Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 53
Hollvinasamtök
Háskóla íslands
Fyrirlestr-
ar á ári
hafsins
HOLLVINASAMTÖK Háskólans
gangast fyrir opnum fyrirlestrum í
tilefni árs hafsins. Fyrirlestrarnir
verða þrjá laugardaga í sal 3 í Há-
skólabíói og hefjast kl. 14.
Á morgun 21. nóvember flytur
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor
fyrirlesturinn Áttir og eyktir, dagar
og dægur; Nokkur álitamál um sigl-
ingafræði og tímamælingar nor-
rænna manna á miðöldum. Fyrirles-
ari hyggst fjalla sér í lagi um nokk-
ur atriði í þessum fræðum sem hafa
reynst fræðimönnum hörð undir
tönn, segir í fréttatilkynningu. Með-
al annars vísar hann til sérstaki'a
aðstæðna hér á norðurslóðum í
samanburði við suðlægari lönd þar
sem hefðbundin stjörnufræði varð
til. Einnig tengjast álitamálin
áþreifanlegum atriðum eins og
hraða í siglingum yfirleitt, og stað-
arákvörðunum á Vínlandi.
Þorsteinn Vilhjálmsson er pró-
fessor í eðlisfræði og vísindasögu
við raunvísindadeild Háskólans.
Hann hefur í rúman áratug unnið
sérstaklega að rannsóknum á vís-
indum og skyldri þekkingu nor-
rænna manna á miðöldum.
Laugardaginn 5. desember verða
fluttir tveir fyrirlestrar en þá tala
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing-
ur og Jón Ólafsson prófessor í
hafefnafræði. Laugardaginn 12.
desember verða síðustu tveir fyrir-
lestrarnir, en þá flytja Jóhann Sig-
urjónsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, og dr. Guðrún Marteins-
dóttir fískvistfræðingur.
Fyrirlestrarnir eru ætlaðir al-
menningi og aðgangur er ókeypis.
Nóvember-
fagnaður í
Gullsmára
NÓVEMBERFAGNAÐUR verður í
Gullsmára, Gullsmára 13, sem er fé-
lagsheimili eldri borgara í Kópavogi,
í dag, föstudaginn 20. nóvember.
Meðal efnis á dagskránni sem
hefst kl. 14 er „smælki" í umsjón
Kópavogsbúa, Oddný Sigurðardóttir
syngur nokkur lög við undirleik
Ki-istínar Cortes. Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og Dagur Eggertsson, rithöf-
undur, lesa úr nýútkominni ævisögu
Steingríms, tónar harmonikunnar
munu óma og ef fólk vill er hægt að
fá sér snúning.
Heimabakað meðlæti sem hægt
er að skola niður með rjúkandi kaffí
verður selt á vægu verði.
Til þessa fagnaðar eru allir eldri
borgarar og gestir þeirra velkomnir
endurgjaldslaust.
Sólstöðuhópur-
inn byrjar
vetrarstarfíð
SÓLSTÖÐUHÓPURINN byrjar
vetrarstarfíð á hefðbundinn hátt með
fyi’irlestri í Norræna húsinu laugar-
daginn 21. nóvember kl. 14. Fyrii--
lesturinn er sá fyrsti í vetur undh-
samheitinu: í hjartans einlægni.
Fyrirlesari er Lára Magnúsar-
dóttir, sagnfræðingur. Hún veltir
upp spurningum eins og: Hvað eru
fjölskyldugildi? Hvaðan koma þau?
Hver ákveður þau? Eru þau alltaf
„rétt“? Um hvað erum við í rauninni
að tala þegar fjölskyldugildi eru á
dagskrá? Lára mun í fyriiiestrinum
fjalla um ástæðurnar fyrir skoðun-
um okkar á fjölskyldunni, segir í
fréttatilkynningu.
Matthías Kormáksson leikur á
hannoniku og eftir kaffihlé verða
pallborðsumræður. Aðgöngugjald er
700 kr.
FRÁ styrkveitingunni: F.v.: Gunnar Hansson, frumkvöðull að stofnun
sjóðsins, Ásgeir Þorsteinsson, formaður sjóðsstjórnar, heldur á syni
sínum, Helga Frey, María Játvarðsdóttir, Erla Ólafsdóttir og Stefán J.
Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Uthlutað úr styrktar-
sjóði Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins
NÝVERIÐ var í þriðja sinn úthlut-
að úr styrktarsjóði Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins til minn-
ingar um Þorstein Helga Ásgeirs-
son. Styrk hlutu Erla Ölafsdóttir
sjúkraþjálfari til náms í nál-
arstungum sem hún hóf fyrr á ár-
inu og María Játvarðsdóttir fé-
lagsráðgjafi til náms í stjórnun og
rekstri í heilbrigðisþjónustu við
Endurmenntunarstofnun Háskóla
Islands.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður
fyrir þremur árum. Tilgangur
hans er að veita styrki til símennt-
unar og fræðilegra rannsókna á
sviði fatlana barna með það að
leiðarljósi að efla fræðilega þekk-
ingu og faglega þjónustu við fötl-
uð börn og fjölskyldur þeirra, seg-
ir í fréttatilkynningu. Hefur stars-
fólk Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins að jafnaði forgang
við styrkveitingar úr sjóðnum sem
fara fram árlega.
