Morgunblaðið - 19.11.1998, Page 80
Það besta
úr báðum heimum!
I
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
¥hp% hewlett
PACKARD
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Loftsteinn
yfír Anst-
urlandi
RAGNAR Axelsson ljósmyndari
Morgunblaðsins tók þessa mynd
af loftsteini sem þaut á gífurleg-
um hraða á himninum um kl. 1
aðfaranótt miðvikudagsins.
Myndin er tekin í Fellabæ og sést
yfir Egilsstaði. Ragnar tók
myndina á tíu mínútum og skýrir
það hreyfinguna sem er á stjörn-
unum á himni. Loftsteinn fór í
þveröfuga átt við snúning jarðar
og myndar strik í myndinni.
Vesturlandsvegur
við Grafarholt
jr ------------------
Vegurinn
tvöfaldaður
á næsta ári
HAFIST verður handa við tvöfóldun
Vesturlandsvegar við Grafarholt
milli gatnamótanna við Suðurlands-
veg og gatnamótanna við Víkui-veg
næsta sumar og á verkinu að vera
að fullu lokið fyrir kristnitökuhátíð-
ina árið 2000. Aætlað er að kostnað-
ur við tvöfóldunina verði á bilinu
150-200 milljónir króna og verður
verkið boðið út næsta vor.
Að sögn Jónasar Snæbjörnsson-
ar, umdæmisverkfræðings hjá
Vegagerðinni, myndast mikill
flöskuháls á þessum vegarkafla,
sérstaklega vegna umferðarljósa
við Víkurveg.
„Það er verið að vinna við að gera
mat á umhverfisáhrifum og ganga
frá hönnun í samráði við Reykjavík-
urborg. Þegar verið var að gera veg-
inn um gjána á Suðurlandsvegi að
Rauðavatni var efnið úr gjánni sett í
Grafargilið þannig að íyllingin er að
r^jjerulegu leyti komin. Það sem er
eftir, er samt framkvæmd upp á
150-200 milljónir króna, en það þarf
að gera undirgöng, lagfæringar á
gatnamótum báðum megin og leggja
slitlag, auk annars," sagði Jónas.
Hrun úr Raufarhdls-
helli í jarðskjálftum
Þrengsla-
vegur ligg-
ur að hluta
yfír hellinn
SESSELJA Jónsdótth-, sveitar-
stjóri í Ölfushreppi, segir að í jarð-
skjálftunum um daginn hafí hrunið
úr Raufarhólshelli, en vegurinn um
Þrengsli liggur yfir hann. Hún telur
að ákveðin hætta sé á að vegurinn
fari í sundur í stórum jarðskjálfta
og segir að þetta séu enn ein rök
fyrir uppbyggingu Suðurstrandar-
vegar milli Grindavíkur og Þorláks-
hafnar.
Sesselja sagði að sveitarstjórn Ölf-
ushrepps hefði sent almannavarna-
nefnd Þorlákshafnar erindi þar sem
því er beint til sýslumanns Arnes-
sýslu að sett verði upp aðvörunar-
skilti á íslensku og ensku um að
Raufarhólshellir sé hættulegur.
„Mér er sagt að það hafi mikið
hrunið úr hellinum í jarðskjálftunum
sem urðu um daginn. Fari vegurinn í
sundur skapast veruleg hætta.
Hvernig ætlar björgunarlið þá að
komast úr Reykjavík í Hveragerði
eða hingað í Ölfusið ef eitthvað ger-
ist?“ spurði Sesselja.
Auðvelt að stoppa í
að mati Vegagerðar
Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega-
málastjóri segir að Suðurstrandar-
vegur sé ekki inni á fjárhagsáætlun
þótt talsvert hafí verið unnið að und-
irbúningi hans. Hann segh' að þótt
Þrengslavegur færi í sundur á parti,
sem auðvelt yrði að stoppa í, væri
fært til Þorlákshafnar eftir sem áður
um Ölfusið. Frá öi-yggissjónarmiði
sé lagning Suðurstrandarvegar því
ekki aðkallandi.
Steingrímur Ingvarsson, umdæm-
isstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi,
segir að hrunið hafi úr hellinum í
jarðskjálftunum um daginn. Hann
segir nær að gerður yrði hlykkur á
Þrengslaveg þar sem hann liggur yf-
ir hellinum eða vegurinn styrktur
þar en að hefja framkvæmdir við
Suðurstrandai'veg.
íslandsflug
Býður barna-
tilboð til
Akureyrar
i ÍSLANDSFLUG hefur ákveð-
ið að bjóða börnum í fylgd með
fullorðnum frítt flug milli
Reykjavíkur og Akureyrar frá
20. nóvember til 16. desember.
