Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 62
^)2 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ EINHVERSSTAÐAR VERÐA VONDIR AÐ VERA Félag íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn hefur óskað eftir birtingu á eftirfar- andi greinargerð, undirritaðri af formann- "^ inum, Hrafni Sveinbjarnarsyni, en henni ————-------------7----—---- er beint sem opnu bréfí til Olafs G. Einars- sonar, forseta Alþingis. Þar er farið fram á, að hússtjórn Jónshúss verði sett af og spurst fyrir um afstöðu Alþingis til félags- ins og húsnæðisaðstöðu þess. HUS Jóns Sigurðssonar. ÞAÐ VAR líklega fyrst á íundi Fé- lags íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn (hér eftir ritað Stúdentafélagið) árið 1934 sem fram kom hugmynd um að íslendingar eignuðust hús það er yéLi Sigurðsson bjó í við 0ster Vold- gade. Gunnar Bjömsson lagði þá til að ríkið yrði fengið til að kaupa húsið undir íslenskan stúdentagarð eða sendiherrabústað. Ekki varð af því. Undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari vöknuðu hugmyndir um að reist yrði sérstakt íslendingahús í Kaupmannahöfn og voru þær opin- berlega settar fram af Gunnlaugi Pálssyni arkitekt í tímariti Stúdenta- félagsins, Fróni, árið 1943. I húsinu áttu að vera samankomin öll íslensk og dansk-íslensk fyrirtæki, stofnanir •^®sg félög í Höfn, auk stúdentagarðs undir íslenska stúdenta. Eins og kunnugt er varð ekkert úr þessum miklu áformum. I stríðslok stofnuðu þó Islendingafélagið í Kaupmanna- höfn og Stúdentafélagið Byggingar- sjóð Islendinga í Kaupmannahöfn. Arið 1951 kom til tals að nota sjóðinn í stúdentagarð undn- íslenska stúd- enta, en ekkert varð úr framkvæmd- um. Hugmyndin um Islendingahús í Kaupmannahöfn var þó ekki úr sög- unni. Hinn 22. október 1965 var kosin nefnd á sameiginlegum fundi Stúd- entafélagsins og íslendingafélagsins til þess að athuga um kaup og rekstur slíks húss. I nefndinni vora þeir Egill Egilsson, Jónas Gíslason og Þor- ^teinn Vilhjálmsson. Hinn 4. nóvem- ber sama ár var nefndin þegar komin með augastað á tveimur húsum við Tesdoi-pfsveg á Friðriksbergi. Gunn- ar Thoroddsen, þáverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, sýndi þessum áformum félaganna mikinn áhuga og velvild og tjáði nefndinni að hugsanlega væri í vændum stuðning- ur af hálfu hins opinbera, þar sem ís- lenska ríkið fengi að líkindum hús að gjöf í miðborg Kaupmannahafnar á næstunni. Þetta gekk eftir og var nefndin kölluð á fund Gunnars hinn 15. febrúar 1966 þar sem fram kom að daginn áður hefði Carl Sæmund- sen, stórkaupmaður frá Blönduósi, gefið Alþingi 0ster Voldgade 12 og —4*fði það þegar þegið gjöfina. Hóf nefndin þá að athuga hvemig félags- heimili yrði best komið fyrir í húsinu og naut nefndin aðstoðai- tveggja fé- laga í Stúdentafélaginu, þeirra Elías- ar B. Elíassonar verkfræðinema og Þorsteins Gunnarssonar ariítektúr- nema. A fundi Byggingarsjóðs Islendinga í Kaupmannahöfn 4. apríl 1967 var samþykkt að bjóða Alþingi fé hús- byggingarsjóðs til þess að hefja fram- kvæmdir við endurbyggingu hússins við 0ster Voldgade, með því skilyrði að fyrir lægi ákvörðun Alþingis um að ^gtúdentafélagið og íslendingafélagið fengju neðstu hæð hússins og kjallara til afnota fyrir félagsstarfsemi sína að viðgerðinni lokinni og að viðgerð hæf- ist þegar á þvi ári. Greinilega var ver- ið að setja þrýsting á málin með þessu og virðist ekki hafa orðið af þessum stuðningi. Einnig vora áform uppi um að félögin flyttu í húsið hinn H. desember 1968, en eftir því sem best verður séð af gögnum félagsins sem aðgengileg era hér í Höfn varð ekki af því fyrr en 1970. Hinn 24. ágúst 1970 var Islend- ingafélaginu og Stúdentafélaginu, þá nefnt Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn (hér skammstafað FINK) veitt vaxtalaust lán úr