Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 69 ___ ___________________________________ _____________________________ FRÉTTIR LOTTO-parið 1997, þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsddttir. L otto-danskeppn- in á morgun Erindi um hlutverk B- minnisfrumna í ónæmiskerfinu SIGRÍÐUR Bergþórsdóttir, sér- fræðingur á rannsóknastofu Is- lenskrar erfðagreiningar, heldur er- indi um hlutverk og þroskun B- minnisfrumna í ónæmiskerfmu sem nefnist: CD40 og þroskun B-minnis- frumna, að Lynghálsi 1, laugardag- inn 21. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknastofur íslenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. I erindi sínu mun Sigríður út- skýi-a meginhlutverk ónæmiskerfis- ins sem er að verjast utanaðkom- andi áreiti í formi sýkinga. Sigríður Bergþórsdóttir lauk BSc-prófí í meinatækni frá Tækni- skóla íslands árið 1988 með loka- verkefni í samvinnu við Rannsókna- stofu Háskólans í ónæmisfræði. MSc-prófí í ónæmisfræði lauk hún við University of London árið 1994. Sigríður starfaði við Rannsókna- stofu Háskólans í ónæmisfræði á ár- unum 1988 til 1991 og síðan við St. Mary’s Hospital í London 1991 til 1994. Áður en hún kom til starfa hjá Islenskri erfðagreiningu starfaði hún á rannsóknastofu í London. Borgarljós á Netinu BORGARLJÓS ehf. hefur opnað netverslunina borgarljos.is. í versl- uninni er boðið upp á lampa og lýs- ingai-búnað fyrir heimili. Leitast er við að sýna hverja vöru fyrir sig með sem bestum hætti s.s. með lit- um, stærð, efnisgerð og verði, segir í fréttatilkynningu. Viðskiptavinum borgarljos.is er einnig boðið að hafa samband og fá upplýsingar og tilboð í aðrar gerðir lýsingarbúnaðar en þann sem boðið er upp á í netversluninni. Opnunartilboð eru nú í gangi í borgarljos.is auk þess sem boðið er upp á fría afhendingu fyrir þá sem kaupa fyrir hærri upphæð en 5.000 kr. HIN árlega Lotto-danskeppni verður haldm sunnudaginn 22. nóvember í Iþróttahúsinu Sel- tjarnarnesi. Húsið verður opnað kl. 15 en keppni hefst kl. 16. Keppt verður í fjölmörgum aldursflokkum, allt frá 5 ára börnum upp í fullorðinshópa. Keppt verður í Suður-Amerísk- um dönsum, standard-dönsum með grunnaðferð og frjálsum dönsum. Lotto-vinningur verður fyrir sigurvegara í öllum aldursflokk- um. Farandbikarar fyrir sig- urpörin í K-flokkum en öll önnur pör á verðlaunapalli fá litlar Ráðstefna aldr- aðra um heilsu og hamingju SÍÐARI hluti nám- og ráðstefnu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um viðfangsefnið „Heilsa og hamingja á efri árum“ fer fram í dag, 21. nóvember, í Ásgarði í Glæsibæ. Sýningar verða opnaðar klukkan 12.30 og fýrirlestrar hefjast klukk- an 13.30. Guðrún Nielsen og Berg- gjafir. I K-flokkum verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan ár- angur í standard- og latin-döns- um. Liðakeppni verður milli dansskóla en í hverju liði eru fjögur danspör sem dansa Suður- Ameríska dansa. Einnig verður valið, eins og undanfarin ár, Lotto-par ársins en það par, sem fær flesta ása frá dómurum, hlýt- ur þann titil. Sjö dómarar dæma keppnina, þar af tveir erlendir alþjóðlegir dómarar. Það er Danssmiðjan, Dansskóli Auðar Haralds og Jó- hanns Arnars, sem halda keppn- ina. Allir eru velkomnir. þóra Baldursdóttir fjalla um hreyf- ingu og hreysti, Gunnar Sigurðsson talar um beinþynningu, Einar Stef- ánsson um augnsjúkdóma aldraðra, Þór Halldórsson um þvagleka, og Hrafn Magnússon og Gunnar Bald- vinsson um fjármál aldraðra. Áætl- að er að ráðstefnuslit verði klukkan 17. Eftirtaldir aðilar sýna vörur fyrir eldra fólk: Remedía (Austurbakki), Ingvar og Gylfi, Össur, Holtsapótek, Sjónarhóll, Stoð, Heymar- og tal- meinastöð, A. Karlsson, Planet Pul- se-Heilsurækt og