Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 18 FRÉTTIR Hagstæðara er að telja fram fjármagnstekjur en launatekjur Skattar af 5 millj. tekj- um 200 þús. kr. lægri Munur ráðstöfunartekna miklu meiri þegar tillit hefur verið tekið til lífeyrissjóðsframlags Færa má rök að því að Mismunurinn á fjárma( jnstekj og lau naiekji iskatti FJÁRMAGNST.- SKATTUR LAUNAT,- SKATTUR FJÁRMAGNST,- SKATTUR LAUNAT,- SKATTUR FJÁRMAGNST.- SKATTUR LAUNAT,- SKATTUR TEKJUR 3.000.000 kr. 5.000.000 kr. 6.000.000 kr. Að viðbættu 6% lífeyrissj. framlag og 5,83% tryggingagj. 3.365.394 3.365.394 5.608.990 5.608.990 6.730.788 6.730.788 30% tekjuskattur fyrirtækja 1.009.618 0 1.682.697 0 2.019.236 6.730.788 10% fjármagnstekjur að frádregnum persónu- afslætti 280.320 kr. 0 0 112.309 0 190.835 0 Tekjuskattur og útsvar 0 843.456 0 1.592.640 0 1.967.232 Hátekjuskattur 0 0 0 117.600 0 184.800 Tryggingagjald 0 185.394 0 308.990 0 370.788 Samtals skattgreiðsla 1.009.618 30,0% 1.028.850 30,6% 1.795.006 32,0% 2.014.230 35,9% 2.210.071 32,8% 2.522.820 37,7% Mismunur 19.232 219.224 312.749 Lífeyrissjóðsframlag 0 300.000 0 500.000 0 600.000 Samtals 1.009.618 1.328.850 1.795.006 2.514.230 2.210.071 3.122.820 Tekjur til ráðstöfunar 2.355.776 70,0% 2.036.544 60,0% 3.813.984 68,0% 3.094.760 55,2% 4.520.717 67,2% 3.607.968 53,6% skattalegt hagræði geti verið því samfara fyrir sjálfstætt starfandi ein- stakling að vera með rekstur sinn í formi einkahlutafélags og reikna sér fjár- magnstekjur fremur en reikna sér endurgjald og telja fram launatekj- ur. I samantekt Hjálm- ars Jónssonar kemur fram að samanburður- inn sé þó flókinn og mörg atriði sem taka þurfi tillit til. MIKLU munar á ráðstöfunartekj- um sjálfstætt starfandi einstaklinga eftir því hvort þeir reikna sér end- urgjald og telja fram launatekjur eða eru með rekstur sinn í formi einkahlutafélags og taka út tekjur sínar sem fjármagnstekjur. Getur munur ráðstöfunarteknanna numið tæplega einni milljón króna ef mið- að er við sex milljóna króna árstekj- ur, enda greiðir sá sem telur fram atvinnutekjur nærfellt helming tekna sinna í staðgreiðsluskatt, há- tekjuskatt, lífeyrissjóð og trygg- ingagjald, á sama tíma og hinn greiðir aðeins tekjuskatt hlutafé- laga og fjármagnstekjuskatt af arð- inum. Lögbundið 10% framlag af at- vinnutekjum í lífeyrissjóð veldur þarna mestu um, en þó það sé frá- talið eru skattar og gjöld af launa- tekjunum hæm og fer munurinn vaxandi með hærri tekjum eða frá því að vera tæpar 20 þúsund krónur á þriggja milljón króna árstekjum og upp í rúmar 312 þúsund kr. af helmingi hærri árstekj- um eða 6 milljónum króna. Sex milljóna króna árs- tekjur jafngilda 500 þús- und króna mánaðartekj- um, en niðurstaðan hvað ráðstöfun- artekjurnar varðar er á svipaða lund þó skoðuð séu dæmi um lægiú tekjur. Þannig heldur sá sem er með þriggja milljóna króna árstekj- ur eða 250 þúsund krónur í mánað- artekjur eftir 60% launa sinna til ráðstöfunar eða rúmlega tveimur millj. kr. á ári á sama tíma og sá sem hefur fjármagnstekjur heldur eftir 70% tekna og hefur til ráðstöf- HALLDÓR Blöndal samgönguráð- heira hefur skipað sjö manna reið- veganefnd, sem er ætlað að skýra og endurskoða reglm- um