Bygg- ingarsjóði íslendinga í Kaupmanna- höfn að upphæð 26.000 dkr. til hús- gagnakaupa í félagsheimili félaganna í Húsi Jóns Sigurðssonar. Hinn 24. febrúar 1977 var lánið gefið eftir á að- alfundi sjóðsins, sem jafnframt veitti hvora félaginu um sig 500 króna styrk þar á ofan til félagsheimilisins. Arið eftir, hinn 2. apríl 1978, var sjóð- urinn lagður niður á aðalfundi í sam- ræmi við stofnskrá sjóðsins. Ur eig- um hans var stofnaður liknarsjóður, Styrktarsjóður Islendinga í Dan- mörku. Hefur það vafalaust verið gert af trausti til Alþingis, sem jafn- framt því að þiggja Jónshús skaut skjólshúsi yfir Islendingafélagið og Stúdentafélagið af mikilli rausn, í minningu Hafnarstúdentsins Jóns Sigurðssonar. Lokunin 1996 Hefur blómlegt félagsstarf verið rekið í Jónshúsi frá þeim tíma allt til ársins 1996. Þá breyttist fiest til hins verra hvað varðar starfsemina í Jóns- húsi. Eftir deilur sem þá risu í kring- um Jónshús hefur kpmist verulegt rót á félagslíf Hafnar-íslendinga, en þó ríkir samstaða um að leitt sé að sú reglulega kaffisala og íslenska menn- ingarstarfsemi sem henni íylgdi (myndlistarsýningar og fleira) skuli með öllu hafa lagst af. Það er ekki að orðlengja að sú tylli- ástæða sem fulltrúar Alþingis hér í Höfn notuðu til lokunar húsinu þetta ár vora ýkjusögur sem spunnar vora upp úr þremur atvikum. I fyrsta lagi að einstaklingur varð eftir í húsinu í heimildarleysi yfir nótt eftir sam- komu félagsins hinn 12. apnl 1996 og fannst óskilgreind væta á stigapalli annarrar hæðar sem tahn var til af- urða þessa einstaklings. Hringt var á lögregluna og hlýtur hún að hafa tek- ið skýrslu vegna þessa máls. I öðru lagi var það þegar brandreið sú sem íslendingafélagið hafði fengið léða til þess að steikja pylsur handa bömum á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar var læst inni í geymslu í húsinu og lá eig- anda brandreiðarinnar mjög á að fá hana aftur. Ekki náðist í neinn mann með lyklavöld og var því í neyð bragðið á það ráð að brjóta upp hurð- ina að geymslunni og greiddi sá sem það gerði úr eigin vasa kostnaðinn við viðgerðina sem fram fór daginn eftir. I þriðja lagi bratu svo einhveijir ut- anaðkomandi götustrákar ráðu í hús- inu. Tvö síðamefndu atvikin koma Stúdentafélaginu ekki við. Fyrst- nefnda atvikið verður varla skrifað að öliu leyti á ábyrgð félagsins, með fé- lagi er ábyrgð einstaklingsins ekki úr gildi numin. Einstaklingurinn sem lokaðist inni í Jónshúsi var ekki kjör- inn til þess að koma fram fyrir hönd félagsins. Ævintýraleg lýsing sendi- herra og þáverandi formanns hús- stjómar, Róberts Trausta Ámasonar, á þessu atviki barst reyndar félaginu þegar 24. apríl 1996 (Db. sr. 3. A.3) og var því svarað með öllu hófsamari lýs- ingu gjaldkera félagsins, Guðránar Eddu Baldursdóttur, í bréfi 24. júní 1996 þar sem viðurkennd vora þau mistök að húsið hefði ekki verið kann- að í þaula og forsvarsmenn félagsins hefðu ekki gægst um gáttir af nægi- legri gaumgæfni áður en þeir yfirgáfu það nóttina 12. apríl. Bréfinu lauk svo: ,Að síðustu viljum við geta þess, að þó að skemmtun FINK hafi endað illa þetta umrædda kvöld ætti það ekki að bitna á öðram aðilum er viija hafa afnot af Jónshúsi til skemmtana- halda eða síðari stjómum FÍNK, enda hafa þessir aðilar ekkert til saka unnið.