Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Klemensmessa í Landakirkju í Vestmannaeyjum KLEMENSMESSU (23. nóv.) verður minnst sunnudaginn 22. nóvember við almenna guðsþjónustu í Landakirkju með kynningu á byggingu norskrar stafkirkju í Eyjum. Fyrsta kirkja í Vestmannaeyjum, sem öruggar heim- ildir eru um, var helguð heilögum Klemensi. Hann var verndari sæfar- enda og táknið hans er ankeri. Klem- ens var þriðji biskupinn í Róm á eftir Pétri postula. Lét hann af því emb- ætti fyrir nær réttum 1.900 árum, en drukknaði í Svartahafi eftir þrælkun- arvinnu og píslir í Krím. Við lok guðs- þjónustunnar munu Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, og Arni Johnsen, al- þingismaður, kynna áætlun um mótt- töku á þjóðargjöf Norðmanna til Is- iendinga í tilefni kristnitökuafmælis árið 2000. Þjóðargjöfin er h'til staf- kirkja, sem ætlað er að rísi við hafn- arinnsiglinguna í Vestmannaeyjum. Sjómenn og aðrir sæfarendur eru sérstaklega velkomnir. Þessari síð- ustu guðsþjónustu kirkjuársins verð- ur útvarpað hjá Utvarpi Vestmanna- eyja kl. 16. Gestaboð Babettu hjá Kvennakirkj unni í TILEFNI af því að bók Karenar Blixen, Gestaboð Babettu, er komin út í íslenskri þýðingu Ulfs Hjörvar hjá bókaútgáfunni Bjarti, mun Auður Leifsdóttir, skólastjóri Dönskuskól- ans, flytja erindi í opnu húsi hjá Kvennakirkjunni í Þingholtsstræti 17, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17. Auður skrifaði um Karen Blixen í lokaritgerð sinni við nám í dönsku við Háskóla Islands. Sagan hefur verið kvikmynduð og muna eflaust margir efth' þeirri eftinninnilegu bíómynd. Kvennakirkjan valdi þessa bók til umfjöllunar vegna þeirrar merkilegu guðfræði sem hún boðar. Opið hús er síðdegisboð Kvennakirkjunnar og boðið er upp á vöfflur og kaffi. Allt fólk er velkomið. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um Tómasarmessu efnh' til þriðju messunnar á þessu hausti í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudaginn 22. nóvember kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið at- hygli víða um lönd á undanförnum ár- um og eru slíkar messur jafnan fjöl- sóttar og hefur svo einnig verið hér. Heiti messunnar er dregið af postul- anum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann og þreifa á sárum hans. Markmið Tómasarmessunnar er öðru fremur að leitast við að gera fólki auðveldara að skynja návist Drottins, einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu. Þá einkennist hún af fjöl- breyttum söng og tónlist og sömuleið- is af virkri þátttöku leikmanna. Gestir í Kópavogskirkju GERÐUBERGSKÓRINN kemur í heimsókn í Kópavogskirkju nk. sunnudag og syngur við guðsþjón- ustu. Kári Friðriksson er stjórnandi kórsins en nýtt sálmalag eftir hann verður syngið við sálminn „Hirðis- raust þín, heira blíði“. Gestirnir frá Gerðubergi flytja upphafs- og loka- bæn guðsþjónustunnar og lesa ritn- ingarlestra. Sigurgeir Magnússon les upphafsbæn og Sveinn Elíasson loka- bæn, en ritningarlestra lesa Kristín Tómasdóttir og Svava Gunnlaugs- dóttir. Þá mun Magnús Halldórsson leika á munnhörpu lag eftir J.S. Bach. Tónlistarguðsþj ón- usta í Hafnarfjarð- arkirkju VIÐ tónlistarguðsþjónustu á sunnu- daginn kemur í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 17 mun Natalía Chow syngja í einsöng erlend og innlend verk við undirleik Þórunnar Sigm'ð- ardóttur. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Prestur þá er sr. Gunnþór Ingason. Jafnframt fer þennan dag fram árdegisguðsþjónusta í kirkjunni sem hefst ki. 11. Prestur þá er sr. Þórhildur Ólafs. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Les- ið úr Matteusarguðspjalli. Allir vel- komnh'. Sr. Frank M. Halldórsson. