Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 20. NÓVBMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Stjörnubíó sýna spennutryllinn Blade sem fjallar um baráttu ofur-
mannlegrar hetju við nútíma blóðsugur. Myndin er byggð á teiknimyndasögu og með aðalhlutverk í
henni fara Wesley Snipes og Stephen Dorff.
BASAR
verður haldinn á Hrafnistu í Hafnarfirði laug-
ardaginn 21. nóvember frá kl. 13-17 og mánu-
daginn 23. nóvember frá kl. 9-16.
Margt góðra muna Sjón er sögu ríkari
Ofurhetja á
blóðsuguveiðum
BLADE (Wesley Snipes) er
ódauðlegur stríðsmaður
með ofurmannlegt afl og
hlutverk hans er að berjast
'.-vfð blóðsugur. Móðir hans var bitin
af blóðsugu þegar Blade var á fóst-
urstigi og sársauki hennar berst til
sonarins með blóðstraumnum. Við
fæðingu hans lætur móðirin lífið, en
hann fær í arf meira afl en nokkur
maður eða blóðsuga býr yfir. Blade
verður að verja mannkynið þótt
hann sé ekki að öllu leyti mennskur
sjálfur. Blóðsmit hans gerir það að
verkum að hann býr yfir hæfileika
til að skilja og sigrast á óvinum sín-
um, flokki blóðsugna sem hreiðrað
hafa um sig hvarvetna í þjóðfélag-
inu. Án þess að mannfólkið geri sér
grein fyrir því hafa blóðsugurnar
komið sér fyrir í viðskiptalífinu, ríkis-
stjórninni, löggæslunni og á alþjóð-
legum fjái-málamarkaði. I samvinnu
við Abraham Whistler (Kris Kri-
stofferson) heldur Blade í herför til
að ráða niðurlögum blóðsugnanna og
því heljartaki sem þær hafa náð á
samfélaginu. Helsti andstæðingur
þeirra félaganna er Deacon
Frost (Stephen Dorff)
sem býr sig undir að
taka völdin í heimi
blóðsugnanna og stjóma
árás þeirra á mannkyn-
ið. Það eina sem sem er
yfirsterkara valdafýsn
Frosts er blóðfíkn hans.
I baráttunni um völdin
ryður hann úr vegi foringj-
anum í stjóm æðstaráðs
leynifélags stríðs-
manna sem
DEACON Frost (Stephen Dorff) fer fyrir hópi blóðsugna
sem ætla að útrýma mannkyninu.
engu vilja eira og sem nýr
foringi þeirra hefur hann
undirbúning að því að út-
rýma mannkyninu. Fyrst
verður hann þó að takast á
við eina manninn sem getur
komið í veg fyrir áætl-
anir hans, sem auð-
vitað er enginn
annar en of-
urhetjan
Blade.
BLADE í baráttu við erkióvininn
Frost sem Stephen Dorff leikur.
Söguhetjan Blade kom fyrst fyrir í
hasarblaði árið 1973 og þá var per-
sónan í aukahlutverki í sögu sem hét
Grafhýsi Drakúla. Síðan þá hefur
vegur hans í teiknimyndasögum vax-
ið verulega, en Blade er ein fyrsta
persónan í teiknimyndasögum sem
er af afrískum uppruna. Framleið-
endur Blade fengu David S. Goyer til
að skrifa handritið að kvikmyndinni,
en hann hafði áður gert handrit að
myndunum Dark City, Death Warr-
ant og The Crow: City of Angels.
Þeim þótti aðeins einn leikari koma
til greina í aðalhlutverkið og það var
Wesley Snipes. Fyrst og fremst
vegna þess að hann er frábær leik-
ari, en einnig vegna þess að hann er
sérfræðingur í bardagaíþróttum.
Snipes sýndi strax mikinn áhuga á
viðfangsefninu, enda segir hann
hlutverkið vera einstakt tækifæri til
að túlka margslungna ofurhetju.
„Blade er flæktur í baráttu upp á líf
og dauða og á sama tíma á hann í
stöðugri baráttu við eigin skugga-
hliðar,“ segir Snipes. „Mig langaði
að gera eitthvað sem ég hafði aldrei
gert áður. Ég hef leikið fullt af góð-
um gæjum og þeir eru ágætir en lin-
ir og takmarkað hvað þeir geta gert.
Mig Iangaði til að leika eitthvað þar
sem ég gæti verið dularfullur og
hættulegur.“
Snipes var einnig áhugasamur um
að taka þátt í kvikmyndaframleiðslu
og þar sem hann fékk mikinn áhuga
á gerð myndarinnar vildi hann vera
með á öllum sviðum framleiðslunnar.
