Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Starf frétta- mannsins „Hér er ég að drukkna og þú bara talar um vatnið!“ As Good As It Gets Fjölmiðlar í Norður- Ameríku sæta harkalegri gagnrýni þessa dagana, ekki síst í kjölfar Clint- on/Lewinsky-málsins svo- nefnda. Inntak gagnrýninnar er í sem stystu máli að fjölmiðlam- ir séu að fyllast af innihalds- lausu blaðri. Merking er það fyrsta sem dmkknar í upplýsingaflóði. Einu sinni var það hlutverk fréttamanna að leita upplýsinga og koma þeim á framfæri. Miklu skipti (og skiptir enn) að gæta hlutleysis. Það var gert með því að greina frá öllum hliðum máls; öllum sjónarmið- um. Af tæknilegum ástæðum þurfti að leita upplýsinganna og þær bárast hægt fram á hinn opinbera vettvang. Þetta er VIÐHORF liðin tíð, fyrst Eftir~Krístján G. °S . Arngrímsson vegna tækm- framfara. Það þarf ekki lengur að leita langt eftir upplýsingum og þær ber- ast svo sannarlega ekki hægt fram á sjónarsviðið. Þetta vekur þá spumingu hvort starf frétta- mannsins hafi ekki breyst um leið og þessi bylting varð í upp- lýsingatækni. Það mun hafa verið banda- ríski rithöfundurinn Neil Post- man sem benti á að fréttamenn yrðu nú að hætta að líta á upp- lýsingaöflun sem meginatriðið í starfi sínu og skilgreina það í staðinn sem merkingarleit. Kannski sýnist manni þetta hár- togun, að gera greinarmun á upplýsingum og merkingu, en ef nánar er að gáð þá er þetta ekki alveg ólíkt gamla góða munin- um á formi og innihaldi - og hann varð sem kunnugt er ákaf- lega umdeildur á hinni nýliðnu póstmódemísku tíð. Upplýsingabyltingin svo- nefnda hefur aðallega reynst vera fólgin í því, að eiginleg leit að upplýsingum er að mestu orðin óþörf. Magnið sem frétta- menn hafa orðið úr að moða, svo að segja fyrirhafnarlaust, er óþrjótandi. Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hefur þetta í raun gert starf þeirra, samkvæmt hinni hefðbundnu starfslýsingu, óvinnandi. Það er sama hvert þeir líta, þar er upp- lýsingar að hafa og þeim ber að koma á framfæri. Sífellt skjóta upp kollinum nýjar hliðar, ný sjónarmið - ný viðhorf. Fréttamaðurinn - þessi fjár- hundur upplýsingasamfélagsins - getur ekki lengur haldið til haga öllum þeim upplýsingum sem að honum steðja. Þess vegna verður til stórkostleg þversögn í starfi fréttamanns- ins: Meginverkefni hans er ekki lengur að safna upplýsingum, heldur í rauninni hið gagn- stæða, að hafna upplýsingum - það er að segja, þeim upplýsing- um sem engu máli skipta. Það er einfaldlega orðið ógemingur að fylgja boðorðinu um að leggja bara fram allar upplýs- ingar sem hugsanlega gætu skipt máli. Þýðir þetta að það sé ekki lengur hægt að gæta hlutleysis í fréttaflutningi? Verða frétta- menn óhjákvæmilega að taka afstöðu með einum á móti öðr- um einfaldlega af því að þeir hafa ekki tæknilega möguleika á að gæta þess að allar raddir heyrist? Auðvelda svai-ið við þessum spurningum er já. Það er auðvelt vegna þess að það krefst ekki frekari vangaveltna. Fréttamaðurinn setur sig ein- faldlega í spor lesandans/áhorf- andans og vegna þess að það er „hvort eð er ómögulegt annað“ en að taka afstöðu með ein- hverjum þá er bara að velja sér samherja (eða andstæðing). Þar með verður helsti munurinn á fréttamanninum og áhorfandan- um sá, að fréttamaðurinn er áhorfandi að atvinnu. Báðir verða í rauninni óvirkir í upp- lýsinganeyslunni, ekki vegna leti, heldur vegna þess að það fara allir kraftar, öll einbeiting, í að taka við öllum upplýsingun- um sem dynja yfir. Erfiða svarið við ofangreind- um spurningum er nei. Það er erfitt vegna þess að í því er fólgin krafa um að grandvallar- boðorð fréttamennskunnar um hlutleysi skuli áfram haft í heiðri. En það þarf að beita nýj- um aðferðum til að geta áfram farið að þessu boðorði. Krafa lesenda og áhorfenda er ekki lengur „segðu mér allt um mál- ið“; hún er orðin: Segðu mér einungis það sem máli skiptir. Það er misskilningur að þeg- ar „stór“ mál koma upp skapist „eftirspurn eftir upplýsingum“. Eftirspurnin er eftir merkingu, inntaki. Lesendur era ekki á höttunum eftir upplýsingum um öll hugsanleg smáatriði - það er allt of mikið af upplýsingum nú þegar. Það er til marks