Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
Kanslari flytur
HÚSGÖGN úr skrifstofu þýska
kansiarans, Gerhards Schröders,
voru flutt í gær úr skrifstofu
hans í Bonn í ný húsakynni í
Beriín. Er kanslaraskrifstofan
fyrsta opinbera stjórnarskrif-
stofan seni flutt er til Berlínar
samkvæmt ákvörðun sljórnar-
innar.
Þrátt fyrir að Schröder hafi
aðeins setið í embætti í þrjár vik-
ur, hefur hann sætt harðri gagn-
rýni fyrir efnahagsstefnu sína. I
gær bættust „vitringamir fimm“,
hópur virtra hagfræðinga, í hóp
gagnrýnenda er þeir birtu úttekt
á stefnuskrá stjórnar Schröders í
efnahagsmálum. Kváðust fim-
menningarnir fátt jákvætt hafa
fundið og sögðu stefnuna ósam-
kvæma sjálfri sér og að hún bæri
vott um hálfkák. Fundu hagfræð-
ingarnir einkum að áætlunum
stjórnarinnar um breytingar á
skattkerfinu og aðgerðum til að
draga úr atvinnuleysi.
Árangur APEC-fund-
arins sagður lítill
Kuala Lumpur. Reuters. The Daily Telegraph.
SÉRFRÆÐINGAR virðast á einu
máli um að lítill árangur hafi orðið
af fundi Efnahagssamvinnuráðs As-
íu- og Kyrrahafsríkja (APEC) í Ku-
ala Lumpur, höfuðborg Malasíu, í
vikunni. Ekki komu fram afgerandi
tillögur um úrræði, þrátt fyrir að
ýmis aðildarríki standi frammi fyrir
alvarlegum efnahagsvanda.
í yfirlýsingu leiðtoga Asíu- og
Kyrrahafsríkja í lok fundarins segir
að stefnt sé að samvinnu aðildar-
ríkjanna við að leysa fjár-
málakreppuna í Asíu, og stuðla að
viðreisn í efnahagslífi þessa heims-
hluta. Fullyrt er að skilyi'ðum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir
neyðaraðstoð til APEC-ríkja verði
fullnægt, og hvatt er til hertari
reglna um viðskipti á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
Líftími APEC ekki Iangur?
Stjórnmálaskýrendur voru
ómyrkir í máli um yfirlýsinguna, og
sögðu leiðtoga APÉC-ríkjanna ekki
hafa komið fram með neinar raun-
hæfar tillögur um úrræði, sem biýn
þörf væri á til að ráða niðurlögum
efnahagskreppunnar í Asíu. Ymsir
eru jafnvel farnir að efast um að líf-
tími APEC verði langur, enda virðist
ekki einu sinni vera samstaða meðal
aðildarríkja um að fylgja eina skýra
markmiði samtakanna, að auka frelsi
í viðskiptum. Japanai' hindruðu á
fundinum samkomulag um lækkun
tolla á sjávar- og skógarafurðir í As-
íu, og frestuðu þannig framkvæmd
áætlunar sem skilað hefði milljörð-
um dollara í viðsldptum.
Einnig var bent á að fögur fyrir-
heit um samvinnu aðildan-íkja væru
ekld ýkja trúverðug í ljósi þess að
fundurinn einkenndist af misklíð.
Hæst bar vitanlega spennan sem
skapaðist vegna stuðningsyfirlýs-
ingar Als Gores, varaforseta Banda-
ríkjanna, við stjórnandstöðuna í
Malasíu, en Malasíustjórn hefur
verið í forsvari APEC undanfarið ár
og var gestgjafi fundarins.
Tilkynningu Bandaríkjanna og
Japans um að ríkin hygðust veita
samtals 10 milljörðum dollara í að-
stoð við banka og fyrirtæki í Asíu
var víðast vel tekið, en þó er ljóst að
þörf er á mun meiri aðstoð til að
mæta þeim vanda sem mörg ríki í
álfunni standa frammi fyrir.
Fundurinn skilaði engu
Stjórnmálaskýrendur virðast
sammála um að fundurinn hafi engu
skilað sem máli skipti. „Flest nTd
hefðu verið ánægð ef fundurinn
hefði ekki átt sér stað. Við verðum
að hafa í huga að samtökin voru
stofnuð á uppgangstímum," sagði
dr. Athar Hussein við London
School of Economics í samtali við
The Daily Telegraph. Walden Bello,
prófessor í félagsfræði við Háskóla
Filippseyja, var einnig óvæginn í
ummælum sínum um APEC: „Eng-
in önnur svæðissamtök hafa valdið
jafn miklu fjaðrafoki, og þó skilað
jafn litlum raunverulegum árangri."
Indónesíustjórn heitir
rannsókn á auði Suhartos
Tyrkir
hafna
boði Itala
um fund
Ankara, Brussel. Reuters.
MESUT Yilmaz, forsætisráðherra
Tyrklands, hafnaði í gær boði Itala
um fund svo hægt væri að draga úr
spennu milli ríkjanna vegna þeirrar
kröfu Tyrkja að Italir framselji
kúrdneska skæruliðaforingjann
Abdullah Öcalan til Tyrkiands.
Telja fréttaskýrendur að viðbrögð
Yilmaz sýni að Tyrkir óttist nú
mjög að ekki verði orðið við kröfum
þeirra, en tyrknesk stjórnvöld telja
Ócalan ábyrgan á dauða 30.000
manna vegna fjórtán ára baráttu
Kúrda fyrir því að fá að stofna full-
valda ríki í suðausturhluta Tyrk-
lands.