Rekstrarvörur. Verðandi vill undirskrift Kyoto-sáttmálans LANDSFUNDUR Verðandi var haldinn í Þinghóli í Kópavogi laug- ardaginn 14. nóvember. Á fundinum var kjörin stjórn fyrir starfsárið 1998-9. Hana skipa: Formaður: Stefán Pálsson, safn- vörður, Reykjavík, varaformaður: Gerður Magnúsdóttir, tónmennta- kennaranemi, Hafnarfirði, ritari: Katrín Kaaber, sálfræðinemi, Reykjavík og gjaldkeri: Kristján Blöndal, framhaldsskólanemi, Hafnarfirði. Meðstjórnendur: Egill Ai-nar- son, heimspekingur, Reykjavík, Finnbogi Óskarsson, efnafræði- nemi, Hafnarfírði, Geir Guðjóns- son, fyrrv. framkvæmdastjóri, Akranesi, Gerður Jóhannsdóttir, bókasafnsfræðinemi, Akranesi og Kolbrún Þorkellsdóttir, stjórn- málafræðinemi, Húsavík. Einnig samþykkti fundurinn eft- irfarandi ályktun: „Landsfundur Verðandi, samtaka ungs Aiþýðu- bandalagsfólks, haldinn í Kópavogi þann 14. nóvember 1998, hvetur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar til að skrifa þegar í stað undir Kyoto- sáttmálann. Það er Islandi til skammar á alþjóðavettvangi að vera eitt OECD-ríkja ekki stofnað- ili að samningnum. Islendingar verða að taka sína ábyrgð í utan- ríkismálum í samfélagi þjóðanna. Sérstaða Islands í orkumálum rétt- lætir ekki ábyrgðarleysi íslands í þessum mikilvæga málaflokki." Afmælisfagnað- ur eldri borgara í Kópavogi FÉLAG eldri borgara heldur af- mælisfagnað laugardaginn 21. nóv- ember kl. 15-18 í Gullsmára. Leópold Jóhannesson stiklar á stóra í tíu ára sögu FEB og Jó- hannes Kristjánsson fer með gam- anmál. Kaffi og hlaðborð. Helgi Seljan ávarpar samkomuna og Grettir Björnsson leikur á nikkuna frá kl. 14.30. Loks verður fjölda- söngur að hætti FEBK félaga. ÖRN Guðmundsson og Ingunn Þorvarðardóttir eigendur BK- kjúklinga. Nýir eigend- ur að BK- kjúklingum ÖRN Guðmundsson matreiðslu- meistari og Ingunn Þorvarðardóttir hafa tekið við rekstri veitingastað- arins BK-kjúklinga við Grensásveg. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum og fleiri eru fyi-irhugaðar. Kappkostað er að gera staðinn vistlegan og veita góða þjónustu, segir í fréttatilkynningu. Ymis tilboð eru í gangi á kjúklinga,- réttum, grilluðum og djúpsteiktum. Ennfremur er boðið upp á kjúklingaborgara, kjúklingasam- lokur, auk hefðbundinna hamborg- ara. Jólasöfnun Dyngjunnar HAFIÐ er söfnunarátak fyrir Dyngjuna sem er áfangaheimili fyr- ir konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð en þurfa áfram- haldandi stuðning til að hefja nýtt og betra líf án áfengis og vímu- gjafa. Dyngjan hefur stai-fað í rúm 10 ár og hafa tæplega 500 konur dvalið á heimilinu auk barna. í fréttatil- kynningu segir að nú sé í nánd hátíð ljóss og friðar og neyðin sé mikil. Bent er á styrktarreikning Dyngj- unnar sem er í íslandsbanka, Lækj- argötu, nr. 14-602509. COROLLA - strax í dag! cif' vo\ om Tákn um gæði Langmest seldi bíllinn á íslandi stefnir enn ofar l.OOOasta Corollan gæti orðið þín - og óyæntur happavinningur - Nú stefnir í að við afhendum nýjum kaupanda þúsundustu Corolluna sem seld er á þessu ári. Af því tilefni gerum við óvenju vel við alla nýja Corolla-kaupendur næstu daga og sá, sem kaupir þúsundustu Corolluna, verður í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Láttu það eftir þér að fá nýja Corollu. Ef til vill er 1000 happatalan þín. Komdu á Nýbýlaveginn, á www.toyota.is eða hringdu í síma 563 4400 ^ðurtím/í^ V Cj, o 3 % <3. ■'tyyo uU3 Verðfrá 1.299.000 kr. COnOLLA - Mest seldi bíllinn á íslandi í 11 ár. - í flokki öruggustu bíla á markaðnum. - í flokki best búinna bíla á markaðnum. - Hefur einna lægstu bilanatíðni fólksbíla. iskv.iov) - Er einn besti endursölubíllinn á íslandi. Þessi bíll kostar 1.535.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.