“ Þrátt fyi-ir að ábyrgðin væri þannig öxluð af manndómi af stjóm félagsins með augljósri iðrun fór þetta eins og mesta hneykslismál aldarinnar í fjöl- miðla á Islandi haustið 1996 m.a. í leiðara Morgunblaðsins, og hljóta embættismenn Alþingis að hafa stað- ið þar á bak við. Róbert Trausti Ámason setti þessa þrjá atburði saman skv. frétt á út- varpsstöðinni Bylgjunni 9. september 1996. í framhaldi af þvi að Róbert tal- aði um að FINK, Islendingafélagið og veitingasalan fengju leigulaus af- not af húsinu og greiddu ekki fyrir rafmagn, hita, þrif eða tryggingar sagði hann að „í stað meinlausra skemmtikvölda hafi borið mikið á fyll- erá, menn hafi sofnað öldauða ef til vill læstir inni og gengið síðan öskr- andi um ganga, mígandi utan í veggi og brotið hurðh- og glugga“. Ástæð- una fyrir því að húsinu var lokað al- veg þetta ár kvað hann ekki aðeins vera þessa heldur og þá að tími væri kominn til þess að endurskoða rekstr- arform hússins, sem væri komið langt frá upphaflegum tilgangi gefandans Carls Sæmundsens. Þessu var sumsé blandað saman. Fáum dögum eftir þessa útvarpsfrétt sagði hann af sér hússtjómarembætti. I dagblöðum birtist þvættingui- um óhóflegan drykkjuskap á samkomum félagsins. Allt var það tal haft eftir óskilgreind- um persónum, mönnum sem aldrei vora á samkomum félagsins. Afgreið- ist þetta hér með af minni hálfu sem ósannindi, enda skal félagið saklaust uns sekt sannast. Drykkjuskap ein- stakhngsins sem lokaðist inni í húsinu mætti á sama hátt færa yfir á alla ís- lensku þjóðina og yfir á Stúdentafé- lagið, Alþingi eða minningu Jóns Sig- urðssonar. Það er tómt mál að tala um upphaf- legan tilgang Carls Sæmundsens með því að gefa Jónshús út fyrir það sem segir í gjafaafsalinu, nú þegar hann er látinn. Varla standa fulltráar AI- þingis í einhverju dulrænu sambandi við látna menn? Tilgangur Alþingis með húsinu skiptir kannski meira máli en ímyndunarveiki um tilgang látinna manna. Hvað kvartanir nágranna um há- vaða í húsinu snertir, sem mikið var gert úr af sendiherra og fjölmiðlum, þá voru þær skv. upplýsingum félags- ins svo fáar að th undantekninga heyrði. Ein þessara undantekninga varð nóttina 12. aprá 1996. Um meintar fylleríssamkomur fé- lagsins er það að segja að í 105 ár hef- ur verið drakkið öl á samkomum Stúdentafélagsins, um 75 þeirra ára vissi Alþingi fullvel er það af rausn sinni veitti félaginu húsaskjól. Með þvi sýndi Alþingi félaginu einnig ti'aust til þess að samkomuhaldið færi vel fram og bjórdrykkjan yrði ekki í óhófi. Undir þvi trausti hefur félagið staðið, slys hafa vissulega orðið, en að sjálfsögðu hvorki með vitund né vilja félagsins þegar þau urðu og ávallt hefur félaginu þótt það miður- eftir á. Einnig er alkunna að á rássagildi fé- lagsins hefur verið skálað í brennivini svo lengi sem elstu menn muna, m.a. hefur tekið þátt í þeim leik ekki minni maður en Gunnar Thoroddsen, með- an hann var sendiherra þér. Allt til þess er Róbert Trausti Árnason tók við sendiherrastöðunni hér í Höfn var orðin hefð fyrir því að brennivínið á rássagildið kæmi sem gjöf frá sendi- ráðinu. Minningu Jóns Sigurðssonar, sem minnst er á í gjafaafsalinu fyiTr Jónshúsi, stafar engin ógn af svo sak- lausri drykkjuskemmtan, sem ævin- lega hefur farið vel fi’am, enda lítið gaman að óhófsömum drykkjulátum. Hvað sem því líður banna húsreglur nú hefðir rássagildis í Jónshúsi skv. upplýsingum umsjónannanns 21. september sl. Ekki er þó einu orði minnst á neyslu áfengra drykkja í af- sali Carls Sæmundsens fyrir Jóns- húsi til Alþingis 17. júní 1966. Og ekki var verið að tala um slíkt er forseti Is- lands kom í Jónshús fyrir tveimur ár- um og menn lyftu þar glasi. Eg á því ekki von á því að Álþingi saumi með reglum frekar að bjór- og vindrykkju félagsins í húsinu. Ovinsamleg orð núverandi sendiherra í okkar garð ættu ekki að breyta nokkru þar um, þar sem hann hefur ekki verið við- staddur samkomur félagsins undan- farin ár. Um innanstokksmuni í Jónshúsi er það að segja að bæði Islendingafélag- inu og Stúdentafélaginu er sárt um eignir sínar ekki síður en Alþingis. Meirihluti innanstokksmuna í sal Jónshúss er eign þessara félaga og allur vandalismi í húsinu gagnstæður bæði vilja þeirra og hagsmunum. Hússtjói'ii fari frá Kveikjan að þessu bréfi er áfram- haldandi vh-ðingarleysi hússtjórnar