Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ RAUÐI KROSS ISLANDS LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 35 milljóna króna fjárframlags frá rík- isstjórninni hefur Rauði krossinn veitt rúmar 5 milljónir til aðstoðar í Mið-Ameríku næstu þrjá mánuði. Af því komu_ tvær úr hjálparsjóði Rauða kross Islands, ein milljón frá Reykjavíkurdeildinni, ein milljón frá Garðabæjardeildinni, sínhvor tvöhundruðþúsundin frá Akureyr- ardeild og Rauða kross deild Ar- nessýslu auk frjálsra framlaga. Ekki er vitað hversu mikið fer til Mið-Ameríku í framtíðinni því að talið er að þörfln verði viðvarandi í nokkurn tíma. Ekki má gleyma því að 12 sendifulltrúar, eins og hjúkr- unarfræðingar, viðskiptafræðingar, félagsráðgjafar, blaðamenn og bíl- stjórar, hafa að jafnaði verið á veg- um Rauða kross íslands erlendis á hverju ári. Sendifulltrúarnir voru að störfum í Sierra Leone, Kenýa, Aserbaídsjan, Tad- sjikistan, Mala-síu, Rúanda, Uganda, Tansaníu, gömlu Jú- góslavíu og Afgan- istan á síðasta ári.“ Sigrún segir að Rauði kross Islands hafi unnið að nokkrum þróunar- verkefnum. „Þar er fyrst og fremst um samvinnu á milli landa að ræða. Deild- ir Rauða krossins eru að komast í alþjóðlegt vinadeildarsamstarf við systrafélög er- lendis. Markmiðið er að styrkja og byggja upp systrafélögin. Rauða kross deildir á Vesturlandi eru í samstarfl við systur- félög í Gambíu, Rauða kross deildir á Norðurlandi eru í samstarfi við systur- félög í Lesótó og Rauða kross deildir á Suðurlandi eru í sam- starfi við systurfélög í Júgóslavíu. Fleiri deildh' munu fylgja í kjölfarið, t.d. Reykja- víkurdeildin með samstarfi við deildir í Svasflandi, fá innsýn í annan heim í gegnum árangursríkt og náið hjálparstarf.“ Rauða krossi íslands berast yfir 50 neyðarbeiðnir frá Alþjóða Rauða krossinum ár hvert. „Stefnan hefur verið að svara öllum neyðarbeiðn- um með lágmarksframlagi. Sérstök neyðaraðstoð hefur verið veitt í tveimur eða fleiri löndum ár’hvert. Sú aðstoð hefur runnið til lýðvelda fyrrverandi Júgóslavíu, Kasakstan og landanna þar í kring undanfarin ár, núna fá Rússar sérstaka aðstoð frá íslendingum og drjúgt framlag hefur farið í endurhæfingu fórnar- lamba jarðsprengna. Auk tveggja Skynsamleg ákvörðun stjórnvalda Gagnrýnt hefur verið að mannúðar- samtök á borð við Rauða krossinn standi að rekstri spilakassa. „Það er alkunn stað- reynd að mannúðar- samtök og félagasam- tök fjái-magni starfsemi sína með slíkum hætti. Auðvitað er ekki í okk- ar valdi heldur stjórnvalda að taka ákvörðun um hvort eða að hvaða marki rekstur spilakassa er leyfður. Annars fmnst mér skynsamlegt af stjórnvöldum að heimila aðeins tveimur aðilum, Háskóla íslands og fslenskum söfnunarkössum, þ.e. Rauða krossinum, SÁÁ, Slysavama- félaginu og Landsbjörg, að standa að rekstri spilakassa. Með því er tryggt að ágóðinn rennur til góðra málefna. Fyrir utan að ekki verður raunveru- leg samkeppni á markaðinum eins og víða, t.d. í Noregi. Ég get nefnt að vegna samkeppninnar fer ekki nánd- ar nærri eins stórt hlutfall ágóðans til Rauða krossins þai' í landi og hér. Við viðurkennum auðvitað að þó stærsti hluti almennings geti haldið spilamennskunni innan heilbrigðra mai'ka eru til einstaklingar sem hafa farið út fyrir þau mörk. Að banna al- farið spil leysir ekki vandann og því árangursríkast að setja fastan ramma utan um starfsemina. Það hafa stjórnvöld gert og að auki er það yfirlýst stefna íslenskra söfnun- ai'kassa að halda vinningsupphæð- um í lágmarki, auglýsa ekld starf- semina og halda börnum frá henni. Þar fyrir utan hafa íslenskh' söfnun- arkassar látið ákveðna upphæð ganga til meðferðar á spilafíkn á hverju ári.“ ur gríðarleg vinna fjölda fólks um heim allan.“ Góð samvinna við utanríkisráðuneytið Sigi'ún segir að samvinnan við ut- anríkisráðuneytið á sviði alþjóð- legra baráttumála séu góð og hafí verið að styrkjast. „Ég vísa þar sér- staklega í að 14 milljón króna fjár- framlag til Rússlands fór í gegnum Rauða krossinn. Önnur jákvæð frétt er að komið hefur vei'ið á samvinnu við Þróunarstofnun og hefur kvikn- að hugmynd að samvinnuverkefni í Mósambík. Annars hafa landsfélög- in á hinum Norðurlöndunum unnið með þróunarstofnunum í hverju landi um langa hríð. Stór hluti fjár- framlaga frá stjórnvöldum til al- þjóðlegs hjálparstarfs þar fer í gegnum frjáls félagasamtök." * Eitt af stærstu verkefnum deilda Rauða krossins tengist sjúkraflutningunum. Rauða kross deildir eiga og reka nán- ast alla sjúkrabíla í landinu og hafa varið til þess verkefnis miklum