Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR K r ’í.z< l iP i mrw Im i'f Morgunblaðið/Þorkell FRÁ afhendingu viðurkenninganna. F.v.: Frank Reitenspiess, hönn- uður viðurkenningargrips Þróunarfélagsins, Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður í 10-11 verslununum ásamt eiginkonu sinni, Helgu Gísla- dóttur, Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Þróunarfé- lags Reykjavíkur, hjónin Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason, og Ofeigur Björnsson gullsmiður, sem gerði Njarðarskjöldinn. 10-11 og Sævar Karl fá viðurkenningu ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur veitti í gær Eiríki Sigurðssyni kaupmanni, sem rekur fyrirtæk- ið Vöruveltuna, betur þekkt und- ir nafninu 10-11, viðurkenningu fyrir framlag til þróunar og upp- byggingar miðborgar Reykjavík- ur. Þá veitti Reykjavíkurborg og fslensk verslun eigendum og starfsfólki verslunar Sævars Karls Ólasonar Njarðarskjöldinn og var verslunin útnefnd Ferða- mannaverslun ársins 1998. Viðurkenning Þróunarfélags Reykjavíkur var nú veitt í sjö- unda sinn. Guðrún Ágústsdóttir, formaður Þróunarfélagsins, sagði að Eiríkur hefði ásamt eig- inkonu sinni, Helgu Gísladóttur, og fjölskyldu, byggt upp keðju matvöruverslana með undraverð- um hraða. Eiríkur hefði sýnt. í þessu uppbyggingarstarfi að hann mæti kosti þess að hasla sér völl í miðborginni, en fyrirtækið rekur nú tvær verslanir í mið- borg Reykjavíkur. Njarðarskjöldurinn var veittur í þriðja sinn. Með honum er vakin athygli á því sem er nýtt og eftir- tektarvert í ferðamannaverslun. Guðnín Ágústsdóttir sagði við af- hendingu verðlaunanna að tölu- verð aukning hefði orðið í ferða- mannaverslun og mest væri hún áberandi í hvers kyns fatnaði. Sævar Karl Ólason í Bankastræti hlaut verðlaunin. Verslunin þótti sýna frumleika með því að reka jafnframt gallerí í versluninni. Verslunin selur alþjóðlega þekkt vörumerki og höfðar því til ferða- manna í borginni, jafnt ráðstefnu- gesta, skipafarþega og annarra. 10 ára drengur á Barnaspítala Hringsins kemst í sjónvarpssamband við skólann sinn á Eskifírði Getur rætt við félagana og fylgst með kennslu TÍU ára gamli drengurinn frá Eski- firði, Sindri Snær Einarsson, sem brenndist mjög alvarlega í ágúst- mánuði síðastliðnum er nú á hægum batavegi á Bamaspítala Hringsins. Stjómendur grunnskólans á Eski- firði hafa ákveðið að láta setja upp gagnvirkan sjónvarpsbúnað í skól- anum með liðveislu Landssímans til að gefa drengnum kost á að vera í beinu sjónvarpssambandi við skóla- félaga sína og fylgjast með kennslu og starfi í skólanum. Að sögn Gunnars Þórs Sigurðs- sonar hjá Landssímanum var sam- þykkt í stjóm fyrirtækisins að leggja þessu lið og lána grunnskól- anum þann búnað sem til þyrfti. Verður hann væntanlega settm- upp í næstu viku. Jafnframt ætlar Landssíminn að leggja til stofn- kostnað vegna lagningar gagna- flutningslínu inn í skólahúsnæðið. Búnaður sem til þarf vegna sam- skiptanna er nú þegar til reiðu á Barnaspítalanum. Spjalla saman í mynd hvenær sem er „Skólastjórinn á Eskifirði hafði samband við mig og spurði hversu mildll kostnaður væri við að kaupa eða leigja svona búnað. Eg ákvað að kanna hvort Landssíminn vildí ekki verða að liði og var það ein- róma samþykkt í yfirstjóm Lands- símans,“ segir Gunnar. Með þessum búnaði getur dreng- urinn verið í sambandi við félaga sína og kennara í skólastofunni eins lengi og hann vill. „Hugmyndin er sú að gefa honum kost á að fylgjast með kennslustundum og koma hon- um í samband við leikfélagana. Hann mun þá hvenær sem er geta haft samband við krakkana eða þau við hann. Aðstandendur hans geta einnig komið að búnaðinum og spjallað við hann í mynd hvenær sem er,“ segir Gunnar. Ríkir mikil eftirvænting meðal krakkanna og kennara þeirra í gmnnskólanum á Eskifirði að komast í beint sjónvarpssamband við félaga sinn sem nú dvelst á bamaspítalanum, að sögn Gunn- ars. Kaupfólag Borgfírðinga áformar byggingu verslunarhúss Viðræður um sölu mj ólkur samlagshússins ÞORVALDUR T. Jónsson, formaður stjómar Kaupfélags Borgfirðinga, segir að Kaupfélagið sé nú að kanna möguleika á að selja húseign sína að Engjaási í Borgamesi, sem áður hýsti Mjólkursamlag Borgfirðinga, en það var lagt niður fyrir nokkram áram. Hann segir að verið sé að skoða þrjá kosti sérstaklega, en nokkrir áhugasamir kaupendur hafi sett sig í samband við stjómina. Stór hluti hússins að Engjaási er ekki nýttur í dag, en tilraunir til að stofna nýtt matvælafyrirtæki eftir að Mjólkursamlagið hætti starfsemi gengu ekki eins vel og vonast var eftir. Þorvaldur sagði að stjóm Kaupfé- lagsins hefði sent Vírneti hf. í Borgamesi bréf um að látið yrði kanna hvort hagkvæmt væri að flytja starfsemi Vírnets að Engja- ási og breyta húsnæði Vírnets við Borgarbraut I verslunarhúsnæði. Kaupfélagið er stærsti hluthafinn í Vírneti. Morgunblaðið/Ásdls Núverandi verslunarhús félagsins of lítið Þorvaldur sagði að einnig nú stæðu yfir viðræður við stórt mat- vælafyrirtæki um kaup á mjólkur- samlagshúsinu. Ef viðræðurnar myndu leiða til jákvæðrar niðui-- stöðu myndi þetta fyrirtæki flytja starfsemi sína í Borgarnes. Þor- valdur sagði að einnig hefði verið rætt við Eðalfisk í Borgarnesi um að fyrirtækið keypti húsið, en Eð- alfiskur hefur verið að auka starf- semi sína að undanförnu. Þorvaldur sagði að ef Kaupfélag- inu tækist að selja húsið að Engja- ási hefði félagið áhuga á að byggja nýtt verslunarhús, en núverandi verslunarhús félagsins er of lítið og illa staðsett í bænum. --------------- Samlyndi á Tjörninni STÓRIR og smáir búa fuglarnir í sátt og samlyndi á Tjörninni í Reykjavík. Þegar færi gefst hvfla þeir sig frá svamlinu, á ísskán- inni. í '20 ÍjJííUíi Stephan Eberharter sigraði I stórsvigi í Park City/B2 Þorbjörn Jensson hefur valið lands- liðshópinn gegn Ungverjum/B1 Fylgstu med nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.