Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristinn Guðjónsson, verkefnis-
stjóri hjá VSÓ-ráðgjöf
Brig’sl um pant-
aðar niðustöður
eru ekki sönn
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um gagnrýni
Landssambands lögreglumanna
LÖGREGLUSTÖÐIN í Reykjavík.
„Orökstudd gífur-
yrði og getsakir“
ÞORSTEINN Pálsson dómsmála-
ráðherra segist ekki geta kallað
það gagnrýni sem fram kom á
blaðamannafundi Landssambands
lögreglumanna þar sem þeir gagn-
rýndu vinnubrögð við úttekt og
breytingar á embætti lögreglu-
stjórans í Reykjavík.
„Gagnrýni felur það í sér að
menn setji fram rökstuddar at-
hugasemdir. Þarna komu fram
órökstudd gífuryrði og getsakir
sem eiga ekkert skylt við gagnrýni.
Eg verð að segja að það kom mér á
óvart vegna þess að ég þekki lög-
reglumenn að allt öðru og veit að
þeir geta ef þeir vilja komið fram
með mjög gagnlegar athugasemdir
sem geta alveg örugglega bætt og
styrkt þá vinnu sem nú er í gangi
varðandi nýtt skipulag lögreglunn-
ar í Reykjavík,“ sagði Þorsteinn í
samtali við Morgunblaðið.
Landssamband lögreglumanna
hefui- haldið því fram að ekkert
samráð hafí verið haft við lögreglu-
menn. Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið svaraði Landssambandi lög-
reglumanna í bréfi í gær og sagði
Þorsteinn að ráðgjafarfyrirtækið
VSÓ hefði rætt við fjölmarga aðila
innan lögreglunnar, en dómsmála-
ráðuneytið hefði að sjálfsögðu ekki
haft nein áhrif á hverjir það voru.
„En ég sé það í þeim lista sem
fyrirtækið birtir yfír viðmælendur
sína að formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur er einn þeirra. Þetta
segir okkur strax að allar yfirlýs-
ingar um að við þá hafi ekki verið
talað og ekkert samráð haft eru út
í bláinn. Þeim var kynnt skýrslan
um leið og hún var tilbúin og við þá
hefur verið rætt. Það var sérstak-
lega tekin ákvörðun um það af mér
að hafa lengri tíma til umfjöllunar
fyrir stjómendur og lögreglumenn
en ráðgjafar VSÓ lögðu til í þeim
tilgangi að geta fengið sem vand-
aðastar athugasemdir frá þessum
aðilum. Enn sem komið er hafa
lögreglumenn ekki nýtt sér það og
ekki sett fram rökstuddar athuga-
semdir. En ég vona að þeir muni
gera það því ég veit að þeir geta
lagt gott til málanna og lagt fram
sjónarmið sem geta bætt þá vinnu
sem þarna fer fram og bíð þess
vegna eftir því að heyra eitthvað af
því tagi frá þeim,“ sagði Þorsteinn.
Spurning hvaða hagsmuni
er verið að verja
Lögreglumenn segja að hyl-
dýpisgjá hafi myndast á milli lög-
reglumanna og æðstu yfirstjómar
lögreglunnar í landinu. Þorsteinn
sagðist vilja minna á að lögreglan
hefði lent í miklum hremmingum
og týnst hefðu fleiri kíló af fíkni-
efnum, en við rannsókn hefði ekki
verið hægt að draga neinn til
ábyrgðar fyrir þau alvarlegu mis-
tök. Þetta hafi endað með því að
lögreglustjórinn sjálfur hafi orðið
að bera stjórnunarlega ábyrgð á
Deilum
lokið af
hálfu ís-
ólfs Gylfa
ÍSÓLFUR Gylfí Pálmason al-
þingismaður sendi í gær frá sér
eftirfarandi yfírlýsingu vegna
deilna hans við Þórhall Ólafsson,
aðstoðarmann dómsmálaráð-
herra, í kjölfar ummæla sem
ísólfur Gylfi hafði eftir honum á
Alþingi:
„Deilum mínum við aðstoðar-
mann dómsmálaráðherra er lok-
ið af minni hálfu. Mér þykir enn
mjög sárt að liggja undir ámæli
af hans hálfu um lygar.
Ég á þá von í brjósti að um-
ræður um lögreglustjóraemb-
ættið megi þróast í takt við þær
upplýsingar og óskir er fram
komu á blaðamannafundi Lands-
sambands lögreglumanna 18.
nóv. sl.
Sannleikurinn sigrar alltaf að
lokuni."
hvarfinu þó að hann hafi hvergi
komið að því sjálfur.
„Þetta segir okkur að það voru
brotalamir í stjórnskipulagi og
skilgreiningu á ábyrgð einstakra
yfirmanna og starfsmanna. Það
týndist eða réttara sagt féll fyrir
borð fjöldinn allur af minniháttar
málum og sektarinnheimta var í
molum. Þetta sagði okkur að það
var óhjákvæmilegt að breyta
stjórnskipulaginu og vinnubrögð-
um til þess að koma þessu máli í
lag. Lögreglustjórinn sem nú er
óskaði eftir því í febrúarmánuði
síðastliðnum að ráðuneytið gengist
fyrir stjómunarlegri úttekt og til-
lögugerð til þess að mæta þeirri
gagnrýni sem uppi var. Hann
óskaði jafnframt nokkra síðar eftir
að fá sex mánaða veikindaleyfi og
við því var orðið.