Allt að tvö börn að tólf ára
aldri fá þannig frítt flug í fylgd
með einum fullorðnum báðar
leiðir. Tilboðið gildir í allar
flugferðir, alla daga nema
föstudaga og sunnudaga. Þá
bjóða Fosshótelin á Akureyri
börnum fría gistingu með
morgunverði í fylgd með full-
orðnum.
k Tilboðið er nýjasta útspil ís-
landsflugs í harðri samkeppni
flugfélaganna á innanlands-
markaði. Lægsta fargjald fyrir
fullorðna er 7.980 kr. báðar
leiðir ef bókað er með tveggja
daga fyrirvara.
■ Íslandsflug/B2
Mikill samdráttur f veiðum á uthafsrækiu að undanförnu
Spáð yfír 20 þúsund
tonna minni afía á árinu
VEIÐAR á úthafsrækju innan lögsögunnar hafa
gengið mjög illa að undanfómu og hefur aflasam-
drátturinn aukist dag frá degi það sem af er ver-
tíðinni. Er rækjuaflinn það sem af er fískveiðiár-
inu töluvert minni en á sama tímabili í fyrra, en
rækjuveiði var einnig mjög treg á seinasta fisk-
veiðiári.
Uthlutað aflamark úthafsrækju á árinu er 60
þúsund tonn og til viðbótar er heimilt að flytja
tæp 15 þúsund tonn af óveiddum afla frá seinasta
fiskveiðiári milli ára. Samkvæmt upplýsingum
Péturs Bjarnasonar, formanns Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda, gera svartsýnustu spár
ráð fyrir að ekki muni veiðast nema um 40 þús-
und tonn á fiskveiðiárinu ef fram heldur sem
horfir sem er um 20 þúsund tonna minni afli en á
seinasta ári.
Að sögn Péturs Bjarnasonar hafa rækjuveiðar
innan fjarða gengið ágætlega það sem af er vertíð-
ar og má reikna með að þær skili um 8-10 þúsund
tonna heildarafla. Uthafsveiðarnar hafa hins vegar
verið uppistaðan í rækjuaflanum. Á síðasta ári
voru veidd rúmlega 60 þúsund tonn af úthafs-
rækju innan lögsögunnar. Heildarrækjuveiðin á
seinasta ári að meðtöldum veiðum á fjarlægai-i
miðum var 82 þúsund tonn samanborið við 89 þús-
und tonn á árinu þar á undan. „Ef úthafsveiðarnar
bregðast í jafn miklum mæli og svartsýnni menn
telja erum við hugsanlega að tala um að þær fari
niður í um 40 þúsund tonn og að heildarrækjuveiði
íslenskra skipa verði nálægt 60 þúsund tonnum á
öllu árinu,“ segir Pétur.
Hann bendir þó á að í sögulegu samhengi sé það
meiri afli en veiðst hafí hér við land allt fram til
ársins 1994 en þá var stöðugur vöxtur í rækjuveið-
unum. „Engu að síður þýðir þetta að það verður
verulega erfítt fyrir verksmiðjunar og útgerðirnar
að aðlagast þessum samdrætti," segir hann. Þessu
til viðbótar er rækjan heldur smærri en verið hef-
ur og því verðminni.
Pétur segir að rekstrarstaða rækjuverksmiðja
sé erfið og bendir á að með aukinni samkeppni um
hráefnið hafí menn teygt sig eins langt í hráefnis-
verði og unnt sé.
Aukin rækjuveiði á fjarlægari
miðum gefur góðar vonir
Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðju-
samlags Húsavíkur hf., gerir ráð fyrir aukinni
rækjuveiði á fjarlægari miðum, einkum á
Flæmska hattinum og í Barentshafi á næstu miss-
erum, sem vegi nokkuð á móti minnkandi veiði
innan lögsögunnar.
Einar bendir á að rækjuveiðin hafi aukist utan
lögsögunnar. Reikna megi með að rækjuveiðar
fari vaxandi á Flæmska hattinum þar sem kvótinn
hafi verið aukinn og góðar vonir séu um rækju í
Barentshafi en Húsvíkingur ÞH kom úr Smug-
unni fyrir skömmu eftir vel heppnaðan veiðitúr.
„Á stóru skipunum eru menn að horfa mjög mikið
út fyrir lögsöguna og ég býst við að stór hluti
þeirra fari til veiða á Flæmska hattinn og í
Barentshafíð á næstu misserum," segir Einar.