Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 52
,52 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON + Jóhann Árni Sævarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1976. Hann lést af slysförum 8. nóvember síðastlið- inn á gjörgæslu- deild Landspítalans og fór útför hans fram frá Laugar- neskirkju 17. nóv- ember. Elsku Jói, bróðir minn. Þú ert víst farinn, þó að ég trúi því varla enn. Nú heyri ég þig ekki lengur spyrja „Hvai- er 01ga?“ þegar þú kemur heim og ég get ekki lengur spurt „Hvar er Jói“ þegar ég kem heim. Þótt þú værir tæpum níu árum eldri og ég stelpa en ekki strákur hrekktir þú mig aldrei. Jú, oft stríddir þú mér, sérstaklega ef ég fattaði ekki eitthvað sti-ax, þá varð andlitið á þér tómt og þú lékst „fatla- fól“ og þá hlógum við öll. Oft fékk ég að vera inni í herberg- inu þínu, þegai- vinir þínir voru í heimsókn og þið að hlusta á tónlist eða að leika í tölvunni, það var nú gaman. Já, oftast var tölvan í gangi og ég fékk oft að leika mér að henni. Eg gleymi aldrei hvað ég var spennt eftir að fá jólapakkann frá þér, þegai' þú varst í Kanada. Jólin liðu og ekki kom pakkinn. Eg varð svo sár, en mamma og pabbi sögðu: „Hann hlýtur að fara að koma.“ Stuttu eftir jólin kom hann loks, stór kassi, jólapakkinn. Eg réðst á hann og reif utan af honum og trúði ekki mínum eigin augum. Upp úr kassan- um kom stærsti og fallegasti tusku- jólasveinn, sem ég hafði séð. Eg faðmaði hann og kreisti, því hann var svo hlýr og mjúkur, hann Jóli, því Jóli átti hann að heita. Jóli þurfti að sofa hjá mér allar nætur, en var svo stór að hann var alltaf dottinn fram- úr á morgnana. Svo þegar líða fór á vorið spurðu mamma og pabbi hvort Jóli ætti ekki að fai-a í geymsluna. Eg mátti ekki heyra það nefnt, það kom ekki til greina. Ég fatta núna að Jóli kom í rauninni í staðinn fyrh' þig. Aldrei hefur Jóli farið í geymsluna og mun ekki fara. Síðustu árin hefur Jóli minn setið á gólfínu í herberginu mínu, feit- ur og brosandi og bíður næstu jóla. Manstu þegar pabbi og mamma fóru stund- um að tala um hvort við ættum ekki að selja Miðtúnið og flytja. Þá vorum við sko sammála og sögðum „nei“. Þar höfðum við átt heima alla tíð og okkur liðið svo vel. Elsku Jói minn. Allar góðu minn- ingarnar hjálpa mér mikið og þegar mér líður illa fer ég inn í herbergið þitt, sest eða leggst á rúmið þitt, hugsa um og tala við þig. Þá líður mér strax betur, því ég fínn að þú ert hjáokkur. Ég mun aldrei, aldrei gleyma þér. Þín litla systir, Olga Dís. Það er með miklum trega og sorg sem ég rita eftirmæli um þig, æsku- vinur minn, Jóhann Árni. Fréttin um andlát þitt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Maður er raunar aldrei viðbúinn dauðanum, alh'a síst skyndilegu andláti ungs vinar síns. Við ólumst báðir upp í Túnunum. Þú bjóst alltaf á sama stað í Miðtún- inu en ég llutti nokkrum sinnum inn- an hverfísins fyi'ir utan stutt stopp í Lækjunum. Því voru vegalengdirnar á milli heimila okkar ávallt stuttar. Traust og góð vinátta okkar hélst út unglingsárin. Báðh' héldum við til Norður-Ameríku sem skiptinemar haustið 1992 og dvöldumst þar í tæpt ár. Þú fórst til Kanada en ég til Bandaríkjanna. Lærdómur þeirrar dvalar og samanburður á samfélög- um varð okkur endalaus uppspretta umræðuefna þegar heim var komið. Við áttum einstaklega gott með að