Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Um 70 brúttórúmlesta skip dregið af sjó inn í nýsmíðaskemmu Slippstöðvarinnar Fyrsta skipti sem skip fer inn þá leiðina LÍNU- og dragnótaskipið Brimnes BA-800 frá Patreksfirði var dregið af sjó inn í nýsmíðaskemmu Slipp- stöðvarinnar á Akureyri í fyrra- kvöld en þetta er í fyrsta skipti sem skip er tekið þá leið inn í skemmuna. Aður hafði mörgum skipum sem smíðuð voru í Slipp- stöðinni verið rennt út úr skemm- unni og í sjó. Síðasta skipið sem fór þá leiðina var skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE-800 hinn 15. maí áríð 1991. Brimnes BA er rúmlega 72 brúttórúmlesta stálskip, smíðað á Neskaupstað og í Stykkishólmi ár- ið 1979. Skráningarlengd skipsins er rúmir 20 metrar og breiddin rúmir 5 metrar. Marteinn Hámundarson, verk- efnisstjóri Slippstöðvarinnar, sagði að áður hafi minni bátar verið teknir inn í skemmuna vestan meg- in á vögnum. Framundan er að setja nýjan skut á Brimnes, skipta um aðalvél og færa stýrisbúnað. Við þessar breytingar á skutnum lengist skipið um tæpa 2 metra. Lausir undan veðri „Hér á Akureyri er allra veðra von en nú getum við unnið við skip- ið alla daga án þess að lenda í vandræðum með veðrið. Það gekk mjög vel að draga skipið inn og ég er viss um að við eigum eftir að gera meira af þessu í framtíðinni. Einnig er mikilvægt að koma á betri nýtingu á nýsmíðaskemmuna, þótt það sé kannski erfitt að nota það nafn á skemmuna lengur." Jóhannes Héðinsson, skipstjóri og útgerðarmaður Brimness, var að vonum ánægður með hvernig til tókst að koma skipinu í hús. Hann sagðist vonast til að í kjölfarið lyki verkinu viku fyrr, en verklok eru áætluð 21. desember nk. „Þá komumst við örugglega heim fyrir jólin." Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Slippstöðvarinnar fylgjast spenntir með því er Brim- nes BA er dregið inn í nýsmíðaskemmu fyrirtækisins. TVEIR bátar til viðbótar, Þorleifur EA frá Grímsey og Bergey SK, eru í nýsmíðaskemmunni en þeir voru teknir inn landmegin. Þorleif á að lengja hjá Slippstöðinni en Bergey á að stytta. Jólaþorpið Norðurpóllinn opnað í dag NORÐURPÓLLINN, jólaþorp á flötinni neðan við Samkomuhúsið, verður opnaður formlega í dag, föstudag. Jólasveinar byrja á því að safnast saman á Ráðhústorgi kl. 15, heilsa þeir upp á bæjarbúa og fara svo í skrúðgöngu að Norðurpólnum með sérstaka jólasveinalúðrasveit í broddi fylkingar. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, flytur ávarp og opnar Norðurpólinn formlega kl. 17 og þá verður kveikt á ,jólatré allra barna“. Hljómsveitin Cantabile frumflytur lag sem tileinkað er jólatré allra bama og Guðrún Helgadóttir rithöf- undur flytur ávarp. Barnakór Norð- urpólsins syngur jólalög. Fyrsta alþjóðlega jólasveinaþingið hefst kl. 17.30 og munu jólasveinar sem þátt taka í þinginu syngja og dansa kringum jólatré. Norðurpóllinn verður opinn frá morgni til kvölds, þar er verkstæði þar sem aðstoðarmenn jólasveinsins hjálpa honum að útbúa jólagjafir, á svæðinu er skóli, bakarí, jólapósthús og margt fleira. Boðið er upp á ferðir með hestakerrum til og frá Norður- pólnum auk þess sem gestum gefst kostur á að bregða sér á hestbak. ------------------- Jóla- stemmning í Nonnahúsi Flugfélagið Loftur gerir tilboð í rekstur atvinnuleikhúss Bæjarráð telur ekki efni til viðræðna að sinni Þrennir afmælistón- leikar Tón- listarskólans TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarðar er 10 ára um þessar mundir og af því tilefni verða haldnir þrennir tón- leikar. Þeir fyrstu verða í gamla skóla- húsinu á Grenivík, föstudagskvöldið 20. nóvember og hefjast þeir kl. 21. Á laugardag, 21. nóvember, verða tónleikar í Hlíðarbæ og hefjast þeir kl. 13.30 og loks verða tónleikar í Freyvangi sama dag kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði söngur og hljóðfæraleikur auk þess sem djasshljómsveit kennara spilar. Flytjendur á tónleikunum verða kennarar og lengra komnir nem- endur. Aðgangur er ókeypis og eru allir velunnarar skólans hvattir til að mæta. FLUGFÉLAGIÐ Loftur hefur gert tilboð í rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri. Bæjarráð fjallaði um tilboð Flug- félagsins Lofts á fundi sínum í gær og lýsti yfir ánægju með þann áhuga sem félagið sýnir á rekstri leikhúss á Akureyri. Þar sem viðræður standa yfir við stjórnendur Leikfélags Akureyrar um framhald rekstrarins auk þess sem í undirbúningi eru við- ræður við ríkisvaldið um áframhald- andi starfsemi leikfélagsins telur bæjarráð ekki efni til þess að taka upp viðræður að sinni við Flugfélag- ið Loft, en erindinu var vísað til um- sagnar