Reyndi yfirstjórn Evrópusam-
bandsins í gær að halda sig utan við
deilurnar um framsal Öcalans, sem
harðna með degi hverjum, en
Massimo D’Alema, forsætisráð-
herra Ítalíu, hafði látið hafa eftir
sér að hér væri ekki einungis um að
ræða milliríkjamál Tyrklands og
Ítalíu heldur málefni sem snerti
alla Evrópu og að Italir færu fram
á að ESB sýndi þeim samstöðu.
Yilmaz tilkynnti að hann gæfi lít-
ið fyrir boð Itala í þann mund er
hann gekk á þingfund þar sem
stjórnarandstaðan hugðist leggja
fram vantrauststillögu á ríkisstjórn
hans. Var tillagan samþykkt og er
fastlega gert ráð fyrir því að minni-
hlutastjórn Yilmaz falli þegar
gengið verður til endanlegrar at-
kvæðagreiðslu um tillöguna í
næstu viku.
Djakarta. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Indónesíu hétu því
í gær að frekari rannsókn myndi
fara fram á auðsöfnun Suhartos,
fyrrverandi forseta landsins, eftir að
um þrjú þúsund námsmenn höfðu
mótmælt við heimili hans í Djakarta
og farið fram á að Suharto yrði sótt-
ur til saka fyrir spillingu og mann-
réttindabrot í stjórnartíð sinni.
Stöðvuðu öryggissveitir lögreglunn-
ar mótmælendur um 700 metra frá
húsi Suhartos en ekki kom til átaka.
Sumir fréttaskýrenda halda því
fram að Suharto og fjölskylda hans
hafi safnað að sér allt að 40 milljörð-
um Bandaríkjadala, um 2.800 millj-
örðum ísl. kr., meðan 32 ára valdatíð
Suhartos stóð, en hann harðneitar
að eiga fé í bönkum erlendis. Ekki
er ljóst til hvaða ráðstafana stjórn-
völd munu grípa en Akbar
Tandjung, talsmaður Jusufs Ha-
bibies, núverandi forseta Indónesíu,
sagði að einnig yrði tekið mið af
þeim kröfum Amiens Rais, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar í landinu, að
rannsókninni verði hraðað og skipt
um rannsóknarnefnd.
Hefur Rais haldið því fram að
bæði Habibie og ríkissaksóknarinn
Muhammad Ghalib hafi verið of
handgengnir Suharto til að vilja róta
mikið í málum forsetans fyrrver-
andi.
Habibie, sem á mjög undir högg
að sækja eftir að götuóeirðir brutust
út í síðustu viku og ollu dauða fjórt-
án manns, varaði landa sína við því í
gær að þeir myndu valda tortímingu
Indónesíu ef þefr berðust fyrii' skoð-
unum með ólögmætum hætti. Hvatti
hann jafnt almenning sem stjórn-
málamenn til að berjast með lýð-
ræðislegum aðferðum fyrir hags-
munum sínum og áhugamálum.
Erlendir
fréttamenn
varaðir við
Peking. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Kína vöruðu í gær
erlenda fréttamenn við að brjóta
kínversk lög, en í fyrradag var
Jurgen Kremb, fréttamaður þýska
vikuritsins Der Spiegels, rekinn úr
landi. Var hann sakaður um að hafa
komist yfir ríkisleyndarmál.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytsins sagði, að stjórnvöld
ábyrgðust réttindi erlendra frétta-
manna í Kína en krefðust þess um
leið, að þeir héldu sig innan ramma
laganna. Hann vildi þó ekkert um
það segja hvers vegna Kremb hefði
verið vísað burt og sagði, að svarið
sjálft væri leyndarmál. Er Kremb
annar blaðamaðurinn, sem Kínverj-
ar vísa bm-t sl. tvo mánuði. í Kína er
litið á næstum allar upplýsingar,
sem ekki hafa verið birtar í opinber-
um fjölmiðlum, sem ríkisleyndarmál.
---------------------
Greina ekki
milli þorsks
og skips
Óslá. Morgunblaðiö.
NORSKI sjóherinn stendur fr-ammi
fyrir óvenjulegum vanda - þorskum
í makaleit. Við hana gefur þorskur-
inn frá sér hljóð sem trufla hlustun-
artæki kafbáta sjóhersins.
Þorskurinn gefur frá sér stutt en
reglubundin hljóð, sem rugla þá sem
fylgjast með skipaferðum í ríminu,
því þeir geta oft á tíðum ekki greint
á milli þorsks og skips. Hefur sjó-
herinn nú hvatt skipstjóra kafbát-
anna til að halda sig utan hrygning-
arslóða þorsksins eins og kostur er.
Reuters
UNGUR drengur stendur í miðjum hópi lögreglumanna sem búa sig undir að stöðva mótmælagöngu náms-
manna að heimili Suhartos, fyrrverandi Indónesíuforseta, í gær.
Á undanförnum misserum hafa kappsfullir söluaðilar kallað hin ýmsu gólfefni
parket, þótt þau eigi ekkert skylt með því nema mynstrið - og komist upp með
það. Vegna misskilnings sem af þessu hefur hlotist munum við héðan í frá tala
um viðargólf þegar um hið eina sanna parket er að ræða.
Teppaland
GÓLFEFNIehf.