ræða um allt milli himins og jarðar. Fátt var okkur óviðkomandi í tali okkar. Mannlegar tilfínningai' og at- ferli voru ósjaldan til umræðu í ein- hverri mynd enda hafðir þú gott til- finningalegt innsæi. Þú varst ríku- lega gæddur skopskyni og því var oft stutt í hláturinn þegar við vorum saman. Þú varst einlægur og vinur vina þinna. Við félagarnir notuðum oft tæki- færið til að brjóta upp hversdags- leikann og ski'eppa niður í bæ. Þær ferðh' voru misskemmtilegar eins og gengur en oft urðu þær tilefni heitra umræðna um þjóðarsálina. Við gerð- um okkur grein fyrir því hvaða skorður samfélagið gæti sett manni og hversu mikilvægt það væri hverj- um manni að upplifa eitthvað annað en bakgarðinn heima hjá sér. Við áttum það til að gleyma stað og stund í samræðum okkar og oft langt gengið undir morgun er við áttuðum okkur á tímanum. Aðdáunai'vert þótti mér hversu samheldin þið fjölskyldan voruð og ekki síst hversu nánir þið feðgar vor- uð. Sævar, faðir þinn, lá ekki á ráð- um sínum þér til handa. Þið feðgar komuð mér líkt fyrh' sjónir; sem íhugulh' og viðræðugóðir. Kæri vinur, ég þakka fyrir allar góðu stundirnar. Þær hefðu átt að verða miklu fleiri. Ég kveð þig í hinsta sinn í þessu jarðlífi með sökn- uð í hjarta. Ég færi elskulegri fjölskyldu þinni hlýjar samúðai'kveðjur; þeim Sæv- ari, Svandísi og Olgu Dís. Megi góð- ur Guð vera með ykkur. Elís V. Árnason. Mig langai' í fáum orðum að minn- ast gamals vinar míns, Jóa, en leiðh' okkar lágu fyrst saman þegai' við vor- um saman í átta ára bekk í Laugar- nesskóla. Við kynntumst þó ekki fyrr en ég flutti í Samtún þegar ég var tíu ára. Þá áttum við það sameiginlega áhugamál að hafa gaman af tölvum og tölvuleikjum. Á þeim árum sem ég bjó þai' lékum við okkui' mikið saman og áttum margai' góðar stundir. Einkum minnist ég þess hve oft hann gekk með mér blaðburðarhringinn, en þá ræddum við einmitt öll heims- ins mál, að því er okkur þótti að minnsta kosti, þá þetta tíu til tólf ára. Leiðir skildu svo þegar ég flutti ofar í hverfíð, þótt við sæktum enn sama skóla, Laugalækjarskóla. Eftir gagnfræðaskóla hittumst við svo enn sjaldnar, við vorum þó samt saman í skóla tvö seinustu ár mín við Fjöl- braut við Ái-múla. Ég minnist þess þó að alltaf þegar ég hitti Jóa voru það gleðifundir og alltaf var hann með bros á vör og þessi skemmtilegi húmor sem hann hafði skein í gegn um samtöl okkar. Með Jóa er farinn góður drengur og langar mig um leið og ég kveð hann, að votta foreldrum hans og fjölskyldu samúð mína á þessari erfiðu stundu. Guðmann Olafsson. Það er alltaf erfitt að fá slæmar fréttir, sérstaklega að heiman, þegar maður er búsettur erlendis. Ég heyi'i enn fyrir mér alvarlega rödd móður minnar, þegar hún hringdi í mig mánudagskvöldið 9. nóvember sl. Ástkær frændi minn og vinur, Jó- hann Árni, er farinn frá okkur. Tárin renna niður kinnarnar og maður á bágt með að trúa að hann hafi kvatt okkur svo óvænt og allt of snemma. Ég er ekki enn búin að átta mig á því og er ég líklega ekki ein um það. Maður vill ekki tnia því sem gerst hefur, og á erfitt með að sjá tilgang- inn. Ég kannast þó óneitanlega við viðbrögð mín því það eru ekki nema rúm 2 ár síðan ég missti bróður minn. Manni finnst alltaf það vera þeir góðu sem deyja, en ég veit að það er vel tekið á móti honum frænda mínum hinum megin, þar sem