma.
Alltaf var stutt í grallaralega brosið
þitt, sama á hverju gekk. Það er
skrýtið að þú skulir hafa þurft að
kveðja svona fljótt. Eg bjóst við að
sjá þig aftur, en það verður að bíða
betri tíma. Þá skulum við sko bralla
fullt saman.
Takk fyrir að hafa verið til.
Foreldrum, systrum, ættingjum
og vinum Smára votta ég mína
dýpstu samúð.
Jóhanna G. Jóhannesdóttir.
Elsku afi minn.
Hér kemur kveðja frá mér til
þín. Eg vil þakka þér allt, sérstak-
lega samverustundirnar, jólaboðin
og spilastundirnar okkar. Oft var
spilað að Eyvindarstöðum, það var
spilaður manni og vist eftir því
hvað margir voru í heimsókn,
einnig tóku amma og afi oft í spil
bara tvö, núna seinni ár er tími
gafst til. Eg átti góða stund með
ykkur ömmu aðeins nokkrum dög-
um áður en að þú fórst á spítalann
og spiluðum við manna eins og svo
oft áður og spjölluðum um lífið og
tilveruna og er það mér alveg
ómetanleg stund er við áttum sam-
an daginn þann. Það var oft glatt á
hjalla yfir spilum og öðru heima
hjá afa og ömmu, t.d. eru morgun-
stundirnar á sunnudögum ógleym-
anlegar svo og bíltúrarnir í gamla
daga þar sem farið var í lautar-
ferðir og náttúrunnar notið í ná-
grenni Grindavíkur. Svo og heim-
sóknirnar ykkar austur til mín á
sumrin og skruppum við þá iðu-
lega að Hamragörðum undir Eyja-
fjöllum, þar sem þú varst í sveit er
þú varst strákur og fannst þér það
alveg ómissandi að keyra á þessar
gömlu slóðir svo og að heimsækja
Sillu systur þína og Gunnar í Ar-
túnum á Rangárvöllum þar sem
strákarnir þínir voru í sveit og
einnig ég.
Afi minn, fyrir stuttu minntir þú
mig á það að ég hefði einu sinni
sagt að ég ætti bestu ömmuna og
besta afann í heimi. Mér þótti vænt
um að þú skyldir muna eftir því, ég
man svo sannarlega eftir því og er
það ekki ofsögum sagt og finnst
mér það enn þann dag í dag. Sem
betur fer getur ekkert tekið í burtu
minningarnar mínar og okkar allra
í fjölskyldunni um góðan mann, fóð-
ur og afa, hann var bestur og er
ætíð bestur.
Eg heimsótti þig á spítalann og
sá þig í síðasta sinn fimmtudags-
kvöldið 5. nóvember. Þú varst
mjög veikur þá og leist á mig tóm-
um og sorgmæddum augum er ég
sagði við þig: „Afi minn, horfðu á
mig. Þetta er bara ég, hún Agga
litla,“ og þú svaraðir: „Já, ég veit
það,“ með erfiðismunum og þrýstir
aðeins hönd mína. Eg bauð þér
síðan góða nótt, afi minn, ég
kvaddi þig ekki því að í hjarta
mínu ertu og verður alltaf lifandi.
Þrátt fyrir að ég sé elsta barna-
barnið var ég alltaf hún Agga litla
hjá þér og ömmu, enda mikið hjá
ykkur er ég var lítil og alveg þang-
að til að ég fluttist í burtu úr Gr-
indavík. Og er ég hringdi stundum
í ykkur og var búin að tala aðeins
við þig kallaðir þú á ömmu í sím-
ann og sagðir: „Sóla mín, það er
lítil stelpa í símanum sem langar
til þess að heyra í þér.“ Og ég
sagði kannski: „Ekki trufla hana ef
hún er í kjallaranum að baka sínar
frægu góðu flatkökur." En ef hún
var uppi sagðir þú stundum: „Hún
er hérna við hliðina á mér, ég held
svona yfir um hana.“ Þið voruð svo
innileg og kær hvort öðru að það
var alveg yndislegt og hlýjaði
manni um hjartaræturnar. Eg
geymi þetta og svo margt annað í
hjarta mínu, einnig drauminn sem
mig dreymdi nóttina eftir að þú
lést. Þú komst til mín og settir
hönd þína í mína og leiddir mig
áfram fram á veg; ég trúi því að þú
ætlir að leiða mig áfram í lífinu, og
veitir það mér mikinn styrk í sökn-
uði mínum.
Afi minn, guð geymi þig, og
amma mín, þú átt samúð mína
alla og guð gefi þér styrk í fram-
tíðinni.
Lífsins faðir, ljóssins herra
leiði þig um gæfu stig.
Vonin sanna, vorið blíða
vefy kærleiks örmum þig.
(E.B. Gíslason)
JÚLÍUS SMÁRI
BALD URSSON
^arasKom
v/ T'ossvoqskii'kjugarð y
s. Símii 554 0500
5 Erfidrykkjur E
Simi 562 0200
IITITTTTI
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Agnes Guðbergsdóttir.