um inni- haldsleysi, að fréttamenn (og reyndar fleiri) virðast vera farn- ir að taka á öllum málum eins og leik, þar sem allt snýst um leik- hæfni og sigur. Það er að segja, formlegir þættir era orðnir aðal- atriðið, líkt og ekki sé um neitt annað að ræða. (Þetta er sér- staklega áberandi í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um stjóm- mál, þar sem fréttamenn leggja oftast áherslu á valdabaráttu stjórnmálamanna en ekki þau málefni sem um er að ræða.) Fréttamaður sem álítur það einungis vera hlutverk sitt að koma á framfæri sem mestu magni upplýsinga bregst skyldu sinni við lesendur/áhorfendur. Svo mótsagnarkennt sem það virðist, þá er hlutverk frétta- mannsins fyrst og fremst orðið það að túlka, vega og meta - reyna að bjarga merkingunni frá drakknun. Þá finnst frétta- manninum kannski eins og að hann sé að „sitja á upplýsing- um“ og slíkt er í hrópandi and- stöðu við innsta eðli frétta- mannsins. En verður hjá því komist að hafna upplýsingum? Kannski hefur það í rauninni alltaf verið óhjákvæmilegt að einhverju leyti - því allur fréttaflutningur er að vissu marki túlkun - en eftir því sem upplýsingaflóðið verður ofboðslegra því augljós- ara verður það hve nauðsynleg þessi túlkun er. Og því vanda- samara verður starf frétta- mannsins. Hann getur ekki lengur verið óvirkur atvinnuá- horfandi sem gerir ekki annað en að koma sem mestu magni upplýsinga á framfæri. Næsta skref: mynd- spilari í stofuna Myndaspilarar, svonefnir DVD-spilarar, verða sífellt algengari og eftir að hafa náð fótfestu í tölvuheimum stefna þeir inn í stof- una. Arni Matthíasson fékk sér DVD spil- ara og segir að ekki sé eftir neinu að bíða. flestu. Til að mynda þarf ekki að snúa disknum við í miðri kvikmynd, eins og alsiða er með LD, aukin- heldur sem myndgæði eru meiri, enda gögnin vistuð stafrænt á DVD en hliðrænt í LD. Hljómur er einnig betri í DVD-myndspilurum, átta rásir þar en tvær í LD. Svæðisskipting Sífellt verður algengara að þeir sem hyggjast kaupa sér geislaspilara í stof- una slái tvær flugur í einu höggi og fái sér DVD-spilara, eða mynd- spilara. Fyrir vikið eign- ast viðkomandi góðan geislaspilara fyrir diska- safnið og ekki er minna um vert að hægt er að horfa á kvikmyndir í sjónvarpinu ef vill. Tölvunotendur kannast flestir við DVD-drif, enda er nokkuð síðan þau tóku að sjást í tölvum. Núorðið taka menn gjam- an DVD-drif þeg- ar keypt er ný tölva, enda fæst þá ágætlega hrað- virkt geisladrif og myndspilari í bland. Slíkt drif má eins tengja við tölvuna, en einnig kemur það í góð- ar þarfir ef spila á mjög stóra leiki eða nota mikið af gögnum. Þegar eru komnir á markað nokkrir leikir sem nýta DVD-tækni og einnig eru hugbúnaðarframleiðendur farnir að nota slíka diska í gagnasöfnum og alfræðibókum Undanfarið hefur þó kastljósið beinst að annarri gerð myndspilara, spilara fyrir stofuna, enda eru slíkir spilarar nú fáanleg- ir á mjög hagstæðu verði og myndaúrvalið verður sífellt meira. Meiri myndgæði en VHS Líklega hafa flestir sem notað hafa myndbandstæki lent í spólu sem var orðin rispuð og slitin, eða slitnaði eða festist ... svo má lengi telja. Myndspilarar hafa ekki þessa ókosti því þó diskarnir sjálfir geti vitanlega skemmst við illa meðferð þá endast þeir að segja endalaust með réttri meðferð og myndgæði dvína ekki við hverja spilun, eins og gerist með VHS-snældurnar. Myndgæði eru og talsvert meiri á DVD-disk en VHS-spólu; upplausn- in á disknum er í kringum 700 pixel á móti 320 pixelum á VHS-spólunni. Fyrir vikið er myndin eðlilega mun skýrari, svo miklu skýrari reyndar að það er eins og maður sé að sjá kvikmyndina í fyrsta sinn. Stafræn hljóðrás Kvikmyndaáhugamönnum þykir ekki minnst um vert að á mörgum DVD mynddiskum er að finna staf- ræna Dolby 5.1 hljóðrás og þannig ná sex rása hljómi svo framarlega sem magnarinn ráði við það og nóg sé af hátöluram. Margir kannast við aðra gerð af stafrænum mynddiskum, Laser Disc, LD, en DVD slær þeim við í Heiminum er skipt í DVD svæði og myndspilarar geta ekki að óbreyttu spilað mynddiska sem gerðir eru fyrir önn- ur svæði. Island er á svæði 2 í hópi með nítján mismunandi málsvæðum og hægt að