bíða hans önnur mikilvæg verk- efni. Engin orð fá lýst harmi mínum á þessai'i stundu, hugur minn er heima, hjá fjölskyldu hans og vinum. Þið þekktuð hann Jóhann Arna og vitið að hann var einstök persóna. Hann var sérstaklega ljúfur og barn- góður. Alltaf gat hann fengið mann til að hlæja og það var oft stutt í fíflaskapinn þegar við hittumst. Ef ég hugsa um æskuár mín þá setur Jói óneitanlega mikinn svip þar á. Við vorum eins náin og systkini geta verið, enda áttum við móðir mín margar góðar stundii' hjá þeim í Miðtúninu, svo ekki sé minnst á öll jólin sem við héldum með þeim. Við Jói gátum endalaust fundið upp á einhverju spennandi að gera og fór því oft mikið fyrir okkur. En það var ómögulegt að siða okkur til. Síðustu jól þegar við Jói hittumst, rifjuðum við upp nokkur af þessum uppátækj- um okkar og gátum ekki annað en brosað yfir þeim, og vorkennt for- eldrum okkar. Ég hef ekki hitt hann síðan og því er þessi stund mér dýr- mæt. Hann er svo ljóslifandi í huga mínum, bros hans og viðmótið. Ég á margar góðar minningar um Jóhann Ái-na sem enginn getur tekið frá mér. Elsku Svandís mín, Sævar og Olga Dís, missir ykkai' er mikill, sem og okkar allra. Ég bið Guð um að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Mig langar að ljúka þessum orðum mínum á texta við lagið Minning þín. Hann er af geisladiski Sigi'íðar Bein- teinsdóttur sem ég fékk að gjöf frá ykkur á afmælisdegi mínum um síð- ustu jól. Ein í hug mér lifír þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér enn í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel, sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem að þú gafst mér þá af hjarta þér. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson) Iris Jónsdóttir. Elsku Jói okkar. Þegar dauðinn hefur hrifið þig á brott með sér stöndum við eftir með brostin hjörtu en þakklátar fyrii' þann heiður að hafa fengið að kynn- ast þér og fyrir minningarnar sem lifa áfram í hugum okkar. Það var alltaf svo gaman að vera í ki’ingum þig, lífsgleðin og gamansemi ein- kenndi þig. Þú varst yndislegur og góðhjartaður drengur sem allt of fljótt hvarfst úr lífi okkar. Þú varst lítið fyrh' stórar kveðjustundir þannig við vitum að þú fyrirgefur okkur þótt kveðjan sé stutt. Við biðjum Guð að passa þig og styrkja fjölskyldu og aðra aðstand- endur á þessum erfiðu tímum. Ása og Nína. ÞORGEIR RUNAR KJARTANSSON + Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvember 1955. Hann lést á Landspítalanum 6. nóvember síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Arbæjar- kirkju 13. nóvember. Þú varst maður vorsins. Fíngerður, skjálfhentur, rauðbirkinn, Ijúfur, ör og skarpur. Eitthvað fágað og heimsmannslegt í fasinu. Rómantík og bóhemía leiddi upphaflega nokk- ur ungmenni saman í hóp í MT svo að úr varð vinaklíka sem sumir köll- uðu menningarmafíuna. Þetta var á tímum ábyrgðarleysis menntaskóla- -T áranna er við sökktum okkur ofan í ólík viðfangsefni. Minnist ég rit- gerðarsmíðar um frönsku im- pressjónistana þegar við Smári fluttum heim til þín í Karfavoginn í nokkrar vikur, unnum á daginn eins og alvöru fræðimenn með snepla út um alla íbúð en á kvöldin og langt fram á nætur máluðum við inn- blásnar myndir. Þarna voru e.t.v. fyrstu sporin stigin inn á sköpunar- brautina. Þá kynntist ég líka for- eldrum þínum, því