Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 66

Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /{MÐ /H£Þ AÞ SYMO/) JMDS/£LIS“- ÞAÐFPÓPA' Ti'/W Sí'DAM V/ÐHÖFUM. 6eí>rþ/&. Grettir Ljóska K/o/’a't', ~'yí Brhún cnn, i þhi e-r t' \ vigafvjg J/ Slsnanur”, \Jú/ias , '‘/iaaJr geóurþab eigin/egc, /tcrftsem/ultn u/ii JcL en. -S FtG/NMAHN! rX. Smáfólk 600D MORNIN6..WODLD HOU BE INTERE5TEP IN 50B5CRIBIN6TOOi;R''6REAT PUMPKIN " NEW5LETTER 7^ POE5 IT HAVE CART00N5 IN IT ? YOU 5H0ULD 6ET 50ME0NE T0 DRAUl CART00N5 IN IT.. IÉ3III o WHAT5THE NAME OF THE &0Y WMO 0RAW5 "PILBERT" ? Góðan dag, hefðir þú áhuga á að Eru myndasögur Þú ættir að fá einhvern til að Hvað heitir náung- gerast áskrifandi að fréttabréf- í því? teikna myndasögur í það. inn sen teiknar „Dil- inu okkar „Graskerinu mikla“? bert“? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Pillur við húsnæðisleysi Frá Sigrúnu Ármann Reynisdóttur: ÞAÐ var kona sem ég þekki sem sagði mér sögu af þrautagöngu sinni hér í kerfínu. Hún var fátæk með lítil laun svo buddan hennar var alltaf ósköp létt. Hún stóð því ekki hátt hér í mannfélagsstigan- um. En hún átti til skap og ákveðni og vildi ekki gefast upp. Hún sagðist myndi berjast til síð- asta blóðdropa eins og sannri vík- ingakonu sæmir. Hún leigði lítla rándýra kjallaraíbúð með sagga í kaupbæti. En ávallt var þar hreint og snyrtilegt og ávallt gott að heimsækja hana í litlu íbúðina hennar þar sem pönnuköku- og kaffíilmurinn fyllti vitin. Hún gaf sér ávallt tíma til að spjalla við þá er til hennar komu, þrátt fyrir mikla vinnu. Hún dró fram fína sparibolla er hún hafði erft eftir móður sína og lagði á borð, með vinnulúnum höndum. Svo kom að því að leigusamningurinn rann út. Hún fékk hvergi húsnæði sem hún réð við að borga. Eftir mikla þrautagöngu varð hún að flytja á götuna. Hún hringdi til Félags- málastofnunar í fyrsta og seinasta sinn. Það var mjög erfitt að fá að tala við einhvern þar. Loks fékk hún að tala við konu sem spurði hvasst hvers vegna hún hefði ekki haft samband fyrr. Henni brá við þessi orð, því hún átti ekki von á svona svörum. Hún svaraði því til að slíkt hefði henni ekki dottið í hug fyrr en fokið væri í öll skjól. Konan sagðist ekkert geta aðstoð- að hana, hún hefði sem sagt hringt of seint. Hún fór því næst til læknis þvi hún hafði misstigið sig þegar hún var að bera út dót sitt til að setja það í geymslu. Læknirinn bauð henni sæti og spurði hvað hann gæti gert fyrir hana. Hún kvaðst hafa misstigið sig illa og ökklinn væri bólginn. Því næst sagði hún honum frá óförum sínum. Hann dró upp blokkina og sagðist ætla að skrifa upp á þunglyndislyf fyrir hana. Hvað þá?! Hún góndi á lækn- inn. „Ég er nú ekkert vitlaus.“ „Nei, vina mín, þetta eru svona léttar gleðipillur... Hún varð reið og sagði .. .“ég kom út af fætinum og viltu gjöra svo vel að líta á hann“. Hann var fúll á svipinn, en leit á fótinn og kallaði til hjúkrun- arfræðing til að binda um fótinn. Hún haltraði út og því næst lá leið hennar inn á Hagstofu. Hún ætlaði að tilkynna sig heimilislausa. „Þú verður að eiga heimili," var svarið. „En ég er húsnæðislaus og á hvergi heima.“ „Því miður, þetta eru reglur," sagði starfsmaður Hagstofunnar. „Ég get samt ekki skráð mig fyrr en ég fæ húsnæði aftur,“ sagði konan þá. „Þú hlýtur að sofa einhvers staðar.“ „Já, en þótt ég fái að gista eina og eina nótt hjá vinum og vandamönnum get ég ekki flutt þangað lögheimili mitt.“ En ekkert gekk, engin sam- úð með húsnæðislausu konunni, bara reglur. Hún staulaðist út í kuldann, vafði þétt um sig kápuræflinum sem hún fékk á útsölu nokkrum árum áður. Loks lá leið hennar til bankastjóra í viðskiptabanka hennar. Það voru kaldar kveðjur sem hún fékk þar er hún gekki inn í fína skrifstofuna hans. Hún bað um smálán. „Ætlar þú að fá lán?“ sagði bankastjórinn. „Já, ég er komin á götuna og vantar smálán til að fá þak yfir höfuðið, svo ég geti haldið áfram,“ sagði hún. Hann varð stífur á svip og vildi sýna þessari kerlingu það að það þýddi nú lítið að æða inn í hans banka. „Þú þarft tvo ábyrgðar- menn, sem eiga fasteignir,“ sagði hann fastmæltur. „Ég bið fólk aldrei um svoleiðis," sagði konan. „Þá er því miður ekki hægt að tóna þér,“ sagði þá bankastjórinn. Hún kom til mín grá og guggin bæði sár og reið yfii’ þein-i meðferð er hún hafði fengið í kerfínu hér. Ég þurfti nú enga háskólamennt- aða manneskju til að setja teygju- bindi um löppina á mér, ég gat gert það sjálf. Það rættist sem betur fer úr þessu öllu fyrir þessari duglegu konu og líf hennar breyttist til batnaðar. En ég hef oft hugsað um þessi orð hennar. Við þurfum ekk- ert á menntafólki eingöngu að halda þótt við misstígum okkur, við getum sjálf bundið um sárin sem lífið veldur okkur og styrkt hvert annað. Því miður er víst góðærið ekki ætlað öllum nú. Því rær margt fólk hér lífróður sérhvern dag í baráttunni fyrir sig og sína til að hafa þak yfir höfuðið, mat og aðrar lífsnauðsynjar. Og þegar það leitar til kerfisins líður því oft enn verr því skilningurinn þar á kjörum þessa fólks er ansi lítill að því er virðist. Þeir sem lægst standa í mannfélagsstiganum, fátækir og ómenntaðir, sem verða að berjast fyrir lífi sínu, eru harðduglegt fólk, sem ætti skilið að fá fálkaorðuna. Fátækt og umkomuleysi er ekki ávísun á fáfræði og heimsku. Kerf- ið þarf að verða mannlegra, það þarf að vera neyðaraðstoð, það gæti jafnvel bjargað mannslífi. Einnig á að styðja fólk til sjálf- stæðis sem vill berjast fyrir bætt- um kjörum sér til handa. Lyf geta verið nauðsynleg, en þau leysa ekki þann vanda sem að mörgum steðj- ar í nútímasamfélagi. Það líður að aldamótum og framtíðarsýn okkar ætti að vera sú að sjá hér mannlegt samfélag sem blómstraði af kær- leik. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, rithöfundur og félagi í Húmanistaílokknum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.