reiðvegi. Gert er ráð fyrir að inn í þá endur- skoðun komi m.a. hvemig staðið skuli undir kostnaði við viðhald og lagn- ingu reiðvega. Kveðið skal á um stöðu reiðvega í deili- og heildarskipulagi og hver sé réttur hestamanna. Þá skal höfð hliðsjón af umhverfissjónar- miðum við störf nefndarinnar. unar rúmlega 2.350 þúsund kr. eða rúmlega 300 þúsund krónum meira en sá sem taldi fram atvinnutekj- urnar. Stærstur hluti vegna lífeyrisframlags Þarna ber að hafa ríkt í huga að stærstan hluta af þessum mun má rekja til þess að af atvinnutekjunum er greitt 10% framlag í lífeyrissjóð sem þar myndar eign til framtíðar. Af 5,3 milljóna króna tekjum fara þannig 500 þúsund krónur í lífeyris- sjóð. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort hagkvæmara sé að leggja þessar 500 þúsund krónur til hliðar eftir að tekjuskattur fyrir- tækja og fjármagnstekjuskattur hefur verið greiddur af þeim heldur en leggja þær inn á lífeyrissjóð og þurfa að borga af þeim staðgreiðsluskatt við út- greiðslu úr sjóðnum, því skattfrelsi lífeyrisið- gjalda felur fyrst og fremst í sér frestun á skattgreiðslum nema tekjurnar séu ekki hærri en svo að þær séu innan skattleysismarka. Við bætist að eig- in sparnaður eða tekjur af honum skerða ekki ellilaun og tekjuti’ygg- ingu frá Tryggingastofnun eftir upplýsingum Morgunblaðsins, en það gera greiðslur úr lífeyrissjóðum eins og reglum er nú háttað. Þess utan má telja líklegt að margir teljí sér akk í því að hafa meira fé til ráð- Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega- málastjóri er formaður nefndai’innai’ en aðrir nefndarmenn eru: Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, Ragnar Frank Ki’istjáns- son sviðsstjóri, Sigurður Á. Þráins- son deildarstjóri, Baldvin Kr. Bald- vinsson, bóndi í Torfunesi, Sigiúður Sigþórsdóttir arkitekt og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. stöfunar að eigin geðþótta og þurfa ekki að setja það i lífeyrissjóð eða einhvern annan sparnað. Þegar hins vegar eingöngu eru bornar saman skattgreiðslur til rík- is og sveitarfélaga að undanskildu lífeyrissjóðsframlaginu minnkar munurinn mjög mikið. Þá lítur dæmið þannig út miðað við 5 millj- óna króna launatekjur að við þær bætast 6% framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð vegna teknanna að upphæð 300 þúsund kr. og 5,83% tryggingagjald sem greiða þarf að tekjunum að upphæð 308.990 kr. Samanlagt er um að ræða 5.608.990 kr., en það eru þær rekstrartekjur sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að greiða þessi laun, þar sem hvort tveggja mótframlag atvinnu- rekenda í lífeyi’issjóð og trygginga- gjald færast til frádráttar í rekstr- inum. Þá kemur í ljós að sá sem er með einkahlutafélagið greiðir tæpar 1.800 þúsund krónur í tekjuskatt fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt. en hinn greiðir rúmar tvær milljón- ir króna í tekjuskatt, útsvar, há- tekjuskatt og tryggingagjald. Einkahlutafélagið greiðir þannig tæpum 220 þúsund krónum minna í skatta og gjöld, en sjálfstætt starf- andi einstaklingur sem reiknar sér endurgjald. Þessu til viðbótar getur einnig verið ýmislegt annað skattalegt hagræði fólgið í því að stofna einka- hlutafélag í kringum