Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 19.11.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 63 MINNINGAR RÚTUR HALLDÓRSSON + Rútur Halldórs- son fæddist 15. september 1925. Hann lést 10. nóvem- ber síðastliðinn. Fað- ir hans var Halldór R. Gunnarsson kaup- maður f. 26. apríl 1896, d. 29. febrúar 1964. Móðir hans var Steinuim G. Gunn- arsson (f. Solvason), f. í Kanada 5. sept. 1901, d. 7. okt. 1989. Systkini: Gunnai' Kristinn, dó í bam- æsku, Guðrún Stein- unn og Brynólfur Hermann. Rútur útskrifaðist úr Verzl- unarskóla fslands, stúdent 1946 og frá Uni- versity of Birming- liam, Englandi, með BA-gráðu í ensku og enskum bókmenntum 1950. Fyrstu árin eftir nám vann hann við kennslu og skrif- stofustörf en réðst síðan til Orkustofn- unar og vann þar til starfsloka. Hann rak verzlunina Manchs 1964 (með- fram vinnu á Orku- stofnun). Útför Rúts fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Ég kynntist Rúti Halldórssyni fyrst árið 1959 er hann hóf störf hjá raforkumálastjóra. Við vorum sam- starfsmenn æ síðan allt fram undir vor 1997, er við unnum saman að ýmsum „eftirhreytum" eftir starf mitt sem orkumálastjóri sem ég lét af haustið 1996. Rútur starfaði að söfnun og úr- vinnslu efnis í orkuskýrslur sem raforkumálastjóri, og síðar Orku- stofnun, gaf út undir heitinu „Orku- mál“. Hann var alla tíð ritstjóri þess. Starfi þessu fylgdu mikil sam- skipti við rafveitur og önnur orku- fyrirtæki. Þau samskipti rækti Rút- ur af mikilli alúð og samviskusemi og ávann sér vinsældir þeirra sem hann skipti við. Eins og gengur með söfnun upplýsinga þurfti hann oft að ýta á eftir til að fá þær. Hann hafði þar lag á að hvorutveggja; festu og lipurð og varð vel ágengt. Starfi Rúts að orkuskýrslum fylgdi að annast samskipti af hálfu raforkumálastjóra og Orkustofnun- ar um íslensk orkumál við ýmis al- þjóðasamtök, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, ÓECD, Alþjóða-orku- málastofnunina (IEA) og norræn samtök, svo sem NORDEL og fleiri. Þessi samskipti rækti Rútur af mikilli samviskusemi og lét sér annt um að upplýsingar héðan bær- ust á réttum tíma þannig að ekki væru eyður undir nafni íslands í al- þjóðlegum skýrslum um orkumál. Auk þessara starfa var Rútur framkvæmdastjóri íslensku lands- nefndarinnar í Alþjóða orkuráðinu, sem er óháð samtök landsnefnda í milli 90 og 100 löndum. ísland gerð- ist aðili að þessum samtökum í kringum 1950. Raforkumálastjóri og síðar orkumálastjóri hefur æ síðan verið formaður íslensku landsnefndarinnar og annast skrif- stofuhald hennar. Þessu starfi fylgdu, eins og orkuskýrslunum, Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyiár hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein efth- að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum bh'tingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. einnig allmikil erlend samskipti, sem Rútur rækti alla tíð af alúð og samviskusemi. Kom sér þar vel að hann var mjög vel að sér í enskri tungu, með MA-próf í henni frá Englandi. Þá var Rútur ritari Orkuráðs frá hausti 1987 til vors 1997. Rútur Halldórsson var maður hógvær og lítt fyrir það gefinn að láta á sér bera. Kom það sér vel því að starf hans var þess eðlis að það dró lítt að sér blaðamenn og ljós- myndara. Hygg ég að hann hafi ekki saknað þess. Hins vegar varð ég þess oft var hversu ánægður hann var þegar verkefni var farsæl- lega lokið. Hann gladdist yfir vel unnu verki. Það er mikil lífsham- ingja að geta það. Nú er leiðir skiljast er mér efst í huga þakklæti fyrir langt og gott samstarf við Rút Halldórsson. Blessuð sé minning hans. Aðstand- endum hans vottum við hjónin dýpstu samúð. Jakob Björnsson. Gamall vinur og skólafélagi, Rút- ur Halldórsson, lést 10. nóvember síðastliðinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm og fer útför hans fram í dag. Rútur var einn úr hópi okkar sem útskrifuðumst úr Verzl- unarskólanum vorið 1944, nokki-um dögum fyi’ir stofnun íslenzka lýð- veldisins. Að loknu verzlunarprófi hóf Rútur nám í lærdómsdeild skólans og útskrifaðist sem stúdent vorið 1946. Að því loknu