sómafólki Kjart- ani og Valgerði, og varð áskynja hversu mikla umhyggju og vænt- umþykju þau báru ætíð í þinn garð. Vorið 1976 útskrifaðist hópurinn út í lífið. Þú fórst til Parísar strax um haustið og innritaðist í hinn fræga Vincennes-háskóla sem var af- sprengi ‘68-óeirðanna. Það kenndi ýmissa grasa þarna úti í Vincennes- skógi, á háskólalóðinni söfnuðust , saman allra þjóða og stétta kvikindi sem hömuðust í sífelldum verkföll- um og uppþotum í bland við ilm af steiktum kryddpylsum. Við inn- ganginn hrópaði hási Alsírbúinn Charlie Hebdo Liberation frá morgni til kvölds, blásvartir Afrík- anar höndluðu með allskyns fídusa á meðan argentínskir flóttamenn steyttu hnefa og franskir gáfuhaus- ar og byltingarseggir brúkuðu kjaft. Já, þetta var sannkölluð al- heimsiða sem þú varst lentur í. Og síðan París sjálf, áin Signa, kaffi- húsin, sagan, ljóðin... Þú bjóst í „Höllunum" ásamt Gvendi Thor og fleiri góðu fólki og stundum átuð þið yfir ykkur af cous cous, láguð síðan á meltunni og hlóguð svo dátt að undir tók í hverfinu. Þegar ég kom til Parísar vorið eftir úr langferð varstu farinn til Köben en skildir eftir í íbúðinni alltof stóran frakka eða var það sjálft skáldið Rimbaud sem rurndi í frakkanum, „ég er ekki ég, ég er annar?“ Síðla hausts ‘77 yfirgafstu Signubakka og hvarfst til Islands. Nú fara í hönd umbrotatímar hjá Þorgeiri, saxófónninn kemur til sög- unnar, stofnuð er fyrsta pönksveitin Halló og heilasletturnar, sólkveðju- hátíð sprettur upp úr engu, í kjöl- farið koma spuninn og djassinn á fleygiferð. Og fyrsta stóra ástin, Æsa. Þú birtist allt í einu í París um miðjan vetur hvítklæddur frá hvirfli til ilja með lagið Aisa eftir Coltrane og einhvern undarlegan pálma und- ir höndunum á leið til Spánar út í óvissuna að hitta dömuna sem þú varst skotinn í. Skömmu síðar fékk ég skeyti upp á fjórðu hæð í götu Jóns Péturs timbraða um að dular- fullir atburðir hefðu átt sér stað í Alhambra-höll í Granada í herbergi leyndardómsins og ástarinnar. Þið fóruð að búa saman, stunduðuð bæði nám í sögu í Háskóla íslands þar sem þú brilleraðir og í fram- haldi af því var aftur sest að í París haustið ‘83. Þú gerðist fréttaritari útvarpsins jafnframt sem þú undir- bjóst magisterritgerð um tímaritið Birting og þær menningarhræring- ar sem sköpuðust í kringum það á 5. og 6. áratugnum. Þú skrifaðir: „Birtingur var bjartsýnn eins og nafnið gefur til kynna og hóf göngu sína um þær mundir sem uppvaðsla nýríkra varga var tekin að vera yf- irþyrmandi. Þegar menningarlausir þjösnar voru að ná völdum sem þeir hafa notað síðan til að leiða hina ógæfusömu þjóð á ömur- og hlægi- legustu villigötur sem um getur í sögunni. Birtingur var sjálfsvarnar- aðferð manna sem ekki höfðu týnt glórunni og vildu halda í hana áfram, manna sem héldu fram þeirri falskenningu á þjóðfélags- mælikvarða að andinn ætti rétt á sér, að efnisgræðgin og skammsýn- in væri skakkur póll tekinn í skakka hæð og urðu vitaskuld fyrir ósvikn- um villitrúarofsóknum. Frá hægi'i og vinstri - auðvitað." Nú varstu allur að mótast og eflast sem skap- andi fræðimaður, jafnframt sem þú sinntir bæði tónlist og ljóði. f þér bjó metnaður, innsæi og hárbeitt gagnrýni. Um leið varstu bæði gjöf- ull og hvetjandi fyrir vini þína. Eitt sinn leyfðir þú mér að hlusta á spólu með lagi eftir Hjalta vin þinn