fjái'munum. Rauði krossinn gerði samning við heil- brigðisráðuneytið um rekstur sjúkra- flutninga á öllu land- inu um síðustu ára- mót. Markmiðið með samningunum var af hálfu Rauða kross- ins að tryggja ör- ugga o g greiða sjúkraflutningaþjón- ustu um landið allt. Menntun sjúki'a- flutningamanna er einnig á hendi fé- lagsins. „Fyrir utan sjúkraflutningana gegnir Rauði kross- inn ákveðnu hlut- verki innan Al- mannavamaskipu- lagsins. Rauða kross deildirnar þurfa að skipuleggja við- brögð vegna nátt- úruhamfara eða annai's konar voða. Ég get nefnt að hér á aðalskrifstofu okkar í Reykjavík er varaaflstöð og fyrir liggur áætlun um hvernig skuli bregðast við þegar og ef vá ber að höndum. Eins og landsmönnum er kunnugt hefur talsvert reynt á skipulagið í tengslum við snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík." Rauði krossinn vinnur gríðarlegt starf í tengslum við menntun allra leiðbeinanda í skyndihjálp. „Nú er- um við að taka upp kennslu í svo- kallaðri sálrænni skyndihjálp fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveitarfólk, sjúkraflutningamenn og lögreglu- menn á öllu landinu. Sálræn skyndihjálp er ekki áfallahjálp því að sálræn skyndihjálp er veitt á meðan enn steðjar að hætta. Áfalla- hjálp kemur í kjölfarið eftir að áfallið hefur riðið yfír. Rauði kross- inn hefur fengið talsvert hól hjá öðrum Rauða kross félögum fyrir sérstakt námsefni í tengslum við kennsluna. Við erum því talsvert upp með okkur á þessu sviði,“ segir Sigrún og bætir við að af öðrum nýjum verkefnum megi nefna að Rauði krossinn hafi í samvinnu við aðra komið á meðferðarúrræði fyrir karla sem beiti ofbeldi. „Viðbrögðin hafa verið vonum framar og hafa 18 leitað aðstoðar.“ Ótalið er að Rauði kross Islands hefur um árabil rekið sjúkrahótel í Reykjavík. Legudagar voru enn fleiri í fyrra en árið áður eða ríflega 10.000 talsins. Gestakomur í Rauða kross húsið, neyðarathvarf fyrir Tveir úr nefndinni kynntu sér ýmis úrræði og mæltu sérstaklega með dönskum „produktion“-skólum eða svokölluðum „menntasmiðjum." Menntasmiðja er ekki venjulegur skóli enda fer þar ekki fram hefð- bundið skólastarf. Nemendunum er kennt að takast á við lífið í gegn- um ákveðin verkefni eða vinnu, t.d. við framleiðslu á ýmsum hlutum eða þjónustustörf. Áð loknu eins til tveggja ára námi í skólanum hafa yfir 80% nemenda farið í skóla eða út á vinnumarkaðinn.“ Sigrún segir að Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, hafi tek- ið vel í að setja upp svipaða „menntasmiðju" hér á landi. „Páll hefur skipað sérstaka nefnd um hugmyndina. I nefndinni sitja fulltrúi frá Rauða krossinum, Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og Vinnumálastofn- un félagsmálaráðuneytisins. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að hægt væri að koma „menntasmiðjunni" á fót um áramót. Nú vonumst við til að hægt verði að hleypa starfseminni af stokkunum eigi síðar en næsta haust.“ Öruggii' og greiðir sjúkraflutningar börn og unglinga, voru 138 á síðasta ári og hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri. Nær 4.700 hringdu í trúnaðarsímann og daggestir voru tæplega 2.000 talsins. Stríðsglæpadómsstóll stór áfangi Á alþjóðavettvangi hefur Rauði kross Islands sérstaklega látið að sér kveða í tengslum við börn í styrjöldum. „Við höfðum á sínum tíma ásamt sænska Rauða krossin- um frumkvæði innan Rauða kross hreyfingarinnar að því að ræða um um að aldurstak- mark barna í hern- aði yrði hækkað úr 15 árum í 18 ár. Annað keppikefli Rauða kross félag- anna hefur verið að vinna að því að end- urhæfa börn eftir að hafa verið í hernaði eða orðið fyrir áföll- um vegna hernaðar- ástands. Endurhæf- ingin er hafin með góðum árangri í Mósambík og nokkrum öðrum Af- ríkuríkjum og á væntanlega eftir að breiðast út til fleiri landa. Sömuleiðis má nefna að innan al- þjóðahreyfingarinn- ar hefur Rauði Kross íslands lagt sitt af mörkum til umræðnanna um jarðsprengjubann og stríðsglæpa- dómstól. Þessum málum hafa ís- lensk stjórnvöld einnig lagt lið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með stofnun stríðsglæpadómsstóls hefur náðst stór áfangi í mannrétt- indabaráttunni enda er almenningi í löndum þar sem stríð hafa geisað mikill akkur í því að mál séu gerð upp, og það sjálfsagt réttlætismál að fólk sem fremur stríðsglæpi sé dæmt fyrir verknað sinn. Á bakvið þann árangur sem náðst hefur ligg- Teg. 1516, kr. 14.900 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12, Reykjavík Sími 568 9212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.