Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 69

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 69 ___ ___________________________________ _____________________________ FRÉTTIR LOTTO-parið 1997, þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsddttir. L otto-danskeppn- in á morgun Erindi um hlutverk B- minnisfrumna í ónæmiskerfinu SIGRÍÐUR Bergþórsdóttir, sér- fræðingur á rannsóknastofu Is- lenskrar erfðagreiningar, heldur er- indi um hlutverk og þroskun B- minnisfrumna í ónæmiskerfmu sem nefnist: CD40 og þroskun B-minnis- frumna, að Lynghálsi 1, laugardag- inn 21. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknastofur íslenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. I erindi sínu mun Sigríður út- skýi-a meginhlutverk ónæmiskerfis- ins sem er að verjast utanaðkom- andi áreiti í formi sýkinga. Sigríður Bergþórsdóttir lauk BSc-prófí í meinatækni frá Tækni- skóla íslands árið 1988 með loka- verkefni í samvinnu við Rannsókna- stofu Háskólans í ónæmisfræði. MSc-prófí í ónæmisfræði lauk hún við University of London árið 1994. Sigríður starfaði við Rannsókna- stofu Háskólans í ónæmisfræði á ár- unum 1988 til 1991 og síðan við St. Mary’s Hospital í London 1991 til 1994. Áður en hún kom til starfa hjá Islenskri erfðagreiningu starfaði hún á rannsóknastofu í London. Borgarljós á Netinu BORGARLJÓS ehf. hefur opnað netverslunina borgarljos.is. í versl- uninni er boðið upp á lampa og lýs- ingai-búnað fyrir heimili. Leitast er við að sýna hverja vöru fyrir sig með sem bestum hætti s.s. með lit- um, stærð, efnisgerð og verði, segir í fréttatilkynningu. Viðskiptavinum borgarljos.is er einnig boðið að hafa samband og fá upplýsingar og tilboð í aðrar gerðir lýsingarbúnaðar en þann sem boðið er upp á í netversluninni. Opnunartilboð eru nú í gangi í borgarljos.is auk þess sem boðið er upp á fría afhendingu fyrir þá sem kaupa fyrir hærri upphæð en 5.000 kr. HIN árlega Lotto-danskeppni verður haldm sunnudaginn 22. nóvember í Iþróttahúsinu Sel- tjarnarnesi. Húsið verður opnað kl. 15 en keppni hefst kl. 16. Keppt verður í fjölmörgum aldursflokkum, allt frá 5 ára börnum upp í fullorðinshópa. Keppt verður í Suður-Amerísk- um dönsum, standard-dönsum með grunnaðferð og frjálsum dönsum. Lotto-vinningur verður fyrir sigurvegara í öllum aldursflokk- um. Farandbikarar fyrir sig- urpörin í K-flokkum en öll önnur pör á verðlaunapalli fá litlar Ráðstefna aldr- aðra um heilsu og hamingju SÍÐARI hluti nám- og ráðstefnu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um viðfangsefnið „Heilsa og hamingja á efri árum“ fer fram í dag, 21. nóvember, í Ásgarði í Glæsibæ. Sýningar verða opnaðar klukkan 12.30 og fýrirlestrar hefjast klukk- an 13.30. Guðrún Nielsen og Berg- gjafir. I K-flokkum verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan ár- angur í standard- og latin-döns- um. Liðakeppni verður milli dansskóla en í hverju liði eru fjögur danspör sem dansa Suður- Ameríska dansa. Einnig verður valið, eins og undanfarin ár, Lotto-par ársins en það par, sem fær flesta ása frá dómurum, hlýt- ur þann titil. Sjö dómarar dæma keppnina, þar af tveir erlendir alþjóðlegir dómarar. Það er Danssmiðjan, Dansskóli Auðar Haralds og Jó- hanns Arnars, sem halda keppn- ina. Allir eru velkomnir. þóra Baldursdóttir fjalla um hreyf- ingu og hreysti, Gunnar Sigurðsson talar um beinþynningu, Einar Stef- ánsson um augnsjúkdóma aldraðra, Þór Halldórsson um þvagleka, og Hrafn Magnússon og Gunnar Bald- vinsson um fjármál aldraðra. Áætl- að er að ráðstefnuslit verði klukkan 17. Eftirtaldir aðilar sýna vörur fyrir eldra fólk: Remedía (Austurbakki), Ingvar og Gylfi, Össur, Holtsapótek, Sjónarhóll, Stoð, Heymar- og tal- meinastöð, A. Karlsson, Planet