trompettleikara. „Rigningarsumar- ið mikla í Reykjavík" hét lagið og ég man að við hlustuðum á það þarna úti í sólinni aftur og aftur. Það var þér eðlilegt að sýna hluttekningu og deila með öðrum til að efla andann. Tímaritið Rauðvínstárið leit dagsins ljós í kytrunni ykkar á götu þeirrar gömlu frá Hofi og þar gátu allir birt efni því heimurinn er jú fullur af skapandi fólki. í Veðraspánni tálg- aðir þú oddinn svo að um munaði og gi'ípum inn í flugið þegar þú ortir: ... en færir ekki að fletta dagblöðum safna hljómplötum liggja á gullstöngum beygja þig fyrir skipunum ljúga í partíum skríða fjrir skrumurum snobba fyrir snákunum hanga í afturhöldunum né heldui' var til þess sáð og ætlast að þú tækir þér far með leigubflstjórum bókmennta og lista þeim sem smjatta um daginn og veginn vandlega sammála kúnnanum sem ekki má móðga eða styggja nema í smekklegu hófi þeim sem brjóta engar hraðatakmarkanir voga sér ekki út fyrir veginn og aka réttu megin en hækka gjaldmælinn örugglega og svikalaust um helgar og á kvöldin og handan við Kópavogsbrúna Veistu ekki? að bráðum dettur drifskaftið undan hjá þeim og þá þurfum við að koma á jeppa til að draga... Já, það var bjart yfir þér þessa daga undir Parísarhimni, kannski einum of bjart. Þú gáðir ekki að þér, fórst einum of geyst í Gaimard og Fjölnismenn, álagið var líka mikið og annir við fjölbreytt störf. En vor- ið brann inn í sumarið ‘85 og þú fórst út af sporinu. Það var erfitt að átta sig á þessu, jafnvel fyrir þína nánustu var breytingin svo ör. Allt splundraðist sem þú hafðir í hönd- unum en þú hélst bara áfram og áfram því orkan virtist ótæmandi. En um síðir komst þú loks niður, mættur upp á skerið og langur hrollkaldur vetur framundan. Og þrautaganga. í þessum ham varstu nakinn, heiðarlegur, stundum svo hræðilega of sannur að þú gast látið mann hrökkva í kút í skarplegum en meinlegum athugasemdum. En í þér bjó glóð og eldur, sköpunar- þörfin rík og máttug. Þér tókst að rífa þig upp, hófst sögukennslu í okkar gamla skóla og tónlistin var ætíð innan seilingar. Gleðisveitin Júpiters spratt fram á sjónarsviðið að þínu frumkvæði og varð betri og magnaðri með hverri uppákomunni. Þú leiddir ólíka menn saman í band- ið eins og þér var einum lagið að blása lífi og hvetja aðra. En storm- inn hafði ekki lægt, elsku vinur, stormar skella á þegar maður á síst von á. Og stundum varstu yfirbug- aður aftur af of mikilli birtu. Síðan myrkur og langar stundir inni í skel- inni. Svona gekk þetta og gat verið erfitt fýrir þig og alla í kringum þig. Fyrir 7 árum skildi leiðir, við urðum sárir hvor út í annan og kannski var það vegna þess að ég var of þver og stífur og þú viðkvæmur og inni í þér að aldrei greri um heilt á milli okkar eftir það. Síðast hitti ég þig fyrir tveimur mánuðum, þú varst með hatt, þitt fágaða fas, sjálfum þér lík- ur. Én þú varst fólur og helsjúkur af meininu sem nú hefur lagt þig að velli. Hvað er hægt að segja á slíki'i stundu? Þú átt svarið: að búa djúpt í ljóði sínu að finna til einsemdar að feta stig nálægðar og loka augum andspænis ofbirtu gleðinnar - en leyfa einu þögulu tári að falla þegar enginn eða allir sjá til Goggi, þakka þér fyrir samfylgd- ina. Unnustu þinni og móður votta ég mína dýpstu samúð. Megir þú hvíla í friði. Halldór Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.