Sjóðnum hefur borist fjöldi
framlaga, bæði frá félögum og
einstaklingum, en tekna er einnig
aflað með sölu minningarkorta.
Þeim sem vilja styrkja sjóðinn
með minningargjöfum eða öðrum
hætti er bent á að snúa sér til
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar-
innar, Digranesvegi 5, Kópavogi,
eða Breiðholtsapóteks,
Mjóddinni.
Islandsmót
kvenna í
skák 1998
ÍSLANDSMÓT kvenna í skák 1998
fer fram að Faxafeni 12, Reykjavík
og hefst mánudaginn 23. nóvember
nk. kl. 19.30.
Teflt verður á mánudögum, mið-
vikudögum og fóstudögum. Umferð-
arfjöldi ræðst af fjölda keppenda.
Umhugsunartími er Vh klst. á 36
leiki og 30 mín. til að ljúka skákinni.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu
Skáksambandsins virka daga kl.
10- 13.
Erindi um
álagseinkenni og
vinnuumhverfí
tónlistarmanna
KYNNINGARHÓPUR VINNÍS
stendur fyrir hádegisverðarfundi
laugardaginn 21. nóvember kl.
11- 12.30 í Lækjarbrekku, 2. hæð.
Gunnhiidur Ottósdóttir, sjúki'a-
þjálfari, sem hefur langa reynslu af
starfi með tónlistarfólki mun halda
erindi um álagseinkenni og vinnu-
umhverfi tónlistarmanna og á eftir
verða opnar umræður.
Fundarmenn geta keypt sér
hressingu að vild meðan á fundi
stendur. Fundurinn er öllum opinn.
Verðlaunabfll
til sýnis
VERÐLAUNABÍLL nemenda
Myndlista- og handíðaskóla íslands,
Bomobil, verður til sýnis við Ráðhús
Reykjavíkur helgina 20.-22. nóvem-
ber.
Bomobil er rafbíll og er sýndur
ásamt fleiri rafbílum í tilefni ráð-
stefnu um umhverfisvæna farkosti
sem haldin verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur föstudaginn 20. nóv-
ember.
Nemendur MHI unnu til fyrstu
verðlauna í hönnunarsamkeppni
sem Stokkhólmsborg stóð fyrir
vegna þess að hún er ein af menn-
ingarborgum Evi’ópu 1998.
Jólakort
MS félagsins
JÓLAKORT MS félags íslands eru
komin út. Að þessu sinni prýða þau
landslagsmyndir eftir listakonuna
Erlu Axelsdóttur og eru þau fáanleg
með íslenskum texta, enskum og
ótextuð.
Kortin eru seld á skrifstofu fé-
lagsins frá kl. 10-15 og er hægt að fá
þau send heim. Einnig eru til sölu
eldri kort.
Allur ágóðinn rennur til kaupa á
hjálpartækjum.
LEIÐRÉTT
Gefa ekki út ættartölu
AÐ GEFNU tilefni vegna fréttar í
Morgunblaðinu í gær vill Jörundur
Guðmundsson forstöðumaður Há-
skólaútgáfunnar taka fram, að út-
gáfan hefur engin áform uppi um að
gefa út ættartölu Guðlaugs Tryggva
Karlssonar, eins og greint var frá.
Hins vegar sér Háskólaútgáfan um
dreifíngu.
Tvítekin málsgrein
TÆKNILEG mistök urðu við
vinnslu greinar eftir Herdísi Her-
bertsdóttur, Vandræðastaifsfólkið í
heilbrigðiskerfinu, sem birtist í blað-
inu í gær. Tvær fyrstu málsgrein-
arnar voru í raun endurtekning á
texta inni í greininni. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á því.
Röng mynd
MYNDABRENGL urðu við vinnslu
fréttar sem birtist í gær um kosn-
ingar í Quebec-fylki í Kanada. Fyrir
mistök birtist mynd af Ragnari Sæ
Ragnarssyni í stað Lucien
Bouchard. Hlutaðeigandi eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Ráðstefna um framtíð-
arskipan orkumála
SAMORKA, samtök raforku, hita-
og vatnsveitna, gengst fyrir ráð-
stefnu um framtíðarskipan orkumála
á Islandi dagana 23. og 24. nóvember
nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Á ráðstefnunni munu bæði inn-
lendir og erlendir fyrirlesarar fjalla
um þessi mál og í lok ráðstefnudags-
ins fai'a fram pallborðsumræður. Að
loknum erindunum verða fyrirspurn-
h' leyfðai’.
Ráðstefnan hefst kl. 12.45 mánu-
daginn 23. nóvember nk. með ski’án-
ingu ráðstefnugesta en í framhaldi af
því mun Júlíus Jónsson, formaður
Samorku, setja ráðstefnuna. Þá mun
Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri
í iðnaðarráðuneytinu, fjalla um fram-
tíðarsýn stjórnvalda í orkumálum
hér á landi og loks mun Robin Ad-
ams, framkvæmdastjóri ráðgjafafyr-
ii'tækisins Resource Strategies
International, gera grein fyrir
skýrslu sinni um samkeppni á ís-
lenskum raforkumarkaði.