Pul- se-Heilsurækt og Rekstrarvörur. Verðandi vill undirskrift Kyoto-sáttmálans LANDSFUNDUR Verðandi var haldinn í Þinghóli í Kópavogi laug- ardaginn 14. nóvember. Á fundinum var kjörin stjórn fyrir starfsárið 1998-9. Hana skipa: Formaður: Stefán Pálsson, safn- vörður, Reykjavík, varaformaður: Gerður Magnúsdóttir, tónmennta- kennaranemi, Hafnarfirði, ritari: Katrín Kaaber, sálfræðinemi, Reykjavík og gjaldkeri: Kristján Blöndal, framhaldsskólanemi, Hafnarfirði. Meðstjórnendur: Egill Ai-nar- son, heimspekingur, Reykjavík, Finnbogi Óskarsson, efnafræði- nemi, Hafnarfírði, Geir Guðjóns- son, fyrrv. framkvæmdastjóri, Akranesi, Gerður Jóhannsdóttir, bókasafnsfræðinemi, Akranesi og Kolbrún Þorkellsdóttir, stjórn- málafræðinemi, Húsavík. Einnig samþykkti fundurinn eft- irfarandi ályktun: „Landsfundur Verðandi, samtaka ungs Aiþýðu- bandalagsfólks, haldinn í Kópavogi þann 14. nóvember 1998, hvetur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar til að skrifa þegar í stað undir Kyoto- sáttmálann. Það er Islandi til skammar á alþjóðavettvangi að vera eitt OECD-ríkja ekki stofnað- ili að samningnum. Islendingar verða að taka sína ábyrgð í utan- ríkismálum í samfélagi þjóðanna. Sérstaða Islands í orkumálum rétt- lætir ekki ábyrgðarleysi íslands í þessum mikilvæga málaflokki." Afmælisfagnað- ur eldri borgara í Kópavogi FÉLAG eldri borgara heldur af- mælisfagnað laugardaginn 21. nóv- ember kl. 15-18 í Gullsmára. Leópold Jóhannesson stiklar á stóra í tíu ára sögu FEB og Jó- hannes Kristjánsson fer með gam- anmál. Kaffi og hlaðborð. Helgi Seljan ávarpar samkomuna og Grettir Björnsson leikur á nikkuna frá kl. 14.30. Loks verður fjölda- söngur að hætti FEBK félaga. ÖRN Guðmundsson og Ingunn Þorvarðardóttir eigendur BK- kjúklinga. Nýir eigend- ur að BK- kjúklingum ÖRN Guðmundsson matreiðslu- meistari og Ingunn Þorvarðardóttir hafa tekið við rekstri veitingastað- arins BK-kjúklinga við Grensásveg. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum og fleiri eru fyi-irhugaðar. Kappkostað er að gera staðinn vistlegan og veita góða þjónustu, segir í fréttatilkynningu. Ymis tilboð eru í gangi á kjúklinga,- réttum, grilluðum og djúpsteiktum. Ennfremur er boðið upp á kjúklingaborgara, kjúklingasam- lokur, auk hefðbundinna hamborg- ara. Jólasöfnun Dyngjunnar HAFIÐ er söfnunarátak fyrir Dyngjuna sem er áfangaheimili fyr- ir konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð en þurfa áfram- haldandi stuðning til að hefja nýtt og betra líf án áfengis og vímu- gjafa. Dyngjan hefur stai-fað í rúm 10 ár og hafa tæplega 500 konur dvalið á heimilinu auk barna. í fréttatil- kynningu segir að nú sé í nánd hátíð ljóss og friðar og neyðin sé mikil. Bent er á styrktarreikning Dyngj- unnar sem er í íslandsbanka, Lækj- argötu, nr. 14-602509. COROLLA - strax í dag! cif' vo\ om Tákn um gæði Langmest seldi bíllinn á íslandi stefnir enn ofar l.OOOasta Corollan gæti orðið þín - og óyæntur happavinningur - Nú stefnir í að við afhendum nýjum kaupanda þúsundustu Corolluna sem seld er á þessu ári. Af því tilefni gerum við óvenju vel við alla nýja Corolla-kaupendur næstu daga og sá, sem kaupir þúsundustu Corolluna, verður í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Láttu það eftir þér að fá nýja Corollu. Ef til vill er 1000 happatalan þín. Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400 ^ðurtím/í^ V Cj, o 3 % <3. ■'tyyo uU3 Verðfrá 1.299.000 kr. COnOLLA - Mest seldi bíllinn á íslandi í 11 ár. - í flokki öruggustu bíla á markaðnum. - í flokki best búinna bíla á markaðnum. - Hefur einna lægstu bilanatíðni fólksbíla. iskv.iov) - Er einn besti endursölubíllinn á íslandi. Þessi bíll kostar 1.535.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.