rekstur sinn fremur en vera með hann í eigin nafni og reikna sér endurgjald, þar sem til dæmis einfaldara getur ver- ið að gera grein fyrir ýmsum kostn- aðarliðum sem til falla í rekstrinum. Þá er ótalið að fjármagnstekjur skerða ekki barnabætur og vaxta- bætur, eins og atvinnutekjur gei’a ef þær fara upp fyrir ákveðin mörk. Það eru eingöngu vaxtatekjur sem ganga á móti vaxtagjöldum þegar vaxtabætur eru reiknaðar. Aðrar fjái-magnstekjur eins og arður skerða ekki vaxtabætur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og sama gildir um barnabætur, að fjár- magnstekjur hafa engin áhrif til lækkunar þeirra og skiptir ekki máli hvað þær eru miklar. í svörum við fyrirspurnum Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingis- manns, á Alþingi hefur komið fram að einkahlutafélögum hefur stór- lega fjölgað á síðustu misserum og sama gildir um arð einstaklinga af hlutabréfum og stofnfjárinnlögnum, en síðasta ár var fyrsta árið sem fjármagnstekjuskattur var lagður á. 10% skattur er innheimtur af fjár- magnstekjum, svo sem arði, sölu- hagnaði og vaxtatekjum, en 39,02% staðgreiðsluskattur er innheimtur af atvinnutekjum. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er hægt að telja fram allar tekjur einka- hlutafélags, sem til dæmis stofnað er í kringum rekstur einstaklings.í sjálfstæðum atvinnurekstri, sem fjármagnstekjur og engin skilyrði eru sett í lögunum um að eitthvert hlutfall teknanna skuli reiknað sem endurgjald fyrir vinnu- framlag, þó skattyfirvöld kynnu að gera athuga- semd beri reksturinn engin launaútgjöld. Hins vegar virðist það alls ekki koma síður út og í sumum til- vikum betur að reikna sér atvinnu- tekjur að skattleysismörkum og það sem eftir er sem fjármagnstekjur. Það er þannig hverjum og einum rekstraraðila í sjálfsvald sett hversu mikinn hluta teknanna sem skapast í fyrirtækinu hann tekur til sín sem arð af fyrirtækinu og greiðir af því 10% fjármagnstekjuskatt, en áður hefur hagnaður fyrirtækisins verið skattlagður með 30% skatthlutfalli sem gildir um hlutafélög. Skattleysismörkin verða jöfnuð Leyfilegt er að láta persónuaf- slátt einstaklings ganga á móti álögðum fjármagnastekjuskatti og því hafa skattleysismörk þess sem hefur eingöngu fjármagnstekjur verið um 2,7 milljónir króna til þessa eða um 2 milljónum króna hærri en skattleysismörk launa- manns þai’ sem skattleysismörkin eru í kringum 700 þúsund krónur. Þá þarf heldur ekki að greiða trygg- ingagjald af fjármagnstekjum og sama gildir um lífeyrissjóðsframlag að ekki þarf að greiða í lífeyrissjóð af þeim. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, boðaði það að vísu á Alþingi á fimmtudag að þessi munur yrði jafnaður og skattleysismörk vegna fjármagnstekna yrðu þau sömu og skattleysismörk vegna atvinnu- tekna, þ.e.a.s. í ki’ingum 700 þúsund krónur, og væri frumvarp þar að lútandi á leiðinni. Það breytir ofan- greindum útreikningi nokkuð og jafnar þann mun sem nú er á skatt- greiðslum af fjármagnstekjum ann- ars vegar og launatekjum hins veg- ar, þar sem persónuafslátturinn mun ekki lækka fjármagnstekju- skattinn jafn mikið og hann gerir í ofangi’eindum dæmum. Mestu breytir þetta fyi-ir lægri tekjurnar. Sé miðað við að