Ráðuneytið varð við þeirri ósk
um að fara í þessa vinnu og hefði
heldur aldrei getað annað í ljósi
þeirrar ábyrgðar sem á þess herð-
um hvílir. Þegar menn halda því
fram í dag að þetta hafi verið með
öllu óþarfi þá spyr ég: hvaða hags-
muni er verið að verja? Em menn
að verja það ástand sem var? Eru
menn að verja það að skipulagið
hafi verið með þeim hætti að það
var ekki hægt að koma fram
ábyrgð gagnvart þeim sem mistök-
in gerðu og lögreglustjórinn varð
sjálfur að taka á sig með áminn-
ingu? Þetta eru allt spurningar
sem vakna þegar ég heyri menn
halda því fram að það hafi ekki ver-
ið tilefni til að takast á við stjóm-
skipulag lögreglunnar i Reykjavík.
Það hefur verið skipaður sérstakur
starfshópur til að vinna að fram-
gangi þessara tillagna og eiga við-
töl við þá sem hlut eiga að máli og
lögreglustjórinn er að sjálfsögðu í
þeim hópi. Hann er kominn aftur
til starfa og ég veit að hann mun
leggja fram góð og málefnaleg rök
inn í þá umfjöllun og er sannfærð-
ur um það að hans tillögur muni
geta leitt til enn betri niðurstöðu
en fyrir liggur. Eg fæ því ekki ann-
að séð en að hér sé um órökstudd
gífuryrði að ræða,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
KRISTINN Guðjónsson, verkefnis-
stjóri við gerð skýrslu VSÓ-ráðgjaf-
ar um breytingar á stjórnskipulagi
lögreglustjóraembættisins 1
Reykjavík, segh- að umræðan um
skýrsluna og þær tillögur sem í
henni eru settar fram hafi komið
þeim sem unnu að skýrslunni nokk-
uð á óvart. Sérstaklega undrist þeir
þau stóryrði sem notuð hafa verið
þar sem bæði sé vegið að starfs-
heiðri þeirra og fagmennsku, en
einnig að heiðarleika þeirra og fyr-
irtækisins. Hann segir að erfitt sé
að átta sig á hvað liggi að baki slík-
um ummælum. Aðilar velti sér aðal-
lega upp úr stöðu lögreglustjóra og
varalögreglustjóra og séu þar með
rangtúlkanir og útúrsnúninga.
„Við verðum eins og aðiir að geta
tekið gagmýni á niðurstöður vinnu
okkar. Það er ekkert óeðlilegt að
menn séu ekki á eitt sáttir um það
sem við leggjum til. Það er svo
verra þegar vinnubrögð okkar eru
dregin í efa. Við teljum okkur eftir
sem áður hafa unnið þetta fagmann-
lega, en gott og vel, þar geta menn
verið á annarri skoðun.
Það sem hins vegar er sérstakt í
þessu máli og okkur finnst erfiðast
að sætta okkur við eru hörð um-
mæli um ófagleg vinnubrögð og
pantaðar niðurstöður. Að við séum
viljalaust verkfæri einhverra til að
leggja ákveðna persónu í einelti og
rýra mannorð viðkomandi. Þetta
eru alvarlegar ásakanir og ég vil því
leggja áherslu á að þær eru ósann-
ar,“ sagði Kristinn í samtali við
Morgunblaðið.
„Stundum er sagt, að ef ósannindi
eru sögð nógu oft þá verði þau að
sannleika. Við vitum hver sannleik-
urinn er hér og hann er ekki að ráð-
herra, aðstoðarmaður ráðherra eða
aðrir aðilar hafí pantað niðurstöður
vinnu okkar. Engar takmarkanir
voru settar fram af hálfu dómsmála-
ráðuneytis á niðurstöðurnar."
í engum tilfellum með
ákveðnar persónur í huga
Kristinn sagði að það væru einnig
ósannindi að þeir sem unnu skýi'slu
VSÓ hefðu með vinnu sinni viljað
eða verið falið að koma höggi á
Böðvar Bragason lögreglustjóra
eða kasta rýrð á mannorð hans. í
engum tilfellum hefðu þeir verið
með ákveðnar persónur í huga þeg-
ar tillögumar voru unnar og þeir
hefðu forðast í umfjöllun sinni eða
þegar þeir hefðu þurft að gera grein
fyrir tillögunum að draga einstakar
persónur inn í umræðuna.