fór hann utan til náms í ensku og enskum bókmenntum við háskólann í Birmingham í Englandi og lauk þaðan BA-prófi vorið 1950. Eftir að heim kom vann hann við kennslu og skrifstofustörf auk þess sem hann rak um tíma verzlunina Manchester, að föður sínum látn- um. Eftir það réðst hann til starfa hjá Orkustofnun og starfaði þar óslitið allt þar til hann komst á eft- irlaunaaldur. Með Rúti er genginn góður drengur og grandvar. Hann vakti strax í skóla eftirtekt fyrir ein- staka samvizkusemi í námi. Það var allur gangur á því hvað menn voru vel lesnir fyrir tíma, en Rútur skilaði alltaf sínu með sóma. Hann var einstaklega hógvær maður og lítt fyrir að trana sér fram, enda vel liðinn af öllum sem kynntust honum. I skóla var stofnað til vin- áttu og tryggðabanda sem aldrei brustu og efldust enn þegar bekkj- arsystkinin hófu að hittast reglu- lega á ný rúmri hálfri öld eftir að skóla lauk. Að leiðarlokum er ljúft og skylt að þakka samveru, tryggð og trúnað. Rúts verður sárlega saknað úr hópnum. Við færum systkinum hans og öðram ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarsystkinin. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR SIGURÐSSON frá Sauðárkróki, Fögrubrekku 16, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 11.00. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu föstudaginn 20. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast Arnórs, er bent á líknarfélög. Stefanía Arnórsdóttir, Jón Benedikt Björnsson, Sveinn Tumi Arnórsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Uggi Jónsson, Halla Jónsdóttir, Lilja Rún Tumadóttir, Egill Uggason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓFRÍÐUR GRÓA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Snorrabraut 81, sem Iést á Landspítalanum föstudaginn 13. nóvember, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eða Sjálfsbjörgu njóta þess. Guðmundur Lárusson, Lárus I. Guðmundsson, Jón Valgeir Guðmundsson, Kristján S. Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega sýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og mágkonu, UNNAR ÓLADÓTTUR frá Bakka, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín, Ásdís, Guðrún og Auður Kjartansdætur. + Faðir okkar, JÓNAS SIGURÐSSON frá Hallsbæ, Hellissandi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. nóvember. Börn hins látna. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og bróðir, ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Friðjón Guðjohnsen, Gíslína Ólafsdóttir, Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen, Kristín Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN S. SCHEVING frá Heiðarhvammi, síðast til heimilis í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmanna- eyjum, laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sigfús Helgi Scheving, Ásdís Ástþórsdóttir, Björn ívar Karlsson, Helga Jónsdóttir, Sigurður Örn Karlsson, Margrét V. Eiríksdóttir, Hrafn Karlsson, Anna María Baldvinsdóttir, Sesselja K. S. Karlsdóttir, Stefán Brandur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA PÉTURSDÓTTIR, Espilundi 5, Akureyri, sem andaðist 13. nóvember sl., verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju á morgun, föstu- daginn 20. nóvember, kl. 13.30. Árni Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og ömmubörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUNNAR PÁLSSON, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstu- daginn 20. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Pálsdóttir. + Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ÁSTU ÓLAFAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Flateyri. Jón Guðmundsson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, Sigríður Einarsdóttir, Dórótea Guðmundsdóttir, Jón Guðjónsson, Þórður Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Steinar Guðmundsson, Gústaf Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Ásta Sveinsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Ásthildur Gísladóttir, Anna María Einarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.