Þriðjudaginn 24. nóvember hefst
ráðstefnan kl. 8.30 og ræðir þá Ámi
Tómasson, löggiltur endurskoðandi,
um skattalegt umhverfi íslenskra
orkufyiii'tækja. Ray Wilson frá
Power Research Industry fjallar um
viðhorf raforkukaupenda á sam-
keppnismarkaði og loks mun Jan
Samuelsson, framkvæmdastjóri
sænska rafveitusambandsins, fjalla
um áhrif markaðsvæðingar orkufyi'-
irtækja þar í landi.
Eftir hádegi ræðir Jakob S. Frið-
riksson, yfmnaður þjónustudeildar
Hitaveitu Reykjavíkur um mark-
aðsvæðingu hitaveitna og síðan ræð-
ir Guðmundur Þóroddsson, vatns-
veitustjóri Vatnsveitu Reylgavíkm',
um markaðsvæðingu vatnsveita.
Að loknu kaffihléi fara fram pall-
borðsumræður undir stjórn Halldórs
J. Kristjánssonar, bankastjóra
Landsbankans. Þátttakendur verða
Ingibjörg Sólrún Gísladótth', borgar-
stjóri í Reykjavík, Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, Sveinn
Hannesson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, Hjálmar Árnason,
iðnaðarnefnd Alþingis, Friðrik Már
Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, Guðmundur Magnússon, pró-
fessor við HÍ, og Ögmundur Jónas-
son, alþingismaður. Ráðstefnustjóri
verður Helga Jónsdóttir, borgarrit-
ari.
Ráðstefnunni lýkur kl. 16.45. Þátt-
taka er öilum heimil og skal tilkynna
um hana til Samorku. Þátttökugjald
er 8.000 kr.
pjW
Vinningaskrá
27. útdráttur 19. nóvember 1998.
Bifreiðavinningur
Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
68780
Kr. 100.000
x vi uaviuiiiiigui
Kr. 200.000 (tvöfaldur)
832
2546
6172
53365
Ferðavinningur
Kr. 50,000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
16800 38219 44519 48536 62734 68961
35384 38432 44564 53433 66941 79593
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (työfaldur)
1530 8541 21141 32381 44418 58098 66149 72274
1641 10808 21989 33062 48420 59032 66778 72382
1820 11787 22097 34246 49789 59053 67527 72495
2343 12621 23297 34683 51685 59278 68330 72699
3041 13088 23322 35241 52326 59378 68339 73717
3144 13451 24344 36294 53001 59516 69347 74694
3843 13567 26219 37780 53195 59761 69555 76735
4017 15130 26551 39278 54322 60067 69675 77147
4412 15518 27171 39373 54440 60359 69916 79888
4747 16677 27687 39451 55223 60445 70024
7313 19237 31111 39667 55741 63303 70341
7611 20291 31342 41593 56512 63971 70452
7612 20694 31347 43109 57422 64203 71636
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur)
436 8919 20279 30881 39945 50452 60647 73499
498 9088 20744 30984 39967 50940 61125 73713
821 9278 20836 31777 39969 51619 62250 73979
1055 9279 21575 32115 39971 52666 62938 74109
1468 9391 21786 32314 40139 52888 62948 74366
1554 9392 21942 32367 40259 53176 62965 74473
1646 9397 21995 33352 40920 53627 63306 75209
2077 10179 22045 33471 41780 53757 63436 75894
2162 10374 22640 34128 41876 53985 63933 75933
2285 10879 22831 34619 42860 54167 64168 76378
2477 11097 23178 34707 43589 54271 65195 76810
3358 11256 23256 35144 43925 54392 65453 76984
3389 11263 23401 35238 44017 54523 65915 77090
3546 12183 23739 35239 44209 54917 66393 77166
4059 13762 24099 35302 44661 55464 67065 77292
4136 13995 24249 35582 45132 56071 67112 77585
4371 14018 24581 35875 45327 56280 67464 77854
4761 14244 25754 36559 45894 56532 67542 77982
4844 14585 25872 36616 46511 56924 67866 78297
5324 14731 26337 36712 46942 57277 67927 78331
5556 14786 27773 37165 47033 57556 67963 78685
5558 14975 27782 37296 47069 57601 68088 79003
5703 15069 28447 37306 47605 58102 68970 79009
6185 15661 28602 37415 47757 58183 69976 79353
6293 15818 28801 37433 47814 58730 70109 79900
6416 17009 29044 37579 48009 59079 70227 79991
7096 18117 29313 37869 49207 59360 70438
7294 18154 29589 38571 49256 59629 71299
7306 18172 29612 38617 49471 59636 71330
7821 18537 29962 38712 49555 59941 71563
8235 18785 29970 38738 49993 60158 71923
8335 20269 30729 39095 50197 60337 72384
Næsti útdráttur fer fram 26. nóvember 1998
Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/