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. ' ATVIN INJ U - AUGLÝSINGAR Himinháar tekjur! □ AUGLÝ5INGA Aðalfundur Fiskiðjusam- lags Húsavíkur hf. verður haldinn á Hótel Húsavík föstudaginn 27. nóvember 1998 og hefst hann kl. 15.00. HÚSNÆQI ÓSKA5T Einbýlis-, rað- eða parhús Róleg og reglusöm 4ra manna fjölskylda, óskar eftir einbýlis-, rað- eða parhúsi eða góðri íbúð til leigu. Uppiýsingar í síma 568 8456 á daginn Ertu drífandi og ákveðin manneskja? Við hjálpum þér að ná tekjum sem þú færð ekki annarsstaðar. Upplýsingar og skráning í síma 896 4533. TILKYMISilNGAR Handverksmarkaður % Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, í dag kl. 10-17 Milli 40 og 50 sölubásar með fjölbreytta hand- unna vöru. Bútasaumur, trévörur, keramik, myndlist o.fl. Kaffisala. Kvenfélagið Seltjörn. NAUDUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins ð Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ólafsvegur 28, íbúð 0203, þingl. eig. Ólafsfjarðarkaupstaður, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 26. nóvember 1998 kl. 10.00. Ólafsvegur 32, íbúð 0101, þingl. eig. Ólafsfjarðarkaupstaður, gerðar- fjgiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 26. nóvember 1998 kl. 10.00. Ólafsvegur 36, þingl. eig. Davíð Hinrik Gígja og Sveinína Ingimarsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsj. rík. húsbréfad. Húsnst. og Bygging- arsjóður ríkisins, fimmtudaginn 26. nóvember 1998 kl. 10.00. Strandgata 5, efri hæð, þingl. eig. Guðrún Stefanía Jakobsdóttir, gerðarbeiðendur Dragi ehf. og Greiðslumiðlun hf. Visa ísland, fimmtu- daginn 26. nóvember 1998 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 19. nóvember 1998. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis Stjórn G.S.G. boðar til aðalfundar Golfklúbbs Sandgerðis, sem haldin verður í golfskálanum í Sandgerði sunnudaginn 29. nóvember nk. kl. 14:00. Dagskrá: ^ Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 18. grein samþykkta félagsins. Lagt ertil að varamenn í stjórn félagsins verði tveir í stað fimm áður. 3. Tillaga um framsetningu ársreikníngs félags- ins. 4. Tillaga um heimild stjórnartil að kaupa eigin hluti í félaginu skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 5. Önnur mál. Ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt dag- skrá fundarins frá og með föstudeginum 20. nóvember nk. og verða sendar þeim hluthöf- um sem þess óska. Stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. AT VINNUHÚ SNÆÐI Verslunarhúsnæði til leigu Laust ertil leigu 120 m2 verslunarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni í Nóatúni 17. Upplýsingar veittar í síma 551 6199 og í síma 581 1284 á kvöldin. og 587 5603 á kvöldin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dagsferð sunnud. 15. nóvem- ber fellur niður. Spennandi ferðir framundan 27.-29. nóv. Aðventuferð í Bása. Gönguferðir, kvöldvaka o.fl. Eiríkur og félagar mæta með hljóðfærin og jólasveinninn kem- ur í heimsókn. Fararstjóri verður Ingibjörg Ásgeirsdóttir. 30. des.—2. jan. Áramótaferð. Miðasala stendur yfir í hina vin- sælu áramótaferð í Bása við Þórsmörk. Jeppadeild 5.-6. des. Aðventuferð jeppa- deildar í Bása. Brottför frá Hvolsvelli á laugardagsmorgni. Ekið í Þórsmörk og Goðaland undir leiðsögn fararstjóra. Kvöldvaka, gönguferðir o.fl. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Útivistar. Heimasíða: centrum.is/utivist (ííinhjólp Samhjálparsamkoma f Ffladelf íu Á morgun, sunnudag, verður Samhjálparsamkoma í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburðum. Skírnarathöfn. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir hjartanlega velkomnir í Fíla- delfíu á morgun. Samhjálp. FERÐAFÉIAC @ ÍSLANDS MOHKINNI6 - $IMI 568-2533 Sunnudagsferð 22. nóvember kl. 13.00 Kjalarnesfjörur. Skemmtileg fjöruganga við allra hæfi. Verð 1.000 kr., frítt f. börn m. full- orðnum. Brottförfrá BSÍ, austan- megin, og Mörkinni 6. Aðventuferð f Þórsmörk 27.-29. nóvember Ekki missa af aðventustemmn- ingunni í Langadal. Góð gisting í Skagfjörðskála. Gönguferðir, jólaföndur, kvöld- vaka. Fararstjórar: Ólafía Aðalsteins- dóttir og Björn Finnsson. Áramótaferð í Þórsmörk 30. des.—2. jan. Pantið og takið miða tíman- lega. Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapó- tek), mánudags- kvöldið 23. nóv. kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. REGLA MUSTERISRIDDARA yA RMHekla —22 — 11 —SÚR —MT -10.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.