velja allmarga texta á myndunum þar á meðal íslenskan á flestum. Þó VHS-mynd- bönd séu í raun afleitur kostur fyrir kvikmyndir og sjónvarps- efni sé litið til gæða hafa slík- ar spólur og tæki upptökuna fram yfir DVD spilarana. Eins og getið er í grein- arstúf hér á síðunni þarf mikla þjöppun til að ná að fanga mynd- skeið í fullum gæðum og þjappa svo saman að komist fyrir á geisla- disk. Til þess að geta gert það í rauntíma, eins og það er kallað, þ.e. jafnóðum, þarf öflugri tól en al- mennur neytandi hefur efni á að kaupa. Menn spá því að með þeim framfóram sem verða í tækninni á hverju ári séu fjögur til sex ár í að hægt verði að taka myndir upp á DVD-spilara, og þá er hvort eð er kominn tími til að skipta. Yfir 1.000 myndir hafa komið út á DVD-diskum og því spáð að þær fylli annað þúsundið innan skamms. Það er því full ástæða fyrir þá sem era á annað borð að fá sér geislaspilara að fá sér frekar DVD spilara. Víst er ekki hægt að taka upp á þá og verður reyndar ekki hægt næstu árin eins og getið er, en fátt slær þeim við í gæðum hafi menn áhuga á kvikmyndum á annað borð. Staðlastríðinu lokið ÞAÐ GEKK ekki sársaukalaust fyrir sig að berja saman DVD- staðal og reyndar eru væringar með mönnum enn. Sá staðall sem notaður er í DVD-spilurum í heimahúsum og tölvum hefur hinsvegar náð slíkum yfirburðum að ekki verður aftur snúið og það verður ekki fyrr en spilarar sem tekið geta upp kvikmyndir koma á almennan markað sem úfar rísa aftur. Framan af glímdu stórfyrir- tæki um rétta staðalinn, Toshiba hélt fram sínum staðli og Pilips og Sony lofuðu Video CD staðal- inn. Toshiba-staðallinn varð of- aná , en í honum eru afbrigðin af DVD-diskum eru alls sextán og kallast staðallinn UDF upp á ensku, ISO-13346. Algengastir eru diskar með 4,7 GB geymslu- rými, en einnig má fá þá með 8,5 GB rými, 9,4 GB og 17 GB geymslurými. Þetta eru fjögur afbrigði og þau sem skipta mestu máli fyrir almenna neytendur, en til viðbótar eru síðan DVD-R, brennanlegir diskar, sem svo kallast, en á þá má skrifa gögn einu sinni, og DVD-RAM, sem hægt er að skrifa á mörgum sinnum. Við alla þessa súpu bæt- ast siðan 80 mm diskar sem hugsaðir eru fyrir ferðaspilara eða -tölvur, en enginn notar slíka diska sem stendur. Dældirnar í DVD-diskum sem leysigeislinn les eru mun minni en á venjulegum geisladisk, 0,74 míkrón á móti 1,16 míkrónum. Leysigeislinn er og af annarri bylgjulengd, í hefðbundnum geislaspilara er hann innrauður með 780 nanómetra bylgjulengd, en í DVD-Iesara rauður með 635 til 650 nanómetra bylgjulengd. Með þessu móti má sjöfalda geymslurýmið, upp í 4,7 GB, en enn má auka það með því að hafa diskinn tvöfaldan. A hefðbundn- um geisladiskum er lag sem end- urkastar Ieysigeislanum, en á tveggja laga DVD-diskum er annað hálfgegnsætt lag ofan á því. Vegna þess að það er hálf- gagnsætt komast ekki fyrir á því nema 3,8 GB og því samanlagt á slikum disk 9,8 GB á hvorri hlið. Þessi tækni gerir meðal annars mögulegt að á einum og sama disknum sé hefðbundinn geisla- diskur, sem væri þá á innra lag- inu, en þar fyrir ofan hálfgagn- sætt lag með tölvugögnum. Tölvugeisladiskalesarar og geislaspilarar gætu lesið innra lagið, en DVD-lesara þyrfti til að lesa ytra lagið. Með þessu móti mætti til að mynda brúa bilið á milli nýrrar tækni og tækja sem almennt eru í tölvum í dag. Þannig mætti því koma fyrir á geisladisk tölvuleik eða hugbún- aði sem kæmi að fullum notum á hefðbundinn hátt, en þyrfti til sérstakan lesara til að nýta diskinn að fullu, nálgast myndefni eða ítarefni sem skrifa mætti á hálfgegnsæa lagið. Það er meira en að segja það að koma myndefni niður á disk svo vel sé, 10 sekúndur mynd- skeið í sjónvarpsgæðum er upp undir 300 MB. Beita má ýmis- konar tækni til að þjappa því saman, en í DVD-myndspilurum er notuð MPEG-1 þjöppun, sem gefur góða þjöppun með mikl- um gæðum. Myndspilarar eru með sérstakan örgjörva sem sér um að þýða gögnin fyrir sjón- varpið eða tölvuskjáinn, en á einn 4,7 GB disk má koma um 133 minútna kvikmynd og um 95% þeirra kvikmynda sem gerðar eru í Hollywood á hverju ári eru innan við 133 minútur að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.