„Hvað vinnubrögð okkar varðar
þá fór upplýsingaöflun fyrst og
fremst fram með þeim hætti að við-
töl voru tekin við fjölda einstaklinga
innan lögregluembættisins og ann-
arra stofnana sem tengjast þessum
málaflokki og eiga samskipti við
lögreglustjórann í Reykjavík. Við
söfnuðum einnig nokkru af upplýs-
ingum um fyrirkomulag á stjórnun
lögreglu annars staðar, ekki til að
yfirfæra beint heldur til að fá hug-
myndir. Dómsmálráðuneytið skip-
aði stýrihóp okkur ráðgjöfunum til
stuðnings sem aðstoðaði okkur
meðal annars við upplýsingaöflun. í
þessum hópi voru hugmyndir og
áfanganiðurstöður ræddar. Þetta er
ekkert óeðlilegt. Hópurinn reyndi
hins vegar ekki að hafa áhrif á nið-
urstöður í þá veru sem gagnrýnend-
ur vilja halda fram, það er að segja
að beina þeim gegn einhverri
ákveðinni persónu. Við unnum að
málinu í þrjá mánuði og við teljum
að við höfum unnið tillögur sem eru
gott verkfæri til að gera yfirstjórn
embættisins og stjórn einstakra
sviða þess markvissari en verið hef-
ur,“ sagði Kristinn.
Hann sagði að það sem einkum
hefði verið gert tortryggilegt væri
sú verkaskipting sem VSÖ hefði
lagt til að lögreglustjóri og varalög-
reglustjóri gerðu með sér, en þar
legði VSÓ til að lögreglustjóri sinnti
stefnumótun og þróun en varalög-
reglustjóri sæi um daglega stjórn
embættisins.
„Þá hefur því víða verið slegið
upp að við leggjum til í starfslýs-
ingu varalögreglustjóra að lög-
reglustjóri sé staðgengill hans. Það
að slá slíku atriði upp sem einhverju
meginatriði er að okkar mati dæmi
um að verið sé að tína til atriði sem
gæti stutt samsæriskenningu þá að
við séum handbendi einhverra afla
sem vinni að því að koma núverandi
lögreglustjóra frá. Það eina sem
liggur að baki af okkar hálfu er að
undirstrika að enginn sviðsstjór-
anna gangi í störf varalögreglu-
stjóra í fjarveru hans, heldur yfir-
taki lögreglustjóri skyldur undir-
mapns síns.
Ég geri ráð fyrir að þeir þing-
menn sem farið hafa hörðum orðum
um „vinnubrögðin" í málinu hafi les-
ið skýrslu okkar. Þar stendur á bls.
5 að „varalögreglustjóri annast alla
daglega stjórn embættisins í um-
boði lögreglustjóra og í samráði við
hann. Þó er ljóst að ef úrskurðar er
þörf, þá er lögreglustjóri hæsti'áð-
andi“. Þetta finnst okkur vera all-
skýrt og þeir sem túlka þetta á þá
leið að verið sé að gera lögreglu-
stjóra valdalausan hafa annaðhvort
misskilið þetta eða tala gegn betri
vitund af einhverjum ástæðum sem
við þekkjum ekki,“ sagði Kristinn.
Fá ekki séð að hugmynd-
irnar stangist á við lög
Kristinn sagði það vekja nokkra
undrun þeirra sem unnu að skýrslu
VSÓ að í umræðunni hafi menn
verið svo sammála um að gera lítið
úr því hlutverki sem lögreglustjóra
væri ætlað samkvæmt tillögunum.
Ekki síst á þeim umbrotatímum
sem embættið hefði gengið í gegn-
um teldu þeir það vera embættinu
til góðs að æðsti yfirmaður þess
hafi svigrúm til að sinna stefnu-
mótun og þróun, t.d. umbótastarfi í
samvinnu við starfsmenn um alla
þætti starfseminnar, sem geti ráðið
meiru um starfsemina en besta
skipurit.
„Þetta ásamt öðru teljum við
verðugt verkefni fyrir lögi'eglu-
stjóra. Við erum þrátt fyrir allt að
tala um stofnun sem snertir öryggi
og daglegt líf 40% þjóðarinnar, velt-
ir 1,3 milljörðum króna og þar vinna
um 350 manns. Við teljum að það
hefði verið óeðlilegt að fela varalög-
reglustjóra, næstæðsta yfh'manni
embættisins, þessi verkefni á með-
an lögreglustjóri hefði með höndum
daglega stjórn.
A það má benda, að í núverandi
skipuriti, sem var í gildi þegai'
Böðvar Bragason fór í veikindaleyfi,
er staðsetning lögreglustjóra og
varalögreglustjóra í sjálfu sér sú
sama og í tillögum VSÖ. Hins vegar
lá þá ekkert fyiir um verkaskipt-
ingu þein-a annað en ákvæði lög-
reglulaganna, en um verksvið vara-
lögreglustjóra segir í 6. grein að
„varalögreglustjóra er ætlað að
vera næstráðandi lögreglustjóra og
staðgengill hans“. Við leggjum í
okkar tillögum fram hugmyndir að
skýrri verkaskiptingu milli lög-
reglustjóra og varalögreglustjóra
og við fáum ekki séð að þær stang-
ist á við lög,“ sagði Kristinn Guð-
jónsson.