menningarmálanefndar. Oddur H. Halldórsson bæjarfull- trúi L-listans bókaði á fundi bæjar- ráðs að í sínum huga væri það ekki spuming hver ræki, heldur hvort starfrækt væri atvinnuleikhús á Akureyri. „Flugfélagið Loftur hefur sýnt það svo ekki verður um villst að þeir eru hæfir tii að takast á við slíkt verkefni,“ segir í bókun Odds og einnig að þar sem nú standi yfir skoð- un á rekstri atvinnuleikhúss í bænum telji hann bæði sjálfsagt og eðlilegt að einnig verði skoðuð sú leið sem flug- félagsmenn setji fram í erindi sínu til bæjaryfirvalda á Akureyri. Leikfélag Akureyrar hefur átt í erfiðleikum síðustu misseri og mikill taprekstur verið á félaginu. Fyn- í haust samþykkti bæjarstjórn að leggja fram 18 milljónir króna til að koma rekstrinum á réttan kjöl. RÚM fjörutíu ár eru frá því Zonta- klúbbur Akureyrar stofnaði minn- ingarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson, Nonna, sem þekktur er um allan heim fyrir frásagnir af ævintýrum sínum á Islandi. Opið hús verður í Nonnahúsi á sunnudag, 22. nóvem- ber, frá kl. 14 til 17 og er aðgangur ókeypis. Nýlega fékk Nonnahús til varðveislu merkan grip, smíðaðan árið 1850, dragkistu Voga-Jóns, móðurbróður Nonna, og verður hún til sýnis á sunnudaginn. ------♦-♦-♦--- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11, laugar- daginn 21. nóvember. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag kl. 13.30, Kyrrðar- og bænastund mánu- dagskvöldið 23. nóvember kl. 21. Ath. breytta dagsetningu. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Möðru- vallakirkju á sunnudag, 22. nóvem- ber kl. 11. Skólinn er í umsjá Söru Helgadóttur og Hannesar Blandon. Sunnudagsspjall á Sigurhæðum Njála til umræðu Hlýttog HAB gott frá um og seíjum flísfatnað í Laugardalshöllinni 20.—22. nóv. Fjölbreytt úrval Tilvaldar jólagjafir Flísfatnaðurinn fæst einnig í Jólagrúsku N orðurpólnum, Gallerí Grúsku og Nettó Akureyri, svo og á saumastofunni. Saumastofan HAB POSTSENDUM UM ALLT LAND Melbrún 2, Árskógsströnd, 621 Dalvi'k, sími 466 1052. FYRSTA „Sunnudagsspjallið á Sig- urhæðum" verður næstkomandi sunnudag, 22. nóvember frá kl. 15 til 17. Gert er ráð fyrir að sunnudags- spjall verði mánaðarlegur viðburður í störfum Sigurhæða - Húss skálds- ins. Eins og vera ber verður fyrst spjallað um Njálu og munu þeir Jón Karl Helgason og Kristján Jóhann Jónsson, sem báðir hafa nýlega gefið út bækur um þessa meistarasögu reifa hugmyndir sínar og sitja fyrir svörum. í fyrravetur stóð Hús skáldsins fyrir 14 kvölda námskeiði um Njálu á jafnmörgum vikum og er gert ráð fyrir að annað slíkt fari fram eftir áramót. Tilvalið er fyrir þá sem sóttu eða hafa hug á að sækja það að koma í Sigurhæðir á sunnu- dag, hlusta á frummælendur og leggja sitt til málanna, en aðgangur er öllum áhugamönnum heimill. ----♦_♦_♦-- Hausthrað- skákmót HAUSTHRAÐSKÁKMÓT verður haldið í skákheimili Skákfélags Akureyrar við Þingvallastræti á sunnudag, 22. nóvember, og hefst það kl. 14. Tæknival hf. hefur starfsemi á Akureyri TÆKNIVAL hf. hefur rekstur sér- stakrar Akureyrardeildar félagsins í dag, föstudaginn 20. nóvember. Þetta er langstærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar á landsbyggðinni. Um síðustu áramót sameinaðist Tölvutæki hf. á Akureyri Tæknivali en verslun félagsins að Furuvöllum 5 hefur fram til þessa verið rekin und- ir nafni Tölvutækja. Verslunin verð- ur opnuð um hádegi í dag eftir gagn- gerar breytingar og endurbætur og mun eftirleiðis bera nafn Tæknivals. Alls starfa 25 manns hjá fyrirtæk- inu á Akureyri og skiptist starfsemin í þrjú svið; þjónustusvið, fyrirtækja- svið og verslunarsvið. Við tvö þau fyrstnefndu starfa 16 manns sem flestir hafa lokið viðurkenndum gráðum frá Compaq, Microsoft og eða Novell og er þessum sviðum skipt upp í verkstæði, netþjónustu og fyrirtækjasölu. Á verslunarsviði starfa 7 manns og hefur það með höndum sölu á tölvum og fylgihlut- um þehra, skrifstofutækjum og - búnaði ásamt tilheyrandi rekstrar- vörum. Tæknival selur tölvubúnað frá mörgum þekktustu framleiðendum heims. Samstarfssamningur er í gildi milli Tæknivals og Microsoft sem felur í sér að starfsfólk fær sérþjálf- un í Microsoft-lausnum og ræður því ávallt yfir nýjustu þekkingu á þeim. I hópi viðskiptavina Tæknivals eru mörg stór fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi og þá hefur fyrirtækið á síðustu mánuðum gert þjónustu- samning við níu heilbrigðisstofnanir í fjórðungnum um umsjón, uppsetn- ingu og eftirlit með tölvukerfum þeirra. Deildarstjóri Tæknivals á Akur- eyri er Kristján Aðalsteinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.