persónuafsláttur vegna fjármagnstekna sé 10/39 af persónuafslætti vegna atvinnutekna verður hann 71.877 kr. og það gerir það að verkum að maður með 3 milljón króna tekjur borgar 144 þúsund krónum meira í skatta ef hann reiknar sér fjármagnstekjur en ef hann reiknar sér atvinnutekj- ur, en áður borgaði hann tæpum 20 þúsund ki'ónum minna í skatta. Skattur vegna fjármagnsteknanna er áfram lægri hvað varðar 5 millj- ón króna tekjurnar og 6 milljón króna tekjurnar, en munurinn er miklu minni en hann var áður. Þannig er það í járnum hvað varðar 5 milljón króna tekjurnar eða rúm- ar 10 þúsund krónur sem borgað er meira af atvinnutekjum og munur- inn er rúmar 104 þúsund kr. hvað varðar 6 miiljón króna tekjurnar. Þarna er um að ræða annað skref til að jafna muninn á skattgi’eiðsl- unum, en áður hefur heimild til að draga 10% af nafnvirði hlutafjár frá áður en hagnaður fyrirtækisins er skattlagður verið afnuminn. Sú regla gilti við álagningu í ár vegna tekna síðasta árs, en mun ekki gilda vegna tekna ársins í ár vegna lagabreytingar sem gerð var á Al- þingi í vor, en á sama tíma var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður 33% í 30%. Þetta gerir það hins vegar að verkum að að hagkvæmt getur ver- ið fyrir rekstraraðila einkahlutafé- lagsins að reikna sér launatekjur að skattleysismörkum og það sem á vantar sem fjármagnstekjur. Þegar skatturinn er þannig reiknaður til dæmis fyi’ir þann sem er með 5 milljón króna tekjur kemur í ljós að skattgreiðslur hans era rúmlega 200 þúsund kr. lægri en skatt- greiðslur þess sem reiknar sér end- urgjald, sem er svipaður munur og áður en reglur um skattleysismörk- in breytast. Með sama hætti sparar sá með 6 milljónir í fjármagnstekjur sér tæpar 300 þúsund kr. með því að telja fram launatekjur að skatt- leysismörkum og það sem á vantar sem fjármagnstekjur, en þetta kem- ur þó hagkvæmast út fyrir þann sem er með 3 milljón króna tekjurnar því hann sparar sér með þessu móti tæpar 48 þúsund kr. í samanburði við það að telja allar tekjurnar fram sem reiknað endurgjald og vel á annað hundrað þúsund miðað við það að telja eingöngu fram fjár- magnstekjur og er þá tekið tillit til þess að reglum um um persónuaf- slátt verður breytt. Þorvarður Gunnarsson, formað- ur Félags löggiltra endurskoðenda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri ekki stór munur á skattgreiðslum vegna fjár- magnstekna og atvinnutekna þegar um meðaltekjur eins og 2 milljónir króna væri að ræða. Sá með at- vinnutekjurnar myndi greiða 36,4% í skatta, en sá með fjár- magnstekjurnar væri með 37% skatthlutfall, þar sem tekjurnar skattlegðust hjá félaginu þar sem skatthlutfallið væri 30% og til við- bótar kæmi síðan tjármagnstekju- skattur. Hins vegar yrði munurinn hlutafélagsforminu aðeins í hag við hærri tekjur, en það munaði ekki neinu sem næmi fyrr en menn væru komnir á þau mörk að greiða hátekjuskatt. Þorvarður sagði að til viðbótar kæmi síðan samspil skattkerfisins og tekjutenging barna- vaxtabóta, sem væri launafólki óhagstæð. Arður skerðir ekki vaxta- og barnabætur Samgönguráðherra skipar reiðveganefnd Ekki lífeyrisið- gjöld af fjár- magnstekjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.