Fyrh-tæki hans, Amen Ra, var því
með í framleiðslunni á myndinni og
sjálfur varð Wesley Snipes aðalper-
sónan Blade. Hann notaði lítið stað-
gengil í myndinni en aðstandendur
myndarinnar settu honum þó stólinn
fyrir dyrnar í sumum hættulegustu
atriðunum, t.d. þegar Blade og
Whistler brjótast í gegnum múrvegg
og stökkva á lest á fullri ferð. „I
svona tilfellum er maður virkilega
þakklátur fyrir að hafa áhættuleik-
ara við höndina,“ segir Snipes.
KRIS Kristofferson leikur Abra-
ham Whistler sem aðstoðar Bla-
de í herför gegn blóðsugunum.
BLADE (Wesley Snipes)
er ódauðlegur stríðsmað-
ur með það hlutverk að
berjast við blóðsugur.
ÆP /
Bergljót Amalds, leikkona og rithöfundur,
hefur m.a. hlotið heiðursverðlaun menn-
ingarsjóðs SPRON fyrir bækur sínar.
MYNDBÖND
Geðveiki
í fjölskyld-
unni
Já-setrið
(The House of Yes)_
Gaman/drania
★★
Framleiðsla: Beau Flynn og Stefan
Simchowitz. Leikstjórn: Mark Wa-
ters. Handrit: Wendy MacLeod. Kvik-
myndataka: Michae Spiller. Tónlist:
Rolfe Kent. Aðalhlutverk: Parker
Posey og Tori Spelling. 102 mín.
Bandarísk. Sam-myndbönd,
nóvember 1998. Bönnuð
börnum innan 12 ára.
MARTY er að koma með nýju
kærustuna heim til mömmu, það
sem hún veit ekki er að tilvonandi
tengdafj ölskylda
hennar er öll
meira eða minna
klepptæk. Fortíð-
in er risastórt
leyndarmál, sem
einhvern veginn
tengist Kennedy-
morðunum, og
heimilið enginn
staður fyrir
ókunnuga.
Verkið er skrifað fyrir svið en
uppfært hér fyrir sjónvarp. Leikrit-
■ ið er ágætt að mörgu leyti og bygg-
ist í kringum geðveiki og svarta
kímni. Margar brotalamir eru hins
vegar í uppfærslunni. Leikur er of
misjafn. Flestir leikaranna eru góð-
ir eða slarkfærir, en Tori Spelling,
sem hefur sannað að ekkert er
betra fyrir feril vondrar leikkonu en
að eiga voldugan framleiðanda sjón-
varpsefnis íyrir foður, er ömurleg.
Hver sem ber ábyrgðina, þá nær
„The House of Yes“ aldrei því flugi
sem efniviðurinn býður upp á, og
marar því í meðallagi.
Guðmundur Ásgeirsson
Venst vel
Söngdísirnar
(Héroines)_________________
Drama
★ ★‘/2
Framleiðandi: Alain Terzian. Leik-
stjóri og handritshöfundur: Gérard
Krawczyk. Tónlist. Laurent Alvares
og Maidi Roth. Aðalhlutverk: Virg-
inie Ledoyen og Maidi Roth. (109
mín.) Frönsk. Skffan, október 1998.
Bönnuð innan 12 ára.
HÉR segir frá vinkonunum
Johönnu og Jeanne sem syngja
saman í lítt þekktri hljómsveit. Hin
hlédræga Jeanne
er gædd einlægri
tónlistargáfu og
heillandi söng-
rödd en Johanna
er kynþokkafull
og hefur sterka
sviðsframkomu.
Þegar Johanna
kemur fram í
söngvakeppni í
sjónvarpi spila tæknimennirnir
óvart upptöku af rödd Jeanne í
söngkerfínu og poppstjarnan „Jo-
hanna“ verður til.
Söngdísirnar er kraftmikil tón-
listarkvikmynd og heilmikið drama
um frægð, vináttu og mannkosti.
Franska poppið lætur reyndar dá-
lítið ankannalega í eyrum en venst
ágætlega eftir því sem á líður. Mai-
di Roth sem leikur Jeanne (eins
konar franska útgáfu af Sheryl
Crow), hefur mjög næma og fallega
rödd og Virginie Ledoyen skilar
hlutverki hinnar blóðheitu og kyn-
þokkafullu Johönnu af sannfæringu.
Þessi franska rokkmynd er
skemmtileg tilbreyting, ekki síst
fyrir áhorfendur í yngri kantinum.
Heiða Jóhannsdóttir