Jónshúss gagnvart Stúdentafélaginu. Kemur það varla á óvart þar sem hússtjórn er enn skipuð að meirihluta eins og þegar allt fór hér í háaloft um árið. Sú ákvörðun Alþingis að endur- skipa Róbert Trausta Árnason í hús- stjórn eftir að hann hafði sagt þar af sér var bein lítilsvirðing við félagið. Áðurnefnt bréf Róberts 24. aprá 1996 (Db. sr. 3. A.3) til félagsins þar sem gert var eins mikið og hægt var úr því sem miður fór á samkomu félagsins 12. aprá sama ár er reyndar athyglis- vert vegna lokaorða þess: „Þar sem FÍNK hélt þessa skemmtun í Jónshúsi og ber alla ábyi'gð á framangreindum atburðum óska ég þess, að stjórn námsmanna- félagsins svari bréfi mínu skriflega. Samkomuhald af þessu tagi verður í framtíðinni ekki liðið í Húsi Jóns Sig- urðssonar. Ég vil hins vegar hafa undir höndum skriflegar skýringar námsmannafélagsins áður en ég geri tillögur til forseta Alþingis og for- sætisnefndar Alþingis um framtíðar- fyrirkomulag skemmtanahalds í Húsi Jóns Sigurðssonar. Það segir sig hins vegar sjálft, að tillögugerð mín mun taka mið af skemmtunum eins og þeirri sem námsmannafélagið hélt fóstudagskvöldið 12. aprá sl. í Húsi Jóns Sigurðssonar.“ Þá vitum við á hverju þriðji hluti núverandi hússtjórnar byggir sínar tiUögur. Fyn' á þessu ári fengum við leiðin- leg svarbréf Karls M. Kristjánssonar, núverandi formanns hússtjórnar, þar sem hann þybbaðist við að svara þvi hvort eitthvað hefði verið ákveðið um framtíð hússins. Kvartaði formaður félagsins yfir bréfum þessum við yður þá (sbr. tölvubréf dags. 19. júní) og fékk greinargott svar yðar við spurn- ingunni samdægurs og er félagið yð- ur þakklátt fyrir það. Ekkert hafði verið ákveðið. Samráðsfundur sá sem hússtjóm ber að halda með þeim er í Jónshúsi starfa, samkvæmt reglugerð Alþingis um húsið, var boðaður með miklum semingi, eftirgangsmunum og ör- stuttum fyrirvara hinn 24. júní sl. Kvöldið áður boðaði formaður hús- stjórnar formenn Islendingafélagsins og Stúdentafélagsins til fundar og vora nokkrir stjórnarmenn Stúdenta- félagsins þar að auki, m.a. undirritað- ur. Á þeim fundi öskraði Karl á við- stadda, sagði „við eigendui' hússins eram orðnir leiðir á níði og skítkasti", án þess að skýra það nánar. Á sam- ráðsfundinum sjálfum bókaði stjórn félagsins svo mótmæli við nokkra af þessum skorti á háttvísi, ekki þó öskrinu. Verður að segjast eins og er að til undantekninga heyrir að Hafn- arstúdentar hafi jafn hátt á samkom- um sínum og þetta, og það þótt öl sé um hönd haft og liðið sé á kvöld. Á samráðsfundinum daginn eftir vai' það gagnrýnt að hússtjóm hefði ekki staðið við orð um að ráða nýjan rekstrarstjóra í húsið. Einnig það að hússtjóm hefði eftir tvö ár engum til- lögum skilað til forsætisnefndar Al- þingis um framtíð hússins. Enda hef- m- þvi alltaf verið slegið á frest. Að sögn var beðið eftir skýrslu frá Ríkis- endurskoðun og eftir þvi að umsjón- armaður hússins, síra Lárus Þ. Guð- mundsson, léti af störfum. Nú hefur það gerst og hvað nú? Tilhlökkun Stúdentafélagsins eftir að sjá tillögur hússtjómar er engin. Enn situr Ró- bert Trausti Árnason í hússtjórn, og miðað við fyrri afstöðu hans til félags- ins og þau viðmið sem hann hefur eig- um við ekki von á góðu. Ekki heldur eftir nefnd bréf og öskur Karls Krist- jánssonar, fomnanns hússtjórnar, á fulltrúa félaganna. Hinn 14. júlí í sumar voru undar- legar fréttir í íslenska ríkisútvarpinu um hugsanlegan flutning sendh’áðs í Jónshús. Embættismenn Alþingis virðast hafa meiri áhuga á að viðra sig í fjölmiðlum um Jónshús en ræða við þá sem þar hírast skjálfandi af hræðslu. Fróðlegt væri að fá að vita hverju þessi misskammtaða tjáning- arþörf sætir. Auðvitað særir svona skortur á tránaði og fágun viðkvæm